Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 2
FYRST & FREMST 2 PRESSAN Miðvikudagurinn 19. maí 1993 í ÞESSU BLAÐI hlutaílokkanna. I stað þess að vera nálægt falli væri íhaldið með tvo sterka borgarstjórn- arflokka. Og eftir kosningar myndi Albert að sjálfsögðu fyrirskipa sættir og samvinnu — um nýjan meirihluta undir sinni forystu. Björn Önundar- son formaöur siöanefndar lækna I síðustu viku voru gerð að unrialsefni í PRESSUNNI meint stórfelld skattsvik nokkurra tryggingalækna með Bjöm Önundarson yfirtrygg- ingalækni í broddi fylkingar. Þar var meðal annars vikið að hlut hans í rannsókn á fjár- svikum heilsugæslulækna fyrir nokkrum árum. í ffamhaldi af því er rétt að benda á, að Björn er formaður Siðamála- nefndar Læknaráðs. Þessi siðamálanefnd er ein af undir- deildum Læknaráðs og fylgir það jafnan því að vera yfir- tryggingalæknir að gegna þessari stöðu. Það má því segja að Björn sé æðsti siða- postuli lækna! Mannfall hjá Ið- unni____________________ Það hefur gengið upp og of- an í rekstri Jóns Karlssonar hjá Iðunni undanfarin ár og nú blasir við töluverð blóð- taka. Við heyrum nefhilega að Sigurður Valgeirsson útgáfu- stjóri hafi látið af störfum og Snorri Egilsson fram- 2 Nýjustu dómarnir um Kristján 4 Fatahönnuöir Allar hliðar Herdísar 6 Leðurklædd símastefnumót Innheimtulögmaöurinn svarar fyrir sig Er Jón Baldvin skrípi? 7 Veldi Magga ríka Kaupfélögin tapa 8 og 9 Manndrápstækt götunnar 11 Hrossaforritið sem varö Hljómco að falli 12 Álit á milljarðabjörgun Kol- beinseyjar 13 Einar Karl um lénsveldi á fjöt- miðlum 14 Tíska ogaftur tíska 15 Hið hallæris- lega Snlgla- band Kirkjulegur saxófónlelkari 16 Líflð eftir vinnu 18 Bragi Ól- afsson í Ijóðrænu viötall 20 Nýr rit- stjóri á The Econ- omlst Andreotti og þlnghelgin 21 Forystulaus meirihluti íhalds- ins í borginni Það er ekki ofsögum sagt að gripið hafi um sig lausung innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins eftir að Davíð Oddsson sneri sér að landsmálunum. Ekki batnaði ástandið þegar hver höndin var upp á móti annarri í slagnum um borgarkórónu Davíðs og Davið neyddist til að setja Markús Öm Antons- son í stól borgarstjóra. Skemmst er frá því að segja að Markús öm er enginn Davíð og innan borgarstjórnar- flokksins gera nú margir tilkall til leiðtogatitilsins á næsta kjörtímabili. Þeir sem hvað mest ber á em Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Arni Sigfús- son, að ógleymdum Magnúsi L. Sveinssyni, en að undan- fömu hafa þau Katrín Fjeld- sted og Júlíus Hafstein minnt á sig svo um munar með hálf- gerðri stjórnarandstöðu á köflum. I þessu sambandi má ekki gleyma að sveitarstjórn- arkosningar verða næsta vor og hefst slagurinn fyrir alvöra að afloknu sumri. En um leið og lausungin eykst hjá pólitík- usunum vex embættismönn- um borgarinnar fiskur um hrygg og hafa áhrif þeirra á niðurstöðu mála aukist til muna. í því sambandi nefha menn einkum Stefán Her- mannsson borgarverkfræð- ing, Hjörleif Kvaran, fram- kvæmdastjóra stjómsýslu- og lögfræðideildar, og Jón G. Tómasson borgarritara. MARKÚS ÖRN ANTONSSON. Hefur enga stjórn á