Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 32
32 PRBSSAN FLUG OG BÍLL Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 NÁIN KYNNI Ég er ennþá saddur eftir grillveislu síðustu helgar þar sem mér var kennt að borða afókató með grillborgurum. Þann- ig að mér leist hreint og beint á blikuna þegar hinn amer- íski vinur bauð okkur frúnni í heimalagaðan mat heim til Sigga ásamt fleirum íslenskum vinum sínum. Og þar sem hann er af írsku og mexíkósku bergi brotinn fannst honum tiivalið að bjóða upp á mexíkóskan mat. Þetta fannst mér spennandi enda þegar við komum var okkur um leið boðið upp á gvakkamóle sem virtist vera einhverskonar hliðarjurt af afökató, þó þorl ég ekki að fara með þaö. En allur kostur var meö hreint ágætum. Ætli ég geymi ekki þar til síöar að fara út í smáatriði. Þar fyrir ut- an kemur ykkur það ekkert við hvemig maturinn var nema að ég gleymdi að fá mér einhverja salsa sósu sem ku vera svona fátækra manna tómatsósa. Talandi um tómata þá er ég búinn að sjá rautt um alla síðustu helgi. Veðrið var einstakt, það er svo gaman að tala um veður, en fyrr má nú vera þurrkur hjá fjölmiölum, en þessi þurrkur sem virðist vera um þessar mundir. Ég held að gúrkumar í þessari tíð séu hreint og beint alveg þomaöar upp. Og lík- ist fölnandi krata rós. Enda hafði ég mikiö gaman af þess- um fréttum af Rannveigu og varaformannskjörinu. 0 ekki. Ekki nóg með það að hæstvirt Alþingi hafi tekið sér sum- arfrí og þar meö leyft okkur hinum að fá smá sumarfrí frá misskemmtilegum fréttum þaðan, því víst vinnum við allan veturinn til þess að komast í þessar nokkru aumu frívikur. Fyrir minn smekk finnst mér það nauðsynlegt að fá frí frá fréttum. Þaö gleður að minnsta kosti mitt litla auma hjarta að vita aö landið sé næstum stjórnlaust í þessar nokkm vikur. Það er þó afsökun fyrir óstjórninni. Haldiöi ekki að krötunum hafi ekki tekist að eyöileggja fyr- ir mér vlkuna meö þessu makalausa hjali um varafor- mannsembættlð. Og aumingjans Rannveig að vera ýtt svona út í þessa hringiðu svona óforsvarendis. Það var augljóst á viöbrögðum þegar hún talaöi við Qölmiðla, og var hún svo hrottalega undrandi yfir þessum tvöhundruð undirskriftum allstaðar af landinu sem studdu hana í þetta embætti. Já tvö hundmð manns. Það em færri en sem munu vera boönir í sextugs afmæli hjá japönskum homma í París og arkitekt í þokkabót, eða það segir einn vinur minn. En við erum hér líka