Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 20
E R L E N T
20 PRESSAN
Fimmtudagurínn 27. maí 1993
Ekki bara beggja
vegna borðsins held-
ur undir því líka
MAÐUR VIKUNNAR
Shianouk fursti
Kóngur, fursti, forystu-
maður stjórnmálaafls, sax-
ófónleikari, ritstjóri tímarits,
kvikmyndaleikstjóri. Það
mætti helst ætla að maðurinn
heíði lifað mörgum lífum.
Shianouk fursti var krýnd-
ur konungur Kambódíu árið
1941 en var lækkaður 1 tign,
gerður fursti, af föður sínum
1955 og stjómaði landinu allt
þar til honum var steypt af
■ ►stóli árið 1970. En Shianouk
fursti var ekki af baki dottinn
og varð yfirmaður útlaga-
stjómar árin 1970-1975. „Ég
hef aldrei beðið pólitískan
ósigur. Þið getið gert það sem
ykkur sýnist en ekki láta ykk-
ur detta í hug að þið getið
sigrað mig, því ég er maður
sem tekur ekki ósigri." Hann
sneri affur á stjórnartíma
Rauðu Khmeranna 1975 og
var æðsti yfirmaður landsins
að nafhinu til en var neyddur
til að segja af sér ári síðar.
Rauðu Khmerarnir (Shiano-
uk gaf þeim þetta nafn) tóku
Völdin 1975 og ríktu með áð-
ur óþekktri harðstjórn sem
kostaði ótölulegan fjölda fólks
lífið. Svo fór að iokum að Ví-
etnamar, fýrrum bandamenn
Rauðu Khmeranna, réðust
inn í Kambódíu og íbúar
landsins tóku þeim fýrst í stað
sem frelsandi englum. Rauðu
Khmerarnir, undir forystu
Pol Pots, flúðu til fjalla og
höfðu með sér fjölda ánauð-
ugs fólks sem vinnudýr.
Flest ríki á Vesturlöndum
voru ófús að viðurkenna
kommúníska stjórn Víet-
nama í Kambódíu þó svo að
‘ fráfarandi stjórnartíð Pol Pots
hafi síst verið til fýrirmyndar.
Þá kom upp sú einkenni-
lega staða að Shianouk fúrsti
varð sameiningartákn burt-
rekinna stjórnarherra í
Kambódíu, að minnsta kosti
út á við. Rauðu Khmerarnir
héldu sæti sínu hjá Samein-
uðu þjóðunum og Kínverjar
neyddu þá til að starfa með
Shianouk á þeim vettvangi.
Stjómarár hans í Kambód-
íu þóttu næstum jafhfúrðuleg
og söngur hans í boðinu.
Hann hataðist við Frakka,
sem upphaflega studdu hann
til valda, og lagði sig í líma við
að ofsækja háskólamenntað
fólk. Sérstaklega þá sem lært
höfðu í Frakklandi. Honum
var mjög í nöp við hvers kyns
millistétt: „Ég tek einungis við
hegningu fólksins. Þið eruð
ekki fólkið, heldur tilheyrið
annarri stétt, hvorki furstar
né fólk.“ Á þessum nótum
voru yfirlýsingar hans til
millistéttarinnar. Þegar er-
lendir blaðamenn komu til
landsins og æsktu viðtals gátu
þeir allt eins átt von á að vera
meinað að hitta furstann en
fengu þess í stað reiðilestur í
útvarpi landsins frá Shianouk
sjálfum. Hann hafði einnig
sérstakt dálæti á að stríða
sendimönnum erlendra ríkja.
Eitt sinn boðaði hann alla
sendiherrana á sinn fund og
skipaði þeim að taka þátt í að
leggja járnbrautarteina. Vinn-
an var erfið en þó hýrnaði
ögn yfir liðinu þegar það fékk
dýrindis máltíð með vel
kældu kampavíni að dags-
verkinu loknu.
Hlutskipti hans var ekki
auðvelt. Það er ekki heiglum
hent að sameina búddisma,
sósíalisma og lýðræði hjá
einni og sömu þjóðinni. Þeg-
ar litið er yfir þennan litríka
feril verður manni ljóst hvers
vegna margir telja Shianouk
fúrsta þann eina sem geti sætt
stríðandi fýlkingar í Kambód-
íu. Hann hefur unnið með
öllum og á móti öllum. Verið
beggja vegna borðsins og
undir því líka.
