Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 15
F A K A R Fimmtudagurinn 27. maí 1993 PRESSAN 15 LlÓSKAN Heitir réttu nafni Aldís Björk. Viöurnefniö fékk hún af því að Ijóskubrandarar pirra hana alveg óskaplega. Meðlimir Sniglanna salta ætíð sárin í viöurnefnum. Ljóskan ekur um á Kawazaki GPZ1000 RX. Bifhjólasamtök lýðveldisins eru á fleygiferð allan ársins hring. Meðlimir sam- takanna verða þó ekki áberandi á götum borgar- innar íyrr en geislar sólarinnar ná að endurkast- ast af ökutækj- um og hjálmum ökumannanna. Sérstaklega áber- andi að sumri til eru kvenöku- mennimir, þegar þær taka einstaka sinnum ofan hjálminn og leyfa gol- unni að leika um faxið. Þess ber að geta að hjálminn taka þær aldrei af sér nema hjólið sé kyrrt. Fjórar mótorhjólaskvísur vom á ferð um miðbæinn á dögunum og tóku of- an hjálmana til að baða sig í sól- skininu. Þetta em þær ungkvens- umar Harpa, Vala, Sonja og Aldís, tíundi hluti kvenökumanna Bif- hjólasamtaka lýðveldisins, þar sem nú em skráðir fjörutíu kvenöku- menn. Að sögn Aldísar (Ljósku) er mjög algengt að hún reiði karlmenn á hjólinu sínu en hún láti aldrei reiða sig. Smjörþefinn fékk hún þó sem | SONJA SCHWANTZ Ber eftirnafn fyrrverandi heimsmeistara í GP 500- fiokki. Schwantz þessi mun vera í miklu uppáhaldi hjá Sonju. Hún ekur um á Hondu Mögnu. farþegi íyrir rúmu ári. „Hjólið er farartæki mitt dagsdag- lega auk þess að vera aðaláhuga- málið. Á sumrin keyrum við oft nokkur saman um helgar og á kvöldin. Við bregðum okkur oft í Hafnarfjörð eða upp í Mosfellsbæ og smndum í Hveragerði,“ segir Ljóskan. Um hvítasunnu- helgina ætla Bifhjólasam- tökin svo að efna til þeysireiðar á Lýsuhól og er búist við miklu fjöri og fjölmenni þar um helgina. íA/í/r ‘Kristjdn Jófiannsson: Mjög er eftirsótt að komast í læri til Sigurð- ar Demetz Franzsonar, sem meðal annars hefúr þjálfað upp stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Hann vandar mjög valið á nemendum sínum og það þykir hreinasta happ að komast til hans. Að- eins eitt tenórefni er undir handleiðslu hans um þessar mundir. Sá heitir Sigurður Bem- höft og komst fýrir skemmtilega tilviljun í læri til meistarans. Vorið 1991 tókhannþáttí Morfís- keppninni, ræðukeppni ffamhalds- skóla, fyrir hönd Fjöl- brautaskólans í Garða- bæ. Kom þá í ljós rödd sem var bæði sterk og þreyttist ekki. Eftir þessu tók vinur Sigurðar, Þór Jónsson, fféttamaður í Svíþjóð, en það var ein- mitt hann sem þjálfaði Sigurð upp fyrir Morfls- keppnina. Síðla sumars sama ár fóru Þór og Sig- urður saman í veiðiferð. „Ég var með Pavarotti- kassettu í bílnum og fór að tala um hve gaman væri að læra alla þessa tóna og fór að raula með. Þór leist svo vel á hvað ég fór auðveldlega með þetta að hann dreif mig strax til Sigurðar Demetz, sem tók mig samstundis í nám og hefúr leiðbeint mér und- anfarin tvö ár.“ Sigurður segir þetta söngnám aldrei hafa staðið til. „Það var lagt hart að mér í fjölskyld- unni að fara annaðhvort í lögff æði eða viðskipta- ff æði. Ég var hins vegar aldrei á þeim buxunum og fannst það heldur innantómt. Nú stefni ég til Ítalíu í ffekara nám.“ Sigurður hefúr þegar haldið eina tónleika á Kjarvalsstöðum og herma ffegnir að hann hafi staðið sig mjög vel, — þarna sé jafnvel kom- inn nýr Kristján Jó- hannsson. Sigurður hef- ur ekki bara röddina heldur einnig tenórvaxt- arlagið og framkomuna. Ætlarðu að verða heimsfrœgur eins og Kristján? „Ég veit ekki hvað skal segja. Maður hefúr kannski efúið og per- sónuleikann, en svo byggist þetta á því að læra að elska listina og vinnuna. Mottó Sigurð- ar Demetz er: It’s a long way to Tipperary, sem þýðir að þótt það gangi vel núna er langur vegur effir enn. Það fæst ekkert án vinnu.