Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 12
SKOÐA NI R PRESSAN Fimmtudagurinn 27. maí 1993 PRESSAN STJÓRNMÁL Utgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 • 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur I lausasölu Brotalöm í „bezta kerfi í heimi“ í PRESSUNNI í dag er greint frá andláti sem átti sér stað í Reykjavík við aðstæður sem eru siðuðu þjóðfélagi ekki sæm- andi. Maður á bezta aldri, smitaður af sjúkdómi sem sannan- lega dregur hvern mann til dauða, andaðist á heimili sínu án þess að nokkur ffétti svo dögum skipti. Hann fannst loks vegna þess að kunningjar voru farnir að hafa áhyggjur af honum. Þetta gerðist þótt komið hafi verið upp kerfi að- hlynningar og umönnunar sem heilbrigðisráðherra kallar það bezta sinnar tegundar í heiminum. í þessu tiltekna máli virðist enginn vita hvað það var sem fór úrskeiðis. Maðurinn var útskrifaður af gjörgæzludeild sjúkrahúss og hafði skamma viðdvöl annars staðar áður en hann fór aftur heim til sín, að því er virðist án þess að neinn í heilbrigðiskerfinu hafi gert tilraun til að fylgjast með líðan hans og ferðum. Sjúkdómur hans var þess eðlis að hann gat veikzt alvarlega hvenær sem var. Enginn efast um að heilbrigðisstéttir vilja sinna störfúm sínum af samvizkusemi. Mistök hafa átt sér stað og munu vafalaust gera áfram. I þessu máli sem öðrum virðist hins vegar staðfestast sú tilhneiging þeirra, að neita að vandamálið sé raunverulega til staðar. Þannig kallar virtur smitsjúk- dómalæknir þetta fáheyrt tilvik og framkvæmdastjóri Al- næmissamtakanna telur að aðstæður hafi verið einstæðar. Engar haldbærar skýringar hafa þó verið gefnar. Og ekkert, sem komið hefúr ffam, bendir til þess að þetta geti ekki gerzt aftur. önnur tilhneiging heilbrigðisstétta er sú að enginn er reiðubúinn að taka ábyrgð á mistökum þegar þau verða. Sá einstaklingur væri heilbrigðisstéttum sómi og fyrirmynd sem fyrstur viðurkenndi af hreinskilni og fyrirsláttarlaust ábyrgð sína þegar mistök eiga sér stað. Það hefúr ekki gerzt enn. Það kann að flækja þetta tiltekna mál að um er að ræða al- næmi, sjúkdóm sem er svo umlukinn fordómum og hræðslu, sem sprettur af fávizku, að flestir veigra sér við að horfast í augu við hann. Það breytir nákvæmlega engu um hitt að einstaklingur, sem okkur bar að hlú að og líkna, naut ekki aðhlynningar sem hann átti skilið og lézt við skammar- legri aðstæður en tárum taki. Það er vitanlega engúm gleðiefni að vekja athygli á því, sem virðist vera alvarleg brotalöm í heilbrigðiskerfinu, með því að skýra ffá tilteknu máli nafngreinds einstaklings, ekki sízt með tilliti til þess hversu skammt er um liðið ffá andláti hans. Það er hins vegar öllum ógreiði gerður með því að þegja um mál af þessu tagi. Það væri vísasta tryggingin fyrir því að svo ömurleg saga endurtæki sig. BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Egill Helgason, Friðrik Þór Guömundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuöur, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján ÞórÁrnason myndvinnslumaöur, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkatesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, mynd- list, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntir, Martin Regal Ieikiist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI Forystukreppa hiá borgaríhaldinu? „Markús virkar einsog þreyttur ogpirraður áflest- um spurningum og athuga- semdum. Hann sýnist ekki hafa neinskonar áœtlun um borgarstjórnina, engafram- tíðarsýn nema að halda áfram í djobbinu. “ Um daginn varð ríkis- stjórnin tveggja ára við illan leik, og þarafleiðir víst að nú eru líka að verða tvö ár síðan Davíð Oddsson valdi sér eftir- mann í sæti borgarstjóra: Markús Örn Antonsson. Sem síðan varð til þess að Ólafur G. skipaði Heimi Steinsson, sem ... Innreið Markúsar Arnar í borgarstjórn batt á sínum tíma enda á hallærislegan vandræðagang í borgarstjórn- arliði Sjálfstæðisflokksins þar- sem margir þóttust kallaðir en engir verðugir í augum þess sem öllu réð. Voru þá ýmsir sammála Davíð sem ekki höfðu verið það mjög off áð- ur. Val Markúsar Arnar mælt- ist nokkuð þokkalega fyrir í borginni. Þarna fór maður með ótvíræða reynslu af stjórnmálum almennt og borgarmálum sérstaklega, og þótt um