Pressan - 15.07.1993, Page 13

Pressan - 15.07.1993, Page 13
Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 S K O Ð A N I R DAS KAPITAL Hvalveiðar ogfjölmiðlar I Orðabók Menningarsjóðs, sem kom út árið 1963 var ekki að fmna orðið mengun. Því orði var skotið inn í viðbæti þess rits. Hugsun um vemdun umhverfis á Islandi er því ekki nema 30 ára gömul. Á sama hátt er hægt að tíma- setja það hvenær hagffæðing- ar skynjuðu vandamál varð- andi nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda. Það voru þrír hagfræðingar sem hver í sínu lagi og án þess að vita hver af öðrum settu fram kenningar sínar um ofhýtingu og varanlegan hámarksaf- rakstur fiskimiða. Þessir menn voru Jens Warming sem var Dani og birti niðurstöður sín- ar um 1910 og kanadamenn- irnir Anthony Scott og Scott Gordon sem birtu sínar nið- urstöður eftir seinni heim- styrjöld. Kenningar þessara manna em undirstaða þeirrar auðlindahagfræði sem kennd er við Háskóla íslands. Kenningar þessara manna er hægt að prófa mjög auðveld- lega í hvalveiðum Islendinga. Kenningamar ganga út á það að aðeins sé hægt að hagnýta auðlindir sjávar til þess að ná hámarksafrakstri með því að stýra sókn með auðlinda- skatti. En nú hefur öll um- ræða um náttúruvernd og auðlindanýtingu snúist í and- hverfú sína. Og nú er svo komið að hval- veiðar era bannaðar. Ástæður þess að hvalveiðar eru bann- aðar á Islandi eru þær að á síðustu öld veiddu Banda- ríkjamenn hvali ótæpilega og gengu mjög nærri nokkrum hvalastofnum og hafa Banda- ríkjamenn því samviskubit vegna ffamferðis síns. Hvalveiðar á Islandi eru merkilegur kafli í atvinnu og menningarsögu þjóðarinnar. Erlendar þjóðir veiddu hvali við landið fýrr á öldum. Talið er að baskneskt-íslenskt orða- safn sem fúndist hefur í hand- riti sé árangur af hvalveiðum Baska hér við land. Við ísa- fjarðardjúp vora 5 eða 6 hval- veiðistöðvar um síðustu alda- mót. Á Sólbakka við Önund- arfjörð var hvalveiðistöð Ellevsens með myndarlegu húsi stöðvarstjórans. Það hús er í dag Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík en ábúandinn á Sólbakka í dag Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur býr í minna húsi. Þessar hvalveiðastöðvar veittu tækniþekkingu inn í íslenskt samfélag og rufu aldalanga stöðnun í atvinnulífi þjóðar- innar. Vera má að hvalveiðar erlendra manna hér við land hafi verið rányrkja en slíkt réttlætir á engann hátt hval- veiðibann árið 1993. Hvalveiðar vora bannaðar hér við land eftir fýrri heimstyrj- öld en Hvalur hf. í Hvalfirði hóf aftur veiðar árið 1948. Sóknin í veiðunum var ávallt svipuð. 4 skipum var haldið til veiða frá júní til september og afraksturinn var 350-500 hvalir ár hvert. Námsmenn höfðu atvinnu við veiðar og vinnslu og þurffu þeir ekki að taka námslán. Þekktustu hval- skurðarmenn nútímans eru Halldór Blöndal, samgöngu og landbúnaðar ráðherra og fréttamennirnir Broddi Broddason og Þorvaldur Frið- riksson. En höfðu hvalveiðar einhverja þýðingu fýrir íslenskt þjóðar- bú? Því er til að svara að þátt- ur hvalveiða í íslenskum þjóð- arbúskap var jafn mikill og þáttur bílaiðnaðarins í Detoit er fýrir bandarískt efnahagslíf. En hví eru hvalveiðar stund- aðar? Hvalkjöt og rengi er úr- valsfæða. Kjötið er snautt af mettaðri fitu og hvalalýsi er talið koma í veg fýrir hjarta og æðasjúkdóma og aðra þá menningarsjúkdóma sem era að drepa Bandaríkjamenn. Japanir sem eru að vinna efnahagssigra í Bandaríkjun- um vita þetta og kaupa allar hvalaafurðir sem þeir komast yfir. En hvalveiðar eru sem fyrr segir bannaðar hér á landi þrátt fyrir að vísindamenn mæli með veiðum. Því veldur samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins sem átti aldrei að verða hvalfriðunarráð. I ráðið hafa