Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 10
F R ETT I R 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 Það sem Jóhanna sagði um deilurnar við Jón Baldvin, málefnaágreining, óheilindi og persónuleg átök. „Ég get ekki brugðist við til- finningum,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson aðspurður um viðbrögð við ræðu Jó- hönnu Sigurðardóttur á flokksstjórnarfundi síðasta sunnudag. Hans skýring — og reyndar viðtekin skýring flestra sem um málið hafa skrifað — er að Jóhanna hafi sagt af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum vegna per- sónulegra, ekki málefnalegra, deilna þeirra tveggja. I ræðu Jóhönnu á fundin- um kom hins vegar hvort tveggja fram, persónuleg ádeila á Jón Baldvin fyrir óheilindi og óþolandi vinnu- „Viku eftir að égfer í leyfi byrjarfor- maðurinn síðan sitt leikrit og telur sigfyrst hafa ástœðu til að hafa samband við vara- formann sinn þrem dögum síðar, á laugardegi. Málið var komið ífjöl- miðla áföstudegi. “ brögð og upptalning á tiltekn- um málefnum sem þau hafa tekizt á um síðustu misserin. Þetta fléttast reyndar saman; Jóhanna sakar Jón Baldvin um að hlusta ekki á skoðanir varaformanns flokksins og taka ákvarðanir um mikil- væga stefnumörkun án nokk- urs samráðs og í reynd útiloka sig frá ákvarðanatöku. Þetta rekur hún til þess tfma þegar flokkurinn hóf ríkisstjórnar- þátttöku árið 1987. Af ræðu Jóhönnu má ráða að hún telur ffamkomu Jóns Baldvins afar niðurlægjandi. Þannig segist hún ekki áfellast þær flokkssystur sínar sem gagnrýndu ákvörðun hennar, þar sem sú skoðun markaðist af „ókunnugleika þeirra sem ekki hafa upplifað að sjálfs- virðing þeirra og reisn sem persónu og sem stjórnmála- manns hefur verið fótum troðin.“ Forystumenn í Alþýðu- flokknum hafa ekki tekizt svo alvarlega á síðan haustið 1982, þegar Vilmundur Gylfason yfirgaf flokkinn. Jóhanna lét PRESSUNNI góðfúslega í té eintak af ræðu sinni. Ég spyr formanninn... 1 ræðunni telur Jóhanna upp lista málefna sem hún segir þau Jón Baldvin (og lík- lega einnig þá Jón Sigurðs- son) hafa verið ósammála um, þar á meðal: einkavæðingu ríkisbanka og Pósts og síma, hallamarkmið fjárlaga, skatta- stefnu, niðurskurð á fram- kvæmdasjóði fatlaðra og þjónustu við þá, upptöku skólagjalda og þjónustugjalda í heilbrigðiskerfi, hversu langt eigi að ganga í tekjutengingu lífeyris, hældcun ellilífeyrisald- urs, félagslega húsnæðiskerfið, húsbréfakerfið, fæðingarorlof og skerðingu á vaxtabótum og barnabótum. Hún vísar í „Raunverulega 1988 varljóst að áherslumunur okk- ar og ágreiningur umframkvœmd á stefnumiðum flokksins var það mikill að það gengi sennilega ekki að við störfuðum sam- an semformaður og varaformaður. “ samþykktir flokksins, sem hún segir styðja sínar áherzlur í velferðar- og ríkisfjármálum, klassíska jafnaðarstefnu gegn tækni- og markaðshyggju Jóns Baldvins. Hún segir einnig: „Ég spyr formanninn hversu oft það hafi komið fýr- ir að hann hafi verið búinn án minnar vitundar að ganga ffá og ákveða hluti í ýmsum mik- ilvægum málum, t.d. í fjár- lagagerðinni, sem ekki varð breytt og varaformaðurinn átti að blessa? Ég minnist þess tíma að hann var með hótanir um stjórnarslit ef ég sam- þykkti ekki það sem hann og hans ráðgjafar höfðu sam- þykkt og lagt á ráðin um, jafn- vel í þeim málaflokkum sem heyra undir það ráðuneyti sem ég ber ábyrgð á. Og ég spyr formanninn hvað oft hefúr hann gefið mér kost á því á þessum 6 árum, sem við höfum verið ráðherr- ar og ég hans varaformaður, að tilnefna mann til þess að undirbúa fjárlagagerðina eða efnahagsaðgerðir? Þar hefur hann stillt sínum mönnum með sínar skoðanir til þess að fá sína niðurstöðu." Og ennff emur: „Raunverulega 1988 var ljóst að áherslumunur okkar og ágreiningur um fram- kvæmd á stefnumiðum flokksins var það mikill að það gengi sennilega ekki að við störfuðum saman sem for- maður og varaformaður jafn- vel þó það væri í nafni sátta og einingar í flokknum. Og ég gerði mistök með því að bjóða mig ekki ffam sem formaður á síðasta flokksþingi, þegar Jón Baldvin hótaði að fara ekki fram sem formaður flokksins nema breytt yrði lýðræðislegri niðurstöðu sem varð um mikið ágreiningsefni — þjónustugjöld í velferðar- kerfinu — þar sem skoðanir hans urðu undir.