Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 12
S KOÐ A N I R 12 PRESSAN Miðvikudagurinn 19. maí 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Éttu kökurnar sjálfur, Halldór Tvisvar á fáeinum vikum heflir Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra gengið grímulaus fram í að ræna peningum ffá íslenzkum launamönnum. Það gerir hann með því að neyða þá í krafti ráðherravalds til að kaupa einhvern dýrasta mat sem völ er á meðal vestrænna þjóða. Þetta gerist á sama tíma og þjóðartekjur dragast saman, kaupmáttur minnkar og at- vinnuleysi og raunveruleg fátækt er orðin staðreynd á fs- landi. Krísan, sem varð til þess að stjórnarflokkarnir misstu stjórn á þingstörfiim, snerist um að Halldór vildi fá að leggja gjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Slíkt vald á vitanlega heima í höndum fjármálaráðherra, en Halldór viðurkennir blygðunarlaust að hann vilji koma í veg fyrir að fyrirtæki hér á landi lendi í óþægilegri samkeppni. Halldór Blöndal er í Sjálfstæðisflokknum. Hálfu ffáleitara var svarið sem Halldór gaf Hagkaup, sem vildi flytja inn ódýra kalkúna og selja íslenzkum neytendum. Halldór sagði nei, ekki með vísan til sjúkdómavarna (sem er hefðbundna afsökunin), heldur af því áð nóg væri til af kjöti í landinu. Þetta er rétt hjá Halldóri. Það er nóg til af kjöti á fs- landi — rándýru kjöti sem venjulegt launafólk hefur ekki efni á að kaupa. Sem er einmitt skýringin á því að nóg er til af því. Þetta minnir óþægifega á annan valdhafa, með sama harð- stjórnarlundarfarið og Halldór, sem sagði þegar múgurinn bað um brauð: „Látið þau borða kökur.“ Halldór Blöndal má eiga þær kökur sjálfur: honum er ffjálst að troða í sig öllu því kindakjöti sem hann torgar; íslenzkir neytendur eiga hins vegar rétt á (og er beinlínis lífsnauðsyn á) að geta keypt eins ódýran mat og mögulega er fáanlegur. Auðvitað erum við vön þessari ránsferð landbúnaðarmafi- unnar á hendur launafólki. Svona hefur þetta gengið í aldar- fjórðung og er ábyggilega ekki að hverfa. Það sem veldur þó sérstökum vonbrigðum er að það skuli vera ráðherra í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar með þátttöku Alþýðuflokksins sem kemst athugasemdalaust upp með þennan fantaskap. Þrátt fyrir alft eru enn einhverjir sem telja sér trú um að það skipti máli hvor þeirra er forsætisráðherra, Davíð Oddsson eða Steingrímur Hermannsson. I því samhengi er fróðlegt að renna augunum yfir síður Morgunblaðsins þessa dagana. Þar er birt í smáatriðum skýrslugjöf HaOdórs til umbjóðenda sinna og gort hans um að hann láti enga neytendur eða talsmenn þeirra komast upp með moðreyk. Og í gær ver Víkverji óskiptum dálki sínum í aðdáunarpistil um hversu merkur pólitíkus HaOdór sé orð- inn: merkisberi ránsferðarinnar og stoltur af því. BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Einar Örn Benediktsson, Friörik Þór Guömundsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuöur, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, mynd- list, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntir, Martin Regal Ieikiist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrót: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Eðlisfrœðingurinn og íslandssagan Fyrir nokkrum árum, þegar deilurnar um ráðningu Hann- esar Hólmsteins að Háskólan- um stóðu sem hæst, skrifaði ég grein í Þjóðviljann sáluga. Ástæða þeirra skrifa var að sumir vinstrimenn virtust ekki geta hamið sig í reiði sinni yfir þeirri stöðuveitingu og létu frá sér fara ummæli sem ekki urðu skilin á annan veg en þann að það væri vald- níðsla í sjálfu sér að veita Hannesi Hólmsteini embætti, óháð spurningunni um hæfni hans og eðlilega stjórnsýslu- hætti. Hannes var fyrir