Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 6
F R E TT I R
6 PRESSAN
Fimmtudagurínn 27. maí 1993
*
Itarleg rannsókn ó tveimur sýslumannsembættum
Fjárreiður sýslumannsins
á Eskifirði rannsakaðar
MENN
Guðni Ágústsson,
formaður bankaráðs Búnaðarbankans
Vopnin kvödd
Það eru meiri ósköpin hvað
allir eru vondir við gæðinginn
hann Guðna Ágústsson þessa
dagana. Hann hefur ekki ann-
að gert sér til skammar en vilja
bæta vöruskiptajöfnuð fá-
tækrar þjóðar í austurvegi
með smálegum viðskiptum
með afgangsvarning. Enginn
spyr hvað Guðna gekk til, lík-
lega af því að enginn þekkir
góðmennskuna sem býr undir
hörkunni í breiðu og flötu
andliti gamla mjólkurbús-
stjórans úr Flóanum.
Guðni hefur reyndar ýtt
undir þessa skoðun. Fyrst
sagðist hann ekkert vita um
málið, svo vissi hann eitthvað
og rak einhvern mann, daginn
eftir var maðurinn ekkert rek-
inn og loks vissi Guðni allt, en
samt ekki nóg til að bera
neina ábyrgð á þvi.
Líklegast er að Guðni sé
svona hógvær og vilji ekki
mikla sig af því að hafa viljað
styrkja fátæklinga austur í
Evrópu með því að kaupa af
þeim drasl sem þeir höfðu
ekki lengur þörf fyrir. Það
skipti Guðna ekki höfúðmáli
hvort það var brotajárn eða
bryndrekar, kanónur eða
kjarnorkusprengjur — fólkið í
Rússlandi var svangt og þurfti
peninga fyrir mat. Flóknara
var það nú ekki.
Þetta er heldur ekki í fyrsta
skipti sem Guðni sýnir gæsku
sína og notar bankann sinn til
að aðstoða smælingja. Þeir eru
ófáir eymingjarnir sem hann
hefúr aumkað sig yfir með of-
urlítilli fýrirgreiðslu, svo ekki
sé minnst á alla bændurna
sem Guðni berst fyrir með
stórum kjafti og klóm. Þeir
eiga einmitt við sama vanda
að etja og Rússarnir: þeir eru
fátækir, en eiga fullt af drasli
sem enginn vill kaupa, þótt í
þeirra tilfelli sé það reyndar
rollukjöt. Það er bitamunur,
en ekki ijár.
Önnur tilgáta hefur heyrst,
þótt hún sé óstaðfest, sumsé
að Guðni hafi verið að búa ís-
lendinga undir þá innrás út-
lendinga sem vænta má þegar
EES-samningurinn tekur
gildi. Nokkuð er síðan Guðni
vakti athygli fyrir að vilja verja
„Það hefði enginn kippt sér upp við
nokkrar handsprengjur, en kjarnorku-
sprengjur var ofmikið afþví góða. Það
hefði enginn kvartað yfirfáeinum vél-
byssum — orrustuþotur voru óþarfi. “
okkar aumu smáþjóð fýrir
samneyti við dökkhært og
brúneygt fólk með þaðanaf-
verra litaraft, enda þekkir
hann úr búskapnum á Brúna-
stöðum afleiðingar óheppi-
legrar kynblöndunar. Ef þessi
tilgáta er rétt væri íslending-
um sæmst að þakka Guðna,
en ekki skamma hann, fyrir
hugulsemina. Víst má segja að
Guðni hafi verið heimskur, að
þvælast þetta í vopnabrask
sem hann hefur ekki vit á, en
hann meinti ábyggilega vel.
Og vegurinn til helvítis er
varðaður góðum fyrirætlun-
um og því fór sem fór fyrir
Guðna. Hann lét góðmennsk-
una hlaupa með sig í gönur,
gekk of langt og kunni sér
ekki hóf frekar en í landbún-
aðinum. Það hefði enginn
kippt sér upp við nokkrar
handsprengjur, en kjarnorku-
sprengjur var of mikið af því
góða. Það hefði enginn kvart-
að yfir fáeinum vélbyssum —
orrustuþotur voru óþarfi.
Guðni hefúr sér til afbötun-
ar að það hefur enginn reynt
að stoppa hann í landbúnað-
arruglinu og þess vegna hafði
hann enga ástæðu til að ætla
að neinn kippti sér upp við
nýja, litla aukabúgrein eins og
þessa. En nú veit hann betur.
Góðmennska borgar sig ekki.
