Pressan


Pressan - 15.07.1993, Qupperneq 7

Pressan - 15.07.1993, Qupperneq 7
FR ETT I R Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 PRESSAN 7 Martröð ungrar fyrirsætu í New York sem bjargað var ó elleftu stundu „VILDI BARA SOFA HJÁ MÉR“ „Þetta var algjör martröð. Hann var sífellt að hóta mér og reyna að beygja mig til hlýðni við sig. Hann sagði umbúðarlaust að tilgangur- inn með þessu hefði verið enginn annar en að fá mig til að sofa hjá sér.“ Þetta eru orð Bryndísar Guð- mundsdóttur sem fyrir hálfum mánuði slapp undan umboðs- manninum Walter Cook, sem rek- ur World Model Wang í New York, með hjálp íslenska sendiráðsins í New York, þá að niðurbroti komin eftir að hafa verið beitt andlegu of- beldi um rúmlega hálfs mánaðar skeið. Bryndís er ein fjölmargra ís- lenskra stúlka sem ól með sér draum um að vinna fyrir sér sem fyrirsæta á erlendri grund. í október í íyrra, rétt eftir að hún hafði lokið við námskeið hjá Módelsamtökun- um, leitaði maður að nafhi Sigurð- ur Fjeldsted til samtakanna fyrir er- lendan kunninga sinn sem rekur umboðsskrifstofu í New York. „Eini þáttur Sigurðar í málinu var að hringja í íslensku umboðsskrifstof- umar fyrir manninn. En mér skilst að það hafi líka verið leitað til Mód- el’79. Afráðið var að ég og ellefu aðrar stúlkur frá Módelsamtökun- um myndum hitta Walter í Perl- unni,“ segir Bryndís. Upp ffá því bauð hann Bryndísi og annarri stúlku að starfa fyrir sig. Hin varð þó að hætta við af sérstök- um ástæðum. „Umboðsmaðurinn kom mér vel fyrir sjónir. Hann var afar sannfærandi. Og bauð mér gull og græna skóga: flug fram og til baka, glæsilega íbúð í góðu hverfi og að ég fengi að fara heim á þriggja mánaða fresti. Að auki gæti ég ferð- ast víða innan Bandaríkjanna og sinnt ýmsum áhuga málum mín- um. Launin yrðu til að byrja með 3 þúsund dollarar á dag.“ Umræðan um samninginn fór að mestu fram á milli Bryndísar og sjálfs umboðsmannsins. Telur Bryndís ástæðuna fýrir því hafa ver- ið þá að hún talar þokkalega ensku. „I framhaldi af því, til öryggis, læt ég lögfræðing í Bandaríkjunum, fýrir tilstilli kunninga minna, skoða ferO hans. Ég fékk þær upplýsingar að hann hefði hreinan skjöld. Og ekki spillti fyrir áhuganum að frarn- kvæmdastjóri Módelsamtakanna, Unnur Amgrímsdóttir virtist einn- ig hafa áhuga fyrir þessari umboðs- skrifstofu. Hún ædaði í upphafi að koma með mér til New York og skoða aðstæður. Það varð hins veg- ar ekkert úr því.“ Byrjar að áreita mig I maí í vor hafði svo Walter sam- band við Bryndísi og bauð henni að koma út mánuði síðar. ,AUt leit svo vel út. Hins vegar átti eftir að undir- rita samning en það átti að gerast úti eftir að aðstæður hefðu verið kannaðar. Ég sagði upp mjög góðri vinnu og dreif mig út. Walter tók á móti mér á flugvellinum og byrjaði á að tilkynna mér að ég fengi ekki íbúðina ekki fyrr en eftir nokkra daga. Hann ekur með mig í nokkra tíma, í eitthvað risastórt afskekkt hús. Strax á leiðinni í bílnum byrjar hann að áreita mig, slá á lær mér og er alltaf eitthvað utan í mér. Húsið sem við áttum að dveljast í var mjög stórt en þrátt fýrir fáa gesti er mér tilkynnt þegar þangað er komið þar að við eigum að deila með okkur herbergi. í þessu húsi var enginn sími. Hann var sífellt að reyna við mig, setjast þétt upp að mér og gera sér dælt við mig. Ég ákveð ég að fara í herbergið að sofa enda úrvinda eftir ferðalagið. Og sofna í öllum fötunum. En vakna nokkru síða með hann fiktandi í mér við hliðina á mér í rúminu. Ég hendist upp úr rúminu og verð alveg foxill og segi honum að ég vilji komast aftur til íslands enda var ég búin að sjá í gegnum hann. En þá reif hann af mér flugmiðann. Það leiddi til þess að ég varð gjörsamlega varnarlaus og ákvað því að bíta á jaxlinn, enda gat ég ekkert gert.