“ Fyrir neðan alit vel- sæmi En það eru ekki síður vinnubrögð Jóns Baldvins, tengd þessum ágreiningi, sem Jóhanna gerir að umtalsefni. Jóhanna rekur samskiptaörð- ugleika þeirra og segir svo: „Ég batt vonir við að sam- starf okkar mundi breytast eftir að við lentum nokkuð hart saman við síðustu fjár- lagagerð, þar sem við saman fórum yfir okkar samskipti og ég trúði á loforð formannsins um breytingar á okkar sam- skiptum sem formanns og varaformanns. Vinnuaðferðir formannsins kringum ráð- herraskiptin sýndu annað....“ Jón Baldvin hefur sagt að Jóhanna hafi neitað að víkja úr félagsmálaráðuneytinu til þess að Rannveig gæti orðið ráðherra og þá loks hún hefði gefið kost á þvi — örskömmu fyrir þingflokksfund — hafi það verið of seint. Hann segir það einnig ákvörðun þing- floklcsins — ekki sína — hver niðurstaðan varð í ráðherra- skiptum. Útgáfa Jóhönnu er töluvert öðruvísi: „I aðdraganda ráðherra- skiptanna var töluverð um- fjöllun um þetta mál í fjöl- miðlum og ég átti nokkur samtöl við formanninn eins og hann kannske við aðra þingmenn um þessi ráðherra- skipti. Hann spurði mig hvort ég vildi skipta og fara yfir í heilbrigðisráðuneytið. Ég viðurkenni að ég var treg til þess en ég sagði honum a.m.k. tvisvar í áheyrn eins þingmanns og eins ráð- herra, töluvert löngu áður en formaðurinn ákvað að láta til skarar skxíða, að ég væri treg til þess, en ef það mætti verða til þess að Rannveig yrði ráðherra, sem besta þekkingu og yfir- sýn hefur í málaflokkum ráðuneytisins, væri ég tilbú- in að skoða það mál. Þetta ítrekaði ég síðan af- dráttarlaust við formanninn þegar hann hringdi í mig þegar ég var í ffíi erlendis að ég væri tilbúin að fara í heil- brigðisráðuneytið ef að ' Rannveig yrði félagsmála- ráðherra. Formaðurinn sagði, eftir afsögn mína, í beinni útsendingu í sjón- varpi, að þetta hafi verið of seint fram komið og ef [það] hefði komið fyrr væri vinkona mín, eins og hann svo smekklega orðaði það, sennilega orðin ráðherra. Svona málflutningur Jóns Baldvins er ekki bara meið- andi — hann er fyrir neðan allt velsæmi. Og spyrja má af hverju [þetta] var of seint fram komið — varla getur formaðurinn hafa verið búinn að gefa bindandi loforð um hvernig ráðherrasldptin yrðu „Égfann eftir langa og vel ígrundaða yfirlegu að éggœti ekki tek- ið meira í sam- skiptum tnínum við Jón Baldvin — samskiptum mín- um við hann sem varaformaður hefði verið svo ítrekað misboðið að því yrði að Ijúka efég œtti að halda ein- hverri reisn gagn- vart samvisku minni og sjálfsvirð- ingu sem stjórn- málamanns. “ þegar hann hafði samband við mig erlendis — tveimur dög- um áður en ráðherraskiptin voru afgreidd í þingflokknum. Við Jón Baldvin áttum samtal deginum áður en ég fór í mitt leyfi þar sem við vorum sammála um það að réttast væri að bíða með ráð- herrasldptin ffam í júlímánuð og að einn úr okkar hópi gæti á ríkisráðsfundi, þegar Jón „Ég greindi Jóni Baldvini einnig frá því að ég sem varaformaður œtti a.m.k. rétt á að vita hvaða til- lögu hann gerði. Því var einnig neitað. “ Sigurðsson yrði leystur undan embætti viðskiptaráðherra, teldð við því embætti og síðan yrðu málin skoðuð í heild sinni í byrjun júlí. Þetta var niðurstaðan vegna skiptra skoðana sem uppi voru um ráðherraskiptin og einnig vegna þess að Sjálf- stæðisflolckurinn hafði ekki tekið ákvörðun í sínum mál- um. Miðvikudaginn 2. júní, viku eftir að ég fer í mitt leyfi, byrjar formaðurinn síðan sitt leikrit og telur sig fyrst hafa ástæðu til að hafa samband við varaformann sinn þrem dögum síðar eða á laugardegi 5. júní, þegar hann hafði þeg- ar rætt við báða leandidatana á fimmtudegi, sem síðan urðu ráðherrar, Össur og Guð- mund Áma. Málið var komið í fjölmiðla á föstudegi og á laugardegi hefur hann fyrst samband við mig.... Ég floklca það undir almennt siðgæði og eðlilegar samskiptavenjur for- manns og varaformanns í stjórnmálaflokld, þegar breyt- ing verður á mikilvægri ákvörðun sem formaður og varaformaður hafa fastmæl- um bundist um, að þessir tveir aðilar tali fyrst saman um breytinguna á fyrri ákvörðun, en ekki eftir að málið er komið á fulla ferð og opinbert orðið í fjölmiðl- um.... Ég ítrekaði [þá ósk að for-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.