Pressan - 03.06.1993, Blaðsíða 20
E R L E N T
20 PRESSAN
Fimmtudagurinn 3. Júní 1993
MAÐUR VIKUNNAR
David Gergen
Fullorðna fólk-
ið tekur við
„Sá brandari gekk meðal
fréttamanna í Hvíta húsinu
að Gergen hefði verið rænt í
æsku og hann hefði alizt upp
meðal gíraffa.“
Það tók Bill Clinton rúma
f)óra mánuði í embætti að
reka blaðafulltrúann sinn,
George Stephanopoulos.
Það var ekki seinna vænna.
Það var orðið mál að fúll-
orðið fólk tæki við þeirri
óperasjón. Clinton hefur
-íverið að senda þinginu alls
kyns mikilvæg umbótamál
síðustu vikumar, en Banda-
ríkjamenn vita ekki betur en
líf forsetans snúist um hluti á
borð við hvert hann fer í
klippingu og hver stjórnar
ferðaskrifstofu Hvíta húss-
ins.
Þetta er svo sem ekki bein-
línis Stephanopoulos að
kenna, en hann hefur ekki
bætt úr því heldur. Nú hefúr
einhver skynsamur maður
sagt forsetanum að losa sig
við hann og láta starfið í
'uendurnar á einhverjum
sem ræður við það. Sá mað-
ur er David Gergen, aðstoð-
arritstjóri U.S. News &
World Report og vel kunnur
Hvíta húsinu allt frá því
hann var ræðuritari fyrir Ri-
chard Nixon.
Það má segja að Gergen
hafi nú fengið starfið sem
hann sóttist eftir fyrir tólf ár-
um, þegar hann var náinn
samstarfsmaður Jims Baker,
þá starfsmannastjóra Hvíta
hússins. Báðir voru þeir
menn hófsemdar og raunsæ-
Ts og stjórnuðust ekki af
kreddum eins og margt af
Kaliforníu-liðinu sem fylgdi
Reagan til Washington. Þeg-
ar blaðafúlltrúi Reagans, Jim
Brady, var skotinn, barðist
Gergen við Larry Speakes
um starfið í næstum tvö ár.
Gergen stjórnaði almenn-
ingstengslum, en Speakes
var blaðafulltrúi og þeir
skiptust á að halda blaða-
mannafundi. Þannig gekk
þetta þar til í desember 1983
að Gergen gafst upp og tók
við ritstjórastarfinu.
Það voru ekki alveg verð-
skulduð örlög, en Speakes
gaf Gergen heldur engin
grið, sakaði hann um að leka
upplýsingum (sem allir
höfðu að hobbýi í Hvíta hús-
inu), gerði grín að líkams-
vexti hans (Gergen er 1,93
metrar á hæð) og uppnefndi
hann fyrir framan blaða-
menn. Sá brandari gekk
meðal fféttamanna að Gerg-
en hefði verið rænt í æsku og
hann hefði alizt upp meðal
gíraffa.
Gergen er vel kynntur í
Bandaríkjunum. Hann er
vikulegur gestur ásamt
blaðamanninum Mark Shi-
elds í virtasta sjónvarps-
fréttaþætti landsins, The
McNeil-Lehrer Newshour, og
ber með sér blæ hófsemdar
og skynsemi. Það er eflaust
af þeim ástæðum sem Clin-
ton hefúr valið hann; Gergen
hefur reynslu af fjölmiðla-
tengslum Hvíta hússins
beggja vegna borðsins, þekk-
ir fféttamenn flesta persónu-
lega og nýtur sjálfúr virðing-
ar sem Stephanopoulos var
ekki búinn að afla sér.
Og víst má telja að repú-
blikanar fagna ekki skipan
hans; það var eitt að berjast í
fréttatímum sjónvarps við
einhvern grískan strákling
með nafn sem enginn gat
borið fram, allt annað að fást
við reyndan, miðaldra
flokksbróður sem kann öll
brögðin í bókinni og fer ekki
á taugum þegar unglingamir
í starfsliði forsetans taka upp
á næstu dellu.
Ethe
UROPEAN
Skömm Evrópu
Allur fagurgali diplómata fær ekki dulið þann einfalda,
skammarlega sannleik að Evrópa hefúr nú yfirgefið Bosníu. Svo
virtist um tíma, að Clinton forseti gæti neytt Evrópubúa til að
horfast í augu við skyldur sínar, en það var vanmat á því afli og
kaldlyndi sem evrópskir stjómarerindrekar beittu til að komast
hjá þvi að grípa til aðgerða.
„Friðarsamkomulagið“ er svik og á rætur í effirgjöf og heig-
ulshætti. Það er fátt sem við getum nú gert fyrir Bosníumenn
annað en að syrgja dauða þúsunda sem við berum svo mikla
ábyrgð á. En afleiðingarnar em víðtækari. Hversu margir árásar-
aðilar í Mið- og Austur-Evrópu munu nú telja sig umkomna
þess að gefa samfélagi þjóðanna langt nef og komast upp með
það?
