Pressan - 08.07.1993, Side 3
Flmmtudagurinn 8. Júlí 1993
SKILABOÐ
PRESSAN
A
jLX. borgarráðsfundi þann 29.
iúlí kom fram svar borcarstióra við
fyrirspum Kristinar Á. Ólafsdóttur
um greiðslur vegna úttekta á hinum
ýmsu þáttum sem liggja til grund-
vallar tillögum um að breyta SVR í
hlutafélag. Það var fríður hópur
sjálfstæðismanna sem hlaut þennan
feita bita: Lögmenn Höfðabakka
fengu 236.239 krónur en Hreinn
Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmað-
ur forsætisráðherra, er einn af eig-
endum þeirrar stofu. Stjórnun og
eftirlit h.f. fékk 235.554 krónur en
stjórnarformaður þess fyrirtækis,
Helgi Jóhannesson, er mikill vinur
Eyjólfs Sveinssonar, aðstoðar-
manns forsætisráðherra og Bene-
dikt Bogason, einkavinur Sveins
Andra Sveinssonar situr í stjórn.
Auk þessa fékk Eignamiðlunin
verkefni uppá rúmar áttatíu þúsund
krónur og Verkfræðistofa Stefáns
Ólafssonar fékk 217.407 krónur.
Vegna breytinga á rekstrarformi
Pípugerðarinnar fékk Verkfræði-
stofa Stefáns Ólafssonar 558.757
krónur og Landsbréf h.f. 224.100
krónur. Einnig fékk Inga Jóna
Þórðardóttir viðskiptafræðingur og
fyrrum formaður útvarpsráðs
2.758.885 krónur fyrir að vinna að
tímabundnu verkefhi fyrir borgar-
stjóra. Þess má svo geta í lokin að
Eyjólfur Sveinsson vann að þessum
verkefnum hjá Verkfræðistofu Stef-
áns Ólafssonar áður en hann var
kallaður til starfa upp í Stjórnar-
ráð...
u m síðustu helgi var marg-
mennt mjög í Þórsmörkinni og
voru Sjálfstæðismenn þar óvenju
fjölmennur þjóðflokkur. Ástæðan
er sú að
Heimdallur
fór í sína ár-
legu Þórs-
merkurferð,
nú í sam-
starfi við
Sjálfstæðis-
félög á Suð-
u r 1 a n d i.
Heimdallur
er höfuðvígi
Jónasar Fr. Jónssonar í formanns-
slagnum í SUS og því hafa félagam-
ir væntanlega ætlað að styrkja stöðu
sína á Suðurlandi þar sem for-
mannskosningamar fara ffam effir
mánuð. Guðlaugur Þór Þórðarson
og stuðningsmenn hans fréttu af
ferðinni og lið þeirra fjölmennti
einnig í Mörkina. Talsverður mun-
ur var á aðferðum fylkinganna við
að vinna sér hylli flokksbræðranna á
Suðurlandi. Gallabuxnagengið með
Gunnlaug í fararbroddi lék knatt-
spyrnu af hjartans list og gekk á
meðal sauðsvarts almúgans en
virðuleikablærinn var meiri hjá Jón-
asi og félögum sem spiluðu krokket
og dreyptu á eðalvínum...