Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 25
Æ VISOG U R Miðvikudagurinn 19. maí 1993 PRESSAN 25 ingaríks ástalífs: „Ástin og ástríður manns- ins hvetja hann til átaka. Við erum partur af þessum orku- heimi þar sem kynkraftur mannsins fær útrás í upp- höfnu ástandi hans. Það leiðir til átaka... Það má mjög víða rekja ákveðna samsvörun á milli kynorkunnar og mikilla andlegra afreka. Um leið og fólk hættir að lifa kynlífi byrj- ar það að deyja. Sumt fólk er að deyja meiri hluta ævi sinn- ar í stað þess að lifa lífinu lif- andi.“ Rósa Ingólfsdóttir taldi það einnig skyldu sína að skýra opinberlega frá því hvernig kynlífi sínu væri háttað. Þar ríkti reyndar fullkomin lá- deyða og því þurftí Rósa ekki að notast við mörg orð: „Ég er viss meinlætamann- eskja hvað kynlíf varðar þótt margir haldi að ég sé alltaf á kafi í karlastússi. En það er nú eitthvað annað. Ég hef ekki gefið kjaftakerlingunum til- efni til að smjatta á því að ég hafi verið að sofa hjá Pétri eða Páli. Það er engum slíkum kjaftasögum til að dreifa vegna þess að tilefnið hefur ekki verið neitt.“ Ingólfur hefði líklega sagt Rósu að með þessu athafna- leysi ætti hún á hættu að fölna langt urn aldur fram. Rósa virtist sjálf sjá ókosti við þessa stöðu sína og bætti við íhugandi: sem olli því að ég sá þetta allt í einu í skörpu ljósi.“ Ástmaður Höllu lá við hlið hennar í rúminu, og eðlilegast hefði verið að hann hjalaði við hana ástarorð. Víst hjalaði hann, en við heimilistíkina: „Ó, þú ert það fallegasta loðna andlit sem ég hef nokk- um tímann séð, my darling.“ Þá var ffú Linker nóg boðið og skrifaði þykkjuþung í end- urminningabók sína: „Þetta gat ekki gengið.“ Það gat heldur ekki gengið til lengdar hjá Guðlaugi Berg- mann en hann mæddist í mörgu, með eiginkonu á einu heimili, ástkonu á öðru og börn á báðum stöðum, eins og hann skýrði samviskusam- lega frá í ævisögu sinni sem Óskar Guðmundsson skráði: „Oft fannst mér eins og ég væri að slitna í sundur. Innst inni vissi ég að þetta tvöfalda líf mitt gæti ekki staðið enda- laust; að ég gæti ekki bæði sleppt og haldið. Til uppgjörs hlaut að koma fýrr eða síðar. Ég vildi samt ekki horfast í augu við þetta og leið sálar- kvalir. Satt að segja veit ég ekki hvernig ég lifði þetta af.“ Eiginmaður Thelmu Ing- varsdóttur átti einnig fjöruga spretti utan hjónabands og hefði vafalítið sagt eitthvað svipað hefði hann komið minningum sínum á prent. En eiginkonan, fegurðar- drottningin og sýningarstúlk- an, skrifaði bók þar sem mestu púðri var eytt í að gera upp hjónabandið. Niðurstað- an var ekki ýkja frumleg en lýstí góðu innræti: „Lífið er ekki dans á rósum og ef eitthvað fer úrskeiðis er um að gera að líta á það sem þátt í því að lifa lífinu til fulls. Það er hvetjandi að reyna að finna leiðir út úr vandanum, þegar þær virðast engar vera. Hægt er að losa alla hnúta ef nógu sterkur vilji er fyrir hendi.“ BflRfl SlGURJÓNSDÓTTIR „Viö vorum saman og þaö stirndi af okkur.“ Bryndís Schram „Fædd til leiks og tjáning- Kannski má segja að ég hafi látið sjálfa mig sitja dálítið á hakanum.