^rfjc ?)oth $imcö
Breytingar í Venezuela
Þar sem Venezuela er annar stærsti innflytjandi olíu til
Bandaríkjanna og eitt af elstu lýðræðisríkjum Suður-Ameríku er
vert að gefa nokkum gaum að því sem þar gerist. Þó svo að for-
séti landsins, glaumgosinn Carlos Andres Perez, hafi verið látinn
segja af sér vegna gruns um að hafa misnotað almannafé er ekki
talið að það muni hafa áhrif á olíuútflutninginn. Nú, þegar sam-
keppni á alþjóðlegum mörkuðum eykst stöðugt, eru víðtækari
markaðsumbætur eini raunverulegi kosturinn fýrir íbúa Ven-
ezuela. Sú uppræting opinberrar spillingar sem nú á sér stað fýr-
ir dómstólum landsins gefur stjórnmálamönnum færi á að
koma fram með skynsamlegri lausnir á vanda þjóðarinnar.
Fórnirnar sem þeim fylgja ættu að dreifast á fleiri herðar og
árangurinn að koma öllum til góða. Hlutverk stjórnvalda í
Washington er að standa vörð um lýðræðisþróun í landinu.
Sá forseti sem við tekur mun sárlega þarfhast alls þess stuðn-
ings sem erlend ríki geta veitt til að endurnýja trú fólks á lýð-
ræðið eftir stormasama valdatíð Perez.
Voru ósakanir Anitu Hill uppspuni fró rótum?
Sýnist sitt hverjum í
máli Anitu Hill gegn
Clarence Thom
Ásakanir Anitu HiU á
hendur Clarence Thomas um
kynferðislega áreitni gerðu
hana heimsfræga á örskots-
stundu. Hún er eftirsóttur fýr-
irlesari sem ferðast um gjör-
völl Bandaríkin og fær allt að
12.000 dollurum fýrir hvern
fýrirlestur sem hún heldur um
kynjamisrétti og kynferðislega
áreitni á vinnustöðum. HiU-
ary Clinton segir sérhverja
konu sem lætur sig þessi mál
varða eiga Anitu Hill mikið að
þakka. Margir líta á hana sem
hugrakka konu sem var tilbú-
in að fórna starfsframa sínum
til að koma í veg fyrir rang-
læti. Hún þorði að standa ein
gegn karlaveldinu og ásaka
háttsettan embættismann fýr-
ir áreitni.
Nú er komin út bók í
Bandaríkjunum, The Real An-
ita HilL The Untold Story, eftir
David Brock, þar sem mála-
ferlin eru skoðuð ofan í kjöl-
inn, en þá kemur ýmislegt
miður óskemmtilegt í ljós fýr-
ir Anitu. 1 fyrsta lagi bendir
höfundur bókarinnar á ósam-
ræmi í vitnaleiðslum hennar
fyrir þingnefnd þeirri sem
rannsakaði málið.
Þegar hún varð spurð af
hverju hún hefði fýlgt Thom-
as úr menntamálaráðuneyt-
inu í nýtt starf við jafnréttis-
nefitd, þegar hann var gerður
yfirmaður hennar, svaraði
hún því til að hún hefði átt
engra annarra kosta völ.
Andrew Fishel, háttsettur
embættismaður við starfs-
mannahald sem var ekki kall-
aður fýrir þingnefhdina, segist
hafa boðið henni að halda
áffam störfum við ráðuneytið.
„Hún neitaði og sagðist ætla
að fýlgja Thomas. Hún leit á
þetta sem upphefð og þrep
uppávið í metorðastiganurn."
Ánita bar það einnig fýrir sig
að hún hefði ekki vitað hver
ætti að taka við af Thomas í
ráðuneytinu. Harry Single-
ton, eftirmaður Thomas við
ráðuneytið, andmælir þessu
kröftuglega: „Ég ætlaði ekki að
trúa því þegar hún sagðist
ekki vita hver hefði átt að taka
við. Ég var kominn inn í starf-
ið nokkrum mánuðum áður
en þau fóru. Við vorum bæði
í Yale og töluðumst oft við.
Clarence sagði mér að hann
vildi fá Holt (annar aðstoðar-
maður) með sér í jafnréttis-
ráðið og ég vildi ekki standa
uppi án aðstoðarmanna svo
ég spurði Anitu hvort hún
vildi ekki vera eftir. Hún svar-
aði því til að hún vildi fýlgja
Clarence. Hún laug að þing-
nefhdinni."
