Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 29
Fimmtudagurinn 27. maí 1993
í Þ RÓTTIR
PRESSAN 29
Hin nýja 90 milljóna króna aðstaða í Laugardal
FRIÐUÐ FYRIR FRJÁLSUM
SlGURÐUR MATTHÍASSON Hefuraldrei fengið að kasta á Laugardalsvelli
og hefur lagt öll stór áform á hilluna í bili.í baksýn nýja hlaupabrautin í
Laugardal.
Innan firjálsíþróttahreyfing-
arinnar gætir mikillar
óánægju með að stór hluti
íþróttamanna fær ekki að nýta
hina glænýju frjálsíþróttaað-
stöðu við aðalleikvanginn í
Laugardal. Það hefur lengi
verið eitt af helstu baráttumál-
um hreyfingarinnar að fá full-
kominn ffjálsíþróttavöll í
Reykjavík og loks þegar hann
kemur er mönnum bannað
að nota hann. Margir spyrja
sig því til hvers verið var að
eyða 90 milljónum króna í
slíkt mannvirki.
„Við lítum svo á að þessi
braut hafi verið gerð fýrir
frjálsíþróttamenn til þess að
æfa og keppa á og við leggjum
náttúrulega gífurlega áherslu á
að geta notað aðstöðuna eins
mildð og hægt er,“ segir Þrá-
inn Hafsteinsson, landsliðs-
þjálfari í ffjálsíþróttum, einn
fjölmargra sem PRESSAN
hafði samband við, og hann
bætir við: „Við sættum okkur
illa við að vera vísað á lélegri
aðstöðu þegar þessi er fyrir
hendi. Þetta er eini boðlegi
völlurinn í Reykjavík og það
er því mjög slæmt þegar hann
stendur ónotaður meginhluta
sólarhringsins. Þegar hann
fæst svo til notkunar eru það
ekki nema örfáar greinar sem
mega nota hann, einungis
hlaupagreinarnar. Þetta hefur
auðvitað slæm áhrif á þá sem
horfa upp á þessa aðstöðu á
hverjum degi og fá ekki að æfa
þama.“
VEÐURFARIÐ VINNUR Á
VELLINUM — EKKI
ÍÞRÓTTAMENNIRNIR
Það var samdóma álit
þeirra sem PRESSAN leitaði
til að það væru ekki gadda-
skór þessara örfáu hræða sem
iðka ffjálsar íþróttir hér á
landi sem eyðilegðu gerviefnin
í lilaupabrautinni í Laugardal
heldur hérlent veðurfar. Þeir
halda því ffam að brautirnar
sem slíkar séu eins og gervi-
gras, sem nota má að vild, og
því óskiljanlegt að vallaryfir-
völd í Laugardal skuli meina
iðkendum heilu íþróttagrein-
anna að stíga fæti á brautirnar.
Meðal þeirra sem PRESS-
AN hafði samband við og
leyna ekki óánægju sinni er
Sigurður Matthíasson spjót-
kastari. Sigurður hefur aldrei
fengið að kasta á vellinum og
var honum vísað á Valbjarn-
arvöll þegar hann óskaði eftir
að fá að kasta þar. Á Valbjarn-
arvelli em aðstæður til spjót-
kasts hins vegar afar slæmar
og svo fór að Sigurður tognaði
þar illa á ökkla þegar hann
rann tíl og gerir það öll áform
um góðan árangur í sumar að
engu. „Frjálsar íþróttir eiga
erfitt uppdráttar í dag og ef
menn vilja breyta því þá verða
þeir að leyfa mönnum að æfa,
— ekki reka þá burt þegar
þeir koma. Ég vona að yfir-
völd grípi í taumana og leyfi
ffjálsum íþróttum að njóta sín
á Laugardalsvelli,“ segir Sig-
urður og bætir þvi við að sem
þjálfara finnist sér lágmark að
hann fái að nota grindur við
frjálsíþróttaæfingar, en það
hafi sér verið bannað.
