Pressan - 03.06.1993, Qupperneq 18
•jr
18 PRESSAN
FR ÉTT I R
Fimmtudagurinn 3. júní 1993
Hópuppsagnirnar í Landsbankanum
Hrofla ekki við „Göngudeildinni“
Ekkert bendir til
þess að bankastjórn
Landsbankans ætli
sér að láta uppsagn-
ir ná til stjórnenda
bankans, sem eru
um 125 talsins.
Um leið segja heimilda-
menn blaðsins það athyglis-
vert, í ljósi nýtilkynntra upp-
s^gna á 76 óbreyttum banka-
starfsmönnum, að áfram
verði á launaskrá hjá bankan-
um hópur fyrrum útibús-
stjóra og annarra yfirmanna,
sem einu nafni kallast
„Göngudeildin".
Hér er um að ræða að
minnsta kosti sex fyrrum úti-
bússtjóra og yfirmenn, sem
misst hafa mannaforráð sín og
verið fluttir til, gjarnan vegna
mistaka í starfi. Þessir einstak-
lingar eru ekki komnir á ald-
ur, en hafa verið settir í mis-
jafnlega íþyngjandi „sérverk-
efni“, sumir án nokkurrar
mætingar- og vinnuskyldu.
Ekki fengust óyggjandi
upplýsingar um hvaða ein-
staklingar það eru sem til-
heyra Göngudeildinni, ffemur
en um raunverulegan fjölda
þeirra. Þó kom ffam staðfest-
ing um að minnsta kosti þrjá
þeirra, en það eru Bjarni
Magnússon, fyrrum útibús-
stjóri í Mjóddinni, Jónas
Gestsson, fyrrum útibússtjóri í
Sandgerði, og Guðbrandur
Guðjónsson, fyrrum útibús-
stjóri á Hvolsvelli. Þá mun Jón
Itíkharðsson, fyrrum útibús-
stjóri á Ólafsvík, hafa tilheyrt
þessari deild, en mun nú vera
hættur.
Uppsagnir 76 óbreyttra
starfsmanna nú koma starfs-
mönnum mjög á óvart. Á síð-
ustu þremur árum hafði tekist
að skera niður stöðugildi
bankans úr 1.189 niður í
1.037 eða um 12,8 prósent.
í jólahefti fréttabréfs starfs-
manna Landsbanlcans um síð-
ustu áramót sagði Sverrir
Hermannsson bankastjóri að
ákveðið hefði verið að hægja á
fækkun starfsmanna. „Okkur
hefur áunnist verulega í að
draga úr yfirvinnu. Þær tölur
eru ótrúlegar. Starfsfólki hefur
fækkað um fjörutíu á árinu
ípeð því að ráða ekki þegar
aldur skilar fólld úr vinnu. Við
ætlum að taka okkur lengri
tíma til að ná marlcmiðinu
vegna ástandsins á vinnu-
markaðnum. Það er alveg
spauglaust að vísa fólki úr at-
vinnu eins og sakir standa í
dag, út í atvinnuleysið sem nú
gerir vart við sig.“
Fram hefur komið í fféttum
að bankastjórn Landsbankans
hafi starfslokasamninga yfir-
manna „til skoðunar“, en eng-
inn viðmælenda blaðsins
kannaðist við viðræður um
uppsagnir yfirmanna. Æðstu
menn bankans eru þrír
bankastjórar, sex aðstoðar-
bankastjórar, þrír „sviðs“-
stjórar, 26 forstöðumenn ein-
stakra deilda aðalbankans og
46 svæðis- og útibússtjórar. Þá
eru slcrifstofustjórar og for-
stöðumenn minni afgreiðslu-
staða alls um fjörutíu talsins.
Friðrik Þór Guðmundsson
BJARNI MAGNÚSSON
Þessi fyrrum útibússtjóri
Landsbankans í Mjódd var
„fluttur til“ og tilheyrir nú svo-
kallaðri Göngudeild bankans,
ásamt að minnsta kosti fimm
öðrum fyrrum yfirmönnum.
Bjarni er á iaunaskrá en hefur
hvorki mætingar- né vinnu-
skyldu.
Rangfærslur Pressunnar
Óvönduð vinnubrögð eru
aðalsmerki slúðurfféttablaðs-
ins PRESSUNNAR. í síðasta
tölublaði PRESSUNNAR, sem
út kom fimmtudaginn 27.
maí, er að finna ffásögn á bls.
