Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 21
E R L E N T Fimmtudagurinn 27. maí 1993 PRESSAN 21 EVRÓPA John Major, skugga(legur)ráðherra Nú þegar Danirnir eru búnir að samþykkja Maast- richt bíða allir eftir Bretun- um. Þótt neðri málstofan þeirra sé búin að gera málið upp við sig eru lávarðarnir eftir. Lávarðadeildin er ein- stök uppfmning. Þar eru saman komnir allir þeir sem fengu tækifæri til að stjórna landinu, klúðruðu því og voru aðlaðir fyrir. Án þess að nefna nokkur nöfn væri hægt að búa til svo brjálæðislega lá- varðadeild á íslandi eftir þess- ari formúlu að hún yrði betri en breska fyrirmyndin. En nóg um lávarða í bili. Maastricht-málið er búið að vera óskaplega erfitt í breskri pólitík undanfarið ár. Og fyrir utanaðkomandi er næstum ómögulegt að vita hver er í raun og veru með og hver á móti. Það keyrir eng- inn með almennileg stefnu- ljós í málinu nema Margrét Thatcher. Hún er reyndar með meira en stefnuljósin á. Hún er líka með háu ljósin, þokuljósin og liggur á flaut- unni. Flokkur forsætisráð- herrans, Majors, segist styðja málið, en gamla liðið í flokknum og grasrótin eru á móti því. Og Verkamanna- flokkurinn, sem er í stjórnar- andstöðu, hefur hvað eftir annað ítrekað að hann styðji það líka, en sat svo hjá í at- kvæðagreiðslunni í neðri málstofunni. Og þingskapa- ruglið sem bæði stuðnings- mönnum og andstæðingum tókst að setja á svið hefði gert Ólaf Ragnar grænan af öf- und. Allt hefur þetta farið ósköp illa með John Major. Þó að meiningin sé að hann sé for- sætisráðherrann og ráði öllu ræður hann eiginlega engu. Hann er í skugga Margrétar og er þar með eiginlega skuggaforsætisráðherra, þótt þá nafnbót beri John Smith, formaður Verkamanna- flokksins, opinberlega. Einn af stóru, gömlu körlunum í íhaldsflokknum sagði um daginn að John Major réði ekki við starfið og væri kom- inn allt of hátt í metorðastig- anum. Hann hefði í raun ekki hæfileika til að vera meira en aðstoðarþingflokksformað- ur... Þetta er auðvitað dálítið leiðinlegt fyrir John, svona álíka og einhver segði við Davíð Oddsson að hann ætti að fara að svara í símann fyrir Geir Haarde. Og öllum finnst þetta ósanngjarnt gagnvart John. Blöðin keppast líka við að segja að hann sé nefnilega góður strákur. Alveg eins og stelpurnar í mínum bekk sögðu um stráka, sem þeim fannst ekkert spennandi. En það er ekki bara John sem menn eru hálfvonsviknir yfir. Það er allt. Pundið er fallið. Efnahagslífið gengur ekld á öllum. Og til að kór- óna þetta allt er komið í ljós að drottningunni og hennar fólki líður alls ekki vel. Það virðist vera ósköp leiðinlegt heimilislífið hjá þeim öllum. Reyndar kom mér það ekld á óvart. Það nægði mér að líta einu sinni framan í verðina fyrir framan konungshöllina í London. Aðra eins fylupoka hefúr maður aldrei séð. Og ef Charles hefur verið eitthvað svipaður við morgunverðar- borðið er ég ekki hissa þótt Díana missti matarlystina. Og þegar þjóðin getur hvorld trúað á ríldsstjórnina né drottningarfjölskylduna er fokið í flest skjól. En sumir segja að svona sé þetta off hjá Bretum. Þeir séu alltaf að ríf- ast, enda eigi þeir svo mörg blöð. En ég verð að viður- kenna að mér fínnst dálítið leiðinlegt ef Bretar eru ekki hamingjusamir. Þeir kenndu mér að borða svínafitu og drekka bjór. Og þótt ég sé löngu hættur hvoru tveggja, „Þetta er auðvit- að dálítið leiðiti- legtfyrir