Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 26
I DULARHEIMUM 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 27. maí 1993 H.C. Andersen, Jdnas Hallgrímsson og Snorri Sturluson í dularheimum Árið 1906kom út í Reykjavík lítið kver, Úr dularheimum, og bar það undirtitilinn „Fimm afintýri. Ritað hefur ósjálfrdtt Guðmundur Jónsson Guðmundur litli lagði sitt afmörkum ogskráði í dái œv- ^ • intýri sem þrír skáldsnillingar voru sagðir hafa unnið að í fv betri heimi. Skáldin voru H.C. Andersen, Jónas Hall- grímsson og Snorri Sturluson. Guðmundur þessi Jónsson var þá sautján ára, fátækur skólapiltur, seinna þjóðkunn- ur sem rithöfundurinn Guð- mundur Kamban. Á þessum tíma var Guð- mundur miðill svonefnds „Tilraunafélags“. Forstöðu- menn félagsins voru Björn Jónsson, síðar ráðherra, og Einar H. Kvaran rithöfundur. Félagið átti sér háleitt mark- mið: að færa sönnur á fram- haldslíf. Guðmundur litli lagði sitt af mörkum og skráði í dái ævintýri sem þrír skáld- snillingar voru sagðir hafa unnið að í betri heimi. Skáldin voru H.C. Andersen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson. Sögurnar birtust í áðumefndu kveri. I formála kversins skýrði Björn Jónsson ffá tilurð ævin- týranna: „Unglingspiltur, 17 vetra, hefir ritað þau ósjálfrátt, þá daga, er til em nefndir á titil- blöðunum... Hann hefir ekk- ert vitað, hvað hann var að skrifa, fyr en á eftir, að hann eða aðrir hafa lesið það; stundum hefir hann þó lesið það sjálfur jafnóðum úr penn- anum (blýantinum). Einu sinni hefir verið bundið fyrir augun á honum og hann'þó skrifað jafn-viðstöðulaust, glögt og línurétt.“ Og um höfunda ævintýr- anna sagði Bjöm: „Nöfnin, sem undir þeim (ævintýrunum) standa, eru þar sett eftir hinu ósjálfráða handriti. Og fýlgdi sú skýring, að hugsanimar í 4 æfintýmn- um séu eingöngu eða aðallega eftir H.C. Andersen, en bún- ingurinn íslenzki eftir Jónas Hallgrímsson, og Snorra Sturluson á einu þeirra. Eitt æfmtýrið, „1 jarðhúsum“, er eignað Jónasi Hallgrímssyni einum, efrii og búningur.“ Fyrsta ævintýrið nefnist Kærleiksblómið. Andersen semur, Jónas þýðir og Guð- mundur skráir. Fagurfræði rómantíkeranna er nú fyrir bí og frjálslegur talmálsstílí ræð- urríkjum. I upphafi sögunnar biður Stína litla ömmu sína að segja sér sögu. Amman svarar höst: „En þú verður að steinþegja á meðan, Stína litla.“ Stína getur vitanlega ekki þagað og þá hvín í ömmunni: „Ég hætti að segja þér sög- una... ef þú ekki þegir; þú feldir niður fýrir mér lykkjuna með þessu þvaðri. Ekki nema það þó.“ Stína grípur enn ffam í fyrir ömmu í miðri sögu, og amm- an les yfir henni: „Hvað ert þú að blaðra, bam, um það sem þú veist ekkert um; þegiðu nú, og taktu eftir sögunni. Þa’ va’ rétt, si-sona.“ Sagan sem amman segir fjallar um munaðarlausa stúlku sem allir úthýsa. Hún deyr og fýrstu orð hennar þegar hún hittir foreldra sína hjá guði eru: „Ha, erum við heima?“ Drottinn breytir stúlkunni í engil og sendir hana til mann- anna til að birta þeim kærleika sinn. Þeir eru vitanlega samir við sig og láta sér fátt um finn- ast. Stína spyr ömmu sína hvort sagan sé sönn og fær svarið: „Nei, ekki í raun og veru, en þetta er tekið si-sona, sagt sona sem merki upp á kær- leika guðs, Stína litla!“ Og ævintýrið endar á þess- um orðum: „Og blessað barn- ið trúði því að guð hefði ekki sent engilinn — sem merki upp á kærleika sinn.