“ Höllu Linker fannst liggja ljóst fyrir að ástmaður sinn, Rick, sinnti sér ekki af nægri fórnfýsi, og í æviminningum sínum segir hún: „... ég sá skyndilega að þetta varð að taka enda. Og það var helst tíkin hans Ricks Leik- húsverur og álitlegir karimenn Á dánarbeði eiginmanns síns hvíslaði Halla Linker ást- úðlega að honum: „Þú ert hetjan mín.“ Þegar hún ritaði endur- minningar sínar var Hal Lin- ker fallið goð: „Ég fór úr föðurhúsum og giftist ráðríkum manni sem stjórnaði mér í tuttugu og átta ár. Mín saga var alltaf sögð eftir hans höfði. Þar sást aldrei annað en yfirborðið og það sem hann vildi að sæist." Við getum sent þetta til föðurhúsanna. Hinar dæmi- gerðu endurminningabækur á íslandi eru yfirborðið eitt. Þar skapar aðal- persónan þá ímynd sem hún vill halda í og masar og hjalar um lífsstarf sitt og hugðarefni. Og ef skrásetjari er með í verkum þá dansar hann gagnrýnislaust með. Hann á jafnvel til að rjúfa ffásögn per- sónu sinnar til þess að ljúka á hana lofsorði, eins og Ólína Þorvarðardóttir í endurminn- ingabók Bryndísar Schram: „Einhverju sinni líkti ég henni við dansara sem getur ekki hætt I miðju verki þótt blæði úr fótum; leikhúsveru sem leggur líf sitt að fótum áhorfenda í sýningarlok. Lík- lega er sú lýsing sönn. Bryndís Schram er fædd til leiks og tjáningar. Hún er fædd til þess að túlka og hrífa aðra með. Þannig birtir hún sinn marg- þætta persónuleika; átökin hið innra — stoltið og blíðuna, fjörið og festuna, umburðar- lyndið og tilfmningahit- ann...“ En það þarf ekki samvinnu til. Jónas frá Hriflu sat ekki inni í stofú hjá Albert Guð- mundssyni þegar hann vann að bók um kappann. Það var árið 1957 og í bókinni gaf Jónas Albert þessa einkunn: „Hann var álitlegur karl- maður, kurteis og prúður í framgöngu og hafði lagt á sig, heima og erlendis, hina full- komnustu þjálfun, sem unnt var að fá. Albert hafði, án þess að óska þess eða ætlað sér það fyrirfram, orðið íslenzkur Væringi á þeim vegi, sem Ein- ar Benediktsson hafði mælt með í ljóðum sínum.“ Gagnrýnin vinnubrögö — hversu langt á aö ganga? Nokkrar umræður hafa verið um það undanfarið í breskum blöðum hvort ævi- sagnahöfundar gangi of nærri viðfangsefnum sínum. Tilefh- ið er uppljóstranir um sam- kynhneigð þekktra persóna. Þrátt fýrir allt frjálslyndishjalið virðist sem samkynhneigð þyki ljóður á ráði manna, vandræðalegur löstur sem vænlegast er að minnast ekki á. Það kom því ýmsum úr jafnvægi þegar breskir ævi- sagnaritarar sögðu ffá tíu ára ástarævintýri leikarans virta Laurence Olivier og Danny Kaye og svipaður titringur er nú í lofti vegna væntanlegra uppljóstrana um samkyn- hneigð skáldkonunnar vin- sælu Daphne du Maurier (höfundar Rebekku). Málin eru enn vandmeðfarnari þar sem viðkomandi aðilar virtust hamingjusamlega giftir og áttu börn. Breskir ævisagna- ritarar segjast vera að vinna sitt verk, segja frá því sem þeir vita sannast og réttast. Ævisagnahefð Islendinga leyfir ekki slík vinnubrögð. Þar ríkir þegjandi samkomu- lag um að segja ekkert sem komið gæti illa þeirri persónu sem ritað er um. Meðan svo er sitjum við uppi með ævi- sögur sem segja ekki nema hálfan sannleika eða alls ekki neitt, lýsa einungis hégóma- girnd persóna sinna og þrá eftir upphafningu. Eða eins og Tolstoy sagði við Chekov: „Látum sem flesta vita af því aðégvartil.