Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 27.05.1993, Blaðsíða 18
SUMARIÐ 93 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 27. maí 1993 Sumardrykkurinn í ár GLERAUGU í ANDA LENNONS Á ÍSLANDI ‘Þurr martini með sítrónu og fcðafca Vermút varö lífselexír mannkyns löngu áöur en island byggðist. Hann var sagöur hressa, bæta og ekki síst kæta. Ein tegundin viröist ætla að gegna svipuöu hlutverki tæpum tjögur þúsund ámm síöar: Barþjónar spá því aö Mart- ini dry veröi sumardrykkurinn íár. Meö lengri afgreiösiutíma veitinga- staöa þarflengra úthald og því eiga hægverkandi drykkir betur viö í ár. Þeir taka við affljótvirku ruddunum frá I fyrra. Blandan er einföld; mikill klaki, sítróna og Martini dry. Kokkteilum úrsama efniviöi, meðal annars þeim erJames Bond lagði sér til munns, er líka spáö vinsætdum í sumar. James Bond sá ekki sólina fyrir klassíkernum Vodkamartini, sem er samansettur úr vodka og Martini dry— aö ógleymdri ólífunni. ÞéSs má geta aö James Bond var skapaður á gullöld hana- stélsins. Annaö klassískt hanastél sem búiö er til úr þurrum martini er Dry Martini, sem inniheldur þurran vermút oggin. Martini-drykkimir voru hvaö vinsælastir hér á landi á árunum 1978 til 1983 og sjálf- sagt eiga margirgóöar verslunarmanna- helgarminningar um drykkinn. Nú er martini aö komast aftur inn úr kuldanum og því spáö aö hann verði sumar- drykkurinn í ár. Revolution, The Dreamer, Imagine, The Walrus og Double Fantasy eru heiti gleraugnanna í nákvœmum stíl bítilsins Johns Lennon. Yoko Ono gafleyfi sittfyrir hönnuninni. Þegar maður ber augum lítil kringlótt gleraugu skýtur bítlinum John heitnum Lennon ætíð upp í hugann. Það var þó ekki fyrr en í haust að ekta John Iænnon-gleraugum var komið á heimsmarkaðinn. Það sem meira er; fyrir- tækið sem hannar gleraugun er ítalskt og ber nafnið Imagine eftir samnefhdri hljóm- plötu bítilsins. Og nú fást þau einnig á ís- landi. „John Lennon-kolleksjónin kom fyrst á markað í París síðastliðið haust. Ég reyndi að hafa uppi á þeim þá en það tókst ekki fyrr en nýlega, fýrir tilstilli vina minna í París sem hafa umboð fýrir Thierry Mugler,“ segir Sighvatur Cassada, sem rekur gleraugnaverslunina Fókus í Austurstræti. Þangað hefur sýnishomasending af gleraugunum nýlega borist. Að sögn Sighvats em gleraugun það ekta að meira að segja Yoko Ono gaf leyfi sitt til að nota mætti nafn eiginmanns hennar á hönnun- ina. Gleraugun fást í þremur tegundum, bæði sem sjón- og sólgleraugu, og í mörgum mismunandi litum. Sólgleraugun kosta um sex þúsund krónur en sjóngleijaumgjörð er á tæpar ellefu þúsund krónur. Dómurinn í meiðyrðamáli Werners I. Rasmussonar gegn Pressunni Refsi- og bótakröfum hafnað en fern ummæli ómerkt 1 síðustu viku féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Werners Ivars Rasmus- sonar gegn Sigurjóni M. Egils- syni, fýrrverandi blaðamanni PRESSUNNAR, og Blaði hf„ útgéfanda PRESSUNNAR. Málið var höfðað með stefnu 12. desember 1990. Dómkröfur Wemers voru: 1. Ómerking ummæla. 1.1. Að aðdróttanir þær sem koma ffam í forsíðufrétt Pressunnar í 48. tölublaði 3. árgangi, fimmtudaginn 29. nóvember 1990, urn þátttöku apótekara í Vesturbæjar- og Ingólfsapóteki í stórfelldu lyfjasvindli verði dæmdar dauðar og ómerkar. 