Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 11
F R ETT I R Miðvikudagurínn 19. maí 1993 PRESSAN 11 HESIMRASKID HRIINDI EFTIR RRUDL UG OREIBU MORASTAÐIR í KiÓSARHREPPi Hreppsnefndin varaði Þorstein og fé- laga við: Tryggið að hrossin fái næga beit og hey. Starfsfólk Morastaða hefur gefist upp, nýverið hættu þrír tamningamenn sem ekki fengu laun sín gerð upp. Jörðin og fasteignirnar eru fal- ar fyrir tæpar 15 milljónir, en áhvílandi veð hljóða upp á svipaða tölu. ÞORSTEINN GARÐARSSON Ætlaði sér stóra hluti við ræktun og útflutning á hrossum. Keypti um hundrað hross, að mestu á pappírum sem að stórum hiuta eru í vanskiium. Bauö nýverið tvær til þrjár milljónir í grað- hest og falaðist eftir verð- mætri jörð í Skagafirði. Hestafyrirtæki Þor- steins, Mori hf., var meö um eöa yfir hundrað hross á jörö sem tók fjöru- tíu til fimmtíu hesta á beit. Hreppsnefnd Kjósarhrepps var með Morastaði und- ir smásjánni vegna vanfóðrunar. Fjöl- margir hestar hafa að undanförnu verið færðir yfir á nafn sonar Þorsteins og annarra vanda- manna. Hestaræktar- og útflutn- ingsfyrirtækið Mori hf. á Morastöðum í Kjósarhreppi er komið til gjaldþrotaskipta og er þriðja hlutafélag Þor- steins Garðarssonar á örfá- um dögum sem fer á höíúðið. Mori verður þá í hópi með gamla Hljómco (Faxakaupum hf.) og TölvuspUum og eins og með þau félög hafa undanfar- ið átt sér stað tilfærslur á eign- um Mora og Þorsteins sjálfs. Viðmælendur PRESSUNNAR eru yfirleitt á einu máli um að orsakir ófaranna séu ekki síst óreiða og bruðl í fjármálum og tíðir árekstrar Þorsteins við meðeigendur og starfsfólk. Vekur það og sérstaka athygli viðmælenda blaðsins hversu mikla og góða fyrirgreiðslu Þorsteinn og félög hans hafa fengið í Búnaðarbanka og ís- landsbanka, allt framundir það síðasta, að reikningum var lokað þann 6. maí. Koma þar við sögu afgreiðslustaðir í Reykjavík, Hafnarfirði og á Hellu. Þrísvar til útlanda það sem af er árinu ítarlega var fjallað um mál- efni gamla Hljómco og Tölvu- spila í síðasta blaði. Meðal annars var greint frá því að á aðeins rúmum tveimur árum hefðu fimmtán prókúruhafar verið skráðir hjá félögunum, sem flestir hættu eftir stuttan tíma. „Það ílengdist enginn þarna vegna óreiðu eigandans í fjármálum, yfirgangs hans og hroka gagnvart starfsfólkinu. Svo einfalt er það,“ sagði einn af þeim fjölmörgu prókúru- höfum sem hrökkluðust úr fyrirtækinu eftir skamma dvöl. Samkvæmt heimildum blaðsins voru skilin á milli fjármála hlutafélaganna og fjármála Þorsteins sjálfs vægt sagt ógreinileg og í því sam- bandi nefndu ófáir viðmæl- enda blaðsins tíðar og kostn- aðarsamar utanlandsferðir Þorsteins. Aðeins það sem af er þessu ári hefur Þorsteinn farið til Svíþjóðar, Danmerkur og Bandaríkjanna. Þar og reyndar hér á landi hefur Þor- steinn lifað hátt og gengið greitt um gleðinnar dyr. Eins og ffam kom í síðustu viku hafa orðið umfangsmikl- ar tilfærslur á eignum Þor- steins og hlutafélaganna að undanförnu, þar sem til að mynda átján ára sonur Þor- steins, Garðar Þorsteinsson, hefur eignast 375 fermetra einbýlishús Þorsteins og konu hans á Arnarnesinu, en Garð- ar stofnaði nýtt Hljómco ásamt Haraldi Gunnarssyni, spilavítisrekanda með meiru. Tilfærslur á eignum virðast einnig viðloðandi væntanlegt gjaldþrot Mora hf.: Félagið sjálft og Þorsteinn persónu- lega voru skráðir fýrir um eða yfir hundrað hrossum, sem mörg hver eru nú komin á nafn Garðars og annarra vandamanna Þorsteins. Búnaðarbankinn með ótryggan veðrétt á Morastöðum Mori hf. var stofhað síðasta sumar af Þorsteini (51 pró- sent), Hjalta Geir Unnsteins- syni (25%) og Guðjóni Hannessyni (24%), en Guð- jón er einnig hluthafi í Hljómco/Tölvuspilum hf. Hjalti Geir fór fljótlega út úr fyrirtækinu eftir ágreining. Mori hf. eignaðist Mora- staði með afsali síðasta haust og kaupverðið var 12,5 millj- ónir króna. Aðeins 43 þúsund krónur fóru á milli