Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 32
/f Skólabru vdtingastaður -þar sem hjartað slær Borðapantanir ísúna624455 VERÐ AÐ FÁ ÞAO s£ UUHOiU IDCfl HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 Þegar fréttastofa RÚV skýrði frá meintu vopnasölumáli í Búnaðar- bankanum um miðja síðustu viku voru meðal annars fluttir kaflar úr viðtali Jóns Ásgeirs Sigurðssonar við Ricardo De los Rios, Banda- ríkjamann af perúskum ættum sem Jjýr í Virginíu. Hann var kynntur þar sem vopnasali og sagður hafa beðið Búnaðarbankann að útvega varahluti í rússneskar herflugvélar. Við heyrum að þegar Rios barst til eyma titiUinn sem fféttastofan gaf honum hafi hann ráðfært sig við lögmenn sína og íhugi nú rneiðyrðamál á hendur Jóni Ás- geiri, enda sé hann hvorki vopnasali né hafi í hyggju að stunda slík viðskipti í ffamtíð- inni. GUÐNILEITAR RÁÐA IAFRIKU... Það hefur vakið athygli hversu fum- kennd og óljós fyrstu viðbrögð Guðna Ág- ústssonar voru þegar Búnaðarbankamálið kom upp á dögunum. Ein skýringin sem heyrst hefur er að Guðni hafi ekki verið búinn að jafiia sig á loffslagsbreytingunni, en hann var þá nýkominn úr ferð til Marokkó þar sem hann sat ráð- stefnu á vegum affískra búnað- arbanka, hugsanlega í leit að ráðgjöf. Við heyrum líka að á tímum samdráttar og uppsagna bankamanna sé bankaráðsfor- manninum ekki sérlega umhug- að að þessi ferð til Afríku sé op- inbert umræðuefhi. „VOPNASALINN" IHUGAR MEIÐYRÐA- MAL... falaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN gj^&is Varmi 14, sírni 64 21 41 Nýverið kom út í Þýskalandi bókin Götuvísa gyðingsins eftir sagnfræðidoktorinn Einar Heimisson. Það var fyrrum bylt- ingarforlag þeirra Austur-Þjóð- veija í Iæipzig sem gaf bókina út og óhætt er að fúllyrða að henni hafi verið vel tekið. Til dæmis fær bókin afar lofsamlega dóma í stærsta dagblaði borgarinnar, Leipzig Volkszeitung, þar sem sagt er að bókin sé ein af „upp- götvunum bókavorsins“. TOYOTAMENN DEILA VIÐ SKATTINN... Gert er ráð fyrir að dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli Toyota-umboðsins P. Samúels- sonar gegn ríkissjóði vegna skattgreiðslna fýrirtækisins falli á morgun, föstudag. Forsaga þess- ira deilna er að fyrirtækið P. Samúelsson heldur sérstakan sftirlaunasjóð fyrir stofnandann, Pál Samúelsson, og vilja for- svarsmenn fýrirtækisins færa sjóðinn sem rekstrarkostnað í samræmi við 31. grein skatta- laga. Þá túlkun sætti skatturinn sig ekki við og úrskurðaði ríkis- skattanefhd að eftirlaunasjóður- nn væri ekki rekstrarkostnaður )g því varð Toyota að greiða ikatt af honum. Nú ffeista þeir >ess hins vegar með málaferlum VINUM HEIMIS ^FERFÆKKANDI... Við sögðum ffá því í síðustu viku hvernig sjálfstæðismenn settust á Heimi Steinsson til að tryggja að hann réði Sveinbjörn Baldvinsson í starf dagskrárstjóra Sjónvarps, en ekki Helga Pétursson, eins og Heimir vildi sjálfur. Það kom fleir- um á óvart en Helga, því Arthúr tijörgvin Bollason hafði beitt sér sérstaklega fyrir því að Þórhildur Þorleifsdóttir sækti um stöðuna og taldi sig tala þar í umboði Heimis, sem vildi Þórhildi í starfið. Það kom því á óvart þegar Heimir tilkynnti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur að hann myndi ráða Helga, fengi hann tvö atkvæði í ráðinu, sem hann og hugðist gera áður en íhaldið greip í taumana. Samkvæmt okkar upplýs- ingum hefur Arthúr Björgvin íhugað uppsögn sína sem aðstoð- armanns Heim- is eftir þennan trúnaðarbrest og sumir fýrrum stuðnings- manna útvarpsstjóra eru hættir að bera blak af honum. Hitt heyrum við líka að fulltrúi krata, Guðni Guðmundsson rektor, hafi fengið meldingar frá Bryndísi Schram og fleirum um að hann skyldi greiða Þórhildi atkvæði sitt. Guðni kaus Sveinbjörn og ein kenningin er sú að hann hafi verið að biðja sér griða, en Guðni situr í stjóm Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva, sem hugs- anlega er í vondum málum eftir ^qiilljónimar níu sem Baldur Her- mannsson fékk til að gera hræódýra sjónvarpsþætti sína. EINAR HEIMISSON FÆR GOÐA DOMAI ÞYSKALANDI... að fá féð endurgreitt, en hér er um einhverjar milljónir króna að ræða. Ef Toyota vinnur þetta mál má búast við kæruhrinu annarra fyrirtækja sem halda svipaða eftirlaunasjóði. Þess má svo geta að samkvæmt heimildum blaðsins em nú á milli 20 og 30 milljónir króna í effirlauna- sjóði Toyota. ÁKÆRÐUR FYRIR AM- FETAJyilNSFRAJV)LEK)SLU EN BYRIS-AFRIKU... Nýlega var kveðinn upp dómur fýrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna manns sem seldi amfetamín fyrir um það bil sjö árum. Viðkomandi fékk mjög vægan dóm (þijá mánuði skilorðsbundna) vegna dráttarins, sem var honum óviðkomandi. Á sama tíma var gefin út ákæra á hendur Eyjólfi Erni Jóhannssyni sem mun hafa framleitt um 700 grömm af ágætu amfetamíni á eins árs tímabili fýrir sjö árum. Eyjólfur, sem er kerfisfræðingur að mennt, mun hafa tileinkað sér þá efnafræði- kunnáttu sem þarf til amfetamíns- framleiðslu og framleitt fýrrgreint magn til eigin nota og sölu. Ekki er kunnugt um að slíkt hafi verið gert áður hér á landi fýrir utan rannsókn- arstofur Háskólans, en Eyjólfúr bjó einmitt í nágrenni Háskólans. Ekki hefur verið unnt að stefha Eyjólfi eft- ir venjulegum leiðum vegna þess að hann er nú búsettur og starfandi í Suður-Afríku. Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari brá því á það ráð að stefha honum í gegnum Lögbirt- ingablaðið. Slappaðu af!!! Vert'ekki stíf og stirð og þver... • • • taktu það rólega og fáðu þér bita af Cadbury's Caramel með ljúffengri karamellu og þykkum og bragðgóðum súkkulaðihjúp. Dreifíng Nói-Síríus h.f. Sími 28400, fax 38307.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.