gengið ríki sem aldrei hafa nýtt hvali en hafa selt sæti sín í ráðinu til öfgamanna sem væru kallaðir skæruliðar ef þeir væra í öðram samtökum. Fremstir fara fjárplógsmenn sem kallast grænfriðungar og fjárhirðar hafsins (Sea She- pard). Rök þessara manna byggjast á því að spila á tilfmningalíf fólks sem ekki þekkir óspillta náttúru og hagnýtingu nátt- úruauðlinda án rányrkju. Hvalveiðibann hefúr vissulega áhrif á líffíki hafsins umhverf- is landið. Hvalir eru ekki á pillunni og fjölga þeir sér ótæpilega, 10-20% á ári, og hvalir eru ekki í megrun því þeir éta rúmlega ársafla ís- lendinga. Þarf ekki að spyrja um langtíma afleiðingar hval- veiðibanns fýrir efnahagslíf á Islandi. Niðurskurður á veiði- heimildum nytjafiska er því afleiðing af hvalveiðibanni. Hvalveiðibann Alþjóðahval- veiðiráðsins var staðfest á AI- þingi eftir harðan áróður ís- lenskra fjölmiðla þar sem Rík- isútvarpið með fréttaritara sinn, Helga Pétursson, lék að- alhlutverk þegar hann tíund- aði hugsanleg viðbrögð Bandaríkjamanna ef bannið yrði ekki staðfest. Bannið er því fyrst og fremst staðfesting á áhrifamætti fjölmiðla. Þegar öllu er á botnin hvolff í hvalveiðimálum Islendinga stendur eftir spurningin um það hvort Helgi Pétursson sé í raun efnahagsvandamál. FJÖLMIÐLAR Slúðrið í Mogganum Það er alveg með ólíkindum hvað Morgunblaðið nennir að eltast við fréttir af kóngafólki á erlendum fféttasíðum sínum. Þar var skýrt ffá því í „ffétt“ á þriðjudaginn að Díana prins- essa væri búin að afskrifa stjúpmóður sína, ekkju föður síns, sem ku nýverið hafa gengið í hjónaband. Allt í lagi með það. Eins og Mogginn segir sjálfur, þá hefur þeim stjúpmæðgum alltaf komið illa saman og því ekkert sem kom á óvart í fféttinni. Engu að síður birtist í DV þennan sama dag önnur „frétt“, þar sem sagt er frá því að Díana hafi hreint ekkert afneitað Ra- ine, en það heitir stjúpmóðir- in. Mogginn varð að sjálfsögðu að draga frétt sína frá deginum áður til baka á miðvikudag- inn, en setur þó fyrirvara á vinskap þeirra stjúpmæðgna með því að setja spurninga- merki aftan við fyrirsögn „fréttarinar“. Það er auðvitað ekkert nýtt að Morgunblaðið segi fréttir af kóngafólki. Það virðist aftur á móti vera orðið að vana að þessar fréttii birtist á heims- fréttasíðum blaðsins. Ein- hvern veginn hélt ég að einu sinni hafi kóngafólkið orðið að láta sér nægja að fjallað væri um það í Fólki í fféttum. En að á erlendu síðunum væra birtar fféttir ætlaðar les- endum sem áhuga hafa á gangi heimsmála. Morgunblaðið er líklega virt- asta dagblað á íslandi. Því hef- STJÓRNMÁL „ hvað meðpólitíkusa<(? Líklega hefur enginn ein- staklingur orðið fyrir jafn hat- römmum árásum og Hrafn Gunnlaugsson og aldrei fýrr hafa þingmenn og fjölmiðlar sameinast sem einn maður í mannorðsvígum. En nú hefur Ríkisendurskoðun komist að því að Hrafn Gunnlaugsson hafi í engi brotið af sér í sam- skiptum við opinbera aðila. Það er lítið orðið eftir af gífúr- yrðum Svavars og Páls,— þau reyndust lítið annað en sápu- kúlur. Skýrsla sú sem Rík- isendurskoðun hefur sent frá sé um fjár- hagsleg samskipti Hrafns Gunnlaugs- sonar við opinbera aðila, er í sjálfu sér ekki merkileg fyrir það að leiða í ljós að Hrafn hefur ekkert brotið af sér. Hún er merkileg fyrir tvennt. I fyrsta lagi að opin- ber stofnun skuli þurfa að semja skýrslu af því tagi sem hér um ræðir. