Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 4
4 PRESSAN Miðvikudagurinn 19. maí 1993 d e b e t herdís þorgeirsdóttir k r e d i t „Dídí frænka virðist mér ákaflega samviskusöm og metnaðargjörn fyrir hönd blaðs síns og blaða- mennskustarfsins. Hún er afburðagóð í að taka við- töl og skarar þar fram úr. Þá er hún einnig mikill baráttujaxl,11 segir Sigurður Pálsson, rithöfúndur og frændi Herdísar. „í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sérstaklega jákvæðu við Herdlsi,11 segir Anders Hansen, sem kynntist Herdísi á meðan hún rit- stýrði blaði hans, Mannlifi. „Herdís er forkur dug- leg, skaprík, kjarkmikil, hreinskilin, hugmyndarík, vel menntuð og kann sitt fag út í æsar. Þá er hún einnig bráðskemmtileg dagsdaglega,11 segir Ólafur Hannibalsson, blaðamaður á Heimsmynd. „Herdís má eiga það að hún er brautryðjandi í útgáfú tíma- rita hér á landi; hún markaði nýja stefnu sem margir hafa fýlgt síðan. Hún er hörkudugleg, kiár og sækir fast það sem hún ætlar sér. Herdís er mjög tilfinn- ingarík og viðkvæm inn við beinið,11 segir Ólína Þor- varðardóttir, frænka hennar og fýrrum samstarfs- kona. „Herdís er alveg ofboðslega dugleg og það er gaman að vinna fýrir hana vegna þess hve metnaðar- fúll hún er,“ segir fýrrum samstaifskona hennar, al- þingismaðurinn Aima Ólafsdóttir Bjömsson. Tillitslaus og óferjandi frekja — eða hörkudugleg og hug- myndarík? Herdís er rltstjórl tímarltslns Helms- myndar, sem stóð fyrir umdeildri skoð- anakönnun á dögunum. „Herdís hefur tilhneigingu til fullhátíðlegrar vandlætingar, — oft er sveigjanlegri og húmorsrík- ari vandlæting beittari,“ segir Sigurður Pálsson rit- höfúndur, sem komst að því við lestur ættfræðidálks DV fýrir um tveimur árum að hann er frændi Her- dísar. „Helstu gallar Herdísar, eins og ég man eftir henni, voru: skortur á hugmyndum, frekja og mikl- ir erfiðleikar í samstarfi við annað fólk,“ segir And- ers Hansen, sem starfað hefur náið með Herdísi. „Eins og margir sem gera miklar kröfúr tU sjálfra sín hættir henni til að gera of miklar kröfur til sam- starfsfólks og stundum mætti hún vera diplóma- tískari í hreinsldlni simii,“ segir Ólafúr Hannibals- son, sem um árabil hefur unnið með Herdísi á Heimsmynd. „Herdis er mjög heit og hörð í skapi. Þá er hún dómhörð og á erfitt með að vinna með fólki, erfitt með að taka tillit til annarra," segir Ólína Þorvarðardóttir, frænka hennar og fýrrum samstarfskona. „Herdís er mjög skapmildl og oft á tíðum finnst mér hún ekki taka tillit tU annarra eins og skyldi í starfi; hún tekur meira tillit til efúis- ins en fólksins sem hún fjallar um,“ segir Anna Ól- afsdóttir Björnsson, fýrrum samstarfsmaður Herdís- ar. cetiflákar Skemmti- efni krata „Sjálfstæðismenn hafa því ýmist afgreitt hugmyndir um uppstokkun, sameiningu ráðuneyta landbúnaðar, sjáv- arútvegs og iðnaðar í einu at- vinnuvegaráðuneyti og nýja verkaskiptingu flokkanna í kjöltár slíkrar sameiningar, sem hálfgert skemmtiefini á kratafundum eða lélega brandara.11 Agnes Bragadóltir í Morgunblaðinu. Sighvatur Björgvinsson heUbrigðisráðherra: „Ég veit ekkert hvað sjálfstæðismenn hafa sagt um þetta því ég hef ekki verið á þeirra fundum. Þetta