Hún stendur í hatrammri baráttu við heróínsala frá Asíu
Drekakonan
„Hún heitir Cat-
herine Palmer, en
asísku heróínsal-
arnir hafa gefið
henni viðurnefnið
Drekakonan. Hún
er saksóknari í New
York og hefur ein-
beitt sér að því að
koma heróínsölum
frá Suðaustur-Asíu
undir lás og slá. “
Hún heitir Catherine
Palmer, en asísku heróínsal-
arnir hafa gefið henni viður-
nefnið Drekakonan. Hún er
saksóknari í New York og hef-
ur einbeitt sér að því að koma
heróínsölum frá Suðaustur-
Asíu undir lás og slá. Starfs-
vettvangur hennar er ekki sá
hluti New York-borgar sem
ferðamenn sjá, heldur skugga-
hverfin í Brooklyn, Bronx og
Queens, en þar virðist vera
óseðjandi markaður fýrir
ólögleg athæfi.
Catherine Palmer er ekki
ókunnug mönnum eins og
Johnny Kon, en hann er einn
umsvifanresti heróínsali í New
York. Um síðustu jól sendi
hann henni smáglaðning. í
fyrstu hélt hún að um værí að
ræða jólagjöf frá foreldrum
sínum. I pakkanum var
skjalataska en rétt í þá mund
sem hún ædaði að opna tösk-
una komu sérfræðingar frá
fíkniefna- og rannsóknarlög-
reglunni og stoppuðu hana.
Þeir opnuðu rifú á töskunni
og þá blasti við hlaupið á af-
sagaðri haglabyssu. Gikkurinn
var tengdur við músagildru
sem var svo haganlega fyrir
komið að ef taskan hefði verið
opnuð á venjulegan hátt hefði
skot riðið af og móttakandinn
ekki þurft að kemba hærumar
eftir það.
Catherine hefur skorið upp
herör gegn asísku heróínsöl-
unum og orðið töluvert
ágengt, en fáa hefði grunað að
hún ætti effir að verða helsta
ógn glæpaforingja New York-
borgar. Hún ólst upp í mið-
stéttarfjölskyldu í Massachu-
setts, gekk í kaþólskan barna-
skóla og tók próf í stjómmála-
fræði við Boston College. Þeg-
ar því var lokið var framtíð
hennar algjörlega óráðin. Það
var fyrir orð eins kennara
hennar að hún innritaði sig í
lögfræði og lauk prófi frá
Catholic University Law
School í Washington. Venju-
lega vinna efnilegir nemendur
í nokkur ár sem aðstoðarsak-
sóknarar og öðlast þar dýr-
mæta reynslu. Þaðan liggur
leiðin oftast í virðulegar lög-
fræðistofur þar sem þeirra
bíða miklu hærri laun. En fyr-
ir Catherine Palmer átti annað
að liggja. Hún fékk strax stöðu
hjá lögffæðistofu og framtíðin
virtist björt. En henni fannst
eitthvað vanta og þráði meiri
spennu. Auk þess langaði
hana að gera eitthvað sem
engin hafði áður gert. Hún
CATHERINE PALMER
Af mörgum talin besti sak-
sóknari í New York, enda
hefur hún aldrei tapað máli.
tggr •
’f-
sagði upp stöðu sinni og fór
að vinna hjá saksóknara þó
svo að launin væru miklu
lægri. Ekki leið á löngu þar til
nafn hennar var á allra vör-
um. Hún fann köllun sína.
Þrátt fyrir að henni hafi oft
verið hótað lífláti heldur hún
ótrauð áfram að klekkja á her-
óínsölunum. Hún hefur aldrei
tapað máli og með tímanum
hefur hún áunnið sér aðdáun
samstarfsmanna sinna og
jafnvel glæpamannanna
sjálfra. Einn samstarfsmanna
hennar orðaði það svo að hún
væri að vinna fýrir Guð sjálf-
an. Það veitir hennir sjálfs-
traust og öryggistilfinningu.
Oft hefur hún þó verið hætt
komin. Engu að síður er hún
lítið fýrir alla þá öryggisgæslu
sem fólk í hennar stöðu nýtur.
Eitt sinn fór hún til Hong
Kong til að yfirheyra vitni.
Hong Kong er fyrir eiturlyfja-
sala eins og New York er fjrir
verðbréfasala. Uppljóstrari
kom upplýsingum til New
York um að reynt yrði að ráða
Palmer af dögum í Hong
Kong. Hún fór samt, um-
kringd lífvörðum. Þegar
þangað kom fannst henni ör-
yggisgæslan vera sér til trafala
og krafðist þess að þeir létu sig
hverfa þrátt fyrir að morðhót-
un hefði borist.
Það er talið að alls séu milli
400 og 700 þúsund heróín-
sjúklingar í Bandaríkjunum.
Catherine Palmer segir þessar
tölur út í hött og bendir á að
ekki alls fyrir löngu lagði lög-
reglan í Bangkok hald á rúmt
tonn af hreinu heróíni sem
átti að senda til New York.