sum- um mönnum persona non grata og þvi réttlaus í því sam- félagi sem myndast hafði í Háskólanum. Þarna sýndu menn af sér óafsakanlega pól- itíska einsýni sem þeir svo ásökuðu Hannes um í hinu orðinu. Því er ég að rifja þetta upp að nú hefur um sumt hafist svipaður yfirlætiskór til höf- uðs Baldri Hermannssyni dagskrárgerðarmanni vegna þátta hans sem nú eru sýndir. Flestir þeir sagnfræðingar sem inntir hafa verið álits á þáttun- um fara varlega í yfirlýsing- arnar, enda dylst engum sem kannað hefur málin að sú söguskoðun sem Baldur held- ur ffam er rétt í stóru dráttun- um, þ.e. að íslenska bænda- veldið hélt aftur af þéttbýlis- myndun og ffamförum í sjáv- arútvegi um aldir, þótt um margt megi deila um hversu viðamiklar ályktanir Baldur dregur af einstökum atburð- um og framsetningu hlut- anna. Hins vegar hafa tekið til máls nokkrir ágætir menn sem sjá þessum þáttum flest til foráttu. Þar fara menn í gamla íslenska stílinn, hengja sig í einstaka missagnir eða oftúlk- anir og afgreiða þættina á grundvelli þeirra, án þess að taka á þeim meginlínum sem ffam koma og eru hafnar yfir allan vafa. Þá heyrast háðs- glósur eins og „eðlisffæðing- urinn“, þar sem vísað er til skólagöngu höfundar og látið að því liggja að því sé hann óhæfur til að fjalla um sagn- fræðileg efhi. Efnið á auðvitað að ráða umfjölluninni, óháð því hvort Baldur Hermanns- son er eðlisfræðingur, vinur Hrafns Gunnlaugssonar eða hefur unnið sér eitthvað ann- að til óhelgi meðal íslenskra menningarvita. Sagan sem við höfum alist upp við er í mikil- vægum dráttum röng og það er ekkert að því að velta við steinum og líta í annála eða endurminningar til að reyna að fá hugmyndir um háttu fyrri tíma. Sem dæmi má nefna að það er erfitt að gleypa hráa kenninguna um hina blómlegu íslensku sveita- menningu við bóklestur og þjóðdansa. Islenskir þjóð- dansar eru að meira eða minna leyti innflutt fyrirbæri á þessari öld. Hvernig á að af- greiða mýgrút minningabóka sem segja frá því hvernig börn, jafnvel á stöndugum heimilum, voru barin ffá bók en ekki til bókar, allt fram á síðustu öld? Sagan verður að fá að vera lifandi og opin fyrir athugun ef hún á að gegna því hlut- verki sínu að vera kjölfesta okkar í lífinu og vegvísir í breytilegum heimi. Þjóð sem sækir sjálfsmynd sína til fals- aðrar sögu hlýtur að verða fölsk þjóð. Heimsljós, Salka Valka og Sjálfstætt fólk fengu óblíðar viðtökur þeirra sem vildu halda þjóðinni samein- aðri um gömlu falssöguna á síðustu árum sjálfstæðisbar- áttunnar. Slíkar bókmenntir eru okkur ómissandi til að öðlast sýn til veruleika gengins tíma. Margumræddir sjónvarps- þættir eru hvorki listrænt né sagnfræðilegt stórvirki, enda líkast til ekki ætlaðir til þess. Þeir munu vísast gleymast fljótt og sagnffæðingar ffam- tíðarinnar munu lítið skilja í öllum þeim dálksentimetrum sem skrifaðir hafa verið um þessa þætti. Þeir gegna hins vegar því mikilvæga hlutverki fýrir okkur að vekja upp um- ræðu um íslenska sögu. Prívat og persónulega fmnst mér helsti kosturinn við þessa þætti vera hvernig þjóðinni er „Þá heyrast háðs- glósur eins og„eðlis- frœðingurinn“, þar sem vísað er til skólagöngu höfund- ar og látið að því liggja að því sé hann óhœfur til aðfjalla um sagnfrœðileg efni. Efnið á auðvit- að að ráða umfjöll- uninni, óháð því hvort Baldur Her- mannsson er eðlis- frœðingur, vinur Hrafns Gunnlaugs- sonar eða hefur unnið sér eitthvað annað til óhelgi meðal íslenskra menningarvita. “ réttilega lýst sem upp til hópa fátækri og kúgaðri, af inn- lendu ekki síður en erlendu valdi, sem og af eigin bábilj- um, þrautseig í hokri sínu og basli. Við slíkar aðstæður var auðvitað oft stutt í hinum sið- ferðislegu meginreglum. Eða eins og hún amma mín heitin, sem upplifði mikla eymd, var gjörn á að segja: „Fátæktin gerði mennina vonda.