Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 25
HAMAGANGUR Fimmtudagurínn 27. maí 1993 PRESSAN 25 HAM í bullandi stuði! Ham Hættir aö vera heimskasta hljómsveit í heimi HAM er besta hljómsveit á íslandi. Engin spurning. HAM hefur þó aldrei verið mjög dugleg hljómsveit. Bara hjakkað þetta í svipuðu fari í fimm ár. Spilað fyrir sömu unglingana á sömu börunum, reynt íyrir sér með litlum sem engum árangri í útlöndum, gefið út örfáar plötur. Kannski eitthvað breytist núna: platan HAM í stuði — Saga rokksins 1988-1993 er væntanleg og hljómsveitin á leiðinni til New York, að sjálfsögðu til að „meikaða“, þótt HAMstrar geri sem minnst úr ferðinni, enda dæmin svo ofboðslega hallærisleg um bláeygða ís- lenska poppbjána sem blása sig út í hvert skipti sem þeir stíga upp í breiðþotu. Síðasta tækifæri Reykvíkinga til að sjá skrums: Það er svo auðvelt að segja að ævisögur Bryndísar, Ingólfs Guðbrands, Rósu og Báru séu bara yfirborðið eitt. Það er miklu erfiðara að gefa ævisögum Guðmundar jaka, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, Guðmundu Elíasdóttur, Jó- hönnu Egilsdóttur sömu ein- kunn. Það er fólk úr verka- lýðs- og alþýðustétt og ekld eins auðvelt viðfangs að al- hæfa um og Bára, Rósa og Bryndís. Kannski býr einhver innri ótti með „hinum meðvitaða gagnrýnanda“ að játa opin- berlega að fólk eins og Bára, Rósa og Bryndís hafi tilfinn- ingar og séu manneskjur sem geti veitt honum sálfræðilega samsemd? Ef til vill fmnst gagnrýnandanum hann glata einhverju af menningarlegri ráðvendni sinni með því að viðurkenna að honum hafi fundist ævisaga Rósu, Bryn- dísar eða Báru góð? Hann er að minnsta kosti öruggari með að segja að þess- ar ævisögur hafi verið vondar, innantómar eða yfirborðsleg- ar. í slíku mati á starfsstéttum ævisagnapersóna felst auðvit- að hugleysi en einnig þeir duldu fordómar gagnrýnand- ans, að fólk úr verslunarstétt, auglýsingaheimi, ferðaþjón- ustu eða öðrurn „óbók- menntalegum“ starfsstéttum eigi ekki rétt á ævisögum. Rétturinn til ævisagna eigi að- eins að tilheyra fólki úr þessa frábæru tónleikasveit gefst á morgun í Tunglinu. Um upphitun sjá Dr. Gunni, Svið frá Húsavík og Moskvítzj frá Hafnarfirði. Björn „Bóbó“ Blöndal bassaleikari féllst á að svara spumingum PRESSUNNAR. „Þetta er safnplata“, segir Bóbó þegar spurt er út í nýju plötuna, „platan Hold, fimm lög af hinni týndu „Pimpmo- bile“-plötu, þrjú ný lög sem Roli Mosiman vann með okk- ur og eitt lag af tónleikum. Þetta er „Greatest hits“- plata. Nei, eiginlega „Best of‘ - plata." Hvenœr ke... „Nei, segðu bara að þetta sé safnplata.“ Já já, allt í lagi. Hvencer kemur svo „alvöru“ plata með starfsstétt stjórnmálamanna, listamanna, verkalýðshreyf- ingar, alþýðuhetja. Þessir for- dómar eru ekki nýir af nálinni og hafa á undanförnum ámm verið að renna í einn samfelld- an farveg sem grefur undan íslenskri ævisagnaritun og skipar ævisagnariturum lægri sess en öðmm rithöfundum. Þessir fordómar og aðrir hafa blindað margan gagnrýn- andann og gert hann ólæsan. Ævisögur, sama hve ólíkar þær eru innbyrðis að gæðum og vöxtum, em afgreiddar eft- ir sama færibandinu. Sami gagnrýnandi tekur sér hins vegar greinilega allt aðrar stell- ingar þegar hann tekur upp ljóðabók eða skáldsögu. Flestir gagnrýnendur einblína til að mynda á persónu ævisögunn- ar og dæma bókina nánast eins og viðkomandi hafi skrif- að sjálfsævisögu. Hlutur ævi- sagnaritarans er nánast auka- atriði hjá mörgum gagnrýn- andanum. Góður ævisagnarit- ari lætur hins vegar sem minnst fyrir sér fara í