John, svona álíka og einhver segði við Davíð Oddsson að hann œtti að fara að svara í símannfyrir Geir Haarde. “ af því að það er svo hættulegt, er mér alltaf vel við þá síðan. En snúum okkur aftur að Maastricht. Vonandi tekst elliærri lávarðadeildinni ekki að tefja málið allt of lengi, Breta sjálffa vegna. Þeir verða nefnilega að ákveða hvaða þátt þeir ætla að eiga í Evr- ópumálunum í framtíðinni og vera svo ekki með nein Iátalæti. Þótt Evrópuhraðlest- in hafi hægt á sér um stund- arsakir, bæði vegna þess að það eru nýir farþegar að reyna að tosa sig upp í vagn- ana og teinarnir, sem hún keyrir eftir, eru krókóttir í augnablikinu, er ég ekki í neinum vafa um að lestin á eftir að eftir að auka hraðann. Delors Evrópuforseti verður örugglega búinn að láta taka neyðarhemlana úr sambandi og það verður hættulegt að henda sér af á fúllri ferð. Höfundur starfar á skrífstofu EFTA í Genf. )EP\ ÞÚMÁTT TAKAVIÐ Drottning óstarsagnanna á marga vonbiðla Barbara Oariíand hlustar ekki á neitt kvenréttindakjaftæði Pó svo að Barbara sé kannski komin af léttasta skeiði eru menn ekki hættir að sverma fyrir henni. Nú síð- ast Boris Pankin. Það er ekki nóg með að Barbara Cartland skrifi um ástina heldur hefur hún að eigin sögn oft orðið skotmark Amors litla. Skoðanir hennar á hlutverkum kynjanna þykja ekki mjög nútímalegar og mörgum fannst það stinga ögn í stúf þegar hún var ný- lega fengin til að leggja bless- un sína yfir nýjar indverskar snyrtivörur sem heita Flower Power. Fátt virðist eins fjarri þankagangi frúarinnar og ffjálsar ástir. í samkvæmi sem haldið var til að kynna nýju snyrtivörurnar lét hún gamm- inn geisa við indverskar kyn- systur sínar og sagði þær þurfa að horfast í augu við þá stað- reynd að karlmenn væru æðra kynið. „Ef konur fara að hegða sér eins og menn fara karlmennirnir í rúmið með einkaritaranum.“ Hún var guðslifandi fegin þegar dóttir bennar, greifynjan Spencer, sem er á 63. aldursári, fann sér nýjan eiginmann því; „það er stórhættulegt fyrir stúlkur að vera einar á þessum síðustu og verstu tímum“. Barbara Cartland ætti að vita um hvað hún er að tala, en að eigin sögn hefúr hún átt 57 vonbiðla. Hún er nú á 93. aldursári en sénsarnir gefast enn. Hún hefúr opinberað að sá síðasti sem bað um hönd hennar sé Boris Pankin, sendiherra Rússa í London. Hann er gamall kommúnisti og var síðasti utanríkisráð^. herra Sovétríkjanna. Menn velta því nú fyrir sér hvort hann hafi látið konuna sína og börnin vita áður en hann gerðist sá 57. í röð vonbiðl- anna. Hver dáð sem maðurinn drýgir er draumur um konu og „skó“ í bók sinni „Introductory Lectures in Psycho- analysis“ tók Sigmund Freud dæmi af manni sem sýndi kvenmannsskófatnaði meiri kyn- ferðislegan áhuga en konunum sjálfum. Ástæð- una taldi hann mega rekja til ffumbernsku við- komandi manns. Lögreglan í London leitar nú manns með sömu áhugamál. Forsaga málsins er sú að kona ein var að keyra eftir hraðbrautinni þegar bíll hennar bilaði. Þá kom til hennar lágvaxinn sköllóttur maður á sextugsaldri og bauð ffam hjálp sína. Hann opnaði húddið en bað síðan konuna um skó hennar til að berja í einhvern hluta vélarinnar. Hún sat inni í bílnum og lét skóinn af hendi. Stuttu seinna bað hann um hinn skóinn. Nú fór konuna að gruna að ekki væri allt með felldu og þegar hún athugaði málið sá hún að maðurinn var kominn með skóna hennar ofan í buxurnar. Hún krafðist þess að fá skóna sína aftur. Kom bílnum í gang og keyrði í burtu. Paul Brown, sálffæðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem þessu, segir tvær skýringar Eins og allir vita eru skómir aðalatriðið hugsanlegar á athæfinu. í fyrsta lagi vilji mað- urinn koma í veg fyrir að konan geti hlaupist á brott og niðurlægja hana þannig. í öðru lagi tekur hann vel í að skila skónum aftur sem get- ur þýtt að hann vilji láta niðurlægja sjálfan sig-.