2 undir fyrirsögninni „Sveitar-
stjórnarkratar í fýlu“. Þar er
sagt ffá móttöku sem Alþýðu-
fjjekkurinn stóð fýrir í tileíni af
heimsókn Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra
Noregs, hingað til lands. I
þessum stutta texta er að finna
margar rangfærslur sem
greinilega eru þar settar ffam í
þeim tilgangi einum að koma
af stað illindum milli fólks.
Nauðsynlegt er að leiðrétta
uppspuna blaðamannsins
Jónasar Sigurgeirssonar.
í frásögn PRESSUNNAR
segir: „Athygli vekur að
...Guðmundur Árni Stefáns-
som, bæjarstjóri í Hafnarfirði,
fékk ekki boðskort og sama
máli gegnir um Ólínu Þor-
varðardóttur.... Að vonum
voru þau og fleiri sveitar-
stjórnarkratar ekld par hrifin.“
Til að vera nákvæmur skal
það tekið fram að ekki voru
send út nein boðskort vegna
þessarar móttöku, sem einnig
var í formi fundar. Forustu-
menn Alþýðuflokksins voru
boðaðir með bréfi eða símtali.
Kjami málsins er hins vegar sá
að bæði Guðmundur Árni
Stefánsson og Ólína Þorvarð-
ardóttir fengu boðsbréf og því
er frétt Pressunnar röng —
dauð og ómerk. Þeim, ásamt
fleiri sveitarstjórnarmönnum
flokksins, var boðið, þar á
meðal stjórn sveitarstjórnar-
ráðs floltksins. Það sem meira
er; Guðmundur Árni þáði
boðið og var á staðnum ásamt
35 öðrum, en Ólína komst
ekJd og tilkynnti undirrituð-
um það sama dag og um-
ræddur fundur var haldinn.
Nauðsynlegt er að bera
þetta slúður blaðamannsins
Jónasar Sigurgeirssonar til
baka. Þegar undirritaður tal-
aði við hann í síma til að leita
slcýringa á skrifunum og bera
rangfærslumar til baka neitaði
blaðamaðurinn að taka við
þessum staðreyndum og sagði
í lok samtalsins „Það er ekkert
rangt við mína frétt“. Þetta
em greinilega þau vinnubrögð
sem blaðamaðurinn ungi hef-
ur fengið í vöggugjöf frá
„reyndari" mönnum á
PRESSUNNI.
Það vill þannig til að undir-
ritaður hefur frétt af margít-
rekuðum hringingum sama
blaðamanns til skrifstofu Al-
þýðuflokksins í síðustu viku
vegna sömu móttöku. Blaða-
maðurinn sagðist hafa upplýs-
ingar um það að utanríkis-
ráðuneytið mundi greiða
kostnaðinn vegna móttök-
unnar fýrir Alþýðuflokkinn og
einnig mundi utanríkisráðu-
neytið greiða kostnaðinn
vegna móttöku síðar sama
dag í Perlunni. Hvort tveggja
er að sjálfsögðu rangt, því Al-
þýðuflolckurinn borgar fyrir
sig og móttakan í Perlunni var
í boði norska forsætisráðherr-
ans, sem væntanlega greiðir
fýrir sig og sína. Blaðamanni
PRESSUNNAR var sagt að Al-
þýðuflokkurinn borgaði fýrir
sig en elcki utanríJdsráðuneyt-
ið. Hann mun hafa borið
þessi tíðindi undir ritstjóra
sinn, Karl Th. Birgisson, sem
mun hafa svarað í þrígang:
„Víst borgar utanríldsráðu-
neytið". Jónas, blaðamaður-
inn ungi, mun því hafa hringt
fjórum sinnum í AJþýðu-
floklcinn til að láta reyna á þær
upplýsingar sem ritstjórinn
hafði á tilfinningunni.
Niðurstaða þessara vönd-
uðu blaðamanna hefur líklega
orðið sú að úr því að ekld var
neitt hneykslanlegt við þessa
móttöku Alþýðuflokksins, þá
hafi verið best að spinna upp
kjaftasögu um það hverjum
var boðið og hverjum ekki. í
það minnsta var ekki leitað
eftir þeim upplýsingum til
skrifstofu Alþýðuflokksins.
Véfréttastíllinn er allsráðandi.