textan- um þótt þáttur hans sé gífúr- legur í bókinni. Þessi blinda margra gagnrýnenda á þátt skrásetjarans, að viðbættum vaxandi fordómum á ævisög- una sem slíka, hefúr ýtt undir einföldun og einhæfni í um- fjöllun þessarar bókmennta- greinar. Kjarninn gleymist: Að manneskjur eru manneskjur, að maður er manns gaman og öll getum við lært hvert af öðm. Bullið um samkomu- lagið Kolbrún segir í grein sinni: „Ævisagnahefð Islendinga leyfir ekki slík vinnubrögð. HAM? „Ef eitthvað virkar þá kem- ur alvöru plata með haustinu. Samt er ég auðvitað ekki að segja að HAM í stuði sé ekki alvöru plata. Hún er safnpl...“ Jú, þvi hefur verið komið á framfæri. Segðu mér, hvað verður boðið uppá á Tunglinu á morgun? „Klassískt efni og nýtt. Við erum alveg ótrúlega góðir. Við erum nefnilega farnir að Þar ríkir þegjandi samkomu- lag um að segja ekkert sem komið gæti sér illa þeirri per- sónu sem ritað er um. Meðan svo er sitjum við uppi með ævisögur sem segja ekki nema hálfan sannleika eða alls ekki neitt, lýsa aðeins hégómagirnd persóna sinna og þrá eftir upphafningu.“ Bull. Gildir þessi lýsing um ævi- sögu séra Árna Þórarinssonar eftir Þórberg? Eða samtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson? Eða bernskuminningar Sigurðar A. Magnússonar f skáldsögu- formi í „Undir kalstjörnu“? Eða ævisögu Guðmundu El- íasdóttur „Lífsjátningu“ effir undirritaðan? Orðalag Kolbrúnar er einn- ig athyglisvert: „Þar ríkir þegj- andi samkomulag um að segja ekkert sem komið gæti sér illa þeirri persónu sem ritað er um.“ Ég hef skrifað fjórar ævisög- ur. Eg hef aldrei reynt það, að sannleikur í ævisögu hafi komið viðkomandi persónu illa. Misskilningur Kolbrúnar er sá, að hún heldur að heið- arleg frásögn komi fólki illa. Sannleikurinn er sá, að heið- arleg frásögn stækkar viðkom- andi. Ég kannast ekki við þetta þegjandi samkomulag sem Kolbrún talar um. Þvert á móti hef ég átt langar og ítar- legar viðræður við alla mína viðmælendur í ævisögum um einmitt þetta atriði, að sönn og heiðarleg ffásögn, hve sárs- aukafull og áhættusöm sem hún virðist í fýrstu, styrkir alltaf viðkomandi að lokum. Það ríkti ekki þegjandi sam- komulag um að segja ekkert um ósigra Guðmundu Elías- æfa, sem er alveg nýtt. Ég er farinn að halda að það virki bara. Það er mjög líklegt að þetta verði síðustu tónleikar HAM hér á landi. Að minnsta kosti í langan tíma.“ Nú? „Jú við erum á leiðinni til New York að kynnast nýjustu straumum og stefnum. För- um á þriðjudaginn og verðum í það minnsta í þrjá mánuði.“ Og eruð kornnir með doll- araglýjuna í augun? dóttur í listalífi jafnt sem einkalífi í „Lífsjátningu". Það ríkti ekki þegjandi samkomu- lag um að minnast ekki á mis- þyrmingar Gunnars Salóm- onssonar á eiginkonu sinni Elínu í „Allt annarri Ellu“. Það var ekki þegjandi samkomu- lag milli okkar Áma Tryggva- sonar leikara að minnast ekki á geðræna erfiðleika sem hann hefur átt við að stríða gegnum gæfuríkan leikferil sinn. Og það ríkti ekkert þegjandi sam- komulag milli okkar Báru Sig- urjónsdóttur um að minnast ekki á upplausnina í lífi henn- ar eftir sviplegt andlát fyrri eiginmanns eða vankantana, skílnaðinn og átökin við síðari eiginmann hennar. Eflaust hefðu margir talið að þessir hlutir kæmu við- komandi persónum illa. Vissulega brugðu þessar upp- lýsingar nýju Ijósi á Guð- mundu, Elínu, Ama og Báru. Það ljós kom sér ekki ifla fýrir þetta hugrakka fólk; það stækkaði þau öll. Allir þessir fjórir viðmæl- endur mínir fóru í gegnum miklar andlegar raunir þegar þeir rifjuðu upp sár og erfið