“ Myndlist • Sally Mann, einn þekkt- asti og umdeildasti Ijós- myndari Bandaríkjanna í dag, sýnir myndir á Mokka. Sýningunni lýkur 20. júní. • Hjördís Frímann sýnir málverk í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Op- ið virka daga kl. 10-18 og laugardaga 10-14. Sýn- ingunni lýkur 9. júní. • Margrét Valgerðardótt- ir, Dóra Halldórsdóttir og Ágústa P. Snæland eru með sýningu á hugverkum sínum úr margvíslegum efnivið I Galleríi Hlaðvarp- ans, Vesturgötu. Sýningin er opin alla daga milli kl. 14 og 18. Lýkur 23. maí. • Mai Bente Bonnevie sýnir málverk og samstill- ingu I Norræna húsinu. Opið daglega frá kl. 14-19 og lýkur sýningunni 31. maí. • Þóra Sigurðardóttir sýn- ir skúlptúra og teikningar I Nýlistasafninu, Vatnsstíg. Opið daglega frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 30. mat. • Jóhanna Bogadóttir sýnir málverk I Listasafni ASÍ við Grensásveg. Opiö alla daga frá 14-19. Sýn- ingin stendur til 23. maí. • Vorsýning útskriftar- nema MHÍ. Sýningin er á þremur stöðum I Pænum; Listaháskólahúsinu við Laugarnesveg, Perlunni og Skipholti 25. Opið daglega I Perlunni en einungis 22. og 23. maí á hinum tveim- ur stööunum milli 14 og i8. • Óskar M.B. Jónsson, Sveinn Einarsson frá Hrjót og Ingvar Ellert Óskars- son eru á safnsýningu I Nýlistasafninu. Opið dag- lega frá 14-18. Lýkur 30. maí. • Arnold Postl frá Vlnar- borg sýnir málverk I Gerðu- bergi. • Gunnar Örn sýnir mynd- verk á pappírí Portinu. Op- ið alla daga nema þriðju- daga kl. 14-18. • Leikskólabörn, ásamt starfsfólki sex leikskóla I Reykjavlk, eiga heiðurinn af myndum sem hengdar hafa verið upp I Geysis- húsinu, 2. hæð. Opið virka daga kl. 10-17 og um helgar kl. 11-16. • Róska sýnir málverk I Sólon íslandus. • Hannes Lárusson sýnir ný verk I Gallerí Gangi. • Ásgrímur Jónsson. Myndir eftir Ásgrím Jóns- son úr íslenskum þjóðsög- um. Opið um helgar kl. 13.30-16. • Ásmundur Sveins- son.Bókmenntirnar I list Ásmundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. • Valgerður Bergsdóttir sýnir litaðar teikningar sem lýsingar við fornar helgimyndir Sólarljóða I Listmunahúsinu, Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Opið virka daga frá 10-18 og um helgar 14-18. Sýn- ingunni lýkur 23. mal. • Orka og víddir - Boreal- is 6. Samsýning íslenskra og erlendra listamanna I Listasafni íslands. Sýn- ingunni lýkur 20. júní. • Björg Þorsteinsdóttir sýnir verk unnin á striga og pappír I Listamiðstöð- inni Hafnarborg, Hafnar- firði. Opið alla daga frá 12-18 nema þriðjudaga. Sýningunni lýkur 31. mal. • Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir stór og litrík grafíkverk I Stöðla- koti. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sýn- ingu lýkur 23. maí.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.