Pressan - 03.06.1993, Síða 11

Pressan - 03.06.1993, Síða 11
F R E T T I R Fimmtudagurínn 3. júní 1993 pressan I1 Talsverður urgur er á meðal íbúa Eyrarbakka vegna nýlegs gjaldþrots Bakkafisks og Stakkavíkur þar í bæ. Fyrir- tækin hafa verið stopp í eitt og hálft ár, en á sama tíma hafa fyrrum eigendur, bræðurnir Hjörleifúr og Magnús Brynj- ólfssynir, hafið fiskvinnslu í Þorlákshöfn með ærnum til- kostnaði. Meðal annars með 15 milljóna króna kaupum á fasteign af ríkinu, sem mun eiga kröfúr í þrotabúin á Eyr- arbakka. Hreppurínn gæti fengið 50 milljónir í hausinn Talið er að gjaldþrot Bakka- fisks (vinnslan) og Stakkavík- ur (útgerðin) sé upp á mörg hundruð milljónir í kröfum, þar af á bilinu 250 til 300 milljónir hjá Bakkafiski. Mats- verð eigna er skráð á bilinu 300 til 400 milljónir, en alls er óljóst hvað fæst fyrir þær. Nú eru til sölu fjórar fasteignir, tæki og búnaður, allt mjög veðsett. Eyrarbakkahreppur hefúr talsverðra hagsmuna að gæta vegna um 40 milljóna króna ábyrgða vegna gamalla lána sem bræðurnir yfirtóku, auk þess sem skuldir fyrir- tækjanna við hreppinn eru í námunda við 10 milljónir króna. Gjaldþrot þessi hafa átt sér talsverðan aðdraganda. Fyrr á árum var um bæjarútgerð að ræða, Hraðfrystistöð Eyrar- bakka (HE). Arið 1986 keypti Suðurvör eignir HE og yfirtók skuldir. Árið 1987 varð upp- stokkun eigna innan Suður- varar og komu eignirnar á Eyrarbakka í hlut bræðranna, sem stofnuðu Bakkafisk hf. og Stakkavík hf. Félögin áttu tvö skip, Frey og Stakkavík, með um eða yfir 600 tonna kvóta hvert skip. Fáeinum árum síðar fór að halla verulega undan fæti. Ár- ið 1990 var Freyr seldur með kvóta út úr bænum og árið eftir var Stakkavíkin seld með kvóta, einnig út úr bænum. I síðara tilfellinu reyndi á for- kaupsrétt hreppsins, sem treysti sér ekki til að ganga inn í söluna. Starfsemi fyrirtækj- anna stöðvaðist í árslok 1991. Keyptu fasteign af rík- inu fyrir 15 milljónir Bræðurnir voru hins vegar ekki aðgerðalausir og stofn- uðu Humarvinnsluna hf. í Þorlákshöfn. Miklar sögu- sagnir hafa verið um tilflutn- ing eigna frá Eyrarbakka yfir til nýja fyrirtækisins, sem munu vera tilhæfulausar, að því undanskildu að þeir áttu hæsta tilboð á uppboði í ein- hver tæki og búnað, meðal annars fjórar bifreiðir. Um leið náðu þeir kaupsamningi við ríkið um Unubakka 24 á Þorlákshöfn og greiða fýrir þá fasteign 15 milljónir króna. Fannst ýmsum viðmælendum blaðsins það nokkuð sér- kennileg sala hjá ríkinu, sem mun eiga allnokkrar kröfur í þrotabúin tvö. íbúar á Eyrarbakka eru margir að vonum ekki ýkja ánægðir ineð þessa þróun mála og sagði einn þeirra í samtali við blaðið að bræðr- unum væri hollast að láta ekki sjá sig í bænum. Aðrir benda á að hreppurinn eigi ekki síður sök á því hvernig farið hafi og einnig megi skella skuldinni að hluta á opinberar lána- stofnanir, svo sem Byggða- stofnun og Atvinnutrygginga- sjóð. Þeir bræðurnir Magnús og Hjörleifur hafa opinberlega einkum beint spjótum sínum að lánastofnununum, fýrir að hafa ekki tekið nægilega vel í hugmyndir um skuldbreyt- ingar. Ennffemur benda þeir á að „fortíðarvandinn11 frá því reksturinn var í höndum hreppsins hafi verið mikill. Hjörleifur: Ómakiegar ásakanir örfárra aðila Hjörleifur Brynjólfsson vís- ar á bug öllum ásökunum um að þeir hafi stungið af ffá Eyr- arbakka í rúst á sama tima og þeir stæðu í kostnað- arsömum fjár- festingum í Þor- lákshöfn. „Við höfúm ekki kom- ist hjá því að heyra ásakanir í okkar garð, að okkar mati ómaklegar og