Pressan - 15.07.1993, Síða 23
E R L E N T
Fimmtudagurinn 15. júlí 1993
PRESSAN 23
Yannick Noah
fær afleita
plötudóma
Fyrrum tennisstjarnan Yannick Noah, 3. frá vinstri, í hópi koiiega sinna í músíkbransanum.
Þrátt íyrir mikið erfiði og enn meiri tilkostnað hefur íyrrum tennisstjömunni Yannick Noah enn ekki tekist að slá
í gegn sem tónlistarmaður en nýja platan hans, Urban Tribu, hefur fengið hreint afleita dóma. Noah, sem er ættaður
ffá Kamerún en búsettur í Frakklandi, lagði tennisspaðann endaniega á hilluna fyrir tveimur árum og hefúr síðan
reynt með öllum ráðum að fóta sig í músíkbransanum, með litlum árangri þó. Fyrsta plata hans, Black and What,
fékk ömurlega útreið hjá ffönskum gagnrýnendum fyrir tveimur ámm. Reyndar náði eitt laganna feikna vinsældum
og kom Noah víða ffam í Frakklandi ásamt fleiri listamönnum í tilkomumiklu „Saga-Affica“ söng- og dansatriði.
Lagið náði þó ekki að skjóta Noah upp á stjörnuhimininn. Þrátt fýrir mótbyr gafst hann ekki upp og í raun var hann
sannfærður um að með nýju plötunni tækist honum að komast inn í himnaríki tónlistarbransans. En honum skjátl-
aðist hrapallega. Frakkar bókstaflega hökkuðu plötuna í sig og gerðu dæmalaust grín að tennisstjörnunni fyrrver-
andi. Þrátt fyrir slæma útreið er Noah hreint ekki á því að gefa tónlistina upp á bátinn. Hann sækir söngtíma af kappi
og lætur sig enn dreyma um að slá í gegn sem söngvari. Reyndar á hann sér fleiri drauma og meðal þess sem hann
gengur með i maganum er að reyna fyrir sér sem leikari. Hans vegna hljóta menn að vona að sú listgrein liggi betur
fýrir honum en músíkin.
Trúaræði
tröllríður
í Jerúsalem
f Jerúsalem hafa menn auknar áhyggjur af erlendum
mönnum, sem margir hveijir verða gripnir óskiljanlegu trúar-
legu æði þegar þeir koma til borgarinnar. Öllum að óvörum
taka ferðamenn upp á því á götum úti að sleppa fram af sér
beyslinu, oft með afdrifaríkum afleiðingum. Sumir halda því
ffam að þeir séu endurbornar hetjur úr biblíusögunum, aðrir
eru sannfærðir um að þeir séu synir guðs. „Jerúsalem gerir fólk
brjálað" segja heimamenn og þarlendir geðlæknar hafa lýst
þeirri trúarlegu skynvillu sem hrjáir marga ferðamenn sem
„Jerúsalem-syndróminu1. Á því er einhver skýring, því í 80 pró-
sent tilvika reyndust ferðamennirnir áður hafa átt við geðtrufl-
anir að stríða. Fólkið kemur til Jerúsalem haldið trúarlegri skyn-
villu byggðri á ffóðleik úr Biblíunni og missir fullkomlega stjóm á sér í dulrænu andrúmsloffinu á söguslóð-
um. Rík ástæða þykir til að hafa áhyggjur af undarlegu æði ferðamanna í Jerúsalem, enda hefur það kostað
mannslíf. Meðal þeirra ferðamanna sem hafa fýrirfarið sér þar í annarlegu ástandi er maður sem kastaði sér
niður af áheyrendapöllum í þinghúsi borgarinnar og annar sem dreymdi um að verða „konungur gyðinga" og
skaut sig í því skyni.
Mikill popp- og rokktónlistaráhugi hefur gripiö um sig
meðal íbúa Hanoi í kjölfar viöamikillar tónlistar-
myndbandahátíöar sem haldin var þar í vor og
er sú fyrsta sinnar tegundar í Víetnam. Vest-
ræn tónlist hefur átt erfitt uppdráttar í Vtet-
nam vegna verslunarbannsins sem Banda-
ríkin lögöu á þjóöina fyrir átján árum, en nú
viröist vera aö veröa breyting þar á. Maöur-
inn á bak viö tónlistarhátíöina í Hanoi er
hinn 34 ára gamli Nguyen Quang Dung sem
opnaöi hljómplötuverslun í borginni fýrirtveimur árum. Dung er
mikill frumkvöðull á sviöi popp- og rokktónlistar í heimalandi
sínu og sjálfur segist hann eiga stærsta safn geisladiska í Vlet-
nam, eöa rúmlega tvö þúsund eintök. Dung tókst aö fá menn-
ingarráöuneytiö til liös viö sig viö framkvæmd tónlistarhátíöarinn-
ar sem stóö yfir í tólf daga og kunnu íbúar Hanoi greinilega vel aö
meta framtakið því þeir fjölmenntu. Sátu áheyrendur frá sér numd-
ir og orölausir í sætum sínum á meðan leikin voru myndbönd meö
Guns N’Roses, Michael Jackson og Slnéad O'Connor, enda voru
flestir aö berja slíkan unaö augum í fyrsta sinn. Rokkunnendum
fer nú ört fjölgandi í Víetnam, en nýjasti listinn yfir tíu mest seldu
hljómplöturnar í Hanoi gefur glögga mynd af tónlistarsmekk heima-
manna:
1. Greatest Hits, Queen.
2. Dangerous, Michael Jackson.
3. Tourism, Roxette.
4. The One, Elton John.
5. Keep the Faith, Bon Jovi.
6. Metallica, Metallica.
7. Unplugged, Eric Clapton.
8. The Bodygunrd Soundtrack.
9. The Wall, Pink Floyd.
10. The Top 100 of1992, Ýmsir flytjendur.
Enn hneykslar Benetton
ftalska fýrirtækið Benetton hefur æ ofan í æ vakið á
sér athygli fýrir óvenjulegar auglýsingar sínar, sem
ýmsum hafa þótt djarfar og ósiðsamlegar í meira lagi.
Nýjasta auglýsingin frá Benetton er engin undantekn-
ing þar á, en hún sýnir í nærmynd kynfæri karla og
kvenna, þar sem börn jafnt sem fullorðnir eiga í hlut.
Ýmsum þykir sem Benetton hafi nú endanlega farið
út fýrir öll velsæmismörk og hefur auglýsingin verið
gagnrýnd harðlega víða um heim. Meðaf þeirra sem
ekki er skemmt eru Bretar og hafa þeir bannað birt-
ingu auglýsingarinnar í Bretlandi. Svipaða sögu er að
segja af Frökkum því aðeins eitt ffanskt tímarit, L’Ev-
enement du jeudi, hefur fengist til að birta hana.
Hönnuður auglýsingarinnar er ítalski ljósmyndarinn
Oliviero Toscani sem reyndar á heiðurinn af fyrri
auglýsingum Benetton fýrirtækisins sem farið hafa
svo mjög fýrir brjóstið á mönnum. Toscani lætur há-
væra gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Hann lítur á
sig sem listamann og er stoltur af ljósmyndunum
djörfu, sem nú eru til sýnis á Tvíæringnum í Feneyj-
um. Að hans sögn var ekki hlaupið að því að finna
réttu kynfærin í Benetton auglýsinguna og þurfti
hann að taka myndir af um 120 manns áður en hann
varð ánægður með útkomuna.