Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 6
PRESSAN A T A L I Miðvikudagurinn 19. maí 1993 NIENN o o o ■-L. uj o C£ I cc 5 'Ö o s o I 5 ,U\L 11 Tón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Skrípið Sjálfstæðismenn eru í hremmingum þessar vikurn- ar. Um þá hafa safnast allar mögulegar og ómögulegar tegundir furðudýra sem of- sækja þá og áreita svo undir tekur í holtunum. Þeir voru ekki fyrr búnir að kveða niður vængjasláttinn og gargið, sem ærði landsmenn þegar Ólafur G. Einarsson atti illfyglinu út í slagsmál við fól- ið, en hælbítar á þingi ruku í lappirnar á Salóme Þorkels- dóttur og bitu svo fast að Davíð Oddsson varð að grípa til svipunnar og reka þá heim með skottið á milli lappanna. Og Salóme var ekki búin að hagræða dragtinni þegar önn- ur skepna og sýnu illskeyttari skaut upp ófrýnilegum kollin- um. Það var skrípið Jón Bald- vin Hannibalsson. Það dugðu ekki ógöfugri riddarar en Halldór Blöndal og Pálmi Jónsson í þann bar- daga. Þeir hafa riðið um land- ið undanfarna daga og varað bændur við skrípinu sem tek- ur sífelldum hamskiptum eins og kameljón. Þeir segja það laumast að bæjum í skjóli myrkurs og útlenzkra samn- inga til að ráðast á varnarlaust sveitafólk. Það er líka fyllsta ástæða til að óttast skrípið. Rifjum upp: í fyrsta lagi: skrípið byrjaði síðari tíma feril sinn í gervi byltingarmanns og tók af lífi vel gerðan og duglegan Hafh- firðing, Kjartan Jóhannsson. Það var svo vel skipulögð og snyrtiJeg aftaka að skrípið fékk almennt hrós fyrir verkið, gott ef ekki ffá Kjartani líka. Stuttu seinna gaf skrípið Kjartani nýtt líf og fékk aftur ekkert nema hrós, ekki sízt frá Kjart- ani. I annað sinn brá það sér í „Þeir vita að það hefur brugðið sér í ham hins flugpennafœrasta ritstjóra, en síðan breytzt í drepleiðinlegan ráðherra semfer með andvana fœddan texta embœttis- manna. Þeir vita líka aðþótt skrípið sýni á sér hœgri vangann núna getur vinstri vanginn birztfyrr en varir. “ ham fjósamanns og sagðist myndu moka öllum fram- sóknarskít Steingríms Her- mannssonar úr flór lands- manna. Landsmenn vörpuðu öndinni léttar og bjuggu sig undir að losa fingurna af nef- inu, en þá birtist skrípið í ham kúasmalans og rak fleiri og þefverri ffamsóknarkýr inn í fjósið en nokkru sinni áður. Ekki löngu síðar skipulagði skrípið árás á mataraura landsmanna, þá í ham skatt- manns, og færði landbúnað- arskrímslinu. Það hlaut ekkert nema verðskuldaðar skammir fyrir tiltækið. En svo þegar það reyndi í ham umbóta- mannsins að ná þessum pen- ingum aftur frá landbúnaða- róværunni brá svo við að það fékk ekkert nema skammir aftur — í þetta sinn frá Hall- dóri, Pálma og þeirra nótum. Þeir vita nefnilega hversu hættulegt og óútreiknanlegt skrípið er. Þeir vita að það hefur sézt í ham kommúnist- ans, en á næstu stundu orðið harðsvírasti andkommúnisti hérna megin járntjalds. Þeir vita að það hefur brugðið sér í ham hins flugpennafærasta ritstjóra, en síðan breytzt í drepleiðinlegan ráðherra sem fer með andvana fæddan texta embættismanna. Þeir vita líka að þótt skrípið sýni á sér hægri vangann núna getur vinstri vanginn birzt fyrr en varir. Þess vegna eru þeir nú á yfirreið og safna liði. Tak- markið er að draga nógu margar tennur úr skrípinu til að það valdi ekki ffekari usla. Ekki vilja þeir drepa það, því þrátt fyrir allt er nytsamlegt að hafa svona skepnu til að draga athyglina frá því sem annars kæmi þeim illa. AS „Öll ævintýri koma til greina" Ekkert Sitthvað afþví sem fjárkúgarínn fann á Stefnu- mótalínunni Við höfum fyrir satt að að- standendur Stefnumótalín- unnar hafi hert mjög eftirlit með notkun hennar eftir að náunginn var tekinn í síðustu viku fyrir að misnota þjónust- una og kúga fé út úr fólki. Síminn virkar þannig að fólk hringir inn og leggur inn „auglýsingar“ sínar í „hólf' og fær um leið leyninúmer sem veitir því einu aðgang að því. Þeir sem heyra auglýsingarnar og þykja þær áhugaverðar svara með því að leggja sín eigin skilaboð, oftast með nafni og síma, í hólfið. Þau sldlaboð getur hólfeigandinn einn hlustað á og svarað þeim sem honum eða henni þykir vænlegt. Við heyrum að forsvars- menn línunnar fylgist grannt með skilaboðunum sem ber- ast og fjarlægi umsvifalaust þau sem lykta af vændi eða öðru því sem talið er óæski- legt. Og þeir ganga lengra: ekkert tal um leður, takk, því það er ábyggilega