Pressan - 03.06.1993, Page 30

Pressan - 03.06.1993, Page 30
 30 PRESSAN S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn 3. júní 1993 „Skýringu kann ég ekki á þessari ofurviðkvœmni nema höfundur hafi sjálf- ur komið með hana þar sem hann sagðist hafa ver- ið í miklum vandrœðum með að skrifa áðurnefnd- an leiðara. “ í fjölmiðlapistlinum rakti ég um- fjöllun ýmissa fjölmiðla um Hall- dór Blöndal samgöngu- og land- búnaðarráðherra sem hafði verið mjög í fféttum vikuna þar á undan. Fyrst var sagt ffá umfjöllun um hann á Stöð 2 og síðan sneri ég mér að umfjöllun Morgunblaðsins um málið. Þau orð sem snertu svo Pressuna voru eftirfarandi: „Nýja flokksforystan sem þarna (í Mogganum) fékk ákúrur fýrir ffjálshyggju virðist hins vegar eiga hauk í horni á Pressunni, blaðinu sem gefið er út af Friðrik Friðriks- syni, fyrrverandi formanni félags frjálshyggjumanna og kosninga- stjóra Daviðs í formannsslag. Og þar í blaði fékk Halldór Blöndal á baukinn í gær. Sagt var í leiðara að hann „hefði gengið grímulaus ffam í að ræna peningum ffá íslenskum launamönnum" og Morgunblaðið er gagnrýnt fyrir að lofsyngja hinn nýja formann og leiðtoga lands- byggðararms Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta var allt og sumt varðandi Pressuna í þessum pistli og ég læt lesendum eftir að dæma hvort þau réttlæti það offors sem ffam kom í innyflaskrifum Karls Th. Birgisson- ar um mig. Skýringu kann ég ekki á þessari ofurviðkvæmni nema höf- undur hafi sjálfur komið með hana þar sem hann sagðist hafa verið í miklurn vandræðum með að skrifa áðumefndan leiðara. „En það verð- ur stundum að míga þótt manni sé ekki mál,“ skrifar Karl. Þetta er sumsé einhver þvagfærasýking sem hlýtur að læknast þegar líður á sumarið? Vona ég, að Karl nái gleði sinni á ný, verði sáttur við guð og menn — og blaðamenn á Pressunni þurfi ekki að pissa nema þeim sé mál. Með kveðju! Óskar Guðmundsson Þvagfæra- sýkingá Pressunni I síðustu Pressu fékk ég þann óvænta heiður að nýráðinn ritstjóri skrifaði heila grein undir fýrirsögn- inni „Innyfli Óskars Guðmunds- sonar“. Þar var lagt út af nokkrum orðum mínum í fjölmiðlapistli á Rás 2 föstudaginn 21. maí, alls ómaklega að mínu mati. Vissulega hef ég eins og margir aðrir mátt þola það í Pressunni að fá alls kon- ar pillur, skot og skít þann tíma sem blaðið hefur verið gefið út. Sannast sagna hélt ég að þessi skrif væru bundin hnípnum manni í vanda á ritstjórn blaðsins — sem þannig fengi útrás og kæmi mér að öðru leyti ekki við og lét þetta því sem hvurt annað hviss um eyru þjóta. Þar sem greinin í síðustu Pressu er eftir nýja ritstjórann hlýt ég að líta svo á að ekki sé um ein- staklingsbundinn vanda að ræða, heldur sé hér á ferðinni ritstjómar- stefna blaðsins, og hlýt því að æskja þess að fá að bera hönd fýrir höfuð mér. t

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.