1.2 Ennfremur verði eftir- farandi ummæli í sömu frétt dæind dauð og ómerk. 1.2.1. Á bls. 7 fýrirsögnin: „Apótekarar þátttakendur í stórfelldum lyfjaþjófnaði." 1.2.2. Með feitu letri á bls. 7: „...aðstoðuðu hann við að hafa fé af Tryggingastofhun og fengu umbun fýrir. Þetta vom apótekaramir í Ingólfsapóteki og Vesturbæjarapóteki.“ 1.2.3. „Hann átti aðallega viðskipti við tvö apótek, Ing- ólfsapótek og Vesturbæjar- apótek.“ 1.2.4. „Þegar það var gert barst greiðsla fýrir lyfjasölu þó viðkomandi apótek hafi ekki látið nein lyf af hendi. Ágóð- anym skiptu apótekararnir og Jón Grétar á milli sín.“ 1.2.5. Að svohljóðandi texti neðan við mynd af stefnanda á bls. 8 verði dæmdur dauður og ómerkur: „Lyfjafræðingur- inn naut aðstoðar hans við að breyta lyfseðlum í peninga.“ 1.2.6. Að texti neðan við mynd af Ingólfsapóteki, apó- teki stefnanda, bls. 9 verði dæmdur dauður og ómerkur: „Ingólfsapótek er annað apó- tekanna sem tengjast máli W ' , WERNER ÍVAR RASM- USSON lyfsali í Ingólfsapóteki. lyfjafræðingsins á Landakoti.“ 2. Að stefhdi Sigurjón verði dæmdur til að greiða stefn- anda kr. 500.000 í miskabætur ásamt vöxtum sbr. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 29. nóvember 1990 til greiðslu- dags. 3. Að stefnda Sigurjóni verði gert að greiða sekt til rík- issjóðs. 4. Að stefhdu verði gert að birta dómsorð og forsendur dóms í máli þessu með áber- andi hætti í fýrsta tölublaði Pressunnar sem gefið verður út eftir birtingu dómsins. 5. Að stefhdu verði dæmdir til að greiða stefnanda máls- kostnað skv. gjaldskrá L.M.F.I. in solidum. I stefnunni kemur ffam að kröfur á hendur útgáfufélagi Pressunnar, Blaði hf„ lúti að því að skylda eiganda blaðsins til að birta dóminn í blaðinu. Kröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og til- dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati rétt- arins að viðbættum 24,5% sérstökum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun og beri málskostnaðarfjárhæðin án virðisaukaskatts dráttarvexti skv. 3. kafla nr. 25/1987 ffá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Niöurstööur dómsins I niðurstöðu dómsins segir: „Samkvæmt því sem fram hefur komið og stefnandi hef- ur sjálfur skýrt ffá fýrir dómi gerðu stefhandi og Jón Grétar Ingvason, fyrrverandi yfir- lyfjafræðingur á Landakots- spítala, samkomulag um að Jón Grétar fengi afslátt af þeim lyfjum sem hann fékk í Ingólfsapóteki út á lyfseðla sem hann kom með þangað. Stefhandi vissi að lyfseðlar þessir voru þannig til komnir að sjúklingar sem ekki voru lengur á spítalanum höfðu fengið lyf út á þá úr lyfjabúri spítalans. I gögnum málsins kemur ffam að Ingólfsapótek innheimti greiðslur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna þeirra lyfja sem Jón Grétar fékk í apótekinu með þessum hætti. Afslátturinn sem Jón Grétar fékk samkvæmt samkomulag- inu við stefhanda var reiknað- ur þannig að apótekið veitti 12% afslátt af heildarverði lyfjanna. Greiðsluhluti sjúk- lingsins var síðan dreginn ffá heildarafslætti en mismuninn greiddi apótekið Jóni Grétari með tékkum, útgefnum til handhafa, samtals að fjárhæð kr. 234.944. Stefnandi hefur haldið því fram að tékkarnir hafi