EINAR VILHJÁLMSSON
MEÐ SÉRSAMNING
Meðal þeirra sem átti að
banna að nota Laugardalsvöll
var Einar Vilhjálmsson spjót-
kastari. Hann var síður en svo
ánægður með það og fór til
Júlíusar Hafstein, formanns
íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, og bað hann um
leiðréttíngu sinna mála. Júlíus
brást vel við og skrifaði upp á
undanþágu fýrir Einar og þar
með varð hann eini spjótkast-
arinn sem mátti æfa sig á vell-
inum. Öðrum spjótkösturum
var vísað ffá eftír sem áður. En
spjótkastarar eru ekki þeir
einu sem vísað er ffá Laugar-
dalsvelli. Þar er einnig bannað
að æfa langstökk, hástökk,
þrístökk og stangarstökk, auk
þess sem grindahlaupurum
hefur verið meinað að fara
með grindur út á brautina.
Þykir þar mörgum skjóta
skökku við þar sem knatt-
spyrnumenn fá að setja aug-
lýsingaskilti sín á brautirnar
fyrir knattspyrnuleiki. Það eru
einungis hlaupararnir sem fá
að æfa sig á skýrt affnörkuð-
um æfingatímum, en sá
hængur er á að auglýsinga-
spjöld knattspyrnumannanna
eru sett upp snemma dags
þegar leikur er að kveldi og
því standa þau á brautunum
allan daginn og á meðan svo
Þráinn Hafsteinsson
Vill að frjálsíþróttamenn fái að
nota aðstöðuna á Laugardalsvelli
sem sett hefur verið upp fyrir þá.
er getur enginn æft sig á
brautunum. Þess má geta að
yfirmenn Laugardalsvallar,
Ómar Einarsson hjá íþrótta-
og tómstundaráði, Þráinn
Hafsteinsson og fleiri úr
Frjálsíþróttasambandi íslands
auk yfirmanna Laugardals-
vallar héldu fund fýrir um
viku þar sem þessi mál voru
brotin til mergjar. I kjölfar
fundarins hafa borgaryfirvöld
ákveðið að taka málin til
gagngerrar og jákvæðrar end-
urskoðunar, enda munu þau
hafa átt erfitt með að færa
boðleg rök fýrir máli sínu.
Jónas Sigurgeirsson
Víkingur og Grótta berjast í dómsölum
Deilt um Revine-víxlana
FH SKILAR EKKIGOGNUM
TIL SKATTSINS
Þau einstæðu tíðindi hafa
orðið að deilurnar um liðs-
skipti Alexanders Revine úr
Gróttu í Víking eru nú komn-
ar fýrir Héraðsdóm Reykja-
víkur. Að sögn heimilda-
manna PRESSUNNAR hefur
það ekki gerst áður að félög
heyi réttarrimmur utan sér-
staks dómstóls HSÍ, sem var
settur á stofn til að afgreiða
deilumál af þessu tagi.
Forsaga málsins er að fýrir
síðasta keppnistímabil skipti
Alexeij Trufan, hinn rúss-
neski leikmaður Víkinga, yfir í
FH án þess að Víkingar hefðu
þar hönd í bagga. Um svipað
leyti gekk Revine svo til liðs
við Víkinga og eru félagsskiptí
þessara tveggja leikmanna í
alla staði sambærileg. Víking-
ar skutu máli Trufans til dóm-
stóls HSÍ, enda ósáttir við að
missa slrkan leikmann úr sín-
um röðum án þess að fá
greiðslu fýrir. Ákveðið var að
bíða eftir niðurstöðu dóm-
stólsins til að sjá hvernig
skyldi meðhöndla félagsskipti
Revine. En þar sem dómstóll
HSl skilaði ekki áliti sínu fýrir
upphaf Islandsmótsins urðu
Víkingar að afhenda Gróttu-
mönnum tvo tryggingarvíxla,
hvom að upphæð 230 þúsund
krónur, svo Revine fengi að
leika fýrstu leikina. Það gerðu
þeir þó með fýrirvara um nið-
urstöðu dómstólsins.