staðfasta hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn væri hvergi efast sýndist Markús Örn vera hallari undir heilbrigða skynsemi en þær skólakreddur nýfrjálshyggj- unnar sem flestir flokksfélagar hans játuðu hástöfúm. Mark- ús hafði þá unnið sér virðingu langt útfyrir nokkur flokks- mörk með framgöngu sinni sem útvarpsstjóri á erfiðum tímum í sögu Ríkisútvarpsins. Þar lét hann gömul þröngsýn- issjónarmið úr pólitíkinni víkja og kom fram af festu og myndarskap sem ábyrgur embættismaður á almanna- vegum. Fyrstu tíðindi af borgar- stjóranum Markúsi Erni bentu líka til þess að hér hefði verið vel valið. Markús kom að sjálfsögðu fram af fullri kurteisi við fyrirrennara sinn og flokksformann — en gáf borgarbúum nokkuð skýrt til kynna að nú væri kominn annar maður af annarri sort: nú yrði hætt minnismerkja- smíð, sagði hann, og heimtaði nákvæma stöðu í fjármálum Perlunnar þarsem hæst hafði þartil komist fjármálasnilli fyrrverandi borgarstjóra og hans manna. Utanaðkomend- um virtist líka að Markús ætl- aði sér að taka upp annan stjómunarstíl en Davíð í borg- arstjórninni. Fyrst um sinn bar óvenjulega mikið á þeim borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins sem yfirleitt þykir vera veigur í. Markús sýndist láta sér það lynda, og líta á sig sem fremstan meðal jafúingja í þeim hópi, sem voru nokkur viðbrigði ffá fyrri tímum þeg- ar samfylgdarmenn Davíðs voru svo kaffærðir að borgar- búum tókst varla að nefna nokkurn þeirra í fjölmiðla- spurningum. Hann virtist líka ætla að taka upp vinsamlegri afstöðu til stjórnarandstöð- unnar í borgarstjórn en hinn fyrri leiðtogi. En meðal sveit- arstjórnarmanna þykir Reykjavíkurborg hafa algera sérstöðu í þeim efnum sem varða samstarf kjörinna full- trúa í meirihluta og minni- hluta, og versnaði verulega á áratugi Davíðs. Og menn tóku eftir að hann gekk talsvert um bæinn, svona frekar í stíl Bastíans í Kardimommubænum en glæsikerrutöffarans sem áður réð ríkjum í Reykjavík. En eftir tvö ár er einsog ekkert hafi gerst af því sem fyrstu mánuðir bentu til um hinn nýja borgarstjóra. Ábyrgi og þróttmikli útvarpsstjórinn sem einusinni var lítur út ein- sog í vandræðum með sjálfan sig og sína nýju stöðu. For- ystumaður jafnstærsta borgar- stjórnarfloklcs í sögunni virð- ist eiga fúllt í fangi með að halda niðri framgjörnum minnispámönnum. Sam- skiptin við stjórnarandstöð- una hafa einkennst af skætingi og munnsöfnuði sem menn áttu síst von á, til dæmis gagn- vart Ólínu Þorvarðardóttur. Markús virkar ekki í fjöl- miðlum einsog hann þurfi að tala við sitt fólk, heldur einsog þreyttur og pirraður á flestum spurningum og athugasemd- um. Hann sýnist ekki hafa neinskonar áætlun um borg- arstjórnina, enga ffamtíðarsýn eða dagskrármál nema að halda áfram í djobbinu. Og hinum röggsama fyrrverandi fjölmiðlungi virðast stundum svo mislagðar hendur við al- mannatengsl að aðrir sjálf- stæðismenn víkja ffá og skilja hann eftir einan til varnar. Fréttatilkynningin vandræða- lega um túlkun skoðanakönn- unar í Heimsmynd lýsti ekki miklu sjálfstrausti hjá borgar- stjóranum. Merking bréfsins um Tomma og Hótel Borg er flestum ennþá hulin, enda enn óskýrð og kannski óskýr- anleg af hálfu borgarstjórans. Á meðan liggur sú ályktun beinast við að þar sé verið að leggja lóð á vogarskálar Tomma vegna þess að Mark- ús og Sjálfstæðisflokkurinn verði að vernda þar sínar pól- itísku fjárfestingar. Sem væri spilling í nútíð. Næsta ályktun er sú að nú eigi að jafna borg- arviðskiptin frá því sem áður var þegar þau virðast hafa beinst mestöll að fyrirtækjum sama mannsins, einkavinar fyrri borgarstjóra. Sem væri spilling í þátíð. Og enn er þag- að. Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í síðustu borgar- stjórnarkosningum var mikill. Aðstæður virðist ætla að verða flokknum heldur óhagstæðar þegar það verður kosið aftur eftir tæpt ár, ríkisstjórnin óvinsæl og löngu liðin sú efnahagsuppsveifla sem mok- aði peningum í kassa Davíðs. En þetta hefur gerst áður án mikilla afleiðinga í borginni. Og ekki virðast andstöðu- flokkar í neinum þeim stell- ingum að veldi Sjálfstæðis- flokksins sé hætt í Reykjavík. En það veldi hefur ekki síst byggst upp á því að þar stjómi flokkurinn einsog hann helst vill, aleinn í meirihluta, — og með hinn sterka leiðtoga sem ekki þarf að sinna leiðinlegum málamiðlunum. Þessir leið- togar hafa síðan þótt sjálf- kjörnir til forystu á lands- kvarða. Og hvað sem um stjórn flokksins í höfuðborg- inni verður sagt, eða um gagnið af leiðtogum þaðan í landsmálum, þá hefur flokk- inn ekki skort sterka og kröft- uga leiðtoga hingað til í borg- arstjórninni. Sé Sjálfstæðisflokkurinn nú að stefna í forystukreppu í Reykjavík kynnu kosningarn- ar næsta vor að verða athyglis- verðari en um hríð hefur sýnst. Höfundur er íslenskufræðingur. ÁLIT JÓN LÁRA V. DANÍELSSON JÚLÍUSDÓTTIR JÓN GUNNAR J. MAGNÚSSON FRIÐRIKSSON BIRGIR DÝRFJÖRÐ 7c? / nýgerðum kjarasamn- ingum aöila hins frjálsa vinnumarkaðar er kostnaðinum af beinum og óbeinum kjarabótum að mestu velt yfír á rík- issjóð. Á ríkið að borga kjarasamninga? Jón Daníelsson, lektor í hag- fræði: „Ef jólasveinninn væri til og útvegaði ríkinu peninga til að dreifa til þegnanna væri eitthvert vit í þessu, en meðan nauðsynlegt er að skattleggja almenning til að borga fyrir samninga er ansi djúpt á skynseminni. Mergurinn málsins er sá, að ríkið á að- eins tvo kosti til að kaupa samninga. Annar er að skatt- leggja almenning, sem þýðir að við borgum milliliða- kostnað til ríkisins fyrir að taka frá okkur peninga til þess eins að borga okkur hann aftur. Hinn er að taka peninga að láni, en í því felst að við borgurn fyrir skamm- tímaneyslu með langtíma- skuldum. Það er ekkert ósvipað og alkóhólisti sem veðsetur húsið sitt til að borga brennivínið. Betra væri ef hagsmunaaðilar vildu leysa vandamál hagkerfisins í stað þess að stinga höfðinu í sand- inn og ákalla ríkið.“ Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur ASÍ: „Það er ljóst að þessir kjarasamningar fela ekki í sér neinar kauphækk- anir, heldur fela fyrst og fremst í sér að efla atvinnu- ástandið, það er yfirlýst markmið samninganna að draga úr atvinnuleysinu. Þessi leið var valin, að ríkið kæmi inn með öflugum hætti til að renna stoðum undir atvinnu- lífið. Það er ekki síst skýrt hagsmunamál hins opinbera að halda uppi öflugri atvinnu og þessi leið er því eðlileg við þær kringumstæður sem nú ríkja. Hitt er annað mál að þetta er ekki sú leið sem alltaf á að fara, heldur aðeins þegar staðan er sú sem hún er í dag.“ Jón Magnússon, formaður Neytendafélags höfuðborg- arsvæðisins: „Það er brot á grundvallarreglum markaðs- þjóðfélagsins að ríkið ástundi það velferðarkerfi með at- vinnuvegunum að niður- greiða fyrir þá laun í landinu. Með því sem nú er verið að gera er einfaldlega verið að taka úr hægri vasanum og flytja yfir í þann vinstri, því að endurgreiðslan til ríkisins lendir hvort sem er óhjá- kvæmilega á sömu aðilum og njóta nú hagræðis af þessum meintu gjöfum ríkisstjórnar- innar. Best væri að ríkið skap- aði eðlilegt lífs- og athaíúaum- hverfi í þessu landi með því að stuðla að eðlilegri verðmynd- un og lækkun vöruverðs með þeim hætti sem myndi koma bæði atvinnurekendum og launþegum meira til góða en aðgerðimar nú.“ Gunnar J. Friðriksson, fyrrv. formaður VSÍ: „Ríkið er að sumu leyti að leika hlutverk sáttasemjara. Oft hefur verið reynt að bæta kjör hinna lægst launuðu, en hinir hærra settu hafa ekki sætt sig við minnkandi launabil. Reynt heíúr verið að forðast launa- skrið, t.d. með neikvæðum sköttum, og mér virðist þessir samningar fela í sér útgáfu af því. Það neikvæða í þessu er ógnvænleg aukning ríkishall- ans, sem virkar fremur til hækkunar á vöxtum. Og lækkun matarskattsins er ekki tekjujafnandi. En atvinnu- ástandið er slæmt og mér finnst það af hinu góða ef rík- ið getur kornið inn í og stuðl- að að raunverulegum kjara- bótum sem hinir lægst laun- uðu njóta fyrst og ffemst.“ Birgir Dýrfjörð, form. full- trúaráðs Alþýðuflokksins í Rvk.: „Ríkissjóður á að bæta kjör alþýðu í gegnum velferðar- kerfið. Til þess þarf að afla ríkissjóði tekna. Það er því af- ar vanhugsuð aðgerð þegar launþegasamtökin berjast í raun gegn velferðarkerfinu með því að beita þvingunum til að rýra tekjur ríkissjóðs. Ríkissjóður á ekki að borga þessa samninga með erlend- um lánum, ekki með aukn- um niðurskurði á samneysl- unni. Hann á að borga þá með aukinni skattheimtu og þá geta launþegasamtökin spurt sig: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.