verið til greiðslu á tveim- ur reikningum sem Jón Grétar kom með í apótekið. Einnig hefur hann haldið því ffam að reikningarnir væru vegna tækja og búnaðar fyrir Landa- kotsspítala en hvorki á ljósrit- um af umræddum reikning- um né í öðrum gögnum máls- ins kemur fram að svo hafi verið. Þegar stefhdi Sigurjón ritaði umrædda blaðagrein hafði hann upplýsingar um að kæra ríkisendurskoðunar á hendur Jóni Grétari hafði sætt lög- reglurannsókn og að málið hafði verið sent ríkissaksókn- ara til ákvörðunar. I skýrslu ríkisendurskoðunar sem stefndi Sigurjón vitnar til og segist hafa undir höndum er hann ritaði blaðagreinina er því lýst að göngudeildarsjúk- Íingar og útskrifaðir sjúklingar af Landakotsspítala fái af- greidd lyf úr lyfjabúri sjúkra- hússins sem væri andstætt ákvæðum lyfjalaga. Einnig kemur þar ffam að Jón Grétar fari þannig með afgreidda lyf- seðla í apótek, m.a. í Ingólfs- apótek, og fái þar lyf fyrir lýfjabúrið. I skýrslunni segir ennffemur að nauðsynlegt sé að rannsókn fari ffam á ferli viðskiptanna við apótekin. Rétt er að geta þess að athuga- semdir ríkisendurskoðunar beindust einnig að öðrum viðskiptum og meintu misferli Jóns Grétars í því sambandi en eins og ffam kemur í loka- orðum skýrslunnar var þar um að ræða flókna og vand- meðfarna athugun á um- fangsmiklu máli sem teygði sig víða. Blaðagrein sú sem hér um ræðir er rituð í tilefhi af því að meint brot fýrrverandi yfir- lyfjafræðings Landakotsspítala sættu opinberri rannsókn eins og hér að framan greinir. Einnig verður að líta svo á að með greininni hafi ætlunin verið að vekja athygli á að misbrestir væru almennt á eft- irliti með lyfjasölu. I blaðinu er fúllyrt að stefhandi eigi sér- staklega hlut að máli varðandi ætluð refsiverð brot yfirlyfja- fræðings. Þetta er gert með áberandi hætti m.a. með mynd af stefnanda á forsíðu. Með uppsetningu og orðalagi á forsíðu og fýrirsögn á bls. 7 kemur ffam að stefnandi hafi verið þátttakandi í stórfelldum lyfjaþjófnaði og lyfjasvindli þótt þar komi einnig aðrir við sögu. Þessi ummæli verður að telja, með vísan til þess sem fram hefur komið, óviður- kvæmileg í garð stefnanda. Ber því samkvæmt 1. mgr. 241. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 að ómerkja ummælin á forsíðu Pressunn- ar fimmtudaginn 29. nóvem- ber 1990, 48. tbl. 3. árg„ um þátttöku apótekára í Vestur- bæjar- og Ingólfsapóteki í stórfelldu lyfjasvindli og fýrir- sögn á bls. 7 í sama blaði, „Apótekarar þátttakendur í stórfelldum lyfjaþjófnaði". Ekki hefur komið fram í málinu, hvorki í skýrslu ríkis- endurskoðunar né í öðrum gögnum, að stefnandi hafi fengið umbun fýrir afgreiðslu á lyfjum samkvæmt sam- komulaginu við Jón Grétar, aðra en þá að hann hefúr haft af þessu aukin viðskipti. Með ummælum í greininni „...að- stoðuðu hann við að hafa fé af Tryggingastofnun og fengu umbun fýrir“ er gefið til kynna að stefhandi hafi tekið þátt í refsiverðu broti gegn greiðslu. Þykja þessi ummæli óviðurkvæmileg og ber að ómerkja þau með vísan til sömu lagagreinar og að ofan er vitnað til. I blaðagreininni er lýst þeim aðferðum sem notaðar voru í viðskiptum apótekanna og Jóns Grétars. I ffásögninni og með ummælunum „þegar það var gert barst greiðsla fýrir