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að ein- staklingur sem verður fýrir heiftúðugum árásum stjórnmála- manna (sem voru auðvitað af pólitísk- um toga spunnar, enda reynt að koma höggi á aðra en Hrafh um leið), verði að leita allra leiða til að hreinsa mannorð sitt og heiður, þ.e.a.s. neyðist til þess að sanna sakleysi sitt. ís- lenskt þjóðfélag er vissulega orðið öfug- snúið og nú skulu menn sekir uns sak- leysi er sannað. Skýrslu Ríkisendur- skoðunar verður minnst fýrir þetta. I öðru lagi er skýrsla Ríkisendur- skoðunar merkileg vegna þess að hún vekur menn til um- hugsunar um hugs- anlega hagsmunaárekstra þeg- ar hinar og þessar nefndir og stjórnir útdeila opinberu fé, hvort heldur er í formi styrkja eða lána. Ríkisendurskoðun gagnrýndi starfsemi Kvik- myndasjóðs þar sem hæfis- reglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt á undanförn- um áram.Þetta er þörf og góð ábending, og raunar hefur einnig verið bent á fleiri opin- bera sjóði sem styrkja listir og menningu. En þessir sjóðir eru aðeins toppurinn á ísjak- anum og það væri vissulega tilefni fyrir fjármálaráðherra að fá Ríkisendurskoðun til að gera ítarlega úttekt á öllum opinberum sjóðum, með það í huga að kanna hvernig starf- semi þeirra samrýmist hæfis- reglum stjórnsýsluréttar í nú- tíð, þátíð og framtíð. Hvernig hefur Byggðastofnun staðið að úthlutun gífurlegra lána og styrkja á undanfömum áram? Sömu spurninga ætti að svara varðandi Hlutafjársjóð, At- vinnutryggingasjóð, að ekki sé talað um milljarðana sem fara í landbúnaðinn. Skýrsla Ríkisendurskoðun- ar um samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa sjóði kallar á að fjármálaráð- herra láti gera umrædda út- tekt. Hafa alþingismenn gætt hlutleysis, varast hagsmuna- árekstra við úthlutun úr opin- berum sjóðum? Ríkisendur- skoðun hefur svarað spurn- ingunni um Hrafn Gunn- laugsson, en hvað með stjórn- málamennina? Síðustu vikurþinghalds á liðnu vori voru góður tímifyrir Svavar Gestsson ogPál Pétursson og nokkra minni spekinga. Líkt og soltin villidýr semfinna lykt afblóði réðustþeir að Hrafni með svívirðingum og dylgjum, enda í skjóli þinghelgi. Ogfjölmiðlar héldu sína veislu. ur löngum þótt gaman að bera sig saman við bresk og bandarísk stórblöð, sem það hefur tekið sér til fýrirmyndar. Undirrituð játar að vera léleg- ur lesandi engilsaxnesku pressunnar, en þekkir þeim mun betur til franskra dag- blaða. Veit því að þau hirða lítt um tilfinningar kónga- fólks. Láta slúðurblöðin um að fjalla um þær. Morgunblað- ið hefúr að vísu mun breiðari lesendahóp en þessi frönsku dagblöð og leggur sig í líma við að höfða til sem flestra innan hans. En er ekki óþarfi að teygja úr léttmetinu? Og skeytastíllinn sem er á erlendu fféttunum? Hélt það væri nóg af honum annarsstaðar og Mogginn ætti heldur að nota plássið til að kafa dýpra ofan í málin. Nema lesendur hans eigi ekki betra skilið. Margrét Elísabet Olafsdóttir PRESSAN 13 f HÖSKULDUR JÓNSSON FORSTJORI Eini stórforstjóri landsins sem hefúr sveit ríkisstarfs- manna á launum við að út- rýma samkeppninni. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON FORMAÐUR ALÞYÐUFIOKKSINS Allur hans fýrri refsháttur bliknar í samanburði ef honum tekst að niðurlægja Jóhönnu með því að gera Rannveigu að varafor- manni. GUÐBJÖRNJÓNSSON FELAGASKELFIR Bætti enn einu dauðu félagi í sarpinn þegar Landssam- tök atvinnulausra gáfú upp öndina. i BIRGIR HERMANNSSON AÐSTOÐARAAAÐUR RAÐHERRA Varð sjálfur nýjasti vind- haninn þegar hann þorði ekki kannast við skoðanir sínar á Össuri Skarphéðins- syni. Allt sem hann segir af viti hér eftir verður afgreitt sem „stílbragð“. MÁR PÉTURSSON OG FELAGAR HANS I HERAÐS- DÓMI REYKJANESS Meira að segja innbrots- þjófarnir vissu að þeir myndu ekki sakna dóm- skjalanna sinna. DAVÍÐ ODDSSON FORMAÐUR SJALFSTÆÐISFLOKKS- INS Fólk er hætt að lyfta brún- um yfir því að Sjálfstæðis- flokkurinn sé næstminnsti flokkur þjóðarinnar og Þor- steinn Pálsson vinsælasti sjálfstæðismaðurinn. Er ekki eitthvað öfúgsnúið í þessu?

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.