“ Höfundur er lögfræðingur ÁLIT STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EINAR K. GUÐFINNSSON GUNNAR BERGSTEINSSON EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON Kolbeinsey mun að líkind- um hverfa innan fárra ára, veröi ekki gripiö til kostn- aðarsamra framkvæmda. Eru þær nauösynlegar eöa getum viö veriö án eyjar- innar? „Björgun“ Kolbeinseyjar Steingrímur J. Sigfusson al- þingismaður: „Ég hef verið mjög fylgjandi því að reyna það að minnsta kosti. I öllu falli rannsaka það og gera kostnaðaráætlun um hvað það myndi kosta að seinka eða hreinlega koma í veg fyrir um alllangan tíma að eyjan hverfi. Við eigum að bjarga henni vegna hinna augljósu og fyrirsjáanlegu hagsmuna okkar, en Iíka vegna þess að maður veit aldrei á líðandi stundu hvaða verðmæti geta orðið í því fólgin síðar meir að gæta svona réttinda. Flestir þeir sem ég hef rætt við um þetta eru eindregið þeirrar skoðunar að varðveita eigi eyjuna, enda er staða okkar tvímælalaust sterkari með eyjuna ofan sjávar en neðan.“ Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður: „Hugmyndin um að styrkja Kolbeinsey hef- ur eingöngu helgast af því að þannig mætti tryggja um- ráðarétt okkar yfir tilteknu hafsvæði sem okkur kynni að vera slægur í. Með hliðsjón af því hef ég, eins og flestir aðrir, talið sjálfsagt að reyna ýmis- legt til að viðhalda og vernda eyjuna, sem nú virðist vera lítið annað en sker á hröðu undanhaldi fyrir náttúruöfl- unum. En nú hefur það kom- ið fram hjá Guðmundi Ei- ríkssyni þjóðréttafræðingi að Kolbeinsey muni ekki ráða úrslitum um mörk lögsögu okkar og að það landsvæði sem við gerum tilkall til sé innan 200 mílnanna frá grunnlínum landsins sjálfs. Sé það svo get ég ómögulega komið auga á rétdætingu þess að verja stórfé, sem getur jafnvel hlaupið á einhverjum milljörðum, til að styrkja eyj- una.“ Gunnar Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar: „Eg hef lítið um þetta mál að segja. Ég er ekki viss um hvernig ástandið á eyjunni er núna og hef ekki fengið neina staðfestingu á því hversu hratt hún eyðist. Ég vil því enga afstöðu taka til málsins og tel reyndar ástæðulaust að gera sér grillur út af þessu. Eyjan er þarna og langt í land með að hún fari.“ Eyjólfiir Konráð Jónsson al- þingismaðun „Ég tel sjálfsagt að bjárga Kolbeinsey. Það sem um er að ræða er að við útfærslu okkar fengu íslend- ingar 9.400 ferkílómetra svæði norðan við eyjunna, sem annars hefði fallið undir lögsögu Dana. Þeir hafa mót- mælt þessu fyrir hönd Græn- lendinga. Ég tel að þetta séu ógrundaðar kröfur, er mót- fallinn þeim og tel að við eig- um að halda okkar striki. Það verður þá þeirra að sækja á um það, en þeir kalla þetta grá belti. Ég er ekki sammála því. Mér finnst sjálfsagt að eyjunni verði bjargað, en þó að sjálfsögðu ekki að það verði gert hvað sem það kost- ar. Ég get þó ekki ímyndað mér annað en hægt sé að styrkja eyjuna, það mætti þá gera einhverja skemmriskírn á því til að byrja með.“ Þórhallur Jósepsson, aðstoð- armaður samgönguráð- herra: „Við þurfum að finna út úr því hvað þarf að gera til að tryggja hagsmuni okkar varðandi landhelgina. Ef það hefur í för með sér að það þurfi að styrkja Kolbeinsey, þá verður leitað eftir áliti lög- gjafans á því hvort hann vill veita nauðsynlegt fé og við fmnum þá út úr því hversu mikið það er. Ef í ljós kemur að það hefur ekkert upp á sig að styrkja eyjuna eða vernda hana varðandi það að gæta hagsmuna okkar í fiskveiði- lögsögunni, þá geri ég ráð fyr- ir að menn hafi lítinn áhuga á að setja peninga í það. En við höfum engin klár svör við þessu núna.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.