atvik úr lífi sínu; atburði sem þeir voru búnir að eyða stór- um hluta ævi sinnar í að gleyma eða sættast við. Það kostaði þetta fólk hugrekki, kjark og manndóm að ýfa upp hin grónu sár að nýju. Þessir viðmælendur mínir vildu segja sögu sína á heiðarlegan hátt og draga ekkert undan. Stundum varð ég að kafa djúpt í sálu þessa fólks til að skilja persónugerðina, gleðina jafnt sem sorgina í lífi þess, til að vera þess megnugur að skila ævi þeirra á prenti. Ef Kolbrún Bergþórsdóttir held- „Já. Og búnir að negla eitthvað? „Já, já. Það er boogie-hátíð í Texas sem er vænleg og við erum búnir að leggja inn á fullt af giggum í New York.“ Hvað svo? Komiði heim í jylu yfir því að vera ekki orðnir heimsfrœgir og hættið? „Það er mjög ólíklegt ...að við verðum í fýlu það er að segja.“ En það er líklegt að þið hættið? ur að umrædd samvinna mín við Guðmundu Elíasdóttur, Elínu Þórarinsdóttur, Árna Tryggvason og Báru Sigur- jónsdóttur hafi verið gagnrýn- islaust mas og hjal til að segja hálfan sannleika eða alls ekki neitt, og lýsa aðeins hégóma- girnd viðmælenda minna og þrá þeirra eftir upphafningu, þá skjátlast henni. En það er hennar mál. Það er hins vegar ekki bara hennar mál þegar víðlesið og gagn- rýnið blað eins og PRESSAN dreifir alhæfingum og óhróðri Kolbrúnar um íslenska ævi- sagnagerð. íslenska ævisagan er sannarlega ekki undanskilin gagnrýninni umfjöllun. Heið- arleg og alhliða umfjöllun um ævisagnaritun á íslandi hefur aldrei verið brýnni en nú: Bókmenntagreinin þarf bæði aðhald og umræðu. Ævisagan hefur nánast verið bannfærð af bókmenntahirðinni þótt hún sé sterkasta bókmennta- hefð íslendinga gegnum ald- irnar. Kolbrún Bergþórsdóttir hefði því getað lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar þegar hún ákvað að taka breiðsíðu í PRESSUNNI undir greiningu á ævisögum; setja þær í meg- inflokka og undirflokka eftir gerð, aldri, þróun og textagerð höfunda. En Kolbrúnu brást bogalistin og hún magalenti í fúlutjörn fordómanna. Það var leitt. Enn einu sinni sitja höfúndar ævisagna effir; engu nær eftir tilraunaflug gagn- rýnenda. Enn einu sinni verða þeir að afskrifa svonefnda bet- urvitrunga. Enn einu sinni rennur það upp fyrir þeim, að eina rétta viðmiðunin eru les- endurnir sjálfir. Reynslan hefur kennt mér sem höfúndi, að viðbrögð les- „Auðvitað hættum við ein- hvern tímann já.“ Þið hljótið að vera orðnir hundleiðir á íslenska rokk- hjakkinu. „Á þessum forsendum já. Maður verður að líta í kring- um sig og víkka sjóndeildar- hringinn. Ef menn hanga allt- af heima verða þeir heimskir. Við viljum ekki verða það. Við erum hættir að vera heimskasta hljómsveit í heimi!“ enda minna, símhringingar þeirra, bréf og samræður eru mér mest virði. Þeir tjá sig milliliðalaust við mig og þurfa ekki á opinberum loftfim- leikasýningum að halda. Þess vegna eru lesendur líka sannir og heiðarlegir í viðbrögðum sínum. Ég hef sem rithöfúnd- ur aldrei lært neitt af gagnrýn- endum gegnum tíðina. Þeir hafa nær undantekningarlaust aldrei kennt mér að skrifa betri texta eða víkkað skilning minn á bókmenntum, hvort sem þeir hafa skammað mig eða skjallað. Ég hef hins vegar dregið mikinn lærdóm af les- endum; þeir hafa ávallt komið með dýpri og betri greiningu á mínum verkum sem ann- arra en gagnrýnendur. Það hefúr einnig gefið mér trú og traust á íslenska bókalesendur. Dómgreind þeirra og tilfinn- ing er mikil og sterk; miklu öflugri en flestra gagnrýnenda. Þess vegna skrifa ég fyrir lesendur en ekki gagnrýnend- ur. Vilji Kolbrún Bergþórs- dóttir stimpla