“ Næsta ævintýri Andersens er skráð á dönsku og nefriist Det er det samme. Strax á eftir því er birt hin íslenska þýðing Jónasar: Það er alveg eins. Spíritisminn er höfundi greinilega mjög hugleikinn. Ævintýrið hefst á þessum orð- um: „Signý gamla var ekki frá því að samband við annan heim væri mögulegt — trúði því meira að segja að það ætti sér stað. „En í guðs bænum! Að ég skuli hugsa þetta. Hvað ætli heimilisfólkið segði!“ Þar sem Signý gamla er amma er hlutverk hennar að segja barnabarninu sögur. Hún segir söguna af Perlu- kónginum sem lagði allt kapp á að eignast kórónu úr perl- um. Honum tókst að safna í kórónu en í hana vantaði eina perlu. Kóngur átti reyndar aukaperlu en honum þótti hún ljót og vildi ekki nota hana. Gamall vitringur lagði leið sína til konungs og sagði honum að það vantaði sann- leiksperluna í kórónuna: „ „Þegar sú perla er fengin, þá fýrst getur öll kórónan skinið eins og sólin sjálf.“ „Sannleiksperluna? Ha? — En hvar er hennar að leita?“ spurði kóngurinn. „í hyldýpi kærleikans,“ sagði gamli maðurinn. ... En kóngurinn, — Ekki gat hann farið að kafa svona djúpt, „ég myndi fá að súpa á heldur óþægilega," sagði hann. — Og svo mátti hann til að notast við ljótu perluna sína.“ Þetta var endir sögunnar sem Signý sagði barnabarn- inu. Nú setti hún upp gler- augun og mælti boðskap sög- unnar, sem hljóðar svo á tungu Andersens: „Ja, det er akkurat det samme med Spiritismen,“ nynnede hun for sig selv. Og Jónas okkar þýðir sam- viskusamlega: „Já, — það er alveg eins um andasamband- ið,“ tautaði hún lágt fyrir munni sér. Næsta saga ber ekkert nafn, sett var spurningarmerki efst á síðuna. I þeirri sögu samein- uðu þeir krafta sína H.C. Andersen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson. Afrakst- urinn var stórfurðulegur og þeim ekki til sóma. Andersen virðist eiga hug- myndina en Snorri og Jónas búa henni búning. Nú gerist Snorri uppivöðslusamur og einhver angi af fornri stafsetn- ingu dembist á pappír: „Nú skulu þér menn heyra, fýrir ykkar góðar tilgjömingar, þat es vér köllum æfintýr. Eigi es þat míns, svá sem margra es, þeira es æfintýr rita, at þeir byrja svá fýrst of síns máls, at einu hverju sinni hafi sjá atburðr orðit, es getr um æfintýrit... Sá es kona dróttning yfir hugum margra manna, es Heimska nefnisk, — ok svá es hún ffjáls, ar hón biðr menn vera úháða allri skynsemd.“ Drottning þessi hélt gestum sínum veislu og þar barst talið vitaskuld að sambandi við anda látinna. Einhverjir gestir vildu ná sambandi við borð- anda og gengu að matborði: „Biðu svá hríð nökkura, ok lyftisk eigi borðit; gekk dróttning at, ok lyftisk eigi at heldr. „Hvat es nú, es eigi koma „andar“ í borðit?“ Heimska dróttning gekk nær. „Hvárt vas svá at nú lyftisk borðit?“ „Þat veit ek aldregi,“ svaraði dróttning. Ok þat vissi aldrigi neinn, ef lyftisk matborð Heimskunn- ar.“ í jarðhúsum nefriist lengsta saga kversins og fýrir henni er skráð skáldið eina Jónas Hall- grímsson. Skáldgáfan virtist ekki hafa fylgt honum yfir í æðri heim. Andlegar þenking- ar setja þó nokkurt mark á söguna: „Andlega útsýnið á Ljósa- hvoli var yfir höfuð engu minna en sjálft útsýnið frá bænum, andlegi sjóndeildar- hringurinn engu þrengri.“ Hjón missa son sinn og vilja leita huggunar og ffétta í spír- itismanum: „En sóknarpresturinn taldi það óguðlegt. „Ekki skaltu leita ffétta af ffamliðnum, seg- ir sú guðlega innblásna bók, mínir elskanlegir. Og svoleiðis ber okkur aumum mann- kindum að breyta.