Rangfærslur PRESSUNN-
AR liggja því fýrir. Guðmund-
ur Ámi og Ólína fengu boðs-
bréf vegna móttökunnar á
Kornhlöðuloftinu. Guð-
mundur Árni mætti, Ólína
komst ekki. Hvorki sveitar-
stjórnarkratar né aðrir kratar
eru í fylu. Það kann hins vegar
að vera að Karl Th. Birgisson,
ritstjóri PRESSUNNAR, sé í
fýlu, því honum var ekki boð-
ið, en hann hefur lengi starfað
innan Alþýðuflolcksins án þess
að hafa talist til forustu-
manna. Undirrituðum þætti
vænt um að ritstjóri PRESS-
UNNAR og blaðamaðurinn
ungi, Jónas Sigurgeirsson,
bæðust afsökunar á þessum
slcrifum og sýndu vandaðri
vinnubrögð í ffamtíðinni þar
sem þetta er ekki í fýrsta sinn
sem rangfærslur af þessu tagi
birtast í PRESSUNNI.
SigurðurTómas
Björgvinsson
framkvæmdastjóri Alþýöufíokksins
SUZUKI-UMBOÐIÐ HF.
SKÚTAHRAUN 15,220 HAFNARFJÖRÐUR, SÍMI: 651725
$ SUZUKI
* Innifalið í verði: númer og skráning
Fantasíur fram-
kvæmdastj órans
Þar fóru mörg ómerkileg
orð í lítið efni. Þegar þokan í
skrifum Sigurðar er skilin frá
stendur þetta eftir: Jón Bald-
vin Hannibalsson sendi bréf
til nokkurra flolcksmanna
sinna á bréfsefni utanríkis-
ráðuneytisins og bauð til sam-
kvæmis með frú Gro. Á út-
sendingarlistanum fýrir þetta
bréf voru ekld Ólína Þorvarð-
ardóttir og Guðmundur Árni
Stefánsson. Þetta barst mér til
eyrna og ég gaf einföld fýrir-
mæli til blaðamanns:
Finndu út hverjum var
boðið í krataveizlu á Korn-
hlöðuloffinu, hvað hún kost-
aði og hver borgaði. Spurðu
sérstaklega um utanríldsráðu-
neytið, því boðsbréfið var sent
þaðan. Daglegt brauð hér á
PRESSUNNI.
Annar hvor okkar hefur
ekki hugsað skýrt, því blaða-
maðurinn kom til baka með
þá niðurstöðu að frú Gro
hefði sjálf borgað fýrir veizlu í
Perlunni. Það hafði ég aldrei
spurt um og bað aftur um
upplýsingar um Kornhlöðu-
lofísveizluna og ítrekaði að
spurt yrði um utanríkisráðu-
neytið.
Þau svör komu að kratar
hefðu sjálfir borgað og eins og
sæmir í góðri blaðamennsku
fékkst staðfesting embættis-
manna ráðuneytis á því, enda
óráðlegt að treysta einni krata-
heimild um það. Einfalt mál
og engin frétt. Líka daglegt
brauð hér.
Aðrar upplýsingar sem Sig-
urður þykist hafa um samtöl
hér innan veggja eru einfald-
lega rangar og annaðhvort
fantasía hans sjálfs eða upp-
spuni manns sem er kominn í
vond mál vegna lausmælgi.
Það er innanhússvandamál
Sigurðar, ekki mitt.
Eftir stendur að ekkert er
rangt í smáffétt PRESSUNN-
AR. Ólína og Guðmundur
Árni voru elcki á gestalistan-
um og frá því skýrðum við,
ekki stafkrók umfram það (og
minntumst ekki á hverjir
mættu og hverjir ekki). Nöfn-
um þeirra var bætt á gestalist-
ann og boðsbréfið sent í of-
boði með faxi, samkvæmt
mínum upplýsingum þegar
Ólína og fleiri höfðu spurzt
fyrir hjá Sigurði hverju þetta
sætti — örfáum klukkustund-
um áður en veizlan hófst. Sú
staðreynd kann að varpa ein-
hverju ljósi á ákefðina í at-
hugasemd Sigurðar, þar sem
hann reynir að draga fjöður
yfir eigin mistök með frekar
ósmekklegum dylgjum um
blaðamenn PRESSUNNAR.
Það hefur borið á því áður í
samsldptum okkar Sigurðar
að honum sámar að Alþýðu-
flokkurinn skuli sæta sömu
meðferð hjá PRESSUNNI og
aðrir stjórnmálaflokkar. Ég
hélt að hann væri hættur að
væla yfir þessu og kannski er
orðið tímabært að ítreka við
hann opinberlega að skyldur
mínar við lesendur PRESS-
UNNAR vikja sízt fýrir hags-
munum skrifstofumanna hjá
Alþýðufloklcnum.
Karl Th. Birgisson
i
1
I