ffá munni örfárra aðila á Eyrar- bakka. Stað- reyndin er sú að við vorum með umtalsverðan rekstur á Eyrar- bakka ffá 1987 til hausts 1991, er hann stöðvaðist vegna erfiðleika. I kjölfarið reynd- um við að finna rekstrinum far- veg, en það tókst ekki, vegna þess að ekki reyndist hljómgrunnur fyrir því meðal lánardrottna að skuldbreyta lán- um. Okkur var full alvara með rekstrinum, vorum með tölu- verð umsvif og að jaffiaði um sjötíu manns í vinnu. Við tók- um á sínum tíma yfir skuldir, sem uxu okkur yfir höfuð í þeirri gjörningahríð sem ríkt hefúr. Við erurn því þolendur ekki síður en aðrir. Og ekki má gleyma því að á móti kröf- um á félögin á Eyrarbakka standa miklar eignir, þótt stefna stjórnvalda hafi orðið til þess að gera þær verðlitlar.“ Hvað rekstur Humar- vinnslunnar í Þorlákshöfn varðar sagði Hjörleifúr hann í engum tengslum við félögin á Eyrarbakka. „Það er ekkert ólöglegt við það að sjá sér far- borða og öll okkar mál þola vel sanngjarna skoðun. Ég hélt að allir vissu að við hefðum reynt allt sem í okkar valdi stóð til að halda rekstrinum á Eyrarbakka gangandi.“ Eyrarbakki: Tekjumissir og 11 prósent atvinnu- leysi Magnús Karel Hannesson oddviti segir að hreppurinn hafi gert sitt ýtrasta til að halda skipunum með kvóta í •bænum. „Þegar reyndi á for- kaupsréttinn var tíminn ein- faldlega hlaupinn frá okkur. Við treystum okkur ekki til að nota forkaupsréttinn, það hefði verið fjárfesting upp á þriggja ára tekjur hreppsins. Þá urðum við ekki varir við að heimamenn sýndu áhuga á endurkaupum.“ Magnús segir afleiðingarnar slæmar. „Atvinnuleysi var að meðaltali 11 prósent í fyrra. Tekjur fólks hafa skerst, hreppurinn greiðir talsverðar atvinnuleysisbætur og vegna fýrirtækjanna hefúr hreppur- inn orðið fýrir miklum tekju- missi. Nefna má að ffá fýrir- tækinu kom um helmingur aðstöðugjaldsins,“ segir Magnús. Nú er reynt að koma eign- um þrotabúanna í verð. Mörg tilboð hafa komið í einstakar eignir, en tvö tilboð í heildar- eignir, annað frá Isfold í Reykjavík, en hitt frá Eyrar- mjöli á Stokkseyri. Ekki fékkst uppgefið hversu há tilboðin væru, en nefna má að tilboð í heildareignir þarf að fara yfir 100 milljónir til að hreppur- inn sleppi ábyrgðanna vegna. Friðrik Þór Guðmundsson flrnar Nlár Jónsson hefur lengi verið langsöluhæsti blaðasall PRESSUNNAR og hann verður ð lullu í sumar elns og endranær. • Krakkar! Þið eigið líka möguleika á að ná árangri við að selja PRESSUNA í viku hverri í sumar, enda er blaðið útbreitt og nýt- ur æ meiri vinsœlda. 0 í sumar verður verðlaunapottur í gangi sem allir njóta góðs af. Til viðbótar við góð sölulaun og aukablöð í viku hverrifá allir blaðasalar PRESSU-bol og PRESSU-húfu og aukþess Stjörnu- popp ogPepsí, auk bíómiða ogkeilumiðaþegar tilteknum ár- angri er tiáð. 0 / hverjum mánuði eru síðan þrír söluhcestu blaðasalarnir um land allt verðlaunaðir með heimsendri Jóns Bakans-Pizzu af stœrstu gerð og Pepsí. 0 Rúsínan ípylsuendanum ersvo samkeppni PRESSUNNAR um blaðasala sumarsins, þar sem þrír söluhœstu blaðasalarnir samanlagt íjúní,júlí ogágúst eru sérstaklega verðlaunaðir. 1. verðlaun: Vandað fjallahjúl 2. verðlaun: Leikjatölva 3. verðlaun: Körfuboltahringur 0 Krakkar hafið samband í síma 643080 ogpantið blöð strax. Munið að við sendum ykkur blöðin heim að morgni út- gáfudags. 0 Blaðasalar úti á latidi vinsatnlega haftð samband við umboðsmenn. krakkar seuið PRESsm i sumár VERBUUINAPOTTUR IIM LAND AliT

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.