Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 23
Miðvikudagurinn 19. maí 1993 SAMTIÐARMENN PRESSAN 23 Rúnar Júl hefur greinilega verið að mála nýlega í gallabuxunum sínum. Olafur Gunnar Hannar skartgripi fyrir daginn í dag en hugurinn stefnir aftur til fortíðar. Öldungarnir í íslenska poppinu, sem Rúrik Haraldsson og Gísli Halldórsson léku svo eftirminnilega í áramótaskaupinu hér um árið, náðu nœstum því að vera eins góðir og eftirhermurnar á fyrstu tónleikunum, sem haldnir voru á Tveimur vinum um helgina, ogþá er mikið sagt. Bubbi ogRúnar eru enn ífínu formi, þótt aðeins séfarið að slá íþá. Þeir náðu öllum helstu rokkaðdáendum landsins til sín á tónleika, bœði hundgömlum sem bráðungum. flftur lii forfíðar í skartgripina.“ Skartgripiriiir bera þess tnerki að vera hluti af rave- menningunni, enda er það mest ungtfólk sem sœkist eftir þeim. „Ég var með sýningu nú íyrr í ár í Portinu í Hafharfirði þar sem ég sýndi skartgripi. Þá skartgripi kallaði ég Pýrot. Ég fékk alveg ágætar viðtökur. Það var ekki bara ungt fólk sem keypti, það var ein áttræð kona sem keypti af mér. Nú er ég með í hönnun nýja línu sem ég kalla Twilight Zone, hún verður tilbúin í júníbyrj- un. Ég veit ekki hvort þetta er neitt frekar partur af rave en öðru. Ég fer lítið út að skemmta mér, tek litlar rispur, en ég hlusta á tónlist, þaðan gætu áhrif verið komin. Þessir skartgripir eru hannaðir í dag og þá hljóta þeir augljóslega að bera keim af nútímanum þótt stundum beri þeir merki grárrar forneskju.“ Nýja línan er byggð upp á litlum andlitum með pinnum og nálum í, ólík hinni. Hálfgerð barnavélmenni. Aftur til fram- tíðar? „Annars anna ég ekki eftir- spurn, það er svo margt ann- að að gera. Ég hef smíðað skartgripi núna í tvö ár en ég sel þá bara í Hljómalind og Spútnik. Ætli ég verði ekki líka at- vinnulaus um aldamótin, það eru svo fá tréskip eftir. Ég held ég fari ekki alfarið út í skart- gripi. Ég held ég fari að læra eldsmíði og gerist eldsmiður. Það kann enginn eldsmíði í dag.“ Bubbi bestaskinn með tattóið og fest■ arnar. Fyrir framan sviðið var mætt hið nýgifta rokkpar Lilja Ægisdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson sem eru næstu daga á leið í brúðkaups- ferð á tónleika með rokksveitinni Guns’N'Roses. Þau hituöu tónleikum með GCD. Sumir halda því fram að ástæða þess að hann hannar skartgripi sé sú að hann sé illa upp alinn. Það er að minnsta kosti ekki af augljósum ástæð- um sem tréskipasmiður fer að hanna skartgripi í frístundum. Dags daglega vinnur hann við lagfæringar á tréskipum og áætlar að ljúka sveinsprófi í iðninni núna í sumar. „Ég er fint uppalinn,“ segir Ólafur Gunnar Sverrisson, 24 ára tréskipasmiður með meiru. „Ég hanna þá bara fýr- ir kikkið, þetta er ákveðin leið til að tjá sig. Ég teikna hlutinn fýrst og síðan fer ég í gamlar skruddur og finn einhver gömul tákn eða rúnir sem ég set saman við skartgripinn sem ég er að hanna. Það kem- ur fýrir að ég finn gamla hluti úr skipunum — tannhjól, gorma og legur — og nota þá Megas, sem er mikill aðdáandi Bubba var að sjálfsögðu á staðnum. BILAVERKSTÆÐISROKK MEÐ BÓKMENNTIR Hvaðan kemur hanny og hvað hefur hann gert? KlillíflF, menn „Þá er athyglisvert, hvað mentt segja og hvað menn segja ekki um sjálfa sig. Þorvaldur Gylfason prófessor lœtur þess til dœmis ógetið, aðfyrri maki hans varAnna Bjarnadóttir (Bene- diktssonar forsœtisráðherra). “ VILHELM G. KRISTINSSON O.FL. SAMTÍÐARMENN VAKA-HELGAFELL REYKJAVÍK 1993 ★ ★★ íslendingar hafa mjög mik- inn áhuga á persónufróðleik. „Hverra manna ertu?