Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 12
12 PRESSAN S K O Ð A N I R Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 PRESSAN Útgefandi Blaö hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Ríkissaksóknari leiðréttir mistök Embætti ríkissaksóknara sendi frá sér afar óvenjulega fféttatilkynningu í síðustu viku. Hún var um að saksóknari ædaði að ákæra mann sem hafði játað á sig alvarleg kynferð- isafbrot gagnvart fjögurra ára stúlku. Við venjulegar kringumstæður ætti varla að þurfa að til- kynna slíkt og þvíumlíkt; það ætti að vera sjálfsagt mál að ákæra umræðulítið mann sem hefúr játað á sig það sem er í reynd tilraun til sálarmorðs á barni. En við búum ekki við venjulegar aðstæður. Saksóknari hafði nefnilega ákveðið að ákæra ekki, þrátt fyrir játninguna og þrátt fyrir að sterkur grunur leiki á að maðurinn hafi ítrekað ffamið svipuð brot á fjölda annarra bama. Af hverju skipti saksóknari um skoðun? Að sögn embætt- isins var það vegna fréttaflutnings af málinu, þar sem stað- reyndir hefðu verið afbakaðar og glæpamaðurinn ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta er ekki léleg kímni, heldur háalvarleg skýring embættis ríkissaksóknara. Fjölmiðlaumfjöllun um málið var tvenns konar: í Morgun- blaðinu birtist lesendabréf ffá örvilnaðri móður fómarlambs- ins, tvö lesendabréf sem lýstu samúð með mægðunum og leiðari þar sem saksóknari var krafinn svara á makalausri embættisfærslu sinni. PRESSAN talaði við mæður annarra meintra fórnarlamba mannsins, sem höfðu skelfilegar reynslusögur að segja, af þjáningum barna sinna, sálarangist þeirra og skeytingarleysi ríkissaksóknara. Það er út af fýrir sig gleðiefhi ef umfjöllun fjölmiðla verður til þess að ríkissaksóknari leiðréttir mistök sín. En það á ekki að þurfa að koma til. Málsatvik í þessu tiltekna máli voru með þeim hætti að ákvörðun um að ákæra ekki var ekki veij- andi, enda reyndi embættið það ekki. Saksóknari vísaði til „aðstæðna“ mannsins, sem er líklega skírskotun til þess að hann er líkamlega fatlaður. Það jaðrar út af fyrir sig við dónaskap gagnvart fötluðum að segja í reynd sem svo að kynferðisafbrot gegn bömum megi að ein- hveiju leiti réttlæta ef glæpamaðurinn er fatlaður. Hitt er öll- um ljóst, sem lásu ffásagnir mæðranna í Morgunblaðinu og PRESSUNNI, að það þarf óvenjuöfugsnúna réttlætiskennd til að vorkenna glæpamanninum í þessu máli, en hirða ekki um fórnarlömbin. Á Akranesi féll nýlega dómur í máli aldraðs manns sem var ákærður fyrir mun vægari kynferðisafbrot en ofangreindur maður hefur játað á sig. Sá neitaði ætíð sakargiftum og sann- anir í málinu virtust leikmönnum í það minnsta hæpnar. Þegar aðgerðir ríkissaksóknara í málunum tveimur eru bom- ar saman hljóta að vakna alvarlegar efasemdir um starfshætti embættisins. Hitt er ekki síður alvarlegri spuming, hvaðan ríkissaksókn- ari nýtur aðhalds við ákvarðanir sínar. Varla er það hlutverk fjölmiðla, enda er efhisatriðum mála yfirleitt haldið leyndum fyrir þeim, bæði hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og saksókn- ara. Aðgerðir embættisins í málinu, sem hér um ræðir, hljóta að kalla á laga- og reglugerðabreytingar sem gefa fórnar- lömbum og aðstandendum þeirra færi á að verja sig fyrir dómgreindarlausum ríkissaksóknumm. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, GunnarÁrnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI Hvað gerir kerlingin? „Rannsí lyfti tólinu. Röddin varger- breytt; égþekkti hana aftur. Mœrðar- tónninn Ijúfi var á sínum stað. “ Ég hef ekki tekið mér frí í 38 ár, lesendur góðir, heldur reynt að þjóna dyggilega hús- bændum mínum á hinu háa Alþingi. En effir síðasta pistil minn í þessu blaði var ég sendur, ég endurtek: sendur, í sumarffí. „Þér til heilsubótar,“ sagði Frikki Ólafs skrifstofu- stjóri. Heilsubótar! Ekki nema það þó. Enda glopraði hann hinni raunverulegu ástæðu út úr sér að lokum. Ég hafði leyft mér að segja opinberlega að hundur forsætisráðherra væri „slefandi flykki“. Hvað í veröldinni á yðar einlægur að gera í sumarleyfi? Ég var að velta þessu fyrir mér, dapur í bragði, í síðustu viku og lagði leið mína út í Skjaldbreið (þar eru skrifstof- ur þingmanna, innskot PRESS UNNAR). Ég man þá tíð þegar Skjaldbreið var eitt líflegasta hótelið í bænum. Þar sannreyndu íslenskar ung- meyjar stríðsáranna þá kenn- ingu að það væri draumur að vera með dáta. En Skjaldbreið er ekki leng- ur verslunarmiðstöð með ís- lenskt lambakjöt. Nú er örlög- um lands og lýðs ráðið þar. Þarna var ég sem sagt að væflast þegar mér varð gengið ffamhjá skrifstofunni hennar Rannsíar minnar. Hún var eitthvað að masa í símann, blessunin. Ég lá ekki beinlínis á hleri, góðir hálsar, það er ekki háttur minn. Ég er bara svo dæmalaust hrifinn af röddinni hennar Rannveigar: „... þetta verður erfitt, Jón Baldvin. Hvað gerir kerling- in?“ Röddin var einhvern veg- inn ískyggileg. Öðruvísi en venjulega. „... að hún sé búin í pólitík hvort sem er?“ Þögn. „Nei! Þú getur ekki látið kjósa þessa Valgerði úr Hafh- arfirði sem varaformann. Er ekki nóg af þessu pakki úr Firðinum? Hún myndi svo bjóða sig fram á móti mér í prófkjöri! Hvað með þingsæt- ið mitt?“ Nú kom löng þögn. „Er ég þá ekki sjálfkjörin ráðherra næst? Jóhanna verð- ur bara óbreyttur þingmað- ur... En hvernig förum við eiginlega að þessu, Jón minn? Ég er búin að segja milljón sinnum í fjölmiðlum að ég dýrki Jóhönnu Sigurðardóttur út af lífinu. Hvernig sný ég mig út úr því? Þú verður að láta beita mig þrýstingi, alveg geigvænlegum þrýstingi. Ég verð að fá gríðarlegan fjölda áskorana... Geturðu reddað því?“ Nú barst eitthvað sem likt- ist niðurbældum hlátri innan úr herberginu. „Ég segi þá næstu daga við fjölmiðla að það komi ekki til greina að ég gefi kost á mér til varaformanns. Svo kem ég með þetta venjulega mærðar- hjal um hvað Jóhanna sé æð- isleg... Ha? Já, hún er nú orð- in ansi þreytandi. Geturðu ekki bara gert hana að sendi- herra eða bankastjóra, elsku Nonni minn? En þú lætur al- veg rigna áskorunum á mig og beitir svo miklum þrýstingi að ég spring næstum því... Ó! Guð, ég var næstum búin að gleyma því, ég þarf að hlaupa út í búð og fá mér nýja dragt. Oooo, hvað þetta er spenn- andi...