eru umræður og vangaveltur sem hafa átt sér stað núna um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Ég verð ekkert var við að þessar vangaveltur séu neitt minni hjá sjálfstæðismönnum en alþýðuflokksmönnum, þannig að ég er ansi hræddur um að menn brosi nú á báða bóga. Hins vegar er miklu meira gert úr þessu máli í fjölmiðlum en ástæða er til, því menn eru nú ekki að ræða þetta svona dags dag- lega ffá níu til fimrn.11 Meðvitund- arlausir þýðendur „Þyoendurnir, sem fengnir eru til að setja texta inn á myndimar, virðast stundum f bezta falli utan við sig, í verzta falli meðvitundarlaus- ir, við vinnu sína. I vikunni fór Víkveiji að sjá brezku myndina Vini Péturs í Há- skólabíói. Þar sannaðist sú kenning Víkveija að þýðend- urnir horfi stundum ekki á myndimar, sem þeir þýða. Þýðandinn virðist hafa farið línuvillt í handritinu án þess að hafa augu á myndinni.11 Víkverji i Morgunbbðinu. Páll Heiðar Jónsson þýð- andi: „Þetta er leiðindavilla eins og Víkverji bendir á og vissulega er það hvimleitt að þetta skuli hafa komið fýrir. Annars ber að vísa alhæfing- um Víkverja um þýðendur á bug sem ósanngjörnum og hleypidómafullum. Víkverji talar um fimmaurabrandara í myndinni, ég varð ekki var við þá, kannski hef ég bara annað verðskyn á bröndur- um. Það er alveg ffáleitt að halda að þýðendur séu með- vitundarlausir þó að hann hafi rekið augun í einn galla í þýðingu. Þó að ég segi sjálfur ffá, þá finnst mér myndin al- veg þokkalega vel þýdd og ætti ekki að spilla fýrir ánægjunni að horfa á Vini Péturs.11 Lax eða hraðbátur? PRESSAN/JIM SMART EVA VlLHELMSDÓTTIR, VALGERÐUR TöRFADÓTTIR OG BJÖRGINGADÓTTIR Þrír fatahönnuöir sem ætla aö reyna aö hleypa nýju blóöi í íslenska verslunarmenningu. SPAKMAN NSSPJARIR Skólavörðustígurinn fœr á sig heldurfrum- legri blœ í byrjun sum- ars en verið hefur um langa hríð. Á nánast einum ogsama blett- inum verðafimm manns sem ætla ein- göngu að selja eigin hönnun íþremur verslunum. Og auðvit- að alíslenska því allt eru þetta nafnkunnir íslenskir hönnuðir, en hver á sínu sviði. Gluggarnir á Skólavörðu- stíg 5 em enn þaktir pappa og verða það uns júnímánuður rennur upp. En fýrir ofan og neðan númer fimm eru þeir Bjami, sem hannar minjagripi úr birki, og Ófeigur gullsmið- ur, sem einnig er þekktur skúlptúristi. Og í húsinu þar sem ekki sést enn inn um gluggana verður nýjasta fýrir- bærið í flórunni. Það er versl- un sem hefúr þegar fengið hið frumlega nafn Spakmanns- spjarir og að standa þrjár nafntogaðar konur sem lagt hafa fýrir sig að hanna fatnað og fleira á fólk. Þetta eru þær Björg Ingadóttir og Valgerð- ur Torfadóttir, sem eru kunnastar fyrir fatnað sem seldur var í Punktinum, og Eva Vilhelmsdóttir, sem starffækti Skrydduna á sínum tíma og seldi þar rúskinns- og leðurvörur. Björg er mest í mokkaskinninu um þessar mundir, Eva í ull og skinna- vörum en Valgerður í ýmsu. Hún er textílhönnuður. Ann- ars mun hugmyndabanki þeirra víst vera óþrjótandi. „Ég held að hugmyndin um að þarna yrðu saman komnar þrjár íslenskar verslanir í ein- um hnapp hafi ráðið úrslitum um að Ofeigur gullsmiður leigði okkur en eldd einhverj- um öðrum húsnæðið. Og við erum voðalega