Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 11
FR E T T I R
Fimmtudagurinn 27. maí 1993
PRESSAN 1 1
Sveinn Egill Úlfarsson og Björgvin J. Jóhannsson í BOR
FIMM MÁNABA FANGELSI
VEGNA SÖLUSKAFTSSVIKA
Arnar Nlár Jónsson hefur lengi verið langsöluhæsti blaðasali
PRESSUNNAR og hann verður á lullu I sumar eins og endranær.
KMKAR SEUIÐ PRESSUNA ÍSUMR
VERDUUINAPOTTIIR
UMLANDAIH
• Krakkar! Þið eigið líka möguleika á að ná árangri við að selja
PRESSUNA í viku hverri í sumar, enda er blaðið útbreitt og nýt-
ur œ meiri vinsœlda.
• í sumar verður verðlaunapottur í gangi sem allir njóta góðs af.
Til viðbótar við góð sölulaun og aukablöð í viku hverrifá allir
blaðasalar PRESSU-bol og PRESSU-húfu ogattkþess Stjörnu-
popp ogPepsí, auk bíómiða ogkeilumiða þegar tilteknum ár-
angri er náð.
• / hverjum mánuði eru síðanþrír söluhœstu blaðasalarnir um
land allt verðlaunaðir með heimsendri Jóns Bakans-Pizzu af
stœrstu gerð ogPepst.
• Rúsínan ípylsuendanum ersvo samkepptti PRESSUNNAR
um blaðasala sumarsins, þar sem þrír söluhœstu blaðasalarnir
samanlagt í júní, júlt ogágúst eru sérstaklega verðlaunaðir.
1. verðlaun: Vandað fjallahjól
2. verðlaun: Leíkjatölva
3. verðlaun: Körfuboltahringur
• Krakkar haftð samband í síma 643080 ogpantið blöð
strax. Munið að við settdum ykkur blöðin heim að morgni út-
gáfudags.
• Blaðasalar úti á landi vinsamlega hafið satnband við
umboðsmettn.
Sannað þótti að eigendur BOR hefðu ekki greitt söluskatt upp á
nær 8 milljónir að núvirði og fengu þeir fyrir það 5 milljóna króna
sekt. Þrír mánuðir af fimm eru skilorðsbundnir.
Héraðsdómur Reykjavíkur
heíur dæmt þá Svein Egil Úlf-
arsson og Björgvin Jóhann
Jóhannsson hvorn í fimm
mánaða fangelsi vegna nálægt
7,5 milljóna króna undan-
skots á söluskatti við rekstur
fyrirtækisins BOR, Bygginga
og ráðgjafar hf., á árunum
1986 og 1987. Þrír mánuðir
þar af eru skilorðsbundnir.
Þeim er auk þessa gert að
greiða 2,5 milljóna króna sekt
hvorum til ríkissjóðs og komi
fimm mánaða fangelsi í stað
sektar, sé hún ekki greidd.
Fyrirtækið sjálft varð gjald-
þrota og reyndist eignalaust
frammi fyrir 92 milljóna
króna kröfum að núvirði.
Sveinn yfirgaf hið von-
iausa fyrirtæki og stofn-
aði nýtt
Þeim Sveini og Björgvini
var gefið að sök að hafa á
þriggja ára tímabili dregið
undan söluskattsskylda veltu
og ekki skilað inn söluskatti
sem innheimtur hafði verið.
Leiddi þetta til sérstakrar 8
milljóna króna álagningar rík-
isskattstjóra í nóvember 1988,
en það samsvarar um 11,5
milljónum í dag. Af þessu
taldist vangreiddur söluskatt-
ur 9 milljónir að núvirði.
BOR var stofnað árið 1983
af þeim Sveini, Björgvini og
Magnúsi Sigurðssyni, en um
var að ræða byggingarfyrir-
tæki og heildverslun með sölu
á „hinum heimsfrægu álbygg-
ingarmótum“ frá ABM. Þeir
voru hluthafar að jöfnu, en
um 1986 tók að bera á óein-
ingu þeirra á milli. Fyrst hætti
Magnús og Björgvin tilkynnti
vorið 1988 að hann hefði hætt
öllum afskiptum af félaginu.