“ Sigurður Bernhöft er nú á leið til Ítalíu að halda einsöngstónleika í Suður-Týról, heimabæ Demetzins, en það er fyrir tilstilli hans og bæjarstjórnar- 1 innarþaríbæ sem tónleikamir verða haldnir, nánar tiltekið í júlíbyrjun. Með honum í för verður Guðbjörg Sigurjónsdóttir undirleikari. SlGURÐUR BERNHÖFT Heldur tónleika á Ítalíu í byrjun júlí. Það fór ekki ffamhjá neinum sem átti leið um miðborg Reykjavikur um síðustu helgi að allir sem vettlingi gátu valdið slepptu þar ff am af sér beislinu. Hvítir kollar tolldu á höfði nýstúdenta í blíðviðrinu í miðbænum að næturlagi. Á næturgöngu þar sást meðal annars til Páls Rósinkranz, söngvara Jet Black Joe. Á ferli vom einnig Björgúlfur Thor og Frank Oskar Pitt og margt vina þeirra plús fimmþúsund göngugarpar í Austurstræti. Áuðvelt var að taka feil á hvítu kollunum í miðbænum, því ekki vom löggumar færri en stúdentarnir. Á Sólon íslandus sat á föstu- dagskvöld leikarinn Baltasar Kormákur í góðu yfirlæti. Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir var ekki langt undan né góðvinkona hennar Margrét Ragnarsdóttir. Þær stöllur örkuðu svo niður á Café Ro- mance og skáluðu í kampa- víni. Hið undurfagra leikara- efni Hilmir Snær Guðnason Kolbeinssonar var á Sólon. Sá drengur á örugglega eftir að bræða mörg kvenmanns- hjörtun á sviðinu í framtíð- inni. Hann hefúr þegar brætt hina sjarmerandi Bryndisi Jónsdóttur sem var í fylgd hans. Á laugardagskvöldið sátu hins vegar Andri Már Ingólfsson og allt hans gengi við eitt og sama borðið á Sól- on íslandus. Ljósmyndararnir Páll Stefánsson, Einar Falur Ingólfsson og Anna The- ódóra Pálmadóttir skemmtu sér hið besta sem og englarnir Jón Kaldal og Þorsteinn Joð sem gerðu þáttinn um Engla- borgina LA. Þeir virtu nú fyrir sér íslendinga á íslandi. Til- vonandi kvikmyndagerðar- maðurinn Ragnar Agnarsson kom við og heilsaði upp á kollega sinn Karl Óslcirsson. Harpa Bjömsdóttir mynd- listarmaður og Ásgeir Frið- geirsson, ritstjóri Iceland Review, supu á rauðvíni. Þarna var líka Áslaug Snorradóttir ÚH og lags- kona Palla Stef. Eggert feld- skeri átti leið um. Einar Öm Benedikts son og Sigrún Guð- mundsdóttir ball- erína sátu á 22 og þar skáluðu líka vinimir Páll Ósk- arsson og Karl Stefánsson, sem sá- ust reyndar víða í borg inni þetta kvöld. í Rósenbergkjallaranum dans- aði Eydís Eyjólfsdóttir dans- ari. Jón kaldi heilsaði upp á ffænda sinn Sigga kalda Ró- senberg-rottu og Einar Falur ljósmyndari horfði haukffán- um augum á gesti staðarins. Um miðjan sunnudag sátu í kaffi á Sólon þau Birgir Þór Bragason akstursíþrótta- ff éttamaður og Mar- íanna Friðjóns- dóttir, útsend- ingarstjóri hjá Baunum. Sigga Vala klappaði 1 púðluhundin- um sínum og drakk kaffi. I hádeginu á sunnudag sátu á Café Listþeir Viðar Eggerts- son og Stefán Baldursson leikhússtjórar að snæð- ingi og ræddu mikilvæg mál. Það vom bara gestir á Tunglinu á mið- vikudags- og föstu- dagskvöld, því lokað var á laugardagskvöld vegna vinsælda staðarins helgina áður. Þeir sem djömmuðu þar dagana sem opið var vom Hilmar Öm Hilmarsson, naut og galdra- karl, Jón Proppé og systum- ar Steinunn og Guðrún, Ragnar gustur Halldórs- son kvikmyndagerðarmað- ur, Eiríkur og Addi hjá Samskiptum