“ Hún hafði varla lagt niður símtólið þegar hringing glumdi. Hljóðið var ógnvekj- Oddur þingvörður er hugarfóstur dálkhöfunda, en efnisatriði og aðrar persónur byggjast á raun- veruleikanum. andi og mér leið eins og ég væri staddur í hryllingsmynd. Rannsí lyffi tólinu. Röddin var gerbreytt; ég þekkti hana aft- ur. Mærðartónninn ljúfi var á sínum stað: „Nei, ég segi ekkert við fjöl- miðla. Nei, ég ætla ekki að gefa kost á mér. Jú, ég styð Jó- hönnu Sigurðardóttur heils- hugar í öllu sem hún tekur sér fýrir hendur. Jóhanna Sigurð- ardóttir er og verður forystu- maður okkar Alþýðuflokks- manna...“ Ég skjögraði að klósettinu undir stiganum. Kannski ætti ég að fá mér sumarffí eftír allt saman. STJÓRNMÁL Kandíflos í Tívólíinu Einstaka sinnum eiga stjórnmálaflokkar það til að breyta sér í einskonar tívolí þarsem almenningi gefst gegnum fjölmiðlana kostur á að kynnast ýmissi furðuupp- lifun fjarri daglegum reynslu- heimi. Þetta gerist einmitt oft á sumrin þegar hin raunveru- legu tívolí heilla til sín böm á ýmsum aldri. Sum tryllitækin sýnast vera sameiginleg báð- um tívolítegundunum. Það er til dæmis Parísar- hjólið, þarsem menn em aðra stundina svo hátt uppi að þeir halda sig að eilífu öllum ofar en hrynja síðan á svipstundu niður á jafnsléttu og horfa saknaðaraugum upp til hinn- ar fomu frægðar. Þarna er líka rússíbaninn þarsem menn komast svo hratt áfram að þá sundlar, öskra upp yfir sig og neita að trúa að þeir séu á þvílíkri glæfraferð, en vilja þó að af- lokinni hverri sveigju og hveiju þverhnípi halda áffarn í aðra beygju enn krappari, annað hengiflug enn ægilegra. Svo er auðvitað speglasalur- inn þarsem menn geta virt sjálfa sig fyrir sér frá öllum bliðum og hornum og fengið sýnigirnd sinni rækilega útrás, en fylgir þó sá böggull skammrifi að hvað sem gest- urinn reynir fær hann aldrei af sér hina sönnu og réttu mynd og hrökklast að lokum út kol- ruglaður og í fullkominni óvissu og hæð og breidd og dýpt. Jóhanna Sigurðardóttir í einu tívolítæki, Rannveig Guðmundsdóttir í öðru, Jón Baldvin í því þriðja; það er fjölmiðlamyndin af vandræð- unum í Alþýðuflokknum undanfarnar vikur. Eftir að Alþýðuflokkurinn hérumbil gjörvallur — á þriðja hundrað manns — hafði skrifað naftiið sitt á undirskriftalista með Rannveigu vinkonu er allt fall- ið í ljúfa löð, og loksins hægt MÖRBUR ÁRNASON að fara að snúa sér aftur að al- vöra landstjórnarinnar. Það er reyndar ekki búið að upplýsa okkur ennþá um það hver hún sé þessi Rannveig sem hefur hlotið svo skjótan ffama. Hún var bæjarfulltrúi í Kópavogi, — en þó ekki sá Alþýðuflokksmaður sem þar var kunnastur. Hún kom inná þing fyrir tveimur ámm — og hefur gert hvað þar? Hún hef- ur verið kynnt sem fulltrúi vinstriafla meðal krata — en hvar sér þess stað gagnvart þessari ríkisstjórn? Hún var þekkt sem helstí bandamaður Jóhönnu og einn af foringjum kvenna í flokknum — og hef- ur nú hafist til æðstu metorða með því að ijúfa það bandalag og lítur nú út einsog kona konu verst. Við bíðum frekari kynningar, en mig minnir að í baráttu sinni gegn þingflokks- formanninum og lífffæði- doktomum össuri Skarphéð- inssyni um umhverfisráðu- neytið hafi það verið talinn heísti kostur hennar að hafa verið einhver