Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 8
F R ETT I R
8 PRESSAN
Miðvikudagurinn 19. maí 1993
Nú reynir hins vegar á
hvort fordæmi fæst fyrir því
að sorgin — sálrænar þján-
ingar — sé metin á sambæri-
legan hátt og líkamlegur skaði.
„Eg stend einn að málinu.
Vinni ég það hins vegar getur
móðir Þórdísar einnig sótt
sinn rétt auðveldlega, en hún
hefur bæði þurft að minnka
við sig íbúð og selja nýjan bíl
sem hún átti, eftir að Þórdís
dó.“
Ákært fyrir manndróp af góleysi vegna umferðarslyss ó Sæbrautinni
Á rauðu Ijðsi í hassvímu á fjölskyldujeppanum
Fyrir rúmu ári varð
hörmulegt slys í Reykjavík,
nánar tiltekið á mótum Sæ-
brautar og Holtavegar. Slysið
átti sér stað seinni hluta dags í
maí á þeim tíma þegar flestir
eru á leiðinni heim úr vinnu.
„Það var eins og loftsteinn
hefði lent,“ sagði eitt fórnar-
lamba atburðarins, en vissu-
lega má líkja þessari freklegu
innrás í líf fjölda fólks við eitt-
hvert utanaðkomandi afl.
Sökudólgurinn var tvítugur
piltur sem virðist hafa tekið
fjölskyldujeppann traustataki
og keyrt af stað í hassvímu.
Hann virðist ekki hafa séð
neitt sem fyrir varð og keyrði
á ofsahraða og sló ekkert af
þegar hann keyrði vestur Sæ-
braut. Þegar kom að gatna-
mótum Sæbrautar og Holta-
vegar sá hann ekki að það var
rautt ljós — og keyrði beint
yfir. Um leið var bifreið öku-
kennara á leið yfir götuna
með sautján ára stúlku við
stýrið. Jeppinn lenti á
kennslubifreiðinni og kastaði
henni þvert yfir gatnamótin
þar sem hún svo lenti á
tveimur kyrrstæðum bílum.
Stúlkan í kennslubifreið-
inni lést skömmu eftir að hún
komst á sjúkrahús. Hún hlaut
svo mikla áverka á höfði og í
brjóstholi að lífi hennar varð
ekki bjargað. Ökumaður
jeppans slasaðist hins vegar
lítið, steig sjálfur út úr bifreið-
inni, ringlaður en í vinnugalla
eins og hann hefði bara verið
á heimleið að loknum vinnu-
degi. Þegar vöknuðu grun-
semdir um ástand hans. Þeg-
ar hann settist inn í lögreglu-
bílinn virtist hann varla átta
sig á því hvað liefði gerst.
Nú, ári síðar, hefur hið op-
inbera ákæruvald ákveðið að
höfða mál gegn ökumanni
bifreiðarinnar sem hratt
þessu öllu af stað. 1 ákærunni
er viðkomandi sakaður um
manndráp af gáleysi með því
að keyra yfir leyfilegum há-
markshraða, virða ekki rautt
ljós og vera undir áhrifum
kannabisefna.
Það er einmitt þetta síðast-
talda sem mun reynast hvað
erfiðast fýrir fulltrúa ákæru-
Það var 11. maí í fýrra sem
harður árekstur varð á mót-
um Sæbrautar og Holtavegar
með þeim afleiðingum að
Þórdís Unnur Stefánsdóttir
ökunemandi lét lífið er Che-
rokee-jeppi ók á miklum
hraða yfir á rauðu ljósi á bíl-
inn sem hún var í ásamt Páli
Kristjánssyni, ökukennara
sínum. Eins og kemur ffam á
öðrum stað hefur ökumaður-
inn, sem talinn er hafa verið
undir áhrifum kannabisefna,
verið ákærður fyrir manndráp
af gáleysi og fyrir að hafa vald-
ið Páli Kristjánssyni verulegu
líkamstjóni.
Lenti á rauöu Ijósi á
slysstaönum
„Sorgin olli því að ég gat
ekki unnið fyrstu tvo mánuð-
ina. Ég er bara leigubílstjóri.
Þegar bíllinn minn stendur
fyrir utan húsið heima hjá
mér þá hef ég engar tekjur. Eg
reyndi eftir tvo mánuði að
hefja aftur vinnu en það gekk
illa,“ segir Stefán og lýsir því er
hann reyndi að komast hjá þvi
að þurfa að keyra um slysstað-
inn. „I stað þess að keyra
beina leið ffá Rauðalæk upp í
Grafarvog reyndi ég að læða
mér inn á Laugarásveginn og
Langholtsveginn og þar inn
úr. En konan sem sat í bílnum
spurði hvert ég væri eiginlega
að fara og bað mig að keyra
Dalbrautina. Sem ég varð að
gera. Og auðvitað lenti ég á
rauðu ljósi við slysstaðinn. Ég
hélt að hjartað í mér ætlaði út
úr kroppnum. Titrandi og
kófsveittur kom ég konunni á
áfangastað. Eftir þetta hreyfði
ég ekki bílinn í þrjár vikur.“
Eins og gefur að skilja olli
slysið Stefáni mikilli sorg enda
voru þau feðgin afar náin.