- Aðspurður segir dr. Brown alveg eins líklegt að svona maður grípi til ofbeldis. Rússnesk vopn flæða inn á markaðinn Orrustuþotur á spottpris Vopnaframleiðslan er ein aðaluppspretta gjaldeyris í Rússlandi. Doug Schultz er venjulegur atvinnuflugmaður sem flýgur Boeing-farþegavél fyrir bandarískt flugfélag. Þegar hann á frí flýgur hann um loftin blá í rússnesku MiG-17- orrustuþotunni sinni. Ein af- leiðing breytinganna í Rúss- landi er sú að nú fást sovésk vígtól á spottprís. Rauði her- inn hefúr skroppið saman og við það hafa safnast upp ógrynnin öll af vopnum sem enginn veit hvað gera á við. Gamlar notaðar orrustuþotur eru falar fyrir 25-50 þúsund dollara. En ný vopn eru einnig ódýr. Fyrir verð einnar banda- rískrar F-16-orrustuþotu er hægt að fá tvær MiG-29. Því eru það ekki bara áhugamenn eins og Schultz sem vilja kaupa aflóga þotur heldur hafa stjórnvöld í Moskvu gert stóra samninga við erlenda aðila um sölu á hátæknilegum orrustuþotum, skriðdrekum, eldflaugum og öðrum vopn- um. Vestrænir vopnaframleið- endur eru æfir yfir þessum nýja samkeppnisaðila. Meðan gömlu Sovétríkin voru og hétu áttu þau ekki í beinni samkeppni við vestræna vopnaframleiðendur. Fram- leiðsla hergagna miðaðist ein- ungis við Sovétríkin sjálf og leppríki þeirra. Nú er öldin önnur og nýlega keyptu Tyrk- ir, en þeir eru í Nato, vopn af Rússum fýrir 75 milljónir dollara. Þegar Mikhail Gorbatsjov var við stjórnvölinn lagði hann mikla áherslu á að vopnaverksmiðjunum yrði breytt þannig að þær gætu framleitt almennar neysluvör- ur. En forstjórar vopnaverk- smiðjanna benda á að næg eftirspum sé eftir vopnunum en aftur á móti hafi fátækir Rússar ekki efni á að kaupa þvottavélar, úr og ísskápa. Umbreytingin úr vopnafram- leiðslunni hefur tekist herfi- lega þar sem hún hefur verið reynd. Ónóg eftirspurn inn- anlands og framleiðslan er svo léleg að hún er óhæf til út- flutnings. Um vopnin gildir öðru máli. Þar gefa þeir öðr- um framleiðendum ekkert eftir hvað gæðin varðar og verðið er hlægilega lágt. Rúss- neskir skriðdrekar kosta ein- ungis einn þriðja af verði sam- bærilegra tækja ffá vestrænum framleiðendum. Því er ekki að furða þótt ýmsir aðilar líti Rússavopnin hýru auga. Talið er að um 35 milljónir Rússa lifi beint eða óbeint á vopnaframleiðslunni og hún veitir dýrmætum erlendum gjaldeyri inn í landið. Því er ekki að furða þótt Jeltsín for- seti hafi reynt að liðka fýrir vopnasölusamningum á ferð- um sínum erlendis. Kína hef- ur keypt vopn fyrir milljarð dala og Indland fyrir 650' L milljónir. íranir hafa nýverið keypt kafbáta af Rússum og Sýrlendingar skriðdreka. Eftirspurnin er miklu meiri en framboðið og sérfræðingar áætla að olíuríkin við Persa- flóa muni kaupa vopn fyrir 100 milljarða dollara næstu tíu árin. Eins og málin standa í dag eiga Rússar góða mögu- leika á að fá stóran bita af þeirri köku.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.