Félagið var úrskurðað gjald-
þrota í júní 1989, en skömmu
áður hafði Sveinn, ásamt fjöl-
skyldu sinni, stofhað bygging-
arfyrirtækið Geithamra og
vakti athygli að það fyrirtæki
fékk strax úthlutað lóð undir
24 íbúða fjölbýlishús í Grafar-
vogi.
Starfsmenn sögðu
„mótapakka“ haldið ut-
an söluskattsskýrslna
Fyrir dómi sagði Sveinn
umdeilanlegt að um sölu-
skattsskylda starfsemi hefði
verið að ræða í sumum tilfell-
um og vísaði bókhaldsmálum
1986 á Þorvald Þorvaldsson,
löggiltan endurskoðanda fé-
iagsins. Þorvaldur þessi sagði
þessu hlutverki sínu upp á
sínum tíma, þar eð hann fékk
ekki þau gögn sem hann taldi
sig þurfa.
Sveinn sagði að ekki hefði
verið byrjað að færa bókhald
vegna ársins 1987 er starfs-
menn ríkisskattstjóra tóku
gögn fyrirtækisins í sínar
hendur í mars 1988. Fram
kom hjá Björgvini að fyrir-
tækið hefði verið illa statt, en
meiningin hefði verið að gera
söluskattinn upp þegar hagur
fyrirtækisins vænkaðist.
Af framburði vitnanna
Maríu Hjaltadóttur og Sigur-
jóns Skæringssonar, fyrrum
starfsmanna BOR, að dæma
virðist tvöfalt bókhald hafa
verið í gangi. Þau hafi útfyllt
söluskattsskýrslur vegna
flestra þátta, en ekki vegna
sölu á „stórum mótapökk-
um“. Þeim hafi verið haldið
fýrir utan.
Dómarinn, Guðjón St.
Marteinsson, taldi að athuga-
semdir Sveins um að í ein-
staka tilvikum hefði ekki bor-
ið að greiða söluskatt af við-
komandi viðskiptum ættu að
nokkru við rök að styðjast og
lækkaði upphæð ákæruvalds-
ins um 15 prósent. Að öðru
leyti dæmdi hann eftir ákær-
unni um undanskot sölu-
skatts.
Sektin í raun langt undir
upphæð skattsvikanna
Dómarinn taldi ekki sann-
að að Sveinn og Björgvin
hefðu ekki ætlað að ganga
endanlega frá bókhaldi vegna
1986 og 1987 og sakfelldi þá
því ekki fyrir stórfellt hirðu-
leysi í því sambandi, en þeir
voru sakfelldir fyrir að semja
ekki lögboðinn ársreikning.
Dómarinn taldi sannað að
þeir félagar hefðu skotið und-
an 5,3 milljónum króna, en
þegar upphafleg kæruupphæð
er framreiknuð með tilliti til
15 prósenta lækkunar dómar-
ans kemur út talan 7,6 millj-
ónir. Þótt dómarinn hafi haft
heimild til að sekta þá um allt
að tífaldri upphæð undan-
skotsins, sem sé allt að rúm-
lega 50 milljónum, dæmdi
hann þá til að greiða samtals 5
milljónir og ekki að sjá nein
vaxtaákvæði í dómsniður-
stöðunni. Sektin er því nokk-
uð undir hinu sannaða und-
anskoti, en á hinn bóginn „-
greiða" þeir mismuninn með
tveggja mánaða fangelsisaf-
plánun.
Þess má að lokum geta að
auk þess sem Sveinn stofnaði
Geithamra hefur hann verið
virkur í rekstri veitingastaða,
meðal annars í hlutafélögum
er ráku Arnarhól, Óperukjall-
arann, Berlín og Pisa.
Fríðrík Þór Guðmundsson
SVEINN E. ÚLFARSSON
byggingarverktaki og
veitingahúsamaður meö
meiru. Hann var forsprak-
kinn í BOR og skömmu
fyrir gjaldþrot fyrirtækis-
ins (eignalaust gagnvart
92 milljóna króna kröf-
um) stofnaöí hann nýtt
byggingarfyrirtæki: Geit-
hamra hf.