Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 4
4 PRESSAN F R É T T I R Fimmtudagur 27. maí 1993. íDcttifCábjir Ut af með Bjarna Fel „Bjami Felixson, íþrótta- fréttamaður Sjónvarpsins, hefur gert marga góða hluti í starfi sínu og fyrir það ber að þakka, en nú er svo komið að tímabært er fyrir „rauða ljónið“ að draga sig í hlé. Lýsingar Bjarna eru því mið- ur orðnar daprar og afskap- lega óspennandi og eftir ára- langa vinnu hans hjá Sjón- varpinu er hreinlega orðið pínlegt fyrir áhorfendur að hlusta á hann endurtaka sömu fáu setningarnar aftur og aftur.“ íþróttaáhugamaður í DV. Samúel Öm Erlingsson, starfandi íþróttafréttastjóri Sjónvarps: „Mér finnst ómaklega vegið að manni sem hefur unnið af alúð og áhuga fyrir íþróttaáhuga- menn í áratugi. Ég vildi að það væru fleiri í þessu þjóð- félagi sem hefðu slíkan bar- áttuhug, áhuga og dugnað í starfi eftir svo langan tíma eins og Bjarni Felixson. Það er dæmigert fyrir skítkast af þessu tagi að menn treysta sér ekki til standa við það og skrifa undir nafhi.“ Siðleysi í sundlaug- um „Gunnar Þorsteinsson mun hafa rœtt um sundlaugarferð sína nýverið og sagt að á sundstöðum „sýndu kven- metin júgursín og nakin lœri“. Sundlaugaiðkun vceri einungis tilþessfallin að auka á girnd og losta fólks! Varaði hann hlustendur sítia eindreg- ið við að leggja í vana sitm að sækja slíka staði.“ Alþýðublaðið vitnar i ræðu Gunn- Kristján Ögmundsson, for- stöðumaður Laugardals- laugan „90-95 prósent af gestum Laugardalslaugar koma hingað til að ástunda heilbrigt líferni en ekki til að sýna á sér brjóstin, lærin eða tæmar. Það er alveg á hreinu. Það eru alltaf einhverjir sem Dýrt nautakjöt „Okkur var kynnt petta til- boð fyrir stuttu en leist ekki á það. Kjötið í pakkanum er um 1.300 krónum dýrara en sama kjöt hjá okkur í lausa- sölu. Við getum ekki boðið neytendum upp á 1.300 krónum hærra verð. Ég, sem neytandi, myndi aldrei borga 1.300 krónum hærra verð fyrir kjöt bara vegna þess að það er í einhverjum fínum pappakassa." Jóhannes Jónsson í Bónus i Alþýðu- blaðinu. Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúabænda: „Ég er ekki sann- færður um að Jóhannes sé hér að tala um sambærilegt kjöt að gæðum. Hann er væntanlega með annað kjöt en við. Auðvitað hugleidd- koma hérna með einhverju öðm hugarfari en að synda, til dæmis að sýna sig og sjá aðra, og það er einnig af hinu góða. Mér finnst ekkert at- hugavert við það að menn horfi á fallegar konur og öf- ugt. Það sýnir bara meistara- verk guðs — því fegurri, því betra handbragð. Ég get svo bent hinum sannkristna Gunnari Þorsteinssyni á að það er messa laugardaginn 5. júní kl. 9.30 í lauginni, og þar getur hann meðtekið heilaga ritningu ef hann vill.“ um við að vera með ódýrara kjöt, þ.e. kýrkjöt, en þetta er sameiginlegt átak vegna gæða og verðs. Við gerðum verðsamanburð í helstu stór- mörkuðum áður en við fór- um af stað og þá sáum við ekki þetta verð hjá Jóhannesi. Samkvæmt verðkönnun okkar er þetta verð sem við bjóðum um 30 prósentum lægra en almennt gerist í stórmörkuðum. Ef menn hafa lækkað verðið síðan vegna okkar þá er tilgangi okkar náð og ekki nema gott eitt um það að segja.“ PRESSAN/JÍM SMART JÓN SlGURÐSSON Búinn að eiga Jörðina í tuttugu ér en hefur lítið getað notað hana þrátt fyrir fjölda málaferla. Sérstæð og langvinn landamerkjaþræta í Flóanum Staðan 8:1 í Hæstarétti Fyrir Héraðsdómi Suður- lands er nú til meðferðar landamerkjamál vegna jarðar- innar Hallskots í Flóagaflstorfu í Eyrarbakkahreppi. Stefnandi málsins er Jón Sigurðsson, sem um áratugaskeið hefur reynt að fá jörðinni skipt til að geta haft afnot af henni. Vegna jarðarinnar hefur hann farið í fjöldamörg mál og þar af unnið átta fyrir Hæstarétti en tapað einu. Jón sér um málarekstur sinn sjálfúr, nema í málinu sem hann tapaði. Þá á hann að baki fimm mál í héraðsdómi sem ekki var áffýjað. Málið lá óhreyft hjá dóm- ara í tíu ár „Þrátt fyrir að vera óum- deildur eigandi jarðarinnar hef ég aldrei getað nýtt hana sem skyldi öll þau ár sem hún hefur verið í minni eigu,“ sagði Jón, sem væntir þess að núverandi landamerkjamál verði til að botn fáist í þetta sérstæða mál. Landamerkja- málið hóf hann reyndar árið 1983, en þá var hann búinn að eiga jörðina í tíu