bjartsýnar á að þetta gangi allt saman upp,“ segir Björg, þrítugur fata- hönnuður sem bæði hefur hannað fatnað hér heima og erlendis við góðan orðstír. „Spakmannsspjarir verður öðruvísi en aðrar verslanir að því leyti að nú munum við bæði sjá um hönnun og ffam- leiðslu, en til dæmis sáum við Valgerður aðeins um hönn- unina á fatnaðinum sem fékkst í Punktinum. Nú stefn- um við allar að því að vera bæði þarna niður frá og svo hver í sínu horni með eigin hugmyndir. Það stendur ekki til að taka við sérstökum pöntunum eins og á sauma- stofu, — þetta á ekki að vera saumastofa,11 segir Björg ákveðin. „Okkur langar til þess að leggja línuna sjálfar. Og við hlustum auðvitað á það hvað fólkið vill. Það má segja að María Lovísa hafi bæði verið með saumastofu og verslun og Eva var með vinnustofu og tók við pönt- unum þegar hún var með Skrydduna. En nú stefnum við að því að vera rpeð „collection“-verslun, svona ekta — eins og er að finna víða á Norðurlöndunum.11 Björg segir sig og samstarfs- konur sínar ákveðnar í að keppa ekki við Sautján. Þær ætli heldur ekki að selja neinar Levi’s- buxur eða taka þátt í þeirri verðsamkeppni sem rík- ir á milli tískuverslana, sem hún segir orðna óeðlilega. „Við ætlum að vera með eitt- hvað sérstakt. Allt nema skó. Og þjónustan verður einnig öðruvísi, því við reynum jafn- vel að liðsinna fólki á kvöldin, fá til okkar saumaklúbba og allskyns hópa og jafnvel bjóða fólki upp á þægilegan greiðslumáta. Við erum ekki að reyna að liðsinna því fólki sem befur áhuga á þrjú þús- und króna vörum sem endast í stuttan tíma. Við viljum heldur bjóða upp á vandaðri fatnað sem fólk getur átt og vera þá frekar sveigjanlegri. Annars verður þetta allt sam- an að ráðast.11 Það verður ekki komist hjá því að geta þess að það vakti undrun Bjargar og Evu, þegar þær auglýstu eftir samstarfs- konu í Morgunblaðinu fyrir nokkru, að aðeins tvær konur svöruðu auglýsingunni. „Svo er fólk að kvarta yfir því að það hafi ekkert að gera! Fólk er allt of kjarklaust. Maður verður bara að reyna að bjarga sér. Nú, ef þetta dæmi gengur ekki upp þá nær það ekki lengra. Þá pökkum við bara saman.11 Guðrún Kristjánsdóttir „Oft hefúr mér reyndar virst sem forsvarsmenn borgar- innar létu sér í léttu rúmi liggja framtíð Elliðaánna sem laxveiðiár. Enda kann lífríki ánna að vera umdeilanlegt — hugsanlegt að skipta á því og einhveiju öðru, til að mynda hraðbátahöfnum. En vilja menn það?“ Kristjón Gíslason í DV. Júlíus Hafstein, formaður umhverfisráðs borgarinnar: „Það er vitað með laxinn að hann gengur meðfram strönd og jafnvel þó að strönd breyttist þá mundi það ekki breyta hinu erfða- bundna hlutverki lax- ins. Við höfum ekki orðið vör við að Snarfarahöfnin hafi skaðað Elliðaárnar. Við erum með okkar vatnalífeðlisfræðing sem heldur utan um þessi mál og við erum búin að óska eftir umsögn hans og Rafmagnsveitunnar, sem hefúr með Elliðaárnar að gera, en þeir fýlgjast af gaum- gæfrii með lífríki hennar. Það er ekkert launungarmál að ég er félagi í Stangveiðifélaginu og ég held óskaplega mikið upp á Elliðaárdalinn og ég reyni að verja hann með kjafti og klóm.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.