Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 2
FYRST & FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 27. maí 1993 BRAGI Mikaelsson. Ætlar ekki aö gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana. MlLAN KUNDERA. Dvelur á íslandi, en lætur ekki mikiö fyrir sér fara. Brctgi sækir um þriðja starfið hjá sjálfum sér Sem kunnugt er hefur Bragi Mikaelsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna og fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá Byggung í Kópavogi, sótt um stöðu yfirverkstjóra hjá Kópa- vogsbæ. Bragi sækir fast að fá starfið, enda hefur hann verið atvinnulaus um skeið. Hafa menn haít á orði að Bjarni sé tilbúinn að leggja meirihlut- ann í bæjarstjórn undir vegna þessa máls. Þá bætir ekki úr skák að hann hefur áður sótt um störf hjá Kópavogsbæ og verið hafnað. Það var þegar hann sótti um starf sem for- stöðumaður Sundlaugar Kópavogs og eftirlitsmaður húseigna Kópavogs. Þeir sem til þekkja segja að hann muni ekki sætta sig við enn eina höfnunina. Ákvörðun verður væntanlega tekin í dag. Kyndera aftur á Islandi Hinn frægi tékkneski rithöf- undur Milan Kundera hefur sést í Reykjavík að undan- förnu. Kundera kom í fyrsta sinn hingað til lands síðastlið- ið sumar og líkaði greinilega svo vel að nú ætti að vera óhætt að telja hann til Islands- vina. Kundera og kona hans munu dvelja hér í tíu daga, að sögn til að hvíla sig á ysnum í Parísarborg þar sem þau eru búsett. Kundera er lítið um fjölmiðlafólk gefið og ekki er hann ginnkeyptur fyrir því að veita viðtöl frekar en fyrri dag- inn. Um síðustu helgi mun hann raunar hafa komist hjá því með nokkrum herkjum að lenda á ljósmynd í Morgun- blaðinu, en þá birtist hann óforvarendis á opnun ljóða- sýningar Sindra Freyssonar á Kjarvalsstöðum. Ungskáldið mun skiljanlega hafa verið nokkuð upp með sér að fá slíkan gest... SVEJTAR* STJORNAR- , KRATAR I FYLU Mikil gremja ríkir nú meðal sveitarstjórnarfólks í Alþýðu- flokknum vegna þess að eng- um úr þeirra röðum var boð- ið í teiti sem flokkurinn stóð fyrir í tengslum við komu Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, til fslands. Alls mættu um tuttugu manns í gleðskapinn, sem fram fór í Kornhlöðunni, og renndu niður kökum með hvítvíni. í þeim hópi voru vitaskuld flestir þingmenn og ráðherrar flokksins, auk nokk- ura valinna ffammámanna úr röðum krata. Athygli vekur að erfðaprins flokksins, sjálfur Guðmundur Árni Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fékk ekki boðskort og sama máli gegnir um Ólínu Þor- varðardóttur. Eiginmanni hennar, Sigurði Péturssyni, var hins vegar boðið. Að von- um eru þau og fleiri sveitar- stjórnarkratar ekki par hrifin. Árni og Friðrik sækia um ritstjóra- stöðu hjá MM Sem kunnugt er hættir Árni Sigurjónsson sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar í haust. Ekki liggur fyrir hver hreppir hnossið, en vitað er um tvo menn sem hafa sótt m Það eru þeir Ami Berg- mann, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, og Friðrik Rafhs- son, þýðandi og bókmennta- ráðunautur á Rás 1, en hann er að láta af því starfi. Af þeim tveimur telst Friðrik líldegri kandídat, enda þótt hann sé ekki bendlaður við neina sér- staka