borgarstjórnarfull- trúum sínum. STEFÁN HERMANNSSON. Borgarverkfræðingurinn og fleiri embættismenn ráða æ meiru. Eins og flestum er kunnugt fór Kristján Jóhannsson tenór- söngvari með eitt aðalhlutverkanna í Aidu eftir Verdi, sem ffumflutt var í París í byrjun mánaðarins. Franska blaðið Le Monde birti gagnrýni Alains Lompech um óperuflutning- inn nokkram dögum síðar og væri synd að tala um yfir- þyrmandi hrifiiingu í umsögn hans. Gefur hann leikmynd- inni laka einkunn og gerir hálfgert grín að pólýesterveggj- um og annarri útfærslu, sem virðist þjóna þeim tilgangi ein- um að mynda pláss fyrir þann aragrúa statista og kórsöngv- ara sem spígspora um sviðið hvetju sinni. „Leikmyndin var ekki slæm, hún var verri“... Hann lætur ekki þar við sitja og gefur búningunum einnig falleinkunn. Þá að tónlistarflutningnum. Lompech segir tæknilega út- færslu til fyrirmyndar þrátt fyrir smávægilega vankanta og aukahljóð í míkrófónum, en þess skal getið að vegna stærð- ar salarins þurftu söngvarar að nota hljóðnema til að ná til óperagesta. Hljómsveitarstjómunin fær heldur lakari dóma og er sögð dauf og ryþmískt ónákvæm. Gagnrýnandinn er heldur ekki jákvæður í garð Kristjáns í hlutverki Radamés og afgreiðir hann í tveimur línum. Segir hann sama stílleys- inu hafa bragðið fyrir í fari Kristjáns og einkennt hafi hinn látna tenór Tony Poncet, án þess þó að hann næði að vera jafnögrandi. Tekur Lompech svo djúpt í árinni að segja að Kristján hafi nánast sungið falskt allan tímann. Söngkonan Wilhelmina Femandez fær hins vegar mildari meðferð og getur hann þess að jafnvel þótt þessi annars ágæta söngkona hafi ekki hæfileika til að túlka „stóra“ Aidu hafi dramatískur skilningur hennar verið réttur. Bruna Baglioni segir hann að sé sérfræðingur í hlutverki Amneris en söngvarinn Alain Fondary er sigurvegari kvöldsins að mati Lompechs: Söngvarinn hafi bjargað því sem bjargað varð og fyllt salinn með rödd sinni. kvæmdastjóri sé sömuleiðis á förum. Ekki fylgdi sögunni hverjar ástæðumar væra. Draupnismenn deila________________ Málflutningi í málaferlum Draupnissjóðsins gegn Krist- jáni Wendel, ásamt gagnsök, lauk í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar er hart deilt um nafn sjóðsins. Krist- ján, sem flytur mál sitt sjálfúr, mun hafa stofnað ráðgjafar- og skipaeftirlitsfyrirtækið Draupni hf. um 1970 og kunni því illa þegar fjármála- spekingamir í Iðnlánasjóði og fleiri af okkar stærri peninga- stofhunum, með Ragnar Ön- undarson í fararbroddi, geng- ust fyrir stofnun Draupnis hf., síðar Draupnissjóðsins. Krist- ján lítur á Draupnisnafnið sem sína eign og sömuleiðis öll orð dregin af því, þar á meðal orðmyndina Draupnis- sjóður. Þetta geta Draupnis- sjóðsmenn vitaskuld ekki samþykkt og um það er tekist á fyrir dómstólum. Þess má svo geta að eftir að Draupnis- sjóðurinn var stofnaður og nafnið tilkynnt til hlutafélaga- skrár tilkynnti Kristján sama nafh til Hagstofúnnar, en það hafði farist fyrir hjá sjálfum Draupnismönnum að heim- sækja þá stofnun. Eftir stóð Kristján því einnig með lög- lega skráð nafnið Draupnis- sjóðurinn, sem hann notar yf- ir sitt prívat fýrirtæki, og við því geta Draupnismenn lítið gert. Guðmundur Einarsson og Evr- ópa Madonna og smekkleysan 23 Hannes Hólmstelnn dæmir Samtímamenn GCD rokkar 24 og 25 Hvernig ævl er í ævlsögum? 