Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 24
GOTT A KROPPINN 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 27. maí 1993 LEIKHUSIN • „Togað á Norðurslóð- um“. Leikrit eftir Rupert Creed og Jim Hawkins með söngvum um líf og störf breskra togarasjó- manna. Þjóöleikhúsinu, Smíðaverkstæði, kl. 20.30. • Kjaftagangur. Gaman- leikur Neils Simon í leik- stjórn Askos Sarkola. Meðal leikenda eru Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Pálmi Gests- son, Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20. • Pelíkaninn eftir A. Strindberg. Leikstjóri Ka- isa Korhonen. Nemenda- leikhúsinu kl. 20.30. • „Togað á Norðurslóð- um“. Leikrit eftir Rupert Creed og Jim Hawkins með söngvum um líf og störf breskra togarasjó- manna. Þjóöleikhúsinu, Smíðaverkstæði. Síðasta sýning. • My Fair Lady Stefán Baldursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góörar útfærslu v_el og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti. Þjóöleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur mennta- veginn eftir Willy Russel. Aftur á sviö vegna fjölda áskorana. Síðasta sýning. Þjóðleikhúsinu, litla sviði, kl. 20.30. • Pelíkaninn eftir A. Strindberg. Leikstjóri Ka- isa Korhonen. Síðustu sýningar. Nemendaleik- húsinu kl. 20.30. • Leðurblakan. Óperetta eftir Jóhann Strauss. Leik- félagi Akureyrar kl. 20.30. LAUGAR DAGURINN 29. MAÍ • Leðurblakan. Óperetta eftir Jóhann Strauss. Síð- ustu sýningar. Leikfélagi Akureyrar kl. 20.30. ANNAR í HVÍTASUNNUÍ 3 1 . MAÍ • Kjaftagangur. Gaman- leikur Neils Simon í leik- stjórn Askos Sarkola. Meöal leikenda eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Pálmi Gestsson, Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20. FATÓ. nvium fatamarkaði Evu. Centr- ums og Gallerís. sem opnaður hefur verið á FraUkattíg 12 og má segja að sé arftaki fatamarkaöarins sem Marta Biamadóttir kaupmaður rak við Laugaveginn og síðar á Frakkastígn- um þar sem Company var áður til húsa. / Fató fæst nánast allt til þess að hylja kroppinn. Fatnaðurinn þar er þó ekki beint ferskur rambi maður oft inn í Evu, Centrum og Gallerí. Reki maður hins vegar nefið ekki oft þar inn er Fató himnaríki líkust, þvíþar fást fallegar og vandaðar vörur a la Marta Bjarnadóttir á þolanlegu verði. Fató er afbragðs andsvar við tusku- kreppubúðinni Vero Moda. „... vegnaþess að þeir elska mig og ef þeir elska mig ekki þá elska ég þá samt.“ HALIDÓR „VINUR' BRAGASON. Úr grafhýsi gagnrýnandans Ævisögur: ritdómar ogfordómar Kolbrún Bergþórsdóttir gerir tilraun í síðasta tölublaði PRESSUNNAR til að rita heildardóm um íslenskar ævi- sögur. Niðurstaða hennar er þessi: „Hinar dæmigerðu end- urminningabækur á íslandi eru yfirborðið eitt. Þar skapar aðalpersónan þá ímynd sem hún vill halda í og masar og hjalar um lífsstarf sitt og hugðarefni. Og ef skrásetjari er með í verkinu þá dansar hann gagnrýnislaust með.“ Þetta er ósatt. Bækurnar sem Kolbrún vel- ur sem dæmi í grein sína eru ævisaga Rósu Ingólfsdóttur eftir Jónínu Leósdóttur, ævi- saga Höllu Linker rituð af henni sjálfri, lífssaga Bryndísar Schram eftir Ólínu Þorvarðar- dóttur, ævisaga Ingólfs Guð- brandssonar eítir Svein Guð- jónsson, ævisaga Guðlaugs Bergmanns eftir Óskar Guð- mundsson og ævisaga Báru Sigurjónsdóttur eftir Ingólf Margeirsson. Allir höfundar ofangreindra bóka eru vanir og sjóaðir blaðamenn að Höllu Linker undanskilinni. Að segja um Jónínu, Ólínu, Svein, Óskar og Ingólf (og aðra reynda blaðamenn og ævisagnahöfunda) að þau dansi „gagnrýnislaust með“ aðalpersónunni sem „masar og hjalar um lífsstarf sitt og hugðarefni" er auðvitað yfir- lýsing um að