Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 13
SKOÐAN I R Fimmtudagurinn 27. maí 1993 PRESSAN 13 0 8 Olíufélagið á krossgötum STJORNMAL Landráðamaðurinn og Vísismafían Á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina lokuðust markaðir íslendinga íyrir hefðbundnar afurðir. Af þeim sökum, svo og vegna ýmissa heimatilbúinna úrræða, stóð kreppan lengur hér en í öðr- um löndum. Einn var sá stjórnmálamaður, sem taldi að íslendingar ættu að halla sér í vesturátt, þaðan væri ein- hvers að vænta. Þessi stjórn- málamaður hafði orðið undir í sínum flokki, var formaður flokksins en í andstöðu við ráðherra hans. Þetta var Jónas Jónsson ffá Hriflu. Á þessum árum voru áhrif Jónasar helst þau, að hann var formaður utanríkis- málanefndar Aiþingis. Jónas hafði forgöngu um það að Is- lendingar tækju þátt í heims- sýningunni, sem haldin var í New York árið 1939. Til að veita sýningarhaldinu forstöðu réð hann ungan og efnilegan samvinnumann úr Eyjafirði. Það var Vilhjálmur Þór. Jónas hafði kynnst hon- um í starfi samvinnuhreyfing- arinnar en Vilhjálmur var ekki nemandi hans úr Samvinnu- skólanum eins og Eysteinn Jónsson. Vilhjálmur hafði brotist til valda og áhrifa án skólagöngu, frá því að vera sendill hjá KEA til þess að verða fram- kvæmdastjóri þess. Nú fól Jónas honum nýtt hlutverk og það var að opna versturgluggann fyrir Island. Jónas hafði túlkað kenningu Monroes forseta á nýjan veg. Samkvæmt túlkun Jónasar var fsland á bandarísku áhrifa- svæði og nú yrði að koma Bandaríkjastjórn í skilning um það. Dró Jónas upp Leifs- línu, sjálfur var hann Leifur heppni en Vilhjálmur land- nemi var Þorfinnur karlsefni. Símnefni Vilhjálms í New York var Karlsefhi. Þegar sýningarhaldi lauk varð Vilhjálmur aðalræðis- maður Islands í Bandaríkjun- um. Rétt þykir að rifja upp þessa atburðarás þegar fjailað er um Olíufélagið hf., því Olíufélagið hf., umboðsaðili fýrir Stand- ard Oil, Essó og Rockefeller- ættina, er skilgetið afkvæmi opnunar vesturgluggans. I starfi sínu vestanhafs lagði Vilhjálmur sig ffam um að ná viðskiptatengslum og sér þess víðar stað en í Essó. Hann lagði grunninn að framleiðslu Coca Cola á Islandi með fé- laga sínum, Birni Ólafssyni. Ólafur Thors kallaði þá Kók og Kóla en hann vissi ekki hvor var hvor. Vilhjálmur Þór stofnaði OI- íufélagið hf. árið 1947. Stofh- endur voru Samband ís- lenskra samvinnufélaga og nokkrir útgerðarmenn. Olíu- félagið náði strax viðskiptum við Bandaríkjamenn á Kefla- víkurflugvelli við komu þeirra 1951. Bandaríkjamenn litu svo á að hér yrði að vera öfl- ugt birgðahald fyrir olíuvörur og greiddu þeir Olíufélaginu hf. rausnarlega fyrir það. Seinna tók vamarliðið sjálff við birgðahaldinu og byggði olíuhöfn í Helguvík. Forstjóri Olíufélagsins hf. taldi þá ffam- kvæmd óráð og var þar á sama máli og herstöðvarand- stæðingar. Hagnaður félagsins var mikill ffá upphafi og gat því félagið byggt upp öflugt dreifi- kerfi um allt land. Viðskipti félagsins í Reykjavík voru mjög takmörkuð og kvartaði félagið sáran undan því að fá aldrei úthlutað lóð undir bensínstöð í Reykjavík. Fyrstu bensínstöðvar sínar í Reykja- vík keypti félagið af Nesti í Fossvogi og í Ártúnsbrekku. Svo liðu árin og eigandinn leið út af. Olíufélagið hf. var í meirihlutaeign SIS, en svo varð SlS að láta af hendi hluta af bréfaeign sinni upp í skuld- ir. Þannig eignaðist Sam- vinnulífeyrissjóðurinn stóran hlut í félaginu. Að lokum tók Landsbankinn hlutabréf