„Þórdís var afar greind og vel
gerð stúlka.“ Stefán og móðir
Þórdísar höfðu skilið fyrir níu
árum. „Ég ffétti það hjá skóla-
systkinum hennar að þrátt
fyrir að hún byggi hjá móður
sinni hefði það ekki farið
framhjá neinum að hún ætti
föður sem byggi annars staðar
og skipti hana máli.“
Stefán lýsir 11. maí í fyrra:
„Þetta var merkisdagur hjá
Þórdísi. Þennan dag var hún
að fara í síðasta prófið sitt í
Verslunarskólanum og í síð-
asta ökutímann. Hún hringdi
fjórum sinnum í mig þennan
dag. Það var mikill galsi í
henni og gaman að vera til. í
síðasta skiptið sem hún hring-
ir í mig er klukkan hálfsjö og
þá segist hún vera að hafa sig
af stað í ökutímann. Klukkan
átta urn kvöldið er ég á leið á
AA-fund en er eitthvað tví-
stígandi. Á leiðinni á fundinn
er hringt í mig í bílasímann og
mér sagt að koma strax upp á
Borgarspítala og tala við ein-
hvern Birgi. Ég skildi hvorki
upp né niður í því símtali, en
þegar sonur minn hringir í
mig nokkru síðar og biður
mig að koma strax upp í
Breiðholt grunar mig strax að
ekki sé allt með felldu.
Skömmu síðar er aftur hringt
ffá Borgarspítalanum og sagt
að það sé áríðandi. Ég dríf mig
hins vegar upp í Breiðholt þar
sem ég var kominn langleið-
ina þangað og þar taka prest-
urinn, móðir barnanna
minna og sonur minn á móti
mér. Þá varð mér strax ljóst
hvað hafði gerst. Dóttir okkar
hafði dáið með hörmulegum
hætti í bílslysi."
Mjög einmana eftir lát
Þórdísar
Stefán segist hafa þurft að
þola margt í lífinu en missir
Þórdísar sé það erfiðasta sem
hann hafi upplifað. Áfallið
hafi verið stórt. Hann segist
enn ekki kominn yfir það.
„Missi maður útlim eða eitt-
hvað þess háttar fær maður
örorkubætur en þegar maður
verður fyrir andlegum áföll-
um er hvergi horft til þess,“
segir Stefán og bendir á að
hann sé óvirkur alkóhólisti og
því hafi lyf við andlegum erf-
iðleikum ekki komið til
greina. Að auki hafi hann ver-
ið mjög einmana eftir lát Þór-
dísar. Öll samúðin beindist að
móður Þórdísar og þangað
var látlaust hringt og samúð-
arblóm send. „Það var eins og
ég hefði ekki orðið fyrir neinu
áfalli. En það var síður en svo.
Ég gat hvorki borðað né sofið
og fraus gjörsamlega í langan
tíma. Sumir virðast geta sett
brjóstkassann út og látið eins
og ekkert hafi í skorist en það
gat ég alls ekki.“
Fyrir utan andlega tjónið
sem foreldrar Þórdísar urðu
fyrir við þetta áfall hlaust af
því vinnutap, eins og áður
hefur komið fram, þar með
fjárhagslegt tjón. „Það er nú
svo að þegar allt er með felldu
leggur maður ekki peninga til
hliðar eða er fjárhagslega
tryggður ef eitthvað svona
kemur upp á. Ég hef verið í
sorgarsamtökum og veit til
þess að það verða margir fýrir
fjárhagslegu tjóni við ástvina-
missi. Sumir geta leitað á náð-
ir ættingja sinna en aðrir hafa
í engin hús að venda.“
engin slík slík mæling fram
— þótti víst of dýr. Það reynir
því á sannfæringarkraff ákær-
andans um þetta. Önnur at-
riði liggja ljósar fýrir.
Pilturinn sjálfur mun hins
vegar hafa leitað sér aðstoðar
vegna fíknar sinnar og reynt
þannig að glíma við drauga
fortíðarinnar. Aðrir sem lentu
fyrir þessum „loftsteini lífs-
ins“ reyna hver á sinrt máta
að rétta líf sitt af.
Er við einhvern að sakast
þegar svona gerist? Fórnar-
lömbin virðast ekki líta svo á.
Þau telja sig ffemur hafa tap-
að í happdrætti lífsins.
Guðrún Kristjánsdóttir
og Sigurður Már Jónsson
valdsins að sanna. Ekki liggur verður ekki mæld nema með
Aökoman á slysstað 11. maí í fyrra var hörmuleg.
fyrir játning piltsins um að miklum tilfæringum, öfugt
hann hafi verið undir áhrif- við áfengismælingar. Eftir því
um hass og tilvist slíkra efni sem næst verður komist fór
„Og auðvitað lenti égámuðu Ijósi við slys-
staðinn. Ég hélt að hjartað í mér cetlaði út úr
kroppnum. Titrandi og kófsveittur kom ég
konunni á áfangastað. Eftirþetta hreyfði ég
ekki bílinn í þrjár vikur. “
Stefán Sigurðsson, faðir Þórdísar
Unnar Stefánsdóttur, hefur ákveðið
að höfða mál gegn Sjóvá-Almennum,
tryggingafélagi jeppaeigandans. Það
er til aðfreista þess aðfá greiddar
bœturfyrir hið jjárhagslega tjón se\
hann varðfyrir vegna þess andlega
áfalls setn slysið olli. Dómsmálaráðu
neytið hefurþegar samþykkt gjafsók,
í tnálinu, semþýðir að ríkið borgar
kostnaðinn við málsmeðferðina. Þes.
samþykkt ráðuneytisins erjafnfram
viðurkenning á því að veltverði uppl
þeirri spurningu hvort tryggingafél
ábyrgðartryggjenda beri ábyrgð á
vinnutapi aðstandenda látinna sem
þeir verða fyrir vegna sorgar. Erþetu
ífyrsta sinn í sögu íslenska réttarke
isins sem slíkt mál er höfðað. Lögma
ur Stefáns er Jón Steinar Gunnlaugs
son.
Höfðar mál gegn Sjóvá-Almennum til að freista þess að fá greiddar „sorgarbætur"
„Gat hvorki borðað