allar íslenskar ævisögur sem „Andleg graf- hýsi“, eins og fyrirsögn opnu- greinar hennar í PRESSUNNI hljóðaði, verður hún að fá að gera það. Ævisögur eru mikið keyptar af íslenskum almenn- ingi. Hroki Kolbrúnar gagn- vart kaupendum ævisagna er auðvitað augljós: Hún lítur þarafleiðandi á lesendur sem vofúr í hinum andlegu graf- hýsum. Að mínu áliti er þessu öfugt farið: Grein Kolbrúnar er minningargrein um hana sjálfa sem bókmenntarýni. Ingólfur Margeirsson „Það ríkti ekki þegjandi samkomulag um að segja ekkert um ósigra Guð- mundu Elíasdóttur í listalífi jafnt sem einkalífi í „Lífsjátningu“. Það ríkti ekki þegjandi samkomulag um að minnast ekki á misþyrmingar Gunnars Salóm- onssonar á eiginkonu sinni Elínu í „Allt annarri Ellu“ “ MYNDLIST • Mary Ellen Mark, einn þekktasti fréttaljósmyndari heims, sýnir Ijósmyndir á Kjarvalsstöðum. Opið 10-18 daglega. Sýning- unni lýkur 11. júlí. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í tilefni aldar- minningu hans. Verkin spanna allan hans feril, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. • Ragna Ingimundardótt- ir sýnir keramikverk í mið- rými Kjarvalsstaða. Sýn- ingunni lýkur 13. júní. • Skólasýning Rýmis er í Listhúsinu í Laugardal. Þar sýna 250 nemendur verk sín. Sýningin er opin dag- lega 10-18 og stendur til 29. maí. • Tarnús sýnir málverk og skúlptúra í Portinu. Sýn- ingin er opin frá 14-18 alla daga. • Inga Elín, Óli Már og Þóra Sigþórsdóttir sýna verk unnin með mismun- andi tækni í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin er op- in alla daga frá 10-18 nema sunnudaga 14-18. Henni lýkur 6. júní. • Sally Mann, einn þekkt- asti og umdeildasti Ijós- myndari Bandaríkjanna, sýnir myndir á Mokka. Sýningunni lýkur 20. júni. • Hjördís Frímann sýnir málverk í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Op- ið virka daga kl. 10-18 og laugard. 10-14. Sýning- unni lýkur 9. júnf. • Sýningin „Arktika", samsýning tveggja kvenna, Kjuregej Alex- öndru Argúnovu og Katrín- ar Þorvaldsdóttur, stendur yfir f MÍR-salnum, Vatns- stíg 10. Opið til 6. júní, á virkum dögum 17-18:30, um helgar 14-18. • Mai Bente Bonnevie sýnir málverk og samstill- ingu í Norræna húsinu. Opið daglega frá kl. 14-19 og lýkur sýningunni 31. maí. • Þóra Sigurðardóttir sýn- ir skúlptúra og teikningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg. Opiö daglega frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 30. maí. • Óskar M.B. Jónsson, Sveinn Einarsson frá Hrjót og Ingvar Ellert Óskars- son eru á safnsýningu í Nýlistasafninu. Opið dag- lega frá 14-18. Lýkur 30. maí. • Arnold Postl sýnir mál- verk í Gerðubergi. • Leikskólabörn, ásamt starfsfólki sex leikskóla í Reykjavík, eiga heiðurinn af myndum sem hengdar hafa verið upp í Geysis- húsinu, 2. hæð. Opið virka daga kl. 10-17 og um helgar kl. 11-16. • Róska sýnir málverk sín í Sólon Islandus. • Hannes Lárusson sýnir ný verk í Gallerí Gangi. • Ásgrímur Jónsson. Skólasýning stendur yfir í Ásgrímssafni þar sem sýndar eru myndir eftir Ás- grím Jónsson úr íslensk- um þjóðsögum. Opið um helgar kl. 13.30-16. • Orka & víddir - Boreal- is 6. Samsýning íslenskra og erlendra listamanna í Listasafni Islands. Sýn- ingunni lýkur 20. júní. • Björg Þorsteinsdóttir sýnir verk unnin á striga og pappír í Listamiðstöð- inni Hafnarborg, Hafnar- firði. Opið alla daga frá 12-18 nema þriðjudaga. Sýningunni lýkur 31. maf. • Höndlað í höfuðstað er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík. :

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.