“ Var í stofufangelsi Eftir tveggja sólarhringa dvöl í þessum afskekkta bústað ekur Walter með Bryndísi til vinar síns á Long Island þar sem hann segir hana þurfa að vera í sólarhring. „Ég hef aldrei séð þvílíkt hreysi, þarna var svo skitugt að ég hef aldrei séð það ógeðslegra. Það var hreinlega skítaskán yfir öllu. Ég gat ekki einni sinni borðað þarna af hræðslu við matareitrun. Að auki þurfti að sofa á hræðilega óþægilegum sófa, bara með einn kodda. Þarna var ég læst inni með vini hans, sem er sálfræð- ingur, í heila þrjá sólarhringa. Sá maður var þó allt í lagi og upplýsti mig um ýmislegt forvitnilegt, meðal annars það að Walter hefði setið í fangelsi fyrir tveimur árum fyrir fjársvik. Sálfræðingurinn sýndi mér ýmsar úrklippur úr blöðum um hann. Hann var greinilega þekktur í New York því öll stærstu blöðin þar höfðu fylgst með réttarhöldunum yfir honum en þau fóru fram eftir að hann hvarf í eitt ár. í þessum úrklippum var líka ým- islegt jákvætt um hann að finna; um veiðidellu hans og ferðalög um allan heim, einnig var hann nokkuð í fréttum sem einn aðalstuðnings- maður hafnaboltaliðsins New York Yankees. Á meðan hann var ríkur gisti off allt heila hafnaboltaliðið í 50 herbergja híbýlum hans, sem hann átti þá. Að auki var að finna þarna nokkrar gamlar greinar um mikil fjármálaumsvif hans. Sálfræð- ingurinn sagði mér einnig að ég væri ekki sú fýrsta sem lenti í klóm á hans. Walter hefði stundað þessa iðju síðastliðin 10 ár. Á meðan ég dvaldist hjá sálfræð- ingnum hringdi Walter stöðugt og hótaði mér að svæfi ég ekki hjá honum fengi ég ekki íbúðina. Eg fékk þó íbúð fýrir rest en þá byrjuðu samskonar hótanir um að ég fengi ekki síma og öll þægingdin sem mér hefði verið lofað nema að sofa hjá honum. Ég fékk ekki lykla að úti- dyrahurðinni. Hann reyndi að gera mér allt til ama. Hann fýlgdist stöð- ugt með mér og leyfði mér ekki að tala við neinn. Ég skynjaði að ég gæti lítið gert þama úti því ég var í landinu fölskum forsendum, til dæmis án atvinnuleyfis. Undir það síðasta reyndi bróðir minn að ná sambandi við mig. Hann reyndi stanslaust að hringja á umboðskrifstofuna frá laugardegi til miðvikudags og talaði meira að segja við móður Walters. En ég fékk engin skilaboð. Loks fékk ég að hringja heim á miðvikudeginum og náði að segja allt það létta. Walter var mjög tortryggin því ég talaði svo lengi í símann. Ég laug að honum að móðir mín hefði fengið heila- blóðfall og ég þyrfti að komast heim. Efir frásögn mína hafði bróð- ir minn svo samband við Módel- samtökin og báðu þau um að hjálpa sér en þau sögðust ekkert geta gert. Á endanum hafði svo fjölskylda mín samband við utanríkisráðu- neytið sem hringdi í sendiráðið í New York og báðu þá þar að reyna að hafa uppi á mér. Starfsmaður ráðuneytisins, Margrét Jónsdóttir kom mér til bjargar úr prísundinni. Ég er ennþá að jafna mig. Maður- inn náði gjörsamlega að brjóta mig niður. Ég var orðin hálfdofin undir það síðasta. En þrátt fyrir allt vill taka það fr am að mér er ekki illa við Unni Argrímsdóttur. Þetta var auð- vitað mín ævintýraþrá fyrst og ffernst. En ég er svolítið svekkt yfir því að hún hafi ekki komið mér til aðstoðar. Þó að ég hafi ekki verið beint á hennar vegum þá vorum við send í nafni Módelsamtakanna á fund þessa manns. Ég vill aðallega að þessi ffásögn mín verði öðrum víti til vamarðar, sérstaklega ungum stúlkum. Ég held að það sem bjarg- aði mér hafi verið að ég er orðin tví- tug og sjálfstæð effir að hafa búið ein í Noregi í tvö ár.