Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 22
S KI LA BOÐ 22 PKESSAN Miövikudagurinn 19. maí 1993 Hagfræði hinm hagsýnu húsmóður Morgunblaðið uppgötvar konur meö nýstárlegar hug- myndir. Það er frétt í sjálfu sér. Merkileg kona er stödd hér á landi; Anita Rodrick, sem talin er ein ríkasta kona heims. Hún hefur femíníska hugsjón að leiðarljósi í lífinu og komst I álnir af eigin rammleik og dugnaði. Þaö var viðtal við hana á miðopnu Morgun- blaðsins, þeirri sem Hrafn Gunnlaugsson fær alltaf að svara fyrir sig á. Rödd hennar á síðum Morgun- blaðsins er hins vegar ný og fersk. En það er bara á síðum Morgunblaösins því hugsjónir sem hennar hafa hljómað allar götur sfðan nýja kvennahreyfingin varð virkt afl víöa um heim. Grunur leikur á að Morgun- blaðsviðtalið hafi ekki verið tekið vegna femínískra hug- sjóna hennar, heldur vegna þess að konan er forrík. Nema ef til vill að Morgun- blaðið geri sér ekki grein fyrir því hvað eru femínískar hugsjónir og hvaö ekki. Það væri þá líka eitthvað nýtt. Ef til vill er Morgunblaðið að uppgötva nýjan sann- leika og nýja hagfræöi; hvernig mögulegt er að verða ríkur nú á dögum. Þegar allt er komið í þrot. Þegar allir vegir viröast ófærir; gamla einkavæðing- arstefnan að ekki sé talað um hina nýju einkavina- væðingarstefnu sem féll um sjálfa sig sem hugsjón strax í upphafi. Þaö er eins og Morgunblaðsmenn hafi uppgötvað að konur búi yfir einhverju sérstöku; að kon- ur séu afl sem má virkja. Anita Rodrick rekur fýrirtæk- ið Body Shop, alls 900 verslanir, eins og móðir hennar rak heimili á stríðs- árunum. Rodrick spreðar ekki peningum. Hún lætur enga leigubíla bíða eftir sér á meðan hún vinnur. Það sem gerir hana hamingju- sama er að geta bætt kjör fólks. Hún hefur hugsjónir þótt hún sé rík. Og kennir Morgunblaðsmönnum að mennti maður eina konu mennti maður heila fjöl- skyldu. Hún bendir á að ís- lenskar konur séu mennt- uðustu konur í heimi sem hafi verið haldið niðri. Það sem til þarf er að hlusta á konur, gefa þeim tækifæri. Fund, sem haldinn var með henni í fyrradag, sóttu ein- hverjir stífustu jakkafata- karlar landsins. Þar voru meðal annarra Jón Ás- bergsson, Andri Már Ing- ólfsson, Grímur Sæmund- sen, Kristján Árnason, Magnús Jóhannesson og nafni hans Kristjánsson. Þeir sátu agndofa undir ræðum þessarar merkilegu ríku konu. Kannski er von. Kannski eru jakkafatakarl- arnir og Morgunblaðið að koma út úr skápnum og viðurkenna femínistann innra meö sér; að hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður sé ekki svo galin eftir allt saman. ‘Tvífarar Árið 1940 lézt í New York rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald. Hann endurholdgaðist í Sta- fangri árið 1962 sem Sigtryggur Baldursson, alias Bogomil Font. Það er ekki nóg með að útlitið hafi haldið sér — hárgreiðslan, flöt eyrun, þunnar varir á hálfskúffukjafti og víð- áttumiklar kinnar — heldur er upplagiðþað sama: drykkhneigður bóhem, listamaður og óforbetranlegur exhibitionisti. flrnar Már Jónsson hefur lengi verið langsöluhæsti blaðasali PRESSUNNAR og hann verður á fullu í sumar eins og endranær. # Krakkar! Þið eigið líka möguleika á að ná árangri við að selja PRESSUNA í viku hverri í sumar, enda er blaðið út- breitt og nýtur œ meiri vinsœlda. # í sumar verður verðlaunapottur ígangi sem allir njóta góðs af Til viðbótar við góð sölulaun og aukablöð í viku hverrifá allir blaðasalar PRESSU-bol ogPRESSU-húfu og aukþess Stjörnupopp ogPepsí, auk bíómiða og keilumiða þegar tilteknum árangri er náð. # í hverjum mánuði eru síðan þrír söluhœstu blaðasalarn- ir um land allt verðlaunaðir með heimsendri Jóns Bakans- Pizzu afstœrstu gerð og Pepsí. • Rúsínan ípylsuendanum ersvo samkeppni PRESSUNN- AR um blaðasala sumarsins, þar sem þrír söluhœstu blaða- salarnir samanlagt íjúní, júlí og ágúst eru sérstaklega verð- launaðir. 1. verðlaun: Vandað fjallahjól 2. verðlaun: Leikjatölva 3. verðlaun: Körfuboltahringur • Krakkar hafið samband í síma 643080 ogpantið blöð strax. Munið að við sendum ykkur blöðin heim að morgni útgáfudags. • Blaðasalar úti á landi vinsamlega hafið samband við umboðsmenn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.