26 Guðmundur Ólafsson fer í bíó fyrlr lesendur Siguröur G. Tómasson tjálr slg um yfírvaraskeggiö 27 Relðhjólin í skýjunum Mótorhjólin í popplnu 28 Njósnaö um íslendinga í LA SJónvarps-Bubbi 29 Björn Baldursson klifurköttur Kellari í stríði NBA-úrsllt frá upphafl Ungir snillingar 31 GULA PRESSAN Og Albert kemur í október ______________ Á meðan sundrung ein- kennir meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borginni og ein- stakir borgarfulltrúar hans sjá sjálfa sig fyrir sér sem leiðtoga hugsa hinir sömu með skelf- ingu til þess að Albert Guð- mundsson er á leiðinni til landsins. Albert kemur að ut- an í október og telja menn eins gott að gera sterklega ráð fyrir þeim möguleika að hann ætli sér í sjálfstætt ffamboð í kosningunum næsta vor. Fari svo má gera ráð fyrir að hann nái til sín dijúgum hluta kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og næli jafnvel í einstaka núver- andi borgarfulltrúa flokksins, hafi hann á þvi áhuga. Til að mynda Júlíus Hafstein, sem átt hefur erfitt uppdráttar í núverandi meirihluta. Með öðram orðum er horft upp á þann möguleika að íhaldið bjóði klofið fram í kosningun- um. Það eru þó kannski minnihlutaflokkarnir sem ótt- ast þetta enn meir, því allir óánægðir sjálfstæðiskjósendur gætu valið Albert í stað þess að fara yfir á einhvem minni- ALBERT GUÐMUNDSSON. Kemur að utan í október og því er spáð að hann ætli sér yfírráð í borginni. Klofnar íhaldið? JÚLÍUS HAFSTEIN. Er að reyna að koma sér á toppinn í meirihlutaflokki íhaldslns. Eöa stykkl hann yfír á fíeytu Alberts? SlGURÐUR VALGEIRSSON. Hefur látiö af störfum sem útgáfustjóri hjá Iðunni. JÓN KARLSSON /' löunni. Búinn að missa útgáfustjórann og aö öllum líklndum framkvæmdastjórann líka. BJÖRN ÖNUNDARSON. Þessi formaöur siðanefndar lækna liggur undir rökstuddum grun um stór- felld skattsvik. RAGNAR ONUNDARSON og félagar í Draupnissjóðnum standa í málaferlum þessa dagana vegna nafns sjóðsins. UMMÆLI VIKUNNAR „En þegar ég heyrði þetta boð Jóns Baldvins, þá hló égekki, ég skellihló.u Þorsteinn Pálsson spaugari — í mér býr spaugari! „Ef ég sleppi mér lausum í gamansemi þá er af- skaplega stutt í dár og spé.“ Heimir Steinsson útvarpsprestur. Ai íslandsást „Ég hlýt að hafa verið drukkinn þegar ég keypti eintak af bókinni „Vigdís forseti, kjör hennar og fyrsta árið í embætti“.“ Roland White bókagagnrýnandi. Hæhhar forgjöfin við jjetta? Alveg eins og í Eyjum „Kína er undraland á þröskuldi framtíðarinnar og er að breyt- ast innan frá, úr miðstýringarmaskínu í markaðsbúskap.“ Ámi Johnsen ferðalangur. „Éggreipþá trékylfú núm- er 3, hljóp á eftirminkn- um og náði að steindrepa hann með einu höggi.“ Gunnsteinn Jónsson golfari. Arangurinn var þaö eina sem spillti fyrir „Ég var ánægður með allt það sem gerðist þama úti nema að við lentum mun neðar en við áttum skilið.“ Jón Kjell Seljeseth XIII.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.