seljanda og kaupenda, því nær allt kaup- verðið var fólgið í yfirtöku skulda, þar sem 11,3 milljónir töldust í skilum, en rúm millj- ón í vanskilum. Samkvæmt nýju þinglýs- ingarvottorði hvíla á Mora- stöðum veð á níu veðréttum og nema uppreiknaðar eftir- stöðvar vegna þessa tæplega 15 milljónum króna. Jörðin er nú boðin til sölu hjá Fast- eignamiðstöðinni í Reykjavík og er hún föl á 14,9 milljónir króna. Vottorðið ber með sér að íslandsbanki og Búnaðar- banki hafi verið að lána og/eða skuldbreyta hjá Mora að undanförnu; Islandsbanki er með samtals 4,5 milljónir á öðrum og þriðja veðrétti vegna lána, að líkindum skuldbreytinga, frá því í októ- ber síðastliðnum, en sérstaka athygli vekur að Búnaðar- bankinn er með 2,5 milljóna króna lán eða annars konar fýrirgreiðslu á níunda og síð- asta veðrétti. Virðist það í hæsta máta ótryggt veð seljist jörðin á minna en 15 milljón- ir. Viðskipti Þorsteins í Bún- aðarbankanum heyrðu sam- kvæmt heimildum blaðsins undir Sólon R. Sigurðsson, sem er erlendis. Stefán Pálsson vildi ekki tjá sig um þessi mál, en taldi fullljóst að veðið á Morastöðum væri baktrygg- ing, en ekki merki um nýtt lán. Fyrst var það einbýlis- húsið og nú hestarnir Önnur veð á eigninni eru í nafni Stofnlánadeildar Lands- banka íslands á fýrsta veðrétti (eftirstöðvar um 1,3 milljón- ir), Eftirlaunasjóðs starfs- manna Landsbankans á fjórða veðrétti (1,4 milljónir), Lífeyr- issjóðs byggingarmanna (400 þúsund), Eftirlaunasjóðs starfsmanna Búnaðarbanka (1 milljón) og Byggingarsjóðs ríkisins (alls 3,6 milljónir). Eitthvað er á reiki með íjölda hesta á Morastöðum, en vitað er að þeim hefúr fækkað að undanförnu. Það gerist þó án þess að nokkur árangur hafi orðið af útflutnings- draumum aðstandendanna. Tölur um fjölda hesta sem nefhdar hafa verið eru ffá því að vera 80 upp í 130, en að sögn kunnugra ber Mora- staðajörðin aðeins 40 til 50 hesta í beit. Vitað er að Þorsteinn og Mori hf. keyptu tugi hesta af Árbakkabúinu í Landmanna- hreppi og Svaðastaðabúinu í Skagafirði og er ljóst að bæði þessi bú verða með stórar kröfur á væntanlegt þrotabú. Samkvæmt öruggum heim- ildum PRESSUNNAR hefur talsvert af hrossum, sem skráð voru á Mora hf. og Þorstein persónulega, að undanförnu verið skráð á Garðar Þor- steinsson eða aðra vanda- menn Þorsteins. Þetta er þó erfitt að fá opinberlega stað- fest, enda aðeins sýndir hestar og hrossmerktir sem eru á op- inberum skrám. Þorsteinn sjálfur segir Garðar hafa keypt 20 til 30 hross af Mora. Falaðist nýlega eftir verðmætri jörð í Skaga- firði PRESSAN fékk það staðfest hjá Guðbrandi Hannessyni, oddvita Kjósarhrepps, að hreppurinn hefði orðið að grípa inn í málefni Morastaða á síðasta vetri. „Það voru þarna hátt í hundrað hross, sem jörðin stendur alls ekki undir í beit. Við vöruðum þá við og gerðum þessum aðilum grein fyrir því að þeir kæmust ekki upp með annað en að fóðra hrossin. Mér skilst að það hafi verið tekið til greina, en búskapurinn þarna var undir sérstöku eftirliti. Mér skilst að þessu ævintýri sé nú lokið og jörðin til sölu. Það er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Guðbrandur. Jörðin Morastaðir er alls urn 200 hektarar en ræktað land skráð 23,5 hektarar. Á henni er að finna íbúðarhús, fjós, hlöðu, hesthús, bílskúr og tvö haughús. Ljóst er að Þorsteinn og fé- lagar hafa ætlað sér stóra hluti með hrossabúskapnum á Morastöðum. Illa hefur þó gengið að halda í mannskap á staðnum og hættu til að mynda þrír tamningamenn þar nýverið eftir árekstra, sér- staklega þó vegna þess að þeirn gekk illa að fá greidd laun. Þótt hlutafélögin, gamla Hljómco, Tölvuspil og Mori, hefðu öll um nokkurt skeið staðið á brauðfótum hægði það á engan hátt á fjárfesting- aráætlunum Þorsteins og fé- laga. Friðrik Pálmason, bóndi á Svaðastöðum í Skagafirði, staðfesti í samtali við blaðið að í tvígang, í seinna skiptið fýrir tæpum tveimur inánuðum, hefði Þorsteinn falast eftir kaupum á jörð sinni, sem er stór og verðmæt. Eidri þrotabú tengd Þor- steini: Th. Garðarsson og Sjónvarpsbúðin Annar jarðeigandi í Skaga- firði staðfesti að um svipað leyti hefði Þorsteinn boðið 2 til 3 milljónir í graðhest hjá sér. „Það var hlegið að þessu tilboði í sveitinni, ég bauð honum hestinn á átta millj'æonir á borðið. En talan skiptir ekki máli, sala til hans kom ekki til greina.