Anita Hill hélt því ffam við
vitnaleiðslurnar að hún hefði
fengið starf við Oral Roberts-
háskólann effir að hafa haldið
þar fýrirlestra. Clarence
Thomas hefði hvergi komið
þar nærri. Charles Kothe,
rektor skólans, segir þetta al-
gjöran þvætting: „Fyrstu
kynni mín af Anitu Hill voru
við miðdegisverðarboð sem
haldið var í tilefni þess að
Clarence Thomas átti að
halda fýrirlestur. Mér var sagt
að hún væri frá Oklahoma.
Allt í einu datt mér í hug að
spyrja hvort hún vildi kenna
við skólann og hún tók strax
því boði.“ Hann bætir við að
það hafi verið tengsl hennar
við Thomas en ekki kennara-
hæfileikar hennar sem urðu
þess valdandi að hún fékk
starfið. Fleiri dæmi er hægt að
tiltaka þar sem hún afneitar
að hafa haft samband eða
samráð við Clarence Thomas
effir að hún lét af störfúm hjá
jafnréttisráðinu. Hún hefur
haldið því fram að hún hafi
lagst gegn því að hann fengi
að halda fyrirlestur við há-
skólann í Oklahoma þegar
hún kenndi þar. Þegar skoð-
aðar eru fundargerðir háskól-
ans kemur aftur á móti í ljós
að hún studdi tillögu þess efn-
is að honum yrði boðið að
halda fýrirlestra.
Áður en Anita Hill kom
fram fyrir þingnefndina var
hún yfirheyrð af FBI. 1 þeim
yfirheyrslum fór hún ekki
Enginn veit hvort ásakanir Anitu
Hill eigi eftir að koma Clarence
Thomas illa í starfi.
nándar nærri eins út í smáat-
riði, en hún var alls ófeimin
við slíkt seinna þegar yfir-
heyrslunum var sjónvarpað
um öll Bandaríkin. Frammi
fýrir þingnefndinni talaði hún
um dálæti verðandi hæstarétt-
ardómarans á klámi og meint
klámfengin ummæli hans. 1
FBI-yfirheyrslunum kom ekk-
ert slíkt ffam þó svo hún væri
áminnt um að vera sem ná-
kvæmust í frásögn sinni og
draga ekkert undan. Jolene
Smith Jameson, rannsóknar-
lögreglukona hjá FBI, undir-
skrifaði skýrslu þar sem ffam
kom að Hill minntist einungis
„sérstakra tilfella sem snertu
klámfengin efni svo sem fólk í
kynferðislegum athöfnum
hvert við annað og við dýr“.
Frammi fýrir þingnefndinni
sagðist Hill aldrei myndu
gleyma þeim ummælum
Thomas að ef hún segði ein-
hvern tíma frá hegðun hans
myndi það leggja ffama hans í
rúst. 1 yfirheyrslum FBI þann
sama dag hafði hún eftir þessi
sömu ummæli með þeirri
einu breytingu að ef hún segði
frá áreitni hans myndi það
leggja ffama hennar í rúst.
A sínum tíma kom Anita
Hill fram sem heiðarleg sann-
kristin stúlka sem hefði tekið
hin klúru ummæli mjög nærri
sér. Starfsfélagar hennar ffá
þessum tíma lannast ekki við
að hún hafi verið siðprúðari
en aðrir. Diane Holt, sem
starfaði með Anitu í Washing-
ton snemma á níunda ára-
tugnum, segir þær hafa talað
opinskátt um karlmenn og
kynlífi „Hún gortaði af því að
aílir karlmenn væru að reyna
við sig.“ Maður sem kynntist
henni náið þegar hún kenndi í
Oklahoma segir hana oft hafa
talað um klám og kynlíf:
„Hún tók oft þátt í samræð-
um um þessi mál. Hún talaði
um klámmyndir eins og hún
hefði horft á þær heima hjá
sér.“
Fyrrum nemendur hennar
bera henni á brýn að hafa
stöðugt haldið fram eigin
skoðunum og fordómum í
kennslustundum. Hún hafi
séð kynferðis- og kynþátta-
misrétti jafnvel þar sem ekkert
slíkt var til staðar. Árið 1986
sakaði hún nemendur sína í
verslunarrétti um kynþátta-
fordóma þegar þeir mættu all-
ir óundirbúnir í tíma. Þeir
segja aftur á móti raunveru-
legu ástæðuna þá að þeir hafi
verið búnir að gefast upp á
kennslu hennar. „Annaðhvort
skildi hún ekki efnið eða þá að
hún gat alls ekki komið því ffá
sér. Allir í bekknum urðu svo
vonsviknir að þeir hættu að
lesa,“ segir Jim Wagoner,
fýrrum nemandi Anitu.
