Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 19.05.1993, Blaðsíða 9
F R ETT I R Miövikudagurinn 19. maí 1993 PRESSAN 9 ðgæfu- maðurinn á samúð mína alla „Það er rosalega erfitt að sitja uppi með að vera treyst fyrir sautján ára unglingi og geta ekki skilað honum heim aftur,“ segir Páll Kristjánsson ökukennari, sem var að kenna Þórdísi Unni Stefánsdóttur á bifreið þegar slysið varð. Dí- ana vinkona Þórdísar var einnig í bílnum en slapp með lítil meiðsl. Páll segir Þórdísi hafa verið mjög skynsama stúlku. „Það er ein setning sem Þórdís sagði sem situr í mér. í einum ökutímanum sagðist hún nokkuð viss um að við værum þau einu sem færum eftir umferðarlögun- um.“ Áfallið sem Páll varð fyrir, jafnvel þó að hann ætti enga sök á slysinu sjálfur, var slíkt að hann er hættur allri öku- kennslu, sem hann hafði stundað ffá árinu 1964. „Ég er búinn að vera mjög aumur yfir þessari ömurlegu reynslu. Það má segja að ég hafi fengið marblett á hjartað. Þegar maður lendir í svona áfalli sjálfur reynir maður að dæma ekki aðra og það hefur ekki hvarflað að mér í eina mínútu hvort sá sem slysinu olli verður dæmdur sekur eða saklaus. Þessi ógæfusami maður á samúð mína alla. En það er hræðilegt til þess að hugsa að menn geti leyft sér að deyða aðra undir áhrifum lyfja.“ Páll, sem varð fyrir líkam- legu tjóni af völdum slyssins, hefur ekki enn fengið neinar slysabætur. Hann hefur hins vegar fengið vinnulaun frá Hagvirki, sem hann hefur unnið hjá undanfarin ár. „Vinnuveitendur mínir hafa sem betur fer sýnt mér mikinn skilning, enda tryggingamálin ffemur dapurleg." Jóhanna Agnarsdóttír var farþegi í kyrrstæðri bifreið Eins og loftsteinn sem splundrar líll manns „Ég var kyrrstæð að bíða eftir grænu ljósi á leið minni upp í Breiðholt. Jeppinn kom á móti á mikilli ferð og stopp- aði ekki þrátt fyrir rautt ljós. Hann skall í hliðina á kennslubílnum, sem kastaðist yfir á minn bíl sem hentist upp á umferðareyju,“ sagði Jóhanna Agnarsdóttir, sem var ásamt dóttur sinn í bíl við gatnamótin þennan örlagaríka eftirmiðdag. Jóhanna hefur verið óvinnufær síðan atvikið varð, enda slasaðist hún á öxl og baki. Hún hefur ekki feng- ið tryggingabætur ennþá en er með mál í gangi út af því. „Auðvitað hefur þetta rask- að gríðarlega miklu í lífi mínu. Þetta hefur kippt mér úr öllu; ég hef ekki getað stundað vinnu og þá hefur þetta meðal annars haft áhrif á möguleilca mína til að kaupa mér hús- næði, enda dottin úr kerfinu og fæ ekki greiðslumat.“ - Ertu reið út í piltinn? „Innst inni er ég ekki reið út í hann heldur vorkenni hon- um fyrst og ffemst. Auðvitað er þetta skelfileg lífsreynsla en ég hata hann ekki. Hann var undir áhrifum eiturlyfja en hvers vegna fór hann af stað keyrandi; af hverju fer hann upp í bíl og keyrir? Hver er hvatinn að því að hann gerir það? Ég hef oft spurt mig að þessu. En ég segi það satt að það er ekki hægt að hata hann, ég vorkenni honum en ég get ekki dæmt hann. Þetta var bara eins og loftsteinn sem splundraði lífi manns.“ JÓHANNA AGNARSDÓTTIR Viö gatnamótin öriagaríku. PÁLL KRISTJÁNSSON Hættur aö kenna á bíl.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.