Eftir að niðurstaða féll í
máli Trufans, sem var Víking-
um í óhag og á þá leið að fé-
lagið hefði ekkert með félaga-
skipti Tmfans að segja, héldu
þeir þar með að þeir væru
lausir við Gróttumenn, enda
niðurstaðan þeim einnig
óhagstæð. Gróttumenn voru
hins vegar ekki á því og settu
umrædda víxla í innheimtu
og þar stendur hnífurinn í
kúnni. Víkingar neyðast til að
borga víxlana, en síðan þurfa
þeir að fara í mál við Gróttu til
að fá peningana til baka. Það
mál verður tekið fýrir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur eftir um
það bil ár og verður Hróbjart-
ur Jónatansson hæstaréttar-
lögmaður í sókn fýrir Víkinga
en vörn Gróttu stýrir að öll-
um líkindum Ólafur Garð-
arsson, einnig hæstaréttarlög-
maður.
Rannsókn skattrann-
sóknarstjóra á íþrótta-
félögúnum stendur
enn yfir eftír því sem PRESS-
AN kemst næst. Rannsóknin
fer nú fram um land allt, en
skattrannsóknarstjóri mun
hafa sent skattstjórum lands-
ins bréf þar sem hann fer fram
á að öll íþróttafélög landsins
séu skoðuð. Búast má við tíð-
indum af þessum málum á
næstu vikum, en meðal þess
sem mikið er rætt urn innan
iþróttahreyfingarinnar eru
viðbrögð Hafnarfjarðarliðsins
BORIS ÞJÁLFAR
VALSMENN...
Boris Akbashev, þjálf-
ari annarrardeildarliðs
Breiðabliks, verður
aðstoðarþjálfari Valsmanna
næsta keppnistímabil sam-
kvæmt heimildum PRESS-
UNNAR. Þetta þykja nokkur
tíðindi innan handknattleiks-
ins, þar sem Boris er talinn
með betri þjálfurum landsins.
Valsmenn ætla honum stóra
hlutí og mun hann þjálfa hluta
af yngri flokkum félagsins auk
þess sem hann kemur til með
að sinna uppbyggingarþjálfun
hjá þremur deildum; byggja
upp handknattleiksmenn,
knattspyrnumenn og körfu-
boltamenn félagsins. Þess má
geta að þrátt fýrir að Boris hafi
verið aðalþjáífari Breiðabliks
um nokkurra ára skeið hefur
hann ávallt verið með annan
fótinn hjá Valsmönnum og
meðal annars haft þá félaga
Ólaf Stefánsson og Dag Sig-
urðarson í séreefingum. Segja
sumir að það sé að stórum
hluta honum að þakka hve
piltamir eru góðir handknatt-
leiksmenn í dag.
FH við skattrannsókninni, en
þar á bæ munu engin gögn
enn hafa verið afhent skattin-
um.
Eruð þið Schramar-
arnir að yfirtaka ís-
lensku íþróttahreyf-
inguna, Ólafur?
Ólafur Schram, nýkjörinn fomaður
HSÍ
„Já, enda virðast kvenfélögin
ekki hafa not fýrir okkur
bræðurna. Annars er það nú
svo í reynd að það er íþrótta-
hreyfingin sem yfirtekur okk-
ur en ekki við hana.“
JORDAN ITOLUM
Fróðlegt er að líta á árangur Michaels Jordan, NBA- leikmanns ársins 1991 og
1992, í úrslitakeppnum ogbera hann saman viðárangurannarra. Svona var
staða Jordans áður en yfirstandandi úrslitakeppni hófst
• Jordan er í níunda sæti yfir þá sem fiskaö hafa flest v'rti eöa með 960 v'rtaskot. Wild Chamerlain
er þar hæstur meö 1.627 stykki.
• Jordan er í sjötta sæti yfir þá sem hafa skorað úr fiestum vrtaköstum meö 806 stig. Sá sem skor-
aö hefur úr flestum vítaköstum er Jerry West meö 1.213. Jordan hefur skoraö fleiri v'rtastig í úrslita-
keppnum en Wild Chamberiain, sem geröi á sínum tíma 757 stig úr 1.627 tilraunum.