AS
Sem kunnugt er stendur
yfir mikil rannsókn á fjár-
reiðum sýsiumannsemb-
ættisins á Siglufirði í kjöl-
far þess að upp komst
um meint tollalagabrot
sýslumannsins, Eriings
Óskarssonar bæjarfóg-
eta.
Það mun hafa verið sam-
kvæmt ábendingu sem „svarta
gengið" svokallaða var staðsett
á Siglufirði þegar skipað var
upp hestakerru í eigu eigin-
konu sýslumannsins 14. maí
síðastliðinn. Að öllu jöfnu
hefði hún verið tollskoðuð af
sýslumanninum og yfirlög-
regluþjóninum. Þar sem ljóst
var að farmskjöl kerrunnar
voru ekki í lagi var gripið ffam
fyrir hendurnar á þeim tveim-
ur. Kom þá í ljós smygl á reið-
tygjum og áfengi og grunur
um að slíkt hafi átt sér stað
áður. Báðum var vikið frá
tímabundið og fer meðal ann-
ars ffam rannsókn á fjárreið-
um sýslumannsembættisins.
Þrátt fyrir að því hafi verið
haldið ffam að ekki séu tengsl
á milli málanna þykir bæjar-
búum á Siglufirði augljóst að
svo sé, enda bæjarfógeti og
yfirlögregluþjónn „hestafélag-
ar“ til margra ára.
Rannsókninni á Eski-
firði ólokið
Það þarf hins vegar ekki að
leita langt aftur í tímann til að
finna annað dæmi þar sem
utanaðkomandi ábending
hefúr ýtt af stað mikilli og ná-
kvæmri rannsókn á fjárreið-
um sýslumannsembættis.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR fór Þorsteinn
A. Jónsson, skrifstofustjóri
dómsmálaráðuneytis, við
annan mann austur á Eski-
fjörð í nóvember síðastliðn-
um. Tilefni ferðarinnar var að
taka út embætti Sigurðar Ei-
ríkssonar, sýslumanns þar. í
kjölfar þess fór ffam rannsókn
á fjárreiðum embættisins á
vegum ríkisendurskoðunar.
Sigurður sendi frá sér svar í
janúar síðastliðnum.
Rukkaði dagpeninga
fyrir ferðir innan emb-
ættisins
Það sem var til rannsóknar
á Eskifirði voru ýmis útgjöld
sýslumannsins vegna rök-
studds gruns um að hann
hefði ruglað saman persónu-
legum fjárreiðum og fjárreið-
um embættisins. Var meðal
annars skoðaður dagpeninga-
og bifreiðakostnaður sýslu-
mannsins. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins mun sýslu-
maðurinn hafa skilað inn
reikningum fyrir dagpening-
um vegna ferða innan um-
dæmisins, sem er í bága við
reglur um dagpeninga.
Þá voru viðskipti með stór-
an leðursófa til skoðunar, en í
ársbyrjun 1991 keypti Sigurð-
ur hann til embættisins á um
180 þúsund krónur. Eftir
skamma viðdvöl á skrifstofu
sýslumanns vár sófinn sendur
á heimili sýslumannsins og
var hann þar þegar rannsókn-
in hófst í nóvember 1992.
Skömmu eftir það var sófinn
sendur lögreglunni á Fá-
skrúðsfirði, þar sem hann er
enn.
SlGURÐUR ElRÍKSSON sýslumaöur á Eskifirði. Niðurstaða úr rann-
sókn á embættinu liggur enn ekki fyrir.
Erlingur Óskarsson
bæjarfógeti á Siglufirði. Emb-
ættisfærslur hans eru nú skoð-
aðar af Rannsóknarlögregl-
unni, ríkisendurskoðun, dóms-
málaráöuneytinu og fjármála-
ráðuneytinu.
Kostnaður við endur-
bætur á bústaðnum
langt fram úr heimild-
um
Þá kom í ljós að sýslumaður
hafði fengið munnlega heim-
ild hjá fýrrverandi yfirmanni í
dómsmálaráðuneytinu til að
gera nauðsynlegar endurbæt-
ur á sýslumannsbústaðnum.
Þessi heimild var fyrir 500
þúsund krónum, en kostnað-
urinn var um ein og hálf
milljón króna þegar upp var
staðið. Hafði þá meðal annars
verið smíðaður sólpaUur, sem
kostaði um 700 þúsund einn
og sér. 1 tengslum við þetta
kom í ljós að sýslumaðurinn
hafði meðal annars greitt
konu sinni og syni laun fyrir
málningarvinnu við sýslu-
mannshúsið.