“ Og allir karlmenn í sókn- inni sögðu það sama, því þetta hafði presturinn sagt. „En faðirinn gat ómögulega skilið, hvers vegna ekki mætti, ef unnt væri, fá sönnun fýrir því að allt væri ekki búið þeg- ar þessu lífi lyki. — Og móðir- in skildi enn síður hver hefði rétt eða réttara sagt hver leyfi til að fara óvirðingarorðum um það sem dýrmætast væri að fá sannað.“ í sögunni brá einnig fyrir léttu náttúruhjali: „Hvar er sokkabandið mitt, mamma?“ spurði Bæjarfjallið. „Hérna!“ sagði Sólin, — hún spennti sokkabandinu um fótinn á því, glitofnu geislabandi." Og svo var vitaskuld ort: Fögur htiígur langdegis-sóliu ísœ, svefhi bregður döggin í grátmildum blœ, vomœturdöggin, ogvekur sojha rós; vorsólin hnigin og hvergi séstljós; jtví biður hún blómin að vaka. Síðustu söguna eiga þeir fé- lagarnir Hans hinn danski og Jónas. Þetta er stutt ævintýri um drengina Kærleik og Sannleik. Sannleikur reikar um og enginn vill kannast við hann nema Kærleikur. Mörg- um árum síðar er Sannleikur, á óútskýrðan hátt, orðinn konungur. Og sagan endar á áminn- ingu og fagnaðarboðskap: „En meðan hann var mun- aðarleysingi og öllum ókunn- ugur, þá var hægðarleikur að fara með hann hvernig sem hver vildi; þá var enginn fýrir- höfn að leggjast á hann, — ekki nema sjálfsagt að vera ekki að hafa þennan föru- dreng í húsum sínum! En, — nú var hann orðinn konungur. Og allur sannleik- ur verður einhvem tíma kon- ungur.“ Skýringar og tilgátur Þegar Björn Jónsson skrif- aði formála að ævintýrunum fimm virtist hann eiga í mesta basli við að sannfæra sjálfan sig og aðra um að ævintýrin væru verk hinna látnu skáld- snillinga. Hann gerði þó virð- ingarverða tilraun. Hann valdi þá aðferð að ræða möguleika á blekkingu. Hann hafnaði þeim mögu- leika en var ekki sérlega sann- færandi. Um möguleikann á að Guðmundur Jónsson hefði samið sögurnar sjálfur sagði hann: „Eru dæmi til þess um nokkurn mann í heiminum, að hann vildi ekki kannast við þá snild, sem hann er hand- viss um, að enginn annar eigi?... En öllum sem nokkuð þekkja G.J. ber saman um að hann sé mjög góður og vand- aður piltur. Og hann er líka stórgáfaður piltur; því neitar enginn.“ Og svo er eins og efinn læð- ist að Birni og hann slær þennan varnagla: „Enda hlyti maður þá að dást að hinni óvenjulegu skáldgáfu þessa unga manns.“ Um þá skoðun að Guð- mundur hafi verið dáleiddur til að skrifa ævintýrin: „Oss er alveg ókunnugt um, hvemig það mætti takast.“ En þegar kemur að þeim möguleika að sögurnar séu runnar frá undirmeðvitund Guðmundar fær Björn ekki neitað að svo geti verið: „En sú undirvitund hlyti þá að vera þroskaðri en nokkurs annars manns í heimi, jafn- gamals. — Og sannarlega væri eyðandi tíma, — fýrir árlegar svívirðingar að launum, — til að rannsaka, hvort jafhmikið geti búið í nokkrum manni án þess hann viti af því.“ Og þar sem Björn virðist gera sér grein fýrir að fæstir niuni trúa að skáldskapurinn komi að handan lýkur hann greininni á þessum orðum: „En séu þau komin frá hon- um sjálfum... — heill þér, ís- land, og seytján vetra skáld- konungi þínum!“ Þremur ámm síðar, eftir út- komu kversins Úr dularheim- um, tók Guðmundur Jónsson upp ættamafriið Kamban. Ár- ið 1914 sendi hann frá sér fýrsta leikrit sitt, Höddu Pöddu. „Skáldkonungurinn“ ungi virtist hafa auðgast af sjálfstrausti og lagði nafri sitt við verkið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.