Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 6
MENN 6 PRCSSAN Fimmtudagurinn 22. Júlí 1993 ALIT GUÐMUNDSSON MARKUS ORN ANTONSSON JULIUS HAFSTEIN SIGRUN MAGNÚSDÓTTIR BRAGI KRISTJÓNSSON Á að banna tívolí við höfnina? Jörundur Guðmundsson, rakari: „Það væri fáránlegL Fyllerí um helgar í Reykjavík er allt árið um kring og þó það hafi kom- ið fyrir í eitt skipti í þessa tutt- ugu daga að unglingar hafi safnast þarna saman í stað Austurstrætis til að drekka landa sem einhverjir óvandað- ir menn út um allt land brugga handa þessum greyj- um, á það ekki að bitna á þús- undununum sem koma með böm sín í tívolíið. Mér finnst heimskulegt að forsvarsmenn í stóru sveitarfélagi skuli láta svona út úr sér. Við söfnum saman mörg þúsund manns á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og í Þjórsárdal? Þetta rúllar áfram ár eftir ár. Svo kemur eitt svona tilfeUi sem var blásið upp af fjölmiðlum. Það er al- gjörlega út í hött að stöðva þessa starfsemi þó það komi einn slæmur dagur. Það hefúr aUt farið vel ífam hina dagana. Þetta ófremdarástand um helgar er búið að standa í mörg ár en borgaryfirvöld hafa ekki ennþá séð sóma sinn í að koma upp salernisað- stöðu. Ég þurfti sjálfur að leigja salemi af Gámaþjónust- unni. Borgaryfirvöld hafa eng- ar áhyggjur af því að þessir unglingar em mígandi og skít- andi í hveiju húsasundi. Aftur á móti hafa þeir áhyggjur af einu kvöldi þar sem unglingar fara á fyllerí og það lendir á okkur í tívolíinu. Ég vU beina því til borgarfuUtrúa að stöðva þessa bmggara og skapa við- unandi aðstöðu fyrir ungling- ana þar sem þeim getur liðið veL“ Markús Örn Antonsson, borgarstjóri: „Við höfum verið að fá reynslu af rekstri tívolísins þarna en auðvitað er hafnar- bakkinn ekki sérhannaður fyr- ir tívolírekstur. Þessi ráðstöfun var gerð til að fá úrlausn á málum tívolísins. Ég tel að það sé mikilsvert fyrir okkur að geta boðið upp á slíka starf- semi. En auðvitað á því að vera komið fyrir einhvers stað- ar annars staðar ef það á að vera ffamhald á þessu. Annað er í sjálfú sér ekki um það að segja. Hins vegar er ætlunin að reka þetta tívolí tíl 27. júlí og þeir hafa fengið leyfi til þess. Að því tímabiU loknu munum við sjálfsagt taka það upp aftur hvar best sé að finna sams konar rekstri stað í borgar- landinu." Júlíus Hafstein, borgarfull- trúi: „Ég samþykkti það í borgar- ráði á sínum tíma að leyfa tí- volírekstur á þessum stað og stend við það. Aftur á móti myndi ég vilja finna ffamtíð- arstað undir þessa starfsemi því þessi staðsetning við höfh- ina er bara tímabundin lausn. Það er í lagi að hafa það þama þangað tíl að annar betri stað- ur finnst. Ég vona hins vegar að við finnum virkilega góðan stað undir þessa starfsemi í ffamtíðinni.“ Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fuUtrúi: Mér finnst verið að refsa röng- um aðUum ef það eru ólætin í unglingunum sem mönnum verður starsýnt á. Það er vandamál sem þarf að taka á af festu. En þó að ólæti bijótist út við tívolíið finnst mér ekki hægt að skeUa aUri skuldinni á tívolíið sem slUet. Ég er hlynnt því að við fáum svona starf- semi á sumrin tíl að lífga upp á lífið í bænum. Ég held að það veiti mUdu fleira fóUd gleði og ánægju þó svo að þetta hafi spillt fyrir. Hins vegar er ég ekki að gera lítið úr því vanda- máH sem þama birtist og setur ljótan blett á mannlífið. En mér finnst ekki rétt að loka tí- Fréttir um mikinn drykkju- skap tívolígesta hafa vakiö mikiö umtal. Um síöustu helgi hellti lögreglan niöur miklu magni af landa sem gestir tívolíslns höföu sér til hressingar. Sumir óttast aö útlendingar veröi vitni aö skríislátunum og vilja banna rekstur tívolísins á bakka Reykjavíkurhafnar. voUinu þó að þetta gerist." Bragi Kristjónsson, bóksaU: „Er nokkur ástæða til að banna unglingum að drekka brennivín þar ffekar enn ann- ars staðar? Ég held ekki. Ég held að staðsetningjn sé ekkert svo slæm. Það er aUtaf fundið að öllum staðsetningum í þessu nöldrarasamfélagi. Ég er alveg í nágrenni við þetta og það er enginn bagi af þessu. Því hefúr verið breytt fiá því í fyrra þannig að nú er minni múskík yfir dagjnn, heldur er hún aðallega að kvöldlagi þannig að þetta truflar ekkert að ráði. Þetta er kannski dáUt- ið kómískt fyrir útlendingana sem eru að vappa í land en þeir em bara ekkert á ferU þeg- ar verstur atgangurinn er heldur mUdu ffekar á morgn- ana. Ég held því að það sé eng- in ástæða til að banna þetta.“ HÆSTIRÉTTUR Hefur fengið þetta óvenjulega og umdeilda mál til meðferðar eftir að ríkissaksóknari skipti um skoðun og héraðsdómur vísaði því frá. Akæru rUdssaksóknara á hend- ur Erni Ómarssyni vegn^. meintra kynferðisafbrota gegn ungum börnum hefur verið vísað ffá Héraðsdómi Reyka- víkur. Á mánudaginn var kvað Júlíus B. Georgsson, settur héraðssdómari, upp frávísun- arúrskurð í málinu sem sak- sóknaraembættið hafði þegar áfrýjað til Hæstaréttar. Ekki liggur fyrir hvenær málið verð- ur tekið fyrir þar. Úrskurður héraðsdóms afhjúp- ar þær ógöngur sem saksókn- araembættið er komið í með þetta mál. Sem kunnugt er þá taldi ríkissaksóknarembættið í upphafi að rétt væri að beita sérstöku lagaákvæði sem gerir því fært að fresta ákæru gegn manninum í þrjú ár skilorðs- bundið. Þessi skilorðsbundna ffestun á útgáfu ákæm er væg- asta stig sakfellingar en byggist meðal annars á játningu sak- bornings sem liggur fyrir. Effir að umræða fór hins vegar í gang um þessa ákvörðun, þar sem meðal annars komu ffam mjög harðar ásakanir foreldra barnanna sem áttu í hlut, þá ákvað ríkissaksóknari að endurskoða ákvörðun sína og birti ákæru. Var sú stefnubreyting í málinu rökstudd með þvi að umræða í fjölmiðlum hefði afflutt það og því væri nauðsyn að fá dóm, með- al annars til að tryggja sanngjarna með- ferð sakbornings. Héraðsdómarinn taldi hins vegar ekki heimilt að gefa út ákæm eftir að búið væri að fresta henni skilorðs- bundið áður. Taidi hann skorta heimild í hegningarlögum til þessarar málsmeð- ferðar enda liggur fyrir að brotamaður hefur ekki rofið það skilorð sem hann hafði fengið. Þarf af leiðandi taldi dómar- inn að ekki væri heimild til þess að gefa út ákæru og vísaði málinu ffá. Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli en ekki eru til nein fordæmi fyrir þessari málsmeðferð. Þá vekur athygli að við fyrri niðurstöðu málsins var Örn settur inn á sakaskrá eins og lög gera ráð fyrir. Við ákæru var síðan sú færsla afmáð af sakaskrá að ffumkvæði ríkissaksóknara. Dómarinn tók enga af- stöðu til þess en slík meðferð á sakaskrá verður að teljast óvenjuleg. Siguröur Már Jónsson Rannveig Guðmundsdóttir Tengdamamma tekur völdin Lengst af árinu vissi nánast engin hver Rannveig Guð- mundsdóttir var. Helst að sumir glöggir blaðalesendur myndu eftir henni sem tengdamóður Kristjáns Jó- hannssonar sem sást öðru hvoru á myndum með Krist- jáni þegar hann hafði lagt heiminn að fótum sér. Sumir höfðu reyndar á orði að Kri- sján ætti sæta tengdamóður. Það var því mjög eðlilegt þegar fféttist að Rannveig var einmitt að passa börn fyrir Kristján í Mónakó þegar hún varð allt í einu fræg. — Og fyrir hvað varð hún fræg? — jú, Jón Baldvin hafði gleymt henni þegar hann var að hressa upp á ríkisstjórnina. Auðvitað má spyrja sig hvern- ig hægt er að ædast til að Jón Baldvin muni eftir Rannveigu þegar varla nokkur annar mundi eftir henni? En nú var Rannveig sem- sagt orðin fræg. Þar að auki virtist hún vera komin svo langt í pólitík að hún ætti orð- ið skilið eitthvað annað og betra en að vera bara þing- maður Reyknesinga. Heilt umhverfisráðuneyti var það eins sem sæmdi slíkum garpi. Hún hafði unnið svo mikið í kyrrþey fyrir flokkinn að eng- inn mundi annað eins. Annað en gapuxinn hann Össur sem ekkert gerir án þess að blása í herlúðra. Jón Baldvin bauð sátt og lagði fram embætti þing- flokksformanns sem hann sagði að væri ráðuneytisígildi þótt flestir viti að þingflokks- formaðurinn gerir fáttt annað en að loka þingflokksherberg- ishurðinni á fréttamenn. Rannveig fór aftur út til Mónakó og hugsaði sitt ráð. Síðan ákvað hún að sættast við Jón og sjálfsagt hefðu allir „Rannveig hafði unnið svo mikið í kyrrþey fyrir flokk- inn að enginn mundi annað eins. Annað en gapuxinn hann Össur sem ekkert gerir án þess að blása í herlúðra. “ gleymt málinu ef Jóhanna Sig- urðardóttir hefði ekki ákveðið að segja af sér varaformanns- embættinu. Eftir það breyttist Rannveig í Litlu Gulu Hænuna. Hún ein virtist hafa burði til að sá ffæinu og baka brauðið. Eng- in átti fleiri flokkssystkin í Al- þýðuflokknum en Rannveig og engin stærra bakland. Allir undirskriftarlistar snerust um að fá þessa hæfu manneskju í varaformannsembættið — rétt eins og allir hefðu beðið eftir því að Jóhanna viki til hliðar. Það var ekki einu sinni hlustað á þær skynsömu kvennaraddir sem vildu bíða átekta í eitt ár. Og nú hefur Rannveig tekið völdin. Næstu árin fáum við að njóta hennar hógværu framgöngu þar sem hún mun væntanlega þrýstast inn í hvert embættið af öðru. Við fáum að sjá fréttamenn heima á stigapallinum hjá henni þar sem hún á hógværan máta tekur við undirskriftalistum frá hlédrægum konum. Eftir fáein orð um alvöru málsins mun hún síðan taka við enn einu embættinu. Rannveig er komin til að vera. Mál fatlaða ky nfe rðisaf b ro ta m a n nsi ns Ákæru saksóknara vísað frá Héraðsdómi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.