Þá kom einnig í ljós við
rannsóknina að til gjaldkera
embættisins höfðu komið
reikningar síðasta sumar frá
teppaverslun í Reykjavík
vegna persneskra teppa sem
aldrei höfðu sést þar, heldur
farið beint í embættisbústað-
inn.
Eins og áður sagði voru bif-
reiðareikningar sýslumanns-
ins skoðaðir og einnig notkun
hans á ómerktri bifreið, sem
vanalega er notuð af rann-
sóknarlögreglunni á Eskifirði.
I sumarfríum starfsmanns
embættisins notaði sýslumað-
urinn bílinn.
Ríkisendurskoðun hefur
skilað ffá sér skýrslu sinni og
er dómsmálaráðuneytið með
hana til meðferðar. Að sögn
Þorsteins Geirssonar ráðu-
neytisstjóra hefur engin
ákvörðun verið tekin um
framhald málsins. Enn væri
verið að meta innihald skýrslu
ríkisendurskoðunar í dóms-
málaráðuneytinu og ffamhald
málsins því óvíst._________
Siguröur Már Jónsson
Eruð þið endanlega búnir að missa tökin á ríkisfjármálunum?
Skárri kosturinn valinn
NAFN: SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
STARF: HEILBRIGÐISRÁÐ-
HERRA ALDUR: 51
Ríkisfjármálln eru komin í algjör-
an hnút. Hallinn á þessu ári
veröur aö minnsta kosti 13 millj-
aröar og stefnir í aö veröa ekki
minni en 18 milljaröar á því
næsta. Þrátt fyrir loforð ríkis-
stjórnarflokkanna um aö koma
böndum á ríklsfjármálin hefur lít-
ið gengiö og nýgeröir kjara-
samningar eru sist til þess falln-
Ir aö minnka vandann..
„Nei, ekki vil ég segja það,
hins vegar verður þessi barátta
erfiðari og erfiðari vegna þess
að samdrátturinn í þjóðarbú-
skapnum er miklu meiri en
menn áttu von á. Vandi okkar
er tvíþættur: I íýrsta lagi verð-
ur, vegna þessa mikla sam-
dráttar, einnig mikill sam-
dráttur í tekjum ríkissjóðs ffá
ári til árs og í öðru lagi er
óhjákvæmileg aukning í út-
gjöldum þó ekki væri nema
vegna fjölgunar ellilífeyris-
þega. Þannig að gatið á milli
tekna og útgjalda er að vaxa af
báðum þessum orsökum.“
Eru nýgeröir kjarasamning-
ar ekki óös manns æði í
OXINNI
SIGHVATUR
SVARAR FYRIR
RÍKISFJÁRMÁLIN
Ijósi slæmrar stööu ríkis-
sjóös?
„Það var nú hvorugur kost-
urinn góður; að auka útgjöld
ríkissjóðs eða eiga á hættu
óróaskeið á vinnumarkaði og
allt sem því fýlgir. Menn ein-
faldlega völdu þann kost sem
þeir töldu skárri af tveimur
slæmum.
Það virtist vera sameiginlegt
mat verkalýðshreyfingarinnar
og vinnuveitenda að atvinnu-
lífið gæti ekki greitt heldur
yrðu menn að búa sig undir
skertan kaupmátt. Báðir aðilar
beindu spjótum sínum að rík-
isvaldinu og það er nú ein-
faldlega háttur okkar Islend-
inga að ganga út ffá því að það
sem ríkið borgi, það borgi
enginn.“
Munu aðgerðir eins og aö
hækka skatta og skera
niður ekki koma þyngst
niður á þeim sem minnst
mega sín og kröppust hafa
kjörin?
„Ekki veit ég það. En það er
mín skoðun að til dæmis
lækkun á virðisaukaskatti á
matvæli komi ekki fyrst og
fremst lægst launaða fólkinu
til góða. Ef menn hefðu verið
að leita leiða til að koma því
fólki til góða hefðu menn tal-
að um hækkun á bamabótum
og hækkun á skattleysismörk-
um. Það virtist ekki vera áhugi
fyrir því, þannig að þarna
völdu samningsaðilar lausn
sem ekki er í þágu láglauna-
fólksins. Islenska þjóðin er
þjóð launamanna. Hér eru
ekki margir ríkir, þannig að
það er hinn almenni launa-
maður sem stendur undir öll-
um gjöldum úr sameiginleg-
um sjóðum. Ef á að auka þau
útgjöld og svara því með öflun
tekna kemur það óhjákvæmi-
lega ffam sem rýrnun á kjör-
um hins almenna launa-
manns, sem stendur undir
þorra ríkisútgjaldanna. Það er
Jón Jónsson á götunni.“