• Jordan er t sjöunda sæti yfir þá sem skorað hafa flestar þriggja stiga körfur í úrslitakeppnum. Alls
hefur Jordan skorað 58 slíkar körfur en metiö, 124, á Michael Cooper sem lengi lék meö LA Lakers.
• Jordan er í sjötta sæti yfir fjölda stolinna bolta í úrslitakeppnum. Hann hefur stolið honum 219
sinnum en Magic Johnson á metið, 358 sinnum.
• Jordan á stigametiö í einum leik, 63 stig. Þaö afrekaöi hann gegn Boston Ceftics áriö 1986.
• Jordan hefur alls skoraö samtals 3.184 stig í úrslitakeppnum og er með hæsta meöaltaliö, 34,6
stig í 92 ieikjum. Flesta leiki aö baki í úrslitakeppnum á Kareem Abdul-Jabbar, en hann lék samtals
237 leiki.
UM HELGINA
Fl MMTUDAGUR I
_______27. MAÍ________
KNA TTSPYRNA
1. DEILD KARLA
Fram - Þór Ak. kl. 20.00.
Annar erfiður útileikur hjá
Þórsurum, sem fá þó Svein-
björn Hákonarson úrleikbanni
og munar um minna. Fram-
marar voru siöur en svo sann-
færandi í Eyjum í fyrsta leik
sínum og því má búast við
jöfnum leik.
Vestmannaeyjar - Keflavík
kl. 20.00. Hið unga liö Eyja-
manna er erfitt heim aö
sækja. Keflvíkingar eru hins
vegar til alls líklegir.
Víkingur - FH kl. 20.00. Þaö
liö sem tapar leiknum er ekki
í góöum málum. Víkingum er
spáö falli og FH-ingar voru
teknir í bakaríiö á móti ÍA. Þeir
mæta því örugglega brjálaöir
til leiks og PRESSAN spáir því
aö þeir muni bera sigur úr být-
um.
ÍA - KR kl. 20.00. Stórleikur _ ^
umferöarinnar. Líklega tvö
bestu liö landsins sem þarna
eigast viö. KR-ingar voru sann-
færandi gegn Þór, en ÍA-menn
viröst vera firnasterkir þrátt
fyrir aö hafa misst tvíburana
til Hollands. KR-ingar veröa
sérstaklega aö gæta Haralds
Ingólfssonar í aukaspyrnun-
um, hann er sérlega lunkinn
viö aö skora úr þeim.
FÖSTUDAGUR
28. MAÍ
KNA TTSPYRNA
1. DEILD KARLA
Fylkir - Valur kl. 20.00. Vals-
menn áttu ekki í erfiðleikum
meö Víkinga, en hins vegar ■« r<
munu Fylkisstrákamir koma
grimmirtil leiks, þar sem þeir
töpuöu fyrsta leik sínum i
Keflavík.
KNATTSPYRNA
2. DEILD KARLA
KA - Stjarnan kl. 20.00.
KNATTSPYRNA
1. DEILD KVENNA
Þróttur N. - Stjarnan kl.
20.00.
LAUGARDAGURl
_______29. MAÍ________
KNATTSPYRNA
2. DEILD KARLA - '3
Þróttur R. - ÍR kl. 14.00.
Grlndavík - Brelðabllk kl.
14.00.
Lelftur - BÍ kl. 14.00.
Þróttur N. - Tindastóll ki.
14.00.
KNATTSPYRNA
1. DEILD KVENNA
Valur - ÍBA
Brelöabllk - KR
ÍA - Vestmannaeyjar
Er það ekki framar
vonum að ná að
opna markareikning-"~~
inn í fyrsta leiknum,
Jón Grétar?
Jón Grétar Jónsson, fyrrum fram- ,
herji í Val
„Ég hef alltaf haldið því fram
að ég sé sérlega hættulegur í
nánd við markið og þar sem
ég hef nú verið færður í vörn-
ina þá bregð ég ekld út af van-
anum og held áfram að ógna
markvörðunum. Þetta em
auðvitað skýr skilaboð til
þjálfarans um að færa mig
framar á völlinn og tryggja þá
um leið að mörkin komi réttu
megin í framtíðinni.“
-v