lyfjasölu þó viðkomandi apó- tek hafi ekki látið nein lyf af hendi. Ágóðanum skiptu apó- tekararnir og Jón Grétar á milli sín“ felst að þarna sé m.a. átt við stefnanda. I gögnum málsins kemur fram að í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Grét- ari beindist rannsókn m.a. að þessu og leiddi til sakfellingar en ekki kemur ffarn að stefh- andi hafi átt þar hlut að máli. Þykja ummæli þessi óviður- kvæmileg í hans garð og ber að ómerkja þau með vísan til sömu lagagreinar og áður er vitnað til. Önnur ummæli sem krafist er ómerkingar á eru í sam- ræmi við málsatvik eins og þau liggja fýrir í málinu og geta þau því ekki talist óviður- kvæmileg. Þar sem svo er, eru ekki lagaskilyrði til að ómerkja þau. Telja verður að stefndi Sig- urjón hljóti að hafa haft nán- ari upplýsingar um málavöxtu en ffam koma í skýrslu ríkis- endurskoðunar þegar hann ritaði umrædda blaðagrein. Umfjöllun hans á málinu er að mestu leyti í samræmi við það sem upplýst er um máls- atvik að öðru leyti en því er varðar atriði sem hafa sætt ómerkingu samkvæmt því sem hér að framan greinir. Stefndi Sigurjón hefur lýst því fyrir dómnum að hann hafi rætt við allmarga aðila úr ólík- um áttum sem hafi verið mál- um kunnugir, bæði lyfsala og embættismenn. Mikil um- ræða um lyfsölumál hafi verið í þjóðfélaginu á þessum tíma og unnið hafi verið að ffam- tíðarskipan lyfsölumála. Gögn um þessi mál hafi farið víða og ekki hafi verið mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi efrii. Þá hefur stefndi Sigurjón haldið því ffam að hann beri enga ábyrgð á forsíðu blaðsins eða uppsetningu á fréttinni þar eða annars staðar í blað- inu og hefur þessu ekki verið hnekkt af hálfu stefhanda. Þegar þessi atriði eru virt verður að telja ósannað að stefndi Sigurjón hafi með um- fjöllun sinni í umræddri blaðagrein haft í ffammi að- dróttanir í garð stefrianda þannig að varði refsingu sam- kvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ber því að sýkna hann af refsi- kröfti í málinu. Miskabætur á grundvelli 264 gr. almennra hegningar- laga verða aðeins dæmdar þegar um refsiverðar æru- meiðingar er að ræða. Eru því ekki lagaskilyrði til að dæma stefnanda miskabætur úr hendi stefnda Sigurjóns eins og krafist er og ber því að sýkna hann af þeirri kröfu stefrianda. Stefhdu hafa fallist á þá kröfu stefnanda að birta dómsorð og forsendur dóms í máli þessu með áberandi hætti í fýrsta tölublaði Press- unnar eftir að dómurinn verður birtur og skal það gert samkvæmt ákvæðum 22. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Rétt þykir að stefridu greiði stefnanda in solidum kr. 100.000 í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Sig- ríður Ingvarsdóttir, héraðs- dómari, sem fékk málið til meðferðar þann 17. júlí s.l. Dómsorð Framangreind ummæli eru dæmd ómerk. Stefndi, Sigur- jón M. Egilsson, er sýkn af refsi- og bótakröfu í málinu. Stefnda, Blað hf„ skal birta dómsorð og forsendur dóms þessa með áberandi hætti í fýrsta tölublaði Pressunnar eftir að dómurinn verður birt- ur. Stefndu, Sigurjón M. Eg- ilsson og Blað hf„ greiði stefin- anda, Werner I. Rasmussyni, kr. 100.000 in solidum í máls- kostnað.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.