SÍS að handveði fýrir skuldum SlS við bankann. Þau bréf voru síðan seld og keypti Olíufélag- ið hf. sjálft hlutabréfm. Falla þau bréf niður og eru dauð. Félagið skuldbatt sig hins veg- ar tii að bjóða út nýtt hlutafé til að mæta þessari innlausn og hefúr gert það að litlu leyti. Olíufélagið hf. stendur því á krossgötum um þessar mund- ir. Það er munaðarlaust, for- eldrið fallið frá og farið að kjósa í stjórn þess. Forstjóri þess um langa hríð, VilhjáJm- ur Jónsson, hefur látið af störfum og við hefúr tekið nýr forstjóri, Geir Magnússon, sem áður var fjármálastjóri hjá fallna risanum, SÍS, og bankastjóri banka, sem ekki er lengur til, Samvinnubankans. Vilhjálmur Jónsson sagði reyndar á félagsslitafundi Samvinnubankans: „Sumum verður allt úr engu en öðrum verður allt að engu“, hvað svo sem hann meinti. En það eru fleiri vegir sem liggja að þessum krossgötum. Olíufélagið hf. virðist ekki ætla að bæta sér upp þá blóð- töku, sem kaupin á eigin hlutabréfúm voru. Olíufélagið á mikið af drasl- hlutabréfum í vandræðafélög- um samvinnuhreyfingarinnar. Þessi hlutabréf hefur Olíufé- lagið eignast í skuldauppgjöri og fjárhagslegri endurskipu- lagningu þessara félaga. Erfitt er að meta hvers virði 500 milljóna króna hlutafjáreign félagsins er. Eignin kann að vera Olíufélaginu einhvers virði vegna ffamtíðarvið- skipta, ef félögin geta þá borg- að fyrir úttektir sínar. Olíufélagið hf. á margar og glæsilegar fasteignir á lands- byggðinni, eins og „Hyrnuna" í Borgarnesi. Þar eru reknar bensínstöðvar, sem taldar yrðu hallir í útlöndum, en önnur aðstaða er leigð kaup- félögum fyrir slikk. Hver er arðsemi þessara eigna? Félagið hefur verið þiggj- andi úr Flutningsjöfnunar- sjóði. Til stendur að hætta fíutningsjöfnun. Og kalda stríðið er búið, því Sovétríkin liðuðust í sundur eins og SlS, og Bandaríkja- menn borga ekki sem fyrr. Verður félagið rekið á „fé- lagslegum grunni“ eða við- skiptalegum grunni eftir þess- ar breyttu aðstæður? Það er spurningin. Gula Pressan hlaut að hafa farið blaðavillt: Moggi gamli velti því fyrir sér á sunnudag- inn hvort Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sæi ástæðu til að höfða mál á hendur Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. Tildrög málsins? Jú, Banda- ríkjamenn sendu okkur ósvíf- ið hótunarbréf þarsem stjóm- völd voru vöruð við afleiðing- um þess að hefja hvalveiðar að nýju. Þorsteinn Pálsson, sem er mikill áhugamaður um hvalveiðar, lét þau orð falla að forseti Bandaríkjanna hlyti að hafa horft á of margar mafiu- myndir. Bill garmurinn Clinton hef- ur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Leiðtogar Evr- ópu hafa hunsað utanríkispól- itík hins unga forseta og jafn- vel gert opinskátt grín ’að hug- myndum hans um úrræði til þess að koma á friði í heimin- um. Bandaríkjamenn hafa orðið að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, en öllu eru tak- mörk sett. Og þegar sjávarút- vegsráðherra dvergríkis held- ur því blákalt fram að Banda- ríkjaforseti hafi hugmyndir sínar um alþjóðasamskipti úr hasarmyndum um ófyrir- leitna mafíósa, — þá sögðu möppudýrin í Washington: Hingað og ekki lengra. Þetta er vandræðalegt mál fyrir Þorstein Pálsson sjávar- útvegsráðherra. Ekki fyrst og fremst af því að hann á yfir höfði sér allt að sex ára fang- elsi, taki Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra þá ákvörðun að höfða mál á hendur honum fyrir brot á 95. grein hegningarlaga. Nei, mál- ið er vandræðalegt af því að það er til marks um klaufa- skap og fyrirhyggjuleysi sjáv- arútvegsráðherra. Þorsteinn er búinn að skaða vígstöðu Is- lendinga í hvalamálinu svo mikið, að nánast er hægt að slá því föstu að hvalveiðar okkar heyri áfram sögunni til. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn Pálsson klúðrar málum þegar hann er með takkbærileg spil á hendi. Hann virðist því miður hald- inn sjálfseyðingarhvöt sporð- drekans, enda fæddur 29. október. En það var þetta með mafi- una og Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra. Fyrir sautján árum var Þorsteinn ungur og reffilegur ritstjóri Vísis og átti í grimmilegri og vonlítilli samkeppni við Dag- blaðið. I þann tíð lagði Vil- „Hvað gerir Þor- steinn? Það verður fróðlegt aðfylgjast með því hvort hann heldur til streitu fullyrðing- um um að Bill Clinton sitji lon og don íHvíta hús- inu og lœri að- ferðafrœði glœpa- manna. “ mundur Gylfason til atlögu við pappírstígra og möppudýr íslensks stjórnkerfis af síðum Vísis, og sakaði meðal annars dómsmálaráðuneytið um að hefta rannsókn á Geirfinns- málinu. Fréttamenn sneru sér eðli- lega til þáverandi dómsmála- ráðherra, Ólafs Jóhannesson- ar, og spurðu hvort verið væri að hylma yfir með stórglæpa- mönnum. Óli Jó glotti nú bara að þessari vitleysu en lét þess jafnframt getið að í þessu máli væri ekki fýrst og ffernst við Vimma nágranna sinn að eiga. Nei, það var sjálf Vís- ismafian sem stóð fyrir aðför- inni. Hvernig brást Þorsteinn Pálsson ritstjóri við ummæl- um dómsmálaráðherra? Jú, Þorsteinn ritstjóri fór í meið- yrðamál. Og þannig atvikaðist það, að nýyrðið „Vísismafia" var dæmt dautt og ómerkt og hefúr þessvegna ekki ratað inn í seinni tíma orðabækur. Ólafi var auk þess gert að greiða 20 þúsund krónur í málskostnað. Þarmeð voru dómstólarnir búnir að staðfesta að hinn ungi Þorsteinn væri ekki maf- íuforingi. Þetta var fýrir sautj- án árum, og í ljósi sögunnar hlýtur að hafa hvarflað að Þorsteini dómsmálaráðherra að grípa tfl 95. greinar hegn- ingarlaga og ákæra hinn óprúttna sjávarútvegsráðherra sem sannanlega hefúr móðg- að erlendan þjóðhöfðingja og vefengt dómgreind voldugasta manns heims. Eða hvað? Kannski bregst Þorsteinn við einsog forveri hans sem lét sér fátt um finn- ast þegar Vísir gekk af göflun- um hér um árið. „Mafía er það og mafía skal það heita,“ sagði Ólafur og hvikaði hvergi. Hvað gerir Þorsteinn? Það verður fróðlegt að fýlgjast með því hvort hann heldur til streitu fullyrðingum um að Bill Clinton sitji lon og don í Hvíta húsinu og læri aðferða- fræði glæpamanna. En hvalirnir geta synt sinn sjó. Þökk sé Þorsteini.____ Höfundur er rithöfundur. FJÖLMIÐLAR Innyfli Óskars Guðmundssonar „Égjáta að mér svelgdist á morgunmatn- um áföstudaginn þegar éggerði mér greinfyrirþví hversu valdamikill ég var skyndilega orðinn. En þungiþessarar nýju ábyrgðar minnkaði fljótlega þegar ég mundi að hún er — eins og svo margt fleira — bara til í höfðinu á Óskari Guð- mundssyni. “ Fæðing leiðara PRESS- UNNAR í síðustu viku var óvenjuerfið. Aldrei þessu vant langaði mig ekki að leggja út af neinu í efni blaðsins, þótt ekkert annað lægi sosum heldur í augum uppi. En það verður stundum að míga þótt manni sé ekki mál og ég valdi tvö af auðveldustu skotmörk- um landsins: skammaði Hall- dór Blöndal fýrir landbúnað- arstefnuna og Moggann fýrir að hampa Halldóri. Marg- sunginn söngur og ekkert sér- lega frumlegt við