vinstripólitík — slík hafa umskiptin orðið í þessu gamla höfuðvígi sósíalista. Af þeim leiðir að fortíð Árna í vinstri hreyfingunni gæti orðið hon- um fjötur um fót, frekar en hitt. Hrafn áminnij* starfsmenn RUV um trúmennsku Frétt PRESSUNNAR um háan leigubifreiðakostnað fyrrum dagskrárstjóra Sjónvarps, Hrafhs GunnLaugssonar, olli nokkrum usla á Laugavegi 176. Eins og greint hefur verið ffá eyddi Hrafn alls 55 þúsund krónum í leigubíla á þeim tíu dögum sem hann var á land- inu og gegndi stöðu dagskrár- stjóra. í kjölfar fféttarinnar var starfsmönnum Sjónvarpsins hóað saman til fundar þar sem Hrafn, í eigin persónu, hélt tölu og áminnti menn SÓLVEIG Arnarsdóttir Ráðning ómenntaörar leikkonu í hlut- verk Evu Lunu hefur valdiö miklu fjaörafoki innan FÍL. Á þaö er þó einnig bent aö Kjartan Ragnarsson skapi ævinlega „stemmningu“ í kringum þaö sem hann gerir. Leikarar fúlir út í Kjartan Ragnarsson Sú ákyörðun Kjartans Ragnarssonar að ráða Sól- veigu Amarsdóttur til að fara með aðalhlutverk í leikritinu Evu Lunu, sem byggt er á samnefhdri skáldsögu Isabel Allende, hefur farið mjög fyr- ir brjóstið á mörgum með- lima FÍL, Félags íslenskra leikara. Æltunin er að setja leikritið upp á næsta leikári á fjölum Borgarleikhússins. Ástæða óánægjunnar er fýrst og ffemst sú að Sólveig hefur ekki hlotið menntun sem leikari — hún er ekki meðlimur í FÍL — á meðan fjöldi menntaðra leikkvenna gangi atvinnulaus. Ennffem- ur hafa vinnubrögð Kjartans; hvernig hann ætlar að fá sínu framgengt, vakið reiði fólks. Önnur deild FÍL, sem er félag leikara í Borgarleikhúsinu, hefur þó þegar samþykkt ráðninguna. Málið kom einnig til kasta trúnaðar- mannaráðs FÍL, sem í sitja tólf manns. Aðeins tveir inn- an ráðsins greiddu atkvæði með ráðningunni; þeir The- ódór Júlíusson, stjórnarmað- ur í FÍL, og Jón Hjartarson. Báðir eru þeir fulltrúar Borg- arleikhússins í trúnaðar- mannaráðinu. Athygli vekur að formaður FfL, Edda Þór- arinsdóttir, sat hjá. Þess má geta að hingað til hafa sam- þykktir trúnaðarmannaráðs FIL ekki verið sniðgengnar. „Ástæðan fyrir því að ég sat hjá við atkvæðagreiðsluna er sú að þetta mál er í rauninni ekki í höndum trúnaðar- mannaráðsins. Ég var búin að fela stjórn Borgarleikhússins að sjá um málið, — mér fannst ég ekki geta verið á móti því sem ég hafði falið stjórn leikhússins að gera. Lög og samningar FÍL við Leikfélag Reykjavíkur segja ennffemur skýrt að mál sem þessi séu í höndum LR,“ sagði formaðurinn, Edda Þórarinsdóttir. Hún sagði ennff emur að Sólveig Amars- dóttir væri ekki bara einhver sem væri tekin upp af göt- unni, því bæði hefði hún alist upp innan leikhússins og hefði reynslu sem leikari. Trúlega yrði Sólveig hvort eð er orðin félagi í FIL eftir ár, eða tvö í mesta lagi. „Mér finnst auðvitað að skoða ætti þau leikaraefni sem hafa menntun. Það eru mjög margir leikarar at- vinnulausir um þessar mund- ir.