ekki verið að tala um húsgagnabólstrun. Þeir vilja hafa þetta „virðu- lega“ þjónustu, en gleyma því kannski að „virðuleiki“ snýst einmitt um yfirborð, skelina út á við, og verður þess vegna næsta merkingarlaust hugtak þegar urn er að tefla tilfinn- ingar fólks og leyndustu hugs- anir þess. Það er varla við því að búast að margt spennandi sleppi í gegnum þennan siðgæðis- þvott, en þó kennir þar ýmissa grasa. Þegar PRESSAN mældi hitastigið á Stefnumótalín- unni mátti finna þessi dæmi meðal annarra: „Við erum hérna tvær hressar 16 ára stelpur af höf- uðborgarsvæðinu, sem viljum gjarnan kynnast hressum og myndarlegum strákum á svip- uðum aldri. Áhugamál okkar eru skíði og svo auðvitað að skemmta okkur. Ýttu á 1 og skildu eftir skilaboð.“ Kona hringdi: „Þú þarna, bankamaður. Hafðu sam- band.“ Og líka þetta: „Halló, við erum hjón á fertugsaldri og okkur langar til að kynnast konu eða manni á svipuðum aldri með tilbreytingu í huga. Algjörum trúnaði heitið. Hafðu samband.“ „Hæ, við erum tæplega fer- tug hjón og óskum eftir að kynnast öðru pari eða konu. Veldu einn ef þú ert til.“ „Hæ, gott fólk. Við erum hérna sambýlisfólk sem vilj- um kynnast hjónum. Við er- um milli fertugs og fimmtugs. Við höfum áhuga fyrir ýmsu. Endilega leggið inn gott orð. Vonumst til að heyra í ykkur fljótt.“ „Ég er tæplega fertugur fjallhress karlmaður, sem hef áhuga fyrir því að kynnast hjónum með skemmtun í huga. Ég er myndarlegur og heiti 100%trúnaði.“ Aðrir höfðu ekki svona skýrt afmarkaðar óskir: „Hæ, ég er vaktmaður á besta aldri sem er búinn á vaktinni klukkan fimm núna í morg- un. Langar til að komast í smáævintýri eftir vaktina. Öll ævintýri koma til greina, ekk- ert mál. Trúnaður.“ Þessi hérna var nokkuð sannfærandi, en það vottaði hins vegar hvergi fyrir sænsk- um hreim: „Já, góðan daginn, ég er hérna ein einmana skiptinemi frá Svíþjóð. Ég er reyndar af íslenzkum ættum eða hálfur Islendingur. Ég hef áhuga á að kynnast strákum frá 20 til 30 ára gömlum. Áhugamál skemmtun og ým- islegt annað. Ég er hávaxin, ljóshærð og grönn.“ Aðrir voru kannski bara orðnir þreyttir á barstemmn- ingunni: „Já, halló. Ég er 25 ára gamall maður og mig langar til að kynnast öðrum manni með náin kynni í huga. Ég er 188 á hæð og ég veg 80 kíló. Ég er myndarlegur. Ef þú vilt kynnast mér...“ „Hæ, hæ ég er 22 ára hress og myndarleg stelpa með margvísleg áhugamál. Mig langar til að kynnast myndar- legum, hæfilega villtum karl- manni sem hefur gaman af því að lifa lífinu lifandi. Ekki vera lúser og þrykktu á hnapp númer eitt.“ Svo er bara að þrykkja á 99- 1895, en hvert orð er dýrmætt þegar mínútan kostar fjöru- tíukall. ER ÞETTA EITTHVAÐ ANNAÐ EN ROLUSKAPUR? ii Þetta er bara eitthvert rugl í konunni“ NAFN: SIGURÐUR A. ÞÓRODDSSON ALDUR: 41 ÁRS STAÐA: HÉRAÐSDÓMSLÖG- MAÐUR Elín Jóhanna Svavarsdóttir húsmóö- ir segir þaö hafa tekiö Lögmanna- stofuna Skiphoiti sf. fjögur ár aö senda greiösluáskorun vegna stööumæiasektar og kallar þetta fádæma roiuskap. Auk þess telur hún skuldina löngu greidda. „Ef konunni finnst hún vera krafin um þetta seint er rétt að benda á að þetta er fjórða tilraunin til að fá hana til að borga.“ Hvernig stendur á þvi að bréfið er fjögur ár á leiðinni? „Það er bara eitthvert rugl í konunni. Ég skil þetta ekki. Þetta er gjald frá 1989 og ég veit ekki um hvað konan er að tala þegar hún segir að þetta sé fjögur ár á leiðinni. Þetta er fjórða bréfið sem hún fær út af þessu máli. Það er sent 3. SIGURÐUR A SVARAR FYRIR SLÚÐAHÁTT maí eins og fram kemur í bréfinu. Bara með vidausu ár- tali.“ Er hún bara svona skuld- seig? „Já, eða gleymin. Hins veg- ar, ef konan finnur kvittunina, þá munum við að sjálfsögðu taka tillit til þess. En við könn- umst ekki við það. Við byggj- um á upplýsingum frá Skýrsluvélum ríkisins.11 Hvemig stendur á að dag- setningin, 3rd maí 1959, er upp á enskan rithátt og þar að auld vitlaus? „Þetta með ártalið eru bara vélritunarmistök en hitt eru forritunarmistök. Við notum enskt forrit sem heitir Omnis og ég held að það hafi bara verið ýtt á vitlausan takka þannig að út kemur röng dag- setning á enskan máta.“ Er þetta ekki álitshnekkir fyrir 1 ögman nasto funa? „Svona prentvilla getur komið fyrir hverja sem er. Flestum hefði bara þótt þetta sniðugt og reynt að hafa gam- an af þessu.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.