Hún reyndi einnig að fá
samþykktar umgengnisreglur
varðandi ffamkomu og tals-
máta á skólalóðinni sem voru
einhverjar þær ströngustu í
gjörvöllum Bandaríkjunum.
„Anita og vinir hennar
breyttu skólanum í pólitískan
letigarð. Ef þú varst hvítur
karlmaður áttirðu örugglega
effir að lenda í vandræðum. Ef
við það bættist að þú værir
ekki nógu ffjálslyndur áttirðu
ekki uppreisnar von,“ segir
Michael Roberts sem var
gistiprófessor við skólann árið
1988.
David Brock, höfundur
fýrrnefndrar bókar, telur
meginorsök ásakana Anitu
Hill á Clarence Thomas þá að
hún líti á hann sem svikara
við málstaðinn. Hún telur
hann hafa afneitað uppruna
sínum og gengið ráðandi
karla- og kúgunarvaldi á
hönd. Hún er dyggur stuðn-
ingsmaður þeirra sjónarmiða
að minnihlutahópar eigi að
ganga fýrir í þjóðfélaginu og
að Clarence Thomas hafi nýtt
sér þennan rétt sjálfum sér til
ffamdráttar en vilji nú koma í
veg fýrir að aðrir fái einnig
notið þess sama.
Anita Hill ferðast um gjörvöll Bandaríkin og heldur fyririestra um kynja-
og kynþáttamisrétti.
Málið kannski ekki
svona einfalt
Andstæðingar Clarence
Thomas líta málið allt öðrum
augum. Stephen L. Carter,
prófessor í lögum við Yale-há-
skóla, bendir á að enginn
þeirra sem Brock vitnar til
hafi verið eiðsvarinn né tilbú-
inn að koma fram opinber-
lega. Því séu yfirlýsingar þeirra
staðlausir stafir. Erfitt sé að
finna vitni að atburðum sem
þessum og því hafi stuðnings-
menn hennar gert rétt í því að
leiða fram fólk sem gat stað-
fest að orðurn hennar væri
treystandi. í öðru lagi vill
hann beina sjónum manna að
gamaldags hugmyndum um
mismun kynjanna. Konur
dragast að karlmönnum kyn-
ferðislega og fýllast vonbrigð-
um ef þeim er hafnað. Þær
em þiggjendur en þeir gefend-
ur. Af þessu leiðir að allar
„venjulegar konur“ mættu
prísa sig sælar að fá einhverja
kynferðislega athygli en karl-
menn eru fórnarlömb von-
svikinna kvenna þegar þeir
eru ásakaðir um kynferðislega
áreitni.
Stuðningsmenn Clarence
Thomas hömruðu mjög á því
að hann hefði unnið sig upp
úr örbirgð til hæstu metorða
og aldrei notið litarháttar síns
á þeirri löngu og ströngu leið,
en Thomas er einn svarnasti
andstæðingur þess að veita
minnihlutahópum, og þá að-
allega svertingjum, forskot á
aðra. Carter bendir á að ef
Clarence Thomas væri hvítur
hefðu svona harkalegar ásak-
anir örugglega komið í veg
fýrir að hann fengi embættið.
Hann notaði sér litarhátt sinn
til að verjast ásökununum.
Það að vinna sig upp úr ör-
birgð til áhrifamikilla emb-
ætta er alls ekkert einsdæmi
og þýðir ekki að menn séu
hæfir til setu í æðsta dóms-
valdi Bandaríkjanna.
Það sem vekur mönnurn
ekki síst ugg í brjósti er hvem-
ig æðsta dómsvald Bandaríkj-
anna er að breytast. I stað þess
að til setu í hæstarétti veljist
færustu lögfræðingar sem
mynda sér skoðun á hinum
ýmsu málurn eftir að hafa
rannsakað þau ofan í kjölinn
eru menn valdir eftir þeim
skoðunum sem þeir hafa
myndað sér áður en þeir setj-
ast í dóminn. 1 raun em menn
valdir í réttinn eftir skoðun-
um sínum en ekki hæfileik-
um. Þetta færir val hæstarétt-
ardómara á pólitískt plan með
öllu sem því fýlgir. Það er þvi
ekki að furða þótt andstæðar
fylkingar myndist um sér-
hvem væntanlegan hæstarétt-
ardómara, því í raun er verið
að kljást um skoðanir en ekki
hæfhi verðandi dómara.