framsetning- una. Þangað til hann komst í höfuðið á Óskari Guðmunds- syni, fjölmiðlarýni Rásar 2. Þegar hann hafði farið hönd- um um leiðarann í útvarpinu var útkoman þessi: Mogginn hefúr vakið athygli á Halldóri Blöndal sem landsbyggðar- leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og þar með aðalkeppinaut Davíðs Oddssonar um for- mennsku. Málgagn kosninga- stjóra Davíðs, PRESSAN, svaraði að bragði með harðri árás á Halldór. Fylgist með, hlustendur góðir, því í upp- siglingu eru spennandi átök í Sjálfstæðisflokknum. Ég játa að mér svelgdist á morgunmatnum á föstudag- inn þegar ég gerði mér grein fýrir því hversu valdamikill ég var skyndilega orðinn. En þungi þessarar nýju ábyrgðar minnkaði fljótlega þegar ég mundi að hún er — eins og svo margt fleira — bara til í höfðinu á Óskari Guðmunds- syni. Óskar er nefnilega sérstök tegund af mannfólki. Hann er alinn upp á Þjóðviljanum og í Alþýðubandalaginu, þar sem geisað hafa árum saman hörð og persónubundin átök. Það gat skilið á milli feigs og ófeigs að kunna að lesa innyfli Þjóð- viljans rétt tíl að skilja hver var ofaná þá vikuna, Ólafur Ragn- ar, Svavar, Ásmundur og allir þeir. Þá voru menn eins og Óskar ómetanlegir af því að þeir þóttu geta lesið úr síðum Þjóðviljans eitthvað annað en stóð þar. Þeir rýndu í innyflin og lögðu hápólitíska merk- ingu í minnstu smáatriði. Struku svo skeggið og kink- uðu kolli stoltir yfir spekinni. Auðvitað voru skýringar þeirra oftast innantómt og illa rökstutt kjaftæði, en það skipti ekki höfuðmáli; það var nóg að þær væru sennilegri en annarra. Ef Óskar Guðmundsson læsi PRESSUNA sína betur sæi hann að viku eftir viku eru í blaðinu harkalegar árásir á Davíð Oddsson, stundum svo svívirðilegar að meira að segja mér stendur ekki á sama og er ég þó hvorki sérlega tepruleg- ur né heldur í aðdáendaklúbbi forsætisráðherrans. En grein- ingaraðferð Óskars er svo djúp að hún kafar undir raun- veruleikann og snertir hann aldrei. Allt það sem gengur þvert gegn niðurstöðunni truflar hana aldrei, því spek- ingurinn nálgast hana með innsæi sínu, ekki röklegri hugsun. Þetta er sérgrein manna eins og Óskars Guð- mundssonar. Þess vegna var hann passlegur rýnir fyrir Þjóðviljann og þess vegna er hann sorglega vondur rýnir á Rás 2,_________________________ Kari Th. Birgisson f Á uppleið Þorsteinn Pálsson sjóvarútvegsráðherra Þad er ekki heiglum hent aö móöga sjálfan Bandaríkja- forseta. Jón Gerreksson Skálholtsbiskup Einhver annálaöasti þorpari íslandssögunnar fær upp- reísn æru fimm öldum eftir aö hann var settur í poka og drekkt — og þóttu lengst- um makleg málagjöld. Nú segir í sjónvarpinu aö hinir raunveruiegu illvirkjar hafi veriö bændurnir sem drekktu Jóni. Benedikt Davíðsson og Þórarinn Þórarinsson formaður ASI og framkvæmdastjóri VSÍ Þeim varö ekki skotaskuld úr aö festa í kjarasamninga aö aflakvóti yröl óbreyttur á næsta ári. Þeir upp, þorsk- urinn niöur. I Á niðurleið Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar Þá er fokiö í fiest skjól þeg- ar féiagsmenn í Dagsbrún eru farnir aö taia um kyn- slóöaskipti. Heimir Pálsson formaður BHM Háskólamenn lögöu niöur stéttarfélagiö sitt, en hann, sjálfur formaöurinn, sat eftir meö sárt enniö landsliðsþjálfari í fótbolta Hann ætlaöi aö búa til létt- leikandi sóknarliö, en ís- lensku piltarnir voru eins og spýtukarlar samanboriö viö gamalmennin í landsliöi Lúx- emborgar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.