“ Þess má geta að af sextíu leikurum sem hafa sótt um fastráðningu hjá Þjóðleikhús- inu verða fjórir til fimm ráðnir næstu daga. Víðtæk óánægja ríkir inn- an raða leikara með ákvörð- un Kjartans Ragnarssonar. Telja þeir málið hafa verið þvingað í gegnum stjórn Borgarleikhússins með „prímadonnuhótunum" Kjartans á sama tungumáli og margir hafi notað upp á síð- kastið; annaðhvort setji hann leiksýninguna upp með Sól- vegu ellegar ekkert leikrit verði sett upp! Þeir vilja þó taka skýrt ffam að málið snú- ist hvorki um hæfileika Sól- veigar né persónu. Sjálf væri hún í fullum rétti. Það væri Kjartans að standa fyrir máli sínu, en enn sem komið er hefur hann ekki rökstutt ráðninguna faglega. Hins vegar hefur verið á það bent að Kjartan sé sérffæðingur í að ná athygli almennings. Hann noti fólk sem sé áber- andi hverju sinni og skapi þannig stemmningu í kring- um það sem hann gerir. Ein- mitt það geri leikrit hans eins vinsæl og raun ber vitni. Ekki náðist í Kjartan Ragn- arsson vegna málsins. um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og trú- mennsku í starfi. Eftir fund- inn voru svo nokkrir starfs- mannanna kallaðir inn á teppi til Hrafhs til ffekari viðræðna. En Hrafn mun einskis hafa orðið vísari. Magnús endur- bætir mynd sína Paradís endurheimt, mynd Magnúsar Guðmundssonar, vakti ekki teljandi eftirtekt þegar hún var frumsýnd í Sjónvarpinu fyrir nokkru, að minnsta kosti ekki miðað við fjaðrafokið sem varð út af myndinni Lífsbjörg í Norður- höfum, enda nýja myndin óneitanlega nokkuð ruglings- leg og á henni tæknilegir hnökrar. Magnús gerir sér grein fyrir þessum annmörk- um og hefur hann ráðist í að láta taka nokkur myndskeið á nýjan leik, þar á meðal viðtal sem tekið var við sjómann í Kaliforníu. Þegar það viðtal var upprunalega tekið mun Magnús reyndar hafa haldið sjálfur á kvikmyndatökuvél- inni. Því má svo bæta við að myndin var sýnd í sjónvarpi í Svíþjóð í fyrrakvöld. SlNDRI FREYSSON. Ungskáldiö var upp meö sér, eölilega. GUÐMUNDUR ÁRNISTEFANSSON. Fékk ekki boöskort í veisluna meö Gro. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR. Henni var ekki held- ur boöiö. SlGURÐUR PÉTURSSON. Eiginmaöur Ólínu fékk aö hitta Gro. HRAFN GUNNLAUGSSON. Las starfsmönnum Sjónvarps pistilinn um trúmennsku í starfi. MagnúsGud- MUNDSSON. Reynir aö laga myndina sína. UMMÆLI VIKUNNAR „Efþú segir við listamann að hann sé ekki eins góður og hann haldi erufyrstu viðbrögðin að móðgast. “ Garðar Cortes, listrænn harðstjóri Var hann leiddur fyrir herrétt? „Hann var ekki rekinn en þessi deild var lögð niður og hann hefur ekki starfað síðan þó að hann sé að forminu til ennþá bankanum." Guðni Ágústsson hershöfðingi. I hananúlandi „Samningarnir em gerðir til að spenna upp vexti og hananú." Sverrir Hermannsson efnahagsundur. Nei, þeir eiga að fá að hafa það skítt eins og aorir „Ég tel að stjórnmálamenn eigi ekki að þurfa að gjalda þess að vera stjómmálamenn. Það er (ekki þægilegt fyrir þá að sækja um vinnu á atvinnumarkaði.“ Bragi Mikaelsson stjórnmálamaður. SpiTalalTf eða samningaviðrœður? „Þetta er þannig: sumir æla mikið og hitta ekki alltaf á dallinn sinn, öðrum blæðir, sumir eru of svifaseinir til að komast nógu fljótt á klósett- ið, aðrir nota bleiur.“ Magdalena Schram þjóðfélagsrýnir , Þetta er einsog úr Islendingasögunum „En því trúir enginn sem mig þekkir að hafi ég slegið Öm Karlsson sjö högg og tekið hann fangbrögðum hafi hann eft- ir það mátt kokhraustur ljúga.“ ívar Hauksson handrukkari

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.