“ — spyr gamla fólkið, en ungling- arnir fara hjá sér við forvitn- ina. Við viljum líklega öll vita einhver deili á þeim, sem við tölum við eða um; við spyrj- um hvaðan þeir koma og hvað þeir hafa gert. Nú hefúr Vaka-Helgafell gefið út vold- uga uppsláttarbók, Samtíðar- menn, með æviágripum tvö þúsund íslendinga og ætti hún að svala nokkuð fróð- leiksþorstanum um náung- ann. Þetta er eitthvert besta og eigulegasta ævisagnasafh, sem birst hefúr á Islandi, og eru til þess margar ástæður. Myndir eru af öllum samtíðarmönn- unum; þá eru þar upplýsingar um foreldra þeirra, systkini, maka og foreldra maka; val samtíðarmanna er líka fjöl- breytilegt; ungt fólk úr fjöl- miðlum, listum og íþróttum sést þar við hlið stjórnmála- manna, aldinna forstjóra og virðulegra embættismanna. Verkið er hið veglegasta út- lits, í stóru broti og aUt vel úr garði gert. Sá Vilhelm G. Kristinsson, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, um rit- stjórnina, en hafði sér til ráðuneytis fjölmennan flokk manna. Val samtíðarmanna í slíka bók er jafnan erfitt, en í aðalatriðum hefur vel tekist til, sýnist mér. Þó er sums staðar kynlegt ósamræmi. Steinunn Óskars- dóttir, háskólanemi og fýrr- verandi formaður Stúdenta- ráðs fýrir vinstri menn, er í bókinni, en hvorki Jónas Fr. Jónsson lögffæðingur né Eyj- ólfur Sveinsson rekstrarverk- fræðingur; báðir eru þeir fýrr- verandi formenn Stúdenta- ráðs úr Vöku. Siv Friðleifs- dóttir, formaður Sambands ungra framsóltnarmanna, hlýtur náð fyrir augum um- sjónarmanna, en ekki Davíð Stefánsson, sem var formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, þegar bókin kom út. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, er í bókinni, en ekld samkennari hans, Hafliði Pétur Gíslason, langafkastamesti fræðimaður Háskólans á alþjóðlegum vettvangi (ef marka má nið- urstöður vinnumats). Ásgeir Tómasson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, er talinn sam- tíðarmaður, en hvorki Þor- geir Ástvaldsson né Sigur- steinn Másson, sem báðir starfa hjá íslenska útvarpsfé- laginu. Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi og Jón Karlsson, fram- kvæmdastjóri Iðunnar í Reykjavík, eru hvorugur í bókinni, hins vegar eru þar nokkrir starfsmenn Vöku- Helgafells. Björg Einarsdóttir rithöfundur, sem er í stjórn Menningarsjóðs útvarps- stöðva, hefur tekið saman margar bækur um sögu ís- lenskra kvenna og verið for- maður Hvatar í Reykjavík, er greinilega ekki talin eiga heima í bókinni; en þar er Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagskona og fýrrverandi aðstoðarmaður menntamála- ráðherra. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður er ekld tal- inn samtíðarmaður, hvort sem það er vegna starfsins eða einhvers annars; hins vegar eru þar Ólafúr Þ. Harðarson og Gunnar Helgi Kristinsson, fastráðnir stundakennarar í stjórnmálaffæði. Svo má lengi telja, en vísast er ástæðan til ósamræmis oft, að menn eru misjafnlega duglegir að skila inn æviágripum sínum. Þá er athyglisvert, hvað menn segja og hvað menn segja ekld um sjálfa sig. Þor- valdur Gylfason prófessor lætur þess til dæmis ógetið, að fýrri maki hans var Anna Bjarnadóttir (Benediktssonar forsætisráðherra). Vitaskuld hefur Þorvaldur rétt á að veita ekki upplýsingar um fyrri maka, ekki síst samkvæmt hæstaréttardómi, sem féll fýr- ir inörgum árum í máli nokk- urra lækna gegn Vilmundi Jónssyni landlækni. Vilmundur ætlaði að upp- lýsa um kynforeldra kjör- barna nokkurra lækna í læknatali, sem hann sá um. Þessu vildu læknarnir eldd una og skutu málinu til Hæstaréttar, sem úrskurðaði, að Vilmundur mætti ekki birta upplýsingarnar án leyfis læknanna. Vísaði Hæstiréttur til friðhelgi einkalífs. Vil- mundur lét þá prenta eyður, þar sem nöfn kynforeldra áttu að vera! Hlýtur þetta mál að vera öllum áhugamönnum um friðhelgi einlcalífs nokkurt umhugsunarefúi. Hvað sem því líður geta út- gefendur Samtíðarmanna verið stoltir af hinni glæsilegu bók sinni, sem er ómissandi viðbót við hin fjölmörgu ís- lensku rit með persónufróð- leik

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.