ofangreindir höfundar kunni ekki sitt fag. Læsir og ólæsir gagn- rýnendur Það er hins vegar Kolbrún sem kann ekki sitt fag eða öllu heldur; konan virðist ólæs. Að vera læs er eitt af skil- yrðunum íyrir að vera gagn- rýnandi. Læs gagnrýnandi kann ekki aðeins að lesa orðin í bókinni, hann kann einnig að lesa texta sem slíkan og skilgreina hann. Ofangreindar bækur eru mjög ólíkar inn- byrðis og fáránlegt að kasta þeim — og öðrum ævisögum — í sömu tunnuna. Það gerir enginn læs gagnrýnandi. Það gerir ólæs gagnrýnandi eða gagnrýnandi sem vill slá sig til tímabundins riddara með al- hæfingum. Alhæfingar eru oft sniðugar og meinfýsnar og falla lesendum blaða vel í geð; þeir hlæja eða brosa í kamp- inn þegar alhæfingin lýstur einhver eins og elding af himni. Þetta er dálítið sérís- lenskt fyrirbæri. Alhæfmgar einfalda og forheimska les- andann. Alvöru skilgreiningar upplýsa og göfga lesandann. Það er auðvitað undir gagn- rýnandanum komið hvaða leið hann velur. Því það sem margir gagnrýnendur átta sig ekki á er að gagnrýni þeirra er um leið gagnrýni á þá sjálfa sem gagnrýnendur. Alhæfingar Kolbrúnar eru því um leið dómur hennar yf- ir sjálffi sér. Munurinn á huglægri og hlutlægri frásögn „Mas og hjal“ aðalpersóna og „gagnrýnislaus dans skrá- setjara“ eru aðeins alhæfingar Kolbrúnar. Læs gagnrýnandi þekkir muninn á hlutlægri frásögn og huglægri frásögn. Hlutlæg (objektíf) frásögn er lýsing að utan, oftast í þriðju persónu. I ævisögum er hlut- læg frásögn notuð mikið sem lýsing aðalpersónu á sam- ferðamönnum sínum eða lýs- ing skrásetjara á aðalpersónu. Huglæg (subjektíf) ffásögn er hins vegar lýsing að innan, oftast tilfinningablandin eða persónuleg. Huglæg lýsing í ævisögum er oftast lýsing að- alpersónu á sjálfri sér eða at- burðum sem hún sjálf tók þátt í en getur einnig verið lýsing á þriðja aðila. Meginmunurinn milli hlutlægrar lýsingar og huglægrar er auðvitað sá, að til hlutlægrar lýsingar er gerð sú krafa, að hún sé hludaus og sannferðug. Jafnstranga kröfu er ekki hægt að gera til hug- lægrar lýsingar. Huglæg lýsing er fýrst og fremst lýsing við- komandi persónu frá hjart- anu; hvernig viðkomandi leið eða hvaða hug persónan bar til sjálffar sín, samferðamanna eða atburða. Huglæg lýsing þarf alls ekki að vera raunsönn lýsing á persónum eða at- burðum. Þetta vita allir sem kunna að lesa bækur. Og allir sem kunna að lesa bækur vita einnig að huglæg lýsing segir oft miklu meira um aðalper- sónuna sem lýsir atburðum og persónum en um þær per- sónur eða atburði sem hún lýsir. Kolbrún kýs að nota nokkr- ar setningar úr bók minni um Báru Sigurjónsdóttur til að sýna ffam á að Bára hafi verið „hégómlega upp með sér“ þegar hún lýsir sambandi sínu við Sigfús Halldórsson tón- skáld: „Við vorum ungir lista- menn og urðum ástfangin upp fyrir haus þegar í stað. Samband okkar Fúsa vakti auðvitað strax eftirtekt í bæn- um. Við vorum bæði þekktir skemmtikraftar, þóttum fal- legt og listrænt par sem stjörnuljóma stafaði af... Við vorum saman og það stirndi af okkur.“ Þessi lýsing Báru á Sigfúsi og sér sem ungu pari í Reykja- víkurbæ í stríðsbyrjun er ekki vitnisburður um að Bára sé „hégómlega upp með sér“. Allir sem kunna að lesa bækur sjá strax að umrædd frásögn er huglæg lýsing konu sem minnist áranna þegar hún var ung og ástfangin eins og henni finnst að hún hafi upplifað þann tíma sem ung kona. Ef þessi mynd er skýr í huga Báru Sigurjónsdóttur, hvers vegna í ósköpunum á skrásetj- ari að breyta henni? Þannig man Bára sig og Sigfús og sú huglæga lýsing hlýtur að vera sú eina og rétta þegar Bára Sigurjónsdóttir segir sjálf ffá. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar blaðamenn eða ævisagnaritarar fara að breyta beinni ffásögn viðmælenda. Til að upplýsa Kolbrúnu dálítið um mín eigin vinnu- brögð, þá tékka ég alltaf af all- ar frásagnir viðmælenda minna. Varðandi lýsingu Báru á sambandi sínu við Sigfús HaUdórsson eyddi ég drjúg- um tíma með Sigfúsi sjálfúm og öðrum samferðamönnum Sigfúsar og Báru. Lýsing Báru á sambandi þeirra kom heim og saman við ffásagnir Sigfús- ar og annarra. Reyndar fylgir affast í bók minni um Báru (líkt og í öUum mínum bók- um) ítarleg heimildaskrá yfir öU hliðargögn sem notuð hafa verið við skráningu bókarinn- ar. Þar getur Kolbrún sjálf les- ið að við gerð bókarinnar var ekki aðeins stuðst við „mas og hjal“ Báru, heldur sendibréf, bækur, blaðagreinar, prentað mál auk ítarlegra viðtala við tugi manna. Þetta getur hver maður séð sem nennir að fletta bókinni. Hin huglæga lýsing Báru, sem Kolbrún kýs að vitna í, hefur því hlutlægt mat að baki sér. Það er ekki í mínum verkahring að leggja dóm á bækur starfssystkina minna, en ég get fullyrt af áratuga- langri reynslu að Ólína Þor- varðardóttir, Jónína Leósdótt- ir, Óskar Guðmundsson og Sveinn Guðjónsson eru allt fýrsta flokks blaðamenn með langa og stranga starfsreynslu að baki, sem eiga allt annað skiUð en að fá þá einkunn að þau lepji gagnrýnislaust upp „mas og hjal“ viðmælenda sinna. Ef Kolbrún Bergþórs- dóttir kynni skil á huglægri og hlutlægri ffásögn væri hún ef- laust sammála mér. Islendingasögurnar eru ekkert annað í eðli sínu en vel skrifaðar ævisögur. Guðrún Ósvífursdóttir segir í Laxdælu: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Og Bergþóra segir í Njálu: „Ung var ég gefin Njáli...“ Báðar þessar lýsingar eru huglægar. Sé bókmennta- greining Kolbrúnar hins vegar notuð, hafa þessar tvær forn- konur „masað og hjalað“ og skrásetjararnir ónefndu „dansað gaganrýnislaust með“. Kjarkleysi og lýðskrum Bókaval Kolbrúnar vekur athygli mína. JJr allri ævisagnaflórunni hefur Kolbrún valið sex bæk- ur sem dæmi um þá kenningu sfna að „endurminningar- bækur á íslandi eru yfirborðið eitt“. Þessar bækur eru greini- lega „pars pro toto“ eða „hluti fyrir heild“ — dæmi um ástandið á ævisagnamarkaðn- um á íslandi í dag. Viðkom- andi einstaklingar í ævi- sagnavali Kolbrúnar eru allir úr verslunar- og þjónustugeir- anum, sem talsverðum „gla- múrljóma“ hefur stafað af. Þegar ég var beðinn að skrifa ævisögu Báru Sigurjónsdóttur fannst mér einmitt það vera verðugt verkefni að brjótast í gegnum hinn bleika sellófan- múr almenningsálitsins að kjarnanum í persónu Báru Sigurjónsdóttur. Reyndar voru allir gagnrýnendur bók- arinnar sammála um að sú til- raun hefði tekist nema gagn- rýnandi DV (reyndar kona eins og Kolbrún), sem kaus að hella sér yfir persónu Báru en ekki bókina sem slíka. Ég kaus að svara ekki þeim alhæfing- arskrifum en sagði í vinahópi að krítíkin hefði ekki verið rit- dómur heldur fordómur. Rit- dómarinn hafði gefið sér per- sónu Báru fýrirfram og þurfti nánast ekki að lesa bókina. Það er nefnilega mun auð- veldara að velta sér upp úr fordómum en mæta opinn til leiks og leggja sjálfstæðan dóm á viðkomandi menn og atburði, jafnvel þótt niður- staðan verði allt önnur en bú- ist var við í upphafi. Sérstak- lega er auðvelt að velta sér upp úr fordómum sem eiga sér stuðning í almenningsálitinu. Það þarf hins vegar kjark að fara gegn straumnum og við- teknum skoðunum. Kolbrún velur sér ævisögur persóna sem eru þekktar og umdeildar, ekki síst vegna frama og velgengni. Það sýnir ákveðið kjarkleysi gagnrýn- andans og tilhneigingu til lýð-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.