“ Að sögn Bryndísar hyggst þessi sama umboðskrifstofa og bauð henni gull og græna skóga leita að öðrum íslenskum stúlkum. „Hún er hefur nefnilega þokkaleg sambönd. Mér skilst að sænsk kona komi til með að leita að stúlkunum hér á landi. Ég held að skýringin á þvi að ég lenti svo illa í manninum sé sú að hann skynjaði strax í upphafi að ég var ekki með neitt á bak við mig. Ég stóð að mestu ein í samningunum. Ég gerði mér hins vegar ekki grein fýrir þvi fyrr en eftir á.“______ Guörún Kristjánsdóttir Margrét Jónsdóttir starfsmaður íslenska sendiróðsins í New York „Bryndís var skelfingu lostin“ „Bryndís var í miklu ójafnvægi þegar ég hafði upp á henni eftir ábend- ingu íslenska utanríkisráðuneytisins. Sem betur fer hitti ég strax á hana. Ég ráðlagði henni að pakka undir eins niður og drífa sig í sendiráðið. Við íhuguðum að gera eitthvað í málinu, jafúvel kæra manninn, en það vannst ekki tími til. Eins og á stóð fannst mér aðalatriðið að koma henni strax heim til Islands. Hún var skelfingu lostin við tilhugsunina um að maðurinn myndi reyna að hafa upp á henni. Annars kom Bryndís mjög vel fýrir. Það var mjög óheppilegt að hún skyldi lenda í þessu því hún fór til New York í góðri trú með meðmæla- bréf ffá Módelsamtökunum upp á vasann. Mér skilst að þessi umboðs- skrifstofa í New York hefði sérhæft sig í skandinavískum fyrirsætum.“ Margrét segist ekki kannast við neitt álílca dæmi og Bryndísar. Allavega hafi ekkert þessu líkt komið inn á borð sendiráðsins í New York. „Manni brá auðvitað. Þetta dæmi sýnir bara hvað þarf að fara varlega í sakirnar þegar stúlkur eru að fara utan til fýrirsætustarfa eftir ótraustum heimild- um. Það er svo mikið til af misjöfnu fólki í stórborg eins og New York.“ Unnur Arngrímsdótlir: Ekki á mína ábyrgð • fellum tekur umboðsskrifstofan algera ábyrgð á stúlkunum. Það er þess vegna sem gengur svo vel hjá þeim, því allt stenst. Að vísu getur alltaf eitthvað komið upp á, eins og með Unni Steinsen þegar hún var 16 ára að vinna í París. Þá bjó hún í stórri höll hjá tennisleikara ásamt nokkrum öðrum fýrirsætum. Það gekk allt mjög vel en eitt kvöld réðst á hana maður í metróinu, án þess að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar. Fólk er hvergi óhult.“ „Mér þótti þetta trúverðugt og gott mál, enda skildist mér á Sig- urði Fjeldsted að maðurinn væri traustur. Hann hafði áður farið með honum í laxveiði og hafði ekkert nema gott um hann að segja. Ég er hins vegar alltaf hrædd við að senda út fýrirætur til um- boðskrifstofa sem ég þekki ekki. Ég tel mál Bryndísar ekki á mína ábyrgð, þó að hún hafði verið á námskeiði hjá mér nokkru áður. Hún er ekkert bam lengur, er tví- tug og hefur ferðast víða. Ég reyndi hins vegar að hjálpa henni eins og ég gat. Ég bað hana um að tryggja sig bak og fýrir og varaði hana við hættunum sem kynnu að fylgja. En þetta var alfarið á hennar ábyrgð.11 Að sögn Unnar hefur aldrei nokkuð þessu líkt komið upp á þau 25 ár sem hún hefur rekið Módelsamtökin. „Margar stúlkur hafa farið út á mínum vegum til traustra umboðsskrifstofa eins og Ford, til dæmis Andrea Brabin og Ágústa Hilmarsdóttir. 1 þeim til-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.