Pressan - 08.07.1993, Side 8

Pressan - 08.07.1993, Side 8
F R ETT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins Fékk ódýrt húsnæði hjá Markúsi Erni SÚSANNA SVAVARSDÓTHR Tekjuhá þekkt kona í þjóðlffinu býr í ódýrrí íbúð á vegum borgarinnar. Það hefur vakið athygli að hátekju- kona í sambúð skuli vera í leiguhús- næði á vegum borgarinnar og borgi aðeins 25 þúsund krónur í leigu fyr- ir fjögurra herbergja íbúð sem er 140 fermetrar að flatarmáli. Sús- anna Svavarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, fékk þessa íbúð í lok síðasta árs, en þá var hún ein- stæð móðir með þrjú börn og gat ekki fúndið sér hentugt íbúðarhús- næði. f vor giftist hún Ásgeiri Bjarnasyni sem nú stundar rann- sóknarstörf í Bandaríkjunum. Stóð á götunni „Ég var bara einstæð móðir með þrjú börn sem stóð á götunni. Af því að ég var of dugleg að vinna fyr- ir mér féll ég ekki undir Félagsmála- stofnun, en af því að ég var á göt- unni reyndi ég allt,“ sagði Súsanna í samtali við PRESSUNA. „Borgin á þessa íbúð en ég borga fúlla leigu af henni sem eru 25 þúsund krónur. Ég er nýbúin að gifta mig og mað- urinn er ekki einu sinni fluttur inn. Og hvað há laun varðar, þá fyrirgef- ið þið bara, en ég hef ekkert sérstak- lega há laun. Ég vinn ofsalega mik- ið, og ekki bara fyrir Morgunblaðið. Á endanum næ ég að skrapa saman þannig að ég get framfleytt mér og börnunum mínum, en það er ekk- ert óeðlilegt við þetta. Hvað leigumarkaðurinn velur að sprengja upp sitt verð er bara ekki mitt mál. Ég er búin að vera í fimm ár í rándýrri leigu. Ég er búin að vera einstæð móðir með þrjú börn og hef borgað 60 þúsund í leigu. Mér finnst bara akkúrat ekkert óeðlilegt við það að sækja þarna um eftir að hafa verið húsnæðislaus í fjóra mánuði. Ég talaði við menn þarna hjá borginni til þess að at- huga hvort þetta væri mögulegt. Ég hringdi nokkuð oft og á endanum var mér sagt að ég gæti fengið þessa íbúð, alla vega til bráðabrigða á meðan að ég fengi mér eitthvað annað.“ Ákvörðun hjá borgarstjóra „Það var tekin ákvörðun um þetta af minni hálfu,“ sagði Markús Öm Antonsson borgar- stjóri. Hann segir íbúðirnar í Tjarnargötu hafa verið keyptar vegna ráðhússins og þær hafi verið leigðar til bráðabirgða með sérstökum samningum. Ákvörð- un um leigu þessara íbúða hafi verið hjá borgarstjóra, fyrst hjá Davíð Óddssyni og síðar hjá sér. „Þú verður að tala við borgar- stjóra. Hann verður að svara fyr- ir þær ákvarðanir sem hann tek- ur sjálfur,“ sagði Hjörleifur Kvaran, ffamkvæmdastjóri lög- fræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar þegar blaðið leitaði upplýsinga um leigufýrirkomu- lag. Eftir að PRESSAN hafði tal- að við borgarstjóra fékkst þó uppgefið að leigan væri 25 þús- und krónur. Á almennum markaði fengist varla tveggja herbergja íbúð fyrir þá upphæð, en algengt leiguverð slíkra íbúða í miðbænum er um þrjátíu þús- und krónur á mánuði. Hjörleifur sagði borgina eiga 12 íbúðir í Tjarnargötunni og Félagsmálastofnun hefði um helming þeirra til umráða en borgarstjóri afganginn. Engin tengsl, segir Sús- anna Súsanna segir engin tengsl eða hagsmunatengsl búa þarna að baki. Hún hafi leitað til Markús- ar í vor en síðan verið í sambandi við aðra starfsmenn borgarinnar eins og borgarstjóri hafi bent henni á að gera. Nú hafi aðstæður hennar breyst og hún muni reyna að finna sér íbúð annars staðar. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Borgarstjóri ákvað sjátfur að leigja íbúðina og segir að það hafi tíðkast frá því í tíð Davíðs Odds- sonar. „Þetta er mjög snyrtileg og þægileg íbúð, en það er langt ffá því að það sé nokkur lúxus í henni, sem er líka ástæða fyrir því að maður hugsaði sér þetta aldrei til langdvala. Þótt leigan sé lág miðað við markaðinn hefúr hún marga agnúa, það er ekk- ert þvottahús í íbúðinni og engar geymslur sem fylgja henni.“ PálmiJónasson m mmmfí oqmm/sr Við eram flatt q Saðarströnd hliðina ö Bónus Kynningarafslóttur 20 - 50% til 3. júlí af myndum og plakötum. Mjög mikið rnmMMoq /wmfsr Suðurströnd 2 við hliðina d Bónus Seltjarnarnesi 4 TJARNARGATA16 Fjögurra herbergja og 140 fermetra íbúð sem borgin keypti vegna byggingar ráðhússins. Hún er leigð út á 25 þúsund krónur. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Mjög óeðlilegt „Þegar um félagslega aðstoð er að ræða í formi íbúða borgarinnar á það auðvitað allt að fara í gegnum Félagsmálastofhun. Ég veit ekki til þess að það séu nokkurs staðar samþykktir til í borgarkerfinu fyrir þessu,“ segir Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfúlltrúi. „Mér finnst sjálfsagt að allar íbúðir á vegum borgarinnar sem eiga að þjóna félagslegu hlutverki fari í gegnum Félagsmálastofnun og þar vill maður treysta því að farið sé eftir einhverri sanngjarnri röð um- sækjenda. Það eru mjög margir sem sækjast eftir félagslegum íbúð- um borgarinnar og margir um hverja íbúð þar. Það vantar mjög mikið upp á að borgin geti full- nægt þessari þörf og þess vegna finnst mér mjög óeðlilegt að það sé einhver annar aðgangur að þeim íbúðum heldur en í gegnum Fé- lagsmálastofnun. Mér finnst auð- vitað að þetta eigi að vera á einni og sömu hendi, hjá Félagsmála- stofnun, og þar þurfi allir að lúta sömu lögmálum. Þar er ákveðinn biðlisti og þegar ég hef kannað möguleika á aðstoð fýrir fólk sem er á götunni fæ ég þau svör að það eigi að skrá sig á biðlista og búast megi við að minnsta kosti ársbið. Þess vegna er mjög óeðlilegt að einhverjir einstaklingar geti gengið ffam hjá þessu kerfi,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir. KRISTÍN fl.ÖLAFSDÓTTIR Mjög óeðlilegt að einstaklingar geti gengið fram fyrir árslang- an biðlista Félagsmálastofnunar ogfengið úthlutað ibúð hjá borgarstjóra. BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 1/2 skrokkur af fyrsta flokks lambakj" Ljúffengt og gott o Fæst í næstu verslun.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.