ósköp af árum í Alþýðuflokknum hingað og þangað. Og auðvitað það að vera kona. Sé Jóhanna sá sem tapaði átakalotunni síðustu vikur er Rannveig sá sem setti mest of- an. En sigurvegarinn er auð- vitað sá sem hvassast var stefnt gegn í byrjun: formað- urinn. Eða hvað? Jóhanna fékk auðvitað bara átta auð at- kvæði á flokkstjórnarfundin- um á sunnudagskvöldið og er nú fordæmd og fyrirlitin hjá atvinnupólitíkusunum í flokknum. Með því að stíga loksins þetta skref hefur hún „Fari sem horfir um stjórnarsamstarfið skiptir núverandi ein- angrun Jóhönnu ekki máli. Hún gœti einfaldlega orðið einsog teinn í kandíflosvél og beðið eftir að almennt flokksfylgi og stuðningur innan þingflokksins veflist um hana. “ hinsvegar komið Jóni Baldvini og Alþýðuflokknum í nýja stöðu sem kynni að knýja at- burðarásina áffam öðmvísi og hraðar en menn bjuggust við. Eftir ræðu Jóhönnu á flokksstjórnarfundinum er staðan sú að hafinn er opinn formannsslagur í flokknum fyrir næsta þing, sem ekki átti að verða fyrren að ári. Eftir nýjustu tíðindi er Jóhanna fé- lagsmálaráðherra flokkur númer tvö bé í ríkisstjórninni, og getur þegar fram líða stundir komið fram sem sjálf- stæður samningsaðili við hlið flokksformannanna. Jóhönnu hefur hingaðtil tekist að firra sig ábyrgð af almennri stjóm- arstefnu í þremur ríkisstjórn- um ffá 1987. Óvinsældir þess- arar stjórnar koma nú og í framtíðinni fyrst og fremst niður á Jóni Baldvini — og hinum strákunum. Fari sem horfir um stjórnarsamstarfið skiptir núverandi einangrun Jóhönnu innan Alþýðuflokks- ins ekki máli heldur gæti hún einfaldlega - - svo aftur sé leit- að í tívolíið — orðið einsog teinn í kandíflosvél og beðið eftír að almennt flokksfýlgi og stuðningur innan þingflokks- ins vefjist um hana. Jóni Baldvini mun ekki þykja hyggilegt að bíða eftir því að kandíflosið umlyki Jó- hönnu formannskandídat. Spili Jóhanna rétt er viðbúið að hann reyni annaðhvort, að fjarlæga teininn úr kandíflos- vélinni og sparka Jóhönnu burt úr vígi hennar í félags- málaráðuneytinu, eða þá að stoppa kandíflosvélina. Það verður aðeins gert með tvenn- um hætti: Annaðhvort aflar núverandi stjóm sér vinsælda með einhverjum ráðstöfun- um sem hægt er að kynna sem djarfar og stórhuga grundvall- arumbætur. Eða þá að Jón þarf að skipta um ríkisstjórn, — sem annarsvegar gæti eyði- lagt „vinstri“-hættuna af Jó- hönnu, og væri á hinn bóginn einfaldasta leiðin til að ryðja henni sjálfri úr ráðuneytinu. Ef það þyrfti að velja ráðherra uppá nýtt hjá krötum, og sennilega heldur færri — ja, hvor konan stendur þá betur að vígi, varaformaður flokks- ins og þingflokksformaður, fýrsti maður á lista á Reykja- nesi að Jóni og Karli gengn- um, hin nýja stjama Rannveig Guðmundsdóttír, eða þessi sí- fellda kona í öðru sætinu á lista JBH í Reykjavík með eilíft kvabb og samt búin að fá sinn séns í þremur ríkisstjómum? Auðvitað gerist ekkert ein- sog maður heldur. En ef ég væri Davíð Oddsson þá mundi ég passa uppá að gleyma mér ekki í útplöntun- inni í sumarbústaðnum. Tí- volíið er nefnilega enn í gangi... Höfundur er íslenskufræðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.