Slíkt magn nægir til að halda
400 þúsund heróínneytend-
um í vímu allt lífið. Gang-
verðið á götum New York
hefði numið tæpum einum og
hálfum milljarði dala.
Eiturlyfjasmyglararnir sjálf-
ir eru oftast lítils metnir smá-
glæpamenn sem fá hlutfalls-
lega lítið fyrir sinn snúð.
Christine Palmer reynir aftur
á móti að hafa hendur í hári
stórlaxanna. Aðferð hennar
byggist á að byija neðst í virð-
ingarstiganum. Fyrst nær hún
tangarhaldi á einhverjum lágt
settum glæpon og fær hann til
að segja frá öðrum, hærra
settum. Þannig gengur þetta
koll af kolli þar til höfúðpaur-
inn er fastur í neti hennar. Á
síðastliðnu ári náði hún að
sakfella leiðtoga Grænu drek-
anna, einhverrar hættulegustu
glæpaklíku í Kínahverfi New
York. Hún treysti á að íbúar
Kínahverfisins vitnuðu gegn
klíkunni og það tókst en með
herkjum þó. Fólk var skiljan-
lega hrætt við að vitna en Cat-
herine Palmer heppnaðist að
telja í það kjarkinn. Hún hef-
ur fengið að reyna það sjálf
hvernig það er að vera hótað
barsmíðum og lífláti. Meðan á
þessum réttarhöldum stóð var
verið að rétta í máli mafíósans
Johns Gottis á hæðinni fyrir
ofan og þau réttarhöld fengu
alla athygli fjölmiðla.
Catherine Palmer hefur
einnig lagt fram ákæru á
hendur Khun Sa, en hann er
talinn ábyrgur fýrir um 60%
af öllu heróíni sem selt er í
Bandaríkjunum. Þó svo að
ákæran hafi verið lögð ffam er
hægar sagt en gert að ná í
kauða. Hann hefur 4.000
manna her sem gætir öryggis
hans lengst inni í skógum
Burma. Palmer hefur þó ekki
gefið upp alla von um að ná
honum og bendir á að hugs-
anlega sé hægt að ræna hon-
um. Khun Sa hefur einnig
góðar gætur á Catherine
Palmer. Þegar hún fékk hagla-
byssuna í skjalatöskunni skrif-
aði hann henni persónulegt
bréf þar sem hann fullvissaði
hana um að hann ætti engan
þátt í tilræðinu.
Nýverið náði hún að sak-
fella Johnny Kon og flesta
samstarfsmenn hans. Ekki
gekk eins vel að fá spilltan lög-
reglumann að nafríi John Ru-
otolo, betur þekktur sem
Feiti-Johnny, dæmdan. Hann
hafði lengi starfað með
Johnny Kon og hafði mörg
mannslíf á samviskunni. Ein-
hverra hluta vegna var Palmer
meinilla við Ruotolo, jafrível
svo illa að samstarfsmenn
hennar undruðust heiftina.
Feiti-Johnny hafði svikið
Johnny Kon, stolið af honum
heróíni. í réttarhöldunum yfir
Ruotolo staðhæfðu fylgis-
sveinar Kons að Ruotolo hefði
sést taka heróínsendingu úr
bíl og setja í skottið á Lincoln
Continental-biffeið og notið
við það aðstoðar einhverrar
dularfullrar konu. Ruotolo
hafði aftur á móti sagt Kon að
bílnum hefði verið stolið. Kon
trúði tæplega þeirri sögu og
vildi hefría. Palmer reyndi allt
sem hún gat til að tengja
Feita-Johnny við glæpaklík-
una en hafði lítið í höndunum
til að sanna tengslin og allt leit
út fýrir að Ruotolo yrði
dæmdur saklaus.
Allt í einu fann hún lausn-
ina. Hún vissi að Ruotolo
þurfti að sanna mál sitt á ein-
hvern hátt fyrir Kon og því
hafði hann að sjálfsögðu kom-
ið því þannig fýrir að skrifúð
var lögregluskýrsla um bíla-
þjófnaðinn. Nú leitaði hún
uppi þessa lögregluskýrslu og
auðvitað var þar hvergi
minnst á þriggja milljóna
dollara farm af hreinu heróíni.
Aftur á móti var þar minnst á
dularfullu konuna og Lincoln
Continental-biffeiðina. Allt
passaði. Palmer kallaði því-
næst Richard Chartrand í
vitnastúkuna, en hann hafði
skrifað lögregluskýrsluna.
Hann staðfesti allt sem í
skýrslunni stóð. Lögffæðingur
Ruotolos reyndi ekki að bera
blak af skjólstæðingi sínum.
Það var ekki fýrr en seinna
sem í ljós kom hvers vegna
Christine Palmer var svo mjög
í nöp við Ruotolo. Hann hafði
verið með í ráðabruggi um að
stytta henni aldur. Palmer var
ekki að auglýsa það neitt sér-
staklega en aðspurð segir hún
ffá því eins og hverjum öðr-
um staðreyndum. Fyrir henni
er þetta bara hluti af starfinu.
Byggt á GQ.