Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 29
Miðvikudagurinn 19. maí 1993 t - PRESSAN 29 „Það má segja að allur frí tími minn fari í þetta kletta kliíur. Ég fer flest kvöld að kliffa, og um allar helgar. Síðan er ég um það bil íjórðung af árinu erlendis að klifra,“ segir Björn Baldurs- son, sem haldinn er óþrjótandi klifurdellu. Klettaklifur er þeirra íþróttagreina sem njóta sívax- andi vinsælda bæði hér á landi sem erlendis og er steíht að því að hún verði sýningar- íþrótt á vetrar- ólympíuleikun um í Lille hammer í N o r e g i 1 9 9 4. Óhætt er að fuUyrða að Björn hafi ánetjast þessari íþrótta- grein, sem hann hóf að iðka fyrir sjö árum, en þá daga þeg- ar veður hamlar klettapríli æf- ir hann það innanhúss. Hinar miklu æfingar hafa nú komið Birni í hóp bestu klettakliffara Norðurlanda, en hann hefur sótt mót í öðrum löndum og er besti árangur hans vafalaust silfurverðlaun á opna sænska meistaramótinu sem ffam fór í janúar síðastliðnum. Að- spurður segir Björn, sem er ólofaður, að líf sitt snúist fyrst og ffemst um klifrið. Hann vinni til þess eins að safna fyr- ir næstu utanlandsferð, en hann fer yfirleitt tvisvar út á ári, þá einn til þrjá mánuði í senn. Þess má svo til gaman geta að um þrjátíu Islendingar eru forfallnir klettakliffarar og þeim fer fjölgandi. em Björn Baldursson Æfir klifur innanhúss á sérútbún- um veggjum þegar veður hamlar útíveru. Það hefur vakið mikla athygli innan keiluíþrótt- arinnar að ítrekað hefur verið gengið ffamhjá Birni Sigurðssyni, keilara úr KR, við landsliðsval. Björh hef- ur staðið sig sérlega vel undanfarin misseri; er meðal annars núverandi Reykjavíkurmeistari, og hafa hann og landsliðs- maðurinn Jón Bragason náð yfirburðaárangri í vet- ur. Menn skyldu ætla að auðvelt væri að velja í landsliðið í keilu, þar sem árangur hvers spilara er svo tU borðleggjandi. Með- alskor Björns í íslands- mótinu í vetur hefur verið 192, sem er með þvi hæsta sem sést hefur hér á landi. Hann er til að mynda um tíu stigum hærri (um 5 BJÖRN SlGURÐSSON Yfirburðakeilari samkvæmt meðalskori en kemst ekki í sextán manna landsliðshóp. Guðmundur Benediktsson sjúklingur hjó Ekeren ViLJA ENDURNÝJA SAMNINGINN... Samningur Guðmundar Benediktssonar knatt- spyrnukappa við Ekeren er nú runninn út og þrátt fyr- ir að hann hafi verið meiddur nær allan samn- ingstímann hefur félagið áhuga á að endumýja samninginn. Guðmundur, sem enn er talinn í hópi efnilegustu knattspyrnu- manna landsins, hefur ver- ið með eindæmum óhepp- inn með meiðsli, en á þeim tveimur árum sem hann hefur verið í Belgíu hefur hann aðeins náð að leika fimm deildarleiki; jafnóð- um og hann kemst í form láta meiðslin ekki á sér standa. Guðmundur hefur margoff lagst undir hníf- inn og er meðal annars bú- ið að skipta um krossbönd í báðum hnjám. Greinilegt er að forráða- menn Ekeren hafa enn tröllatrú á stráksa, en sagt er að liðið hafi aldrei eytt jafhmiklum peningum í nokkurn leikmann og hann, sé miðað við leikja- fjölda. Gera má ráð fýrir að gerður verði skammtíma- samningur sem gildir fram á næsta haust og þá verði líðan Guðmundar skoðuð og nýr samningur gerður. Þess má geta að Ekeren leikur í belgísku úrvals- deildinni og hafnaði um miðbik deildarinnar. prósent) en nokkrir þeirra sem nú verma landsliðs- sæti. Samkvæmt þessum tölum er augljóst að lands- liðsnefndin hefur gengið framhjá Birni og því hyggst hann kæra hana til ISL „Ég tel að persónuleg óvild í minn garð og liðs míns sé ástæðan fyrir því að ég kemst ekki í landslið- ið. Eg mun kæra þetta til ÍSÍ, svo framarlega sem málið er kæruhæff, þar sem mér finnst gróflega hafa verið brotið á mér og félögum mínum. Ég get fullyrt að flestir keilarar á landinu telja að ég eigi að vera í landsliðinu,“ segir Björn. Fyrr í vetur skrifaði Björn opið bréf til lands- liðsnefndar þar sem hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að mæta á allar æfingar landsliðsins vegna vinnu, yrði hann valinn. Taldi hann sig með þessu koma hreint fram og um leið tryggja sig fyrir því að detta út úr hópnum á miðju tímabili vegna mæt- ingar. Landsliðsnefnd lítur hins vegar svo á að með bréfinu gefi Björn ekki kost á sér í liðið. Það kom meðal annars fram í máli Sigurjóns Harðarsonar, formanns landsliðsnefnd- ar, þegar PRESSAN hafði sambandi við hann: „Björn sendi okkur bréf þar sem hann gaf ekki kost á sér í landsliðshópinn. Þú verður bara að tala við hann um þessi mál.