skiptu sér af háttalagi fólks. Þarna vom líka Jón Júlíus rokkari og Guðrún Helga og þau Kristján Hrafnsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Klara Stephensen sat á Café Romance, þar var einnig val- kyrjan Valdís Gunnarsdóttir og Bonni ljósmyndari borð- aði á Óperu. Kalli og Ester I Pelsinum höfðu viðkomu á Bíóharnum á föstudagskvöld, sem og Bima Hrólfsdóttir, fyrmm sjónvarpsþula, og Ein- ar Sveinsson, for- stjóri Sjóvár/Al- mennra. Lektor- arnir Ólafur Þ. Harðarson og Birgir Þór Run- ólfsson stoppuðu stutt. Leshringsfélag- amir Aðalsteinn Leifsson, Daníel í Nýdanskri og Steingrímur Ólafsson vom hins vegar á Bíóbarnum að- faranótt upps- tigningardags og sömuleiðis bók- menntaff æðingarnir Helga og Elfa, Nanna Sigurdórsdóttir auglýsingaskáld, Bima Gunn- arsdóttir og systurnar Lillagó ogAggý. „Ég er búittn aðfá nógafað lesa umfólkið sem sœkirpempíu- lega staði eins og Ingólfscafé, Sólon ís landus ogBíóbarinn. Þetta er„sissy“lið sem fer útsvona einu sinni á ári og réttþefar af glasi. Égstend mínavaktvið barinn á hverju ein- asta kvöldi, drekk eitis og maður, en aldrei kem- ur nafnið mitt í blöðin.“ Viö mælum með ... exótískri danstónlist í anda Aminu og fleiri slíkra kyrjara. Tónlistargerningur sem þessi er svo seiðandi að annars konar popptónlist hreinlega geldist í námunda við hana. ... að menn megi drekka og sofa þar sem þeir vilja; í bílnum sínum utan vegar ef þeir em syfjaðir, og drekka utanhúss langi þá í bús. ... Frökkum á íslandi þeir em snortnir af kvenlegri ís- lenskri fegurð og eru ekkert að fela það. ... ísbúðinni við Álfheima því þar fæst ódýrasti ísinn í bænum. Segið svo að maður bregðist ekki við kreppunni. Að vera talinn til samtíðarmanna á Islandi. Þegar teknir em tvö þúsund íslendingar og sagt að þeir séu merkilegustu núlifandi fslending- amir og þú ert ekki í þeirra hópi, ja þá ertu einfáldlega úti. Ef Halli rak- ari í næsta húsi kemst í þessa bók á maður tvímælalaust að vera í henni líka. Og helst að gefá allt upp til að gera bókina einnig að kviðmágatali. Best er að geta rakið ættir sínar til Egils Skallagrímssonar eða einhverra ámóta kappa úr fomöld, en vera samt meðvitaður um að viðkom- andi hetjur vom aldrei til. Næstbest er að rekja ættir sínar til vinnu- manna og verbúðarmanna. Ekki er hægt að kenna sig við bændur þessa dagana og síst af öllu Skagfirðinga. Maður verður að kunna skil á ætt sinni þó svo að forfeður okkar hafi sílogið til um fáðemi. Og breyta henni ef einhver bóndadurgur kem- ur þar inn í myndina. Ekkert er eins aumt og að vera bóndi í dag en sjó- menn em ínm. Hafnfirskir aulabrandarar. Hafnar- fjarðarbrandarar í anda ljóskuhúm- ors. Eða húmor sem hafnfirskir handboltakappar flissa enn að og líklega allir fiilltrúar bæjarstjómar- innar í Hafharfirði. Þrátt fyrir að hafnfirska bæjarstjómin sé með memaðarfyllri bæjarstjómum er ekki þar með sagt að hún hafi góðan húmor. Þeir ættu í það minnsta ekki að gera Hafnarfjarðarbrandarann að söluvamingi í þeirri auglýsingaher- ferð sem nú stendur yfir á bænum. Hann er einfáldlega úti. Nær væri að líta á húmor hinna ungu hafhfirsku brandarakalla sem alls staðar hafa sig í ffammi um þessar mundir. Húmorinn sem þeir Davíð Þór og Steinn Armann standa fyrir. Hommahúmor, að talaillaumfólká léttu nótun- um, ólíkinda- húmor, líkt og Jakob og Davíð Þór gantast meðá morgnana á Aðalstöðinni. Sá húmor er skemmtilegur, frumlegur og

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.