ár. Það lá svo óhreyft í tíu ár, þar til Jón fékk það tekið á dagskrá hjá hér- aðsdómnum nú í maí. Vandræði Jóns má rekja til þess að jörðin er í óskiptu landi sem hann á ásamt Éyr- arbakkahreppi. Um er að ræða 700 til 800 hektara land- svæði og má ætla að hlutur Jóns sé nálægt fimmtungi. Fljótlega eftir að hann eignað- ist jörðina komst hann að því að útilokað væri fyrir sig að nýta jörðina nema ffarn færu landaskipti. Árið 1978 fór hann því fram á það við sýslu- mann Árnessýslu að það yrði gert, og skipaði sýslumaður þá landskiptanefnd. Fljótlega kom í ljós að ágreiningur yrði um margt fleira en ytri landa- merki torfunnar. Hafa sölu- og leigusamningar Eyrar- bakkahrepps blandast inn í málið, en Jón segir að þeir hafi bæði gert sér erfitt fyrir við nýtingu jarðarinnar og auk þess mismunað sér sem eig- anda. Samningar hreppsins sérkennilegir Flest málaferlin má rekja til þess að árið 1970 gerði Eyrar- bakkahreppur samninga við tólf aðila um leigu á landi úr Flóagaflstorfunni og stofnaði þannig lögbýli. Lögbýlum þessum áttu að fylgja öll rétt- indi jarðarinnar, meðal ann- ars til veiða í ölfusá. Til að rifta þessum samningum þurfti Jón að fara í mál við átta af þessum tólf aðilum, hinir voru ýmist látnir eða horfnir á braut. Endanlegur dómur í málunum átta gekk í Hæstarétti árið 1987. Eyrar- bakkahreppur fékk þá fjóra aðila til að taka við þeim fjór- um samningum sem eftir voru. Var samningunum af- lýst áður en dómur var kveð- inn upp í málunum. Það liggur beint við að spyija Jón að því hvort hann sé ekki óvenjumikill mála- þræmmaður. Hann segist ekki draga neina fjöður yfir það, en bendir jafnframt á að hann hafi átt við ramman reip að draga. Það hefur einnig haft mikið að segja í þessu máli að landamerki jarðarinnar eru afar óskýr og snúin, og úr því aldrei fengust neinar lyktir í hver átti hvað þá hlaut að fara sem fór. Þá segir Jón að þessa dag- ana sé verið að koma landa- merkjum inn á kort sem verið er að gera á vegum Landmæl- inga íslands. Segist hann ótt- ast mjög að sínir hagsmunir verði þar fyrir borð bornir. Siguröur Már Jónsson debet þorsteinn pálsson kredit ■■■■■■■ ■■■■■■■■ „Þorsteinn er mjög stefnumarkandi og hefur mikla yfirsýn. Það er auðvelt að vinna fyrir hann vegna þess að hann er sjálfum sér samkvæmur. Maður veit jafh- an hvar maður hefur hann,“ segir Ari Edwald, aðstoðarmaður hans í dóms- málaráðuneytinu. „Þorsteinn er mjög góður og heiðarlegur maður sem vill gera hlutina vel. Þá er hann almennt velviljaður og í heiðarlegasta kanti íslenskra stjórn- málamanna,“ segir Jón Magnússon, lög- maður og fyrrum svili Þorsteins. „Hann er heiðarlegur í öllu samstarfi og góður samstarfsmaður í kjördæminu. Þá er hann einnig sjálfum sér samkvæmur,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður úr Suðurlandskjördæmi. „Þorsteinn hefur staðið sig mjög vel sem sjávarútvegsráð- herra að því leyti að hann hefur viljað fara nálægt tillögum Hafró, sem er annað en forveri hans í starfi gerði. Hann er ábyrg- ur, traustur og laus við yfirlýsingagleði; hann segir ekki meira en hann getur staðið við,“ segir Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar. Feiminn og lítt afgerandi — eða heiðarlegur og traustur? Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra hefur mikið verlð í sviðsljóslnu að undanförnu og meðal annars móbgað forseta Bandaríkjanna. „Það vill hlaðast á hann slíkt annríki að hann nær ekki að sinna öllum samskipt- um eins vel og best væri,“ segir Ari Edw- ald, hægri hönd hans í dómsmálaráðu- neytinu. „Honum hættir til að hnýta per- sónulega í menn. Það er að mínu viti galli á málflutningi hans og algerlega óþarft," segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrum svili Þorsteins. „Mér finnst Þorsteinn ekld nægjanlega afgerandi. Hann ætti að taka mun meira á gagnvart félögum sínum. Mér finnst hann eigi til dæmis að geta tekið mildu betur á Davíð, en hann er kannski bara góður við minnimáttar,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalags í Suðurlandskjördæmi. „Mér hefur fundist hann fulldipló- matískur og allt að því feiminn á köflum. Það hefur háð honum sem stjómmála- manni,“ segir Kjartan Magnússon, for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.