“ Er Björn ekki nœgilega góður til að komost í liðið? „Jú, jú, Björn er mjög góður og hefði sjálfsagt verið valinn hefði hann gefið kost á sér.“ Björn Sigurðsson keilari HYfSBST KÆM UfflS- LIBSNffffl HLISI Haldinn Hörður Magnússon, fyrrum markakóngur „Ég ætla að sjálfsögðu að skora sem flest mörk en einn- ig leggja upp eins mörg mörk fyrir félaga mína og mögulegt er. Ég stefni að því að gera fleiri mörk en í fyrra, en þá skoraði ég bara fimm. Hvað það verður nú veit nú eng- inn.“ Logi Ólafsson, fyrrum þjálf- ari Víkings „Mér líst ágætlega á liðið. Þeir eru nú í þeirri stöðu sem þeir þekkja hvað best; allir álita að þeir geti ekki neitt, allt sé í upplausn og að þeir muni falla. Ef ég þekki strákana rétt er þetta sú staða sem getur helst peppað þá upp og sam- einað. Víkingar hafa fullt af mannskap sem getur spilað fótbolta og vill sanna sig. Ætli ég spái því ekki að liðið verði um miðja deild.“ Hvað ætlarðu að skora mörg mörk í sumar, Hörður? Hvernig líst þér á Víkingsliðið í sum- ar, Logi? Knattspyrna BÉLCÍA FREISTAR Einn af efnilegri knatt- spyrnumönnum landsins er án efa Eiður Smári Guð- johnsen, sonur Arnórs Guðjohnsen, atvinnu- manns í knattspyrnu. Eið- ur, sem fæddist árið 1978 og er því aðeins fjórtán ára, hefur þegar getið sér gott orð á knattspymuvellinum og er án efa framtíðar- landsliðsmaður. Reyndar hefur Arnór, faðir hans, lýst því yfir að stærsti draumur sinn sé að leika með syni sínum í landslið- inu. Eiður, sem nýlega gekk í raðir Vals, er ein- ungis á yngra ári í þriðja flokki og hann gerir ráð fyrir að leika eitthvað með öðrum flokki í sumar en segist ekki enn vera inni í myndinni hvað meistara- flokk varðar. Eiður kveðst æfa þrisvar í viku, auk þess sem liðið keppi einn leik í viku. Á ekki að setja stefnuna á at- vinnumennskti? „Jú, það er nú alltaf draumur- inn að komast út, en maður er ekki að setja sér neitt allt of há markmið. Ég held ég sé enn of ungur til að velta þessu al- varlega fyrir mér, en ég hef búið í Belgíu og mig mundi langa til að fara þangað aftur.“ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Mlklð efni á ferð. MlCHAEL Jordan Hefur verið valinn verðmætasti leikmaðurinn tvö síðustu árin. Úrslit NBA- keppninnar frá uppnafi SkPáir Jopdan nafn sitt á spjöld sögunnap? Nú þegar nálgast úrslit í bandaríska körfuknattleiknum' er ekki úr vegi að renna aðeins yfir úrslitin frá upphafi, en meistarar þessa árs verða 47. meistararnir. Veðbankar hafa sýnt tölur Chicago Bulls í hag, en ljóst er að titillinn hefur ekki unnist þrisvar í röð síðan Boston gerði það og gott betur á vel- mektardögum Auerbachs. Ef Chicago vinn- ur í þriðja sinn þá blasir við að Michael Jordan skráir nafn sitt á spjöld sögunnar, því væntanlega yrði hann um leið valinn besti leikmaðurinn. lUBA-úrslit frá upphafi Ár Meistarar Mótherjar Leikir 1947 Philadelphla Chicago 4-1 1948 Baltimore Philadelphia 4-2 1949 Minneapolis Washington 4-2 1950 Minneapolis Syracuse 4-2 1951 Rochester New York 4-3 1952 Minneapolis New York 4-3 1953 Minneapolis New York 4-1 1954 Minneapolis Syracuse 4-3 1955 Syracuse Ft. Wayne 4-3 1956 Philadelphia Ft. Wayne 4-1 1957 Boston St. Louis 4-3 1958 St. Louis Boston 4-2 1959 Boston Minneapolis 4-0 1960 Boston St. Louis 4-3 1961 Boston St. Louis 4-1 1962 Boston Los Angeles 4-3 1963 Boston Los Angeles 4-2 1964 Boston S. Francisco 4-1 1965 Boston Los Angeles 4-1 1966 Boston Los Angeles 4-3 1967 Philadelphia S. Francisco 4-2 1968 Boston Los Angeles 4-2 1969 Boston Los Angeles 4-3 1970 New York Los Angeles 4-3 1971 Milwaukee Baltimore 4-0 1972 Los Angeles New York 4-1 1973 New York Los Angeles 4-1 1974 Boston Milwaukee 4-3 1975 Golden State Washington 4-0 1976 Boston Phoenix 4-2 1977 Portland Philadelphia 4-2 1978 Washington Seattle 4-3 1979 Seattle Washington 4-1 1980 Los Angeles Philadelphia 4-2 1981 Boston Houston 4-2 1982 Los Angeles Philadelphia 4-2 1983 Philadelphia Los Angeles 4-0 1984 Boston Los Angeles 4-3 1985 Los Angeles Boston 4-2 1986 Boston Houston 4-2 1987 Los Angeles Boston 4-2 1988 Los Angeles Detroit 4-3 1989 Detroit Los Angeles 4-0 1990 Detroit Portland 4-1 1991 Chicago Los Angeles 4-1 1992 Chicago Portland 4-2

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.