“ Ennfremur hefur PRESS- AN fengið staðfest að fyrir tveimur til þremur árum hafi Þorsteinn boðið í laxveiði- hlunnindi í einni dýrustu á landsins, Laxá í Kjós, en ekki fengið. Þorsteinn Garðarsson hefur á síðustu árum átt þátt í að minnsta kosti tveimur öðrum hlutafélögum sem farið hafa á hausinn. Fyrirtæki hans Th. Garðarsson var tekið til skipta 1982 og hljóðuðu kröfur upp á 9,1 milljón að núvirði. Upp í þær greiddust 5,6 milljónir. Þá var Þorsteinn annar að- aleigandi Sjónvarpsbúðarinn- ar við Lágmúla sem tekin var til skipta í ágúst 1988. Það bú reyndist eignalaust og töpuð- ust þar kröfur upp á 75 millj- ónir króna að núvirði. Friðrík Þór Guðmundsson Þorsteinn Garðarsson: Hrossakaup sonarins eðlileg viðskipti „Það er rétt, Mori hf. er komið í þrot. Ég geri ráð fýrir því að eignir séu um 15 millj- ónir en kröfur um 20 millj- ónir. Ástæðurnar fyrir þessu gjaldþroti eru fýrst og fremst að við fengum ekki öll þau hross sem við höfum keypt, fengum í nokkrum tilfellum röng hross, allt upp í 21 vetr- ar, og við höfúm ekki fengið leiðréttingar. Þetta voru við- skipti vegna Árbakkabúsins og það er svilcamylla sem þið ættuð að kíkja á. Um leið hef- ur verð farið lækkandi og hrossamarkaðurinn brugð- ist,“ segir Þorsteinn Garðars- son um gjaldþrot Mora. - Sonur þinn Garðar, sem þú seldir nýverið einbýlishús þitt, hefur verið skráður fyrir allnokkrum hrossum Mora upp á síðkastið, ekki satt? „Það er verið að selja það sem hægt er að selja og ekkert óeðlilegt í þvi sambandi. Við vorum með um áttatíu hross en þau eru komin niður í átj- án. Frá því í september síð- astliðnum hefúr sonur minn keypt á bilinu tuttugu til þrjá- tíu hross, ég hef það ekki ná- kvæmlega. Það eru eðlileg viðskipti, allar nótur liggja fyrir og peningar komu á móti. Það er reyndar leitun á Islandi að hrossaviðskiptum þar sem nótur eru skrifaðar fýrir hvem einasta hest.“ - Fréttin um gjaldþrot Hljómco og Tölvuspila vakti athygli og mikil viðbrögð. Og nú erMori kominn á hausinn. Fullyrt er að orsakatma sé ekki síst að leita í bruðli og óráðsíu í fjármálum? „Óráðsíu? Eins og ég nefndi síðast þá var þetta fýrst. og fremst fjármagnskostnað- ur, á síðasta ári upp á 27 milljónir króna hjá báðum félögum, og svo gengistap upp á 7 milljónir. Ekki óráð- sía.“ - Menn nefna mikinn ferða- og risnukostnað. „Ferða- og risnukostnað- urinn var enginn hjá Hljómco eða Mora og um eitt prósent af veltu hjá Tölvuspilum.“ - Það er fuilyrt að þú sért þegar búinn að fara þrjár utanlandsferðir það sem af er árinu? „Það er rétt, ég hef farið þetta á milli þrjár og sex utanlandsferðir á ári. Oftast hef ég nagað mig í handar- bakið yfir því að hafa ekki farið oftar, því í þessum við- skiptum eru slíkar ferðir nauð$ynlegar,, það. gilðir að vera á staðnum, enda næst ekki sami árangurinn með síma og faxi.“ PRESSAN bar ofangreind- ar ásakanir Þorsteins í garð Árbakkabúsins undir Anders Hansen, einn eigenda búsins, og aftók hann þær með öllu. „Þetta er ósvífin lygi. Sann- leikurinn er sá að Þorsteinn Garðarsson og Mori skulda Árbakkabúinu milljónir króna og eru búin að vera í vanskilum með greiðslur um langt skeið. Ef hann heldur þessu fram munum við óska eftir því að Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsaki hvern- ig hann hefur síðustu vikur og mánuði reynt að kaupa hross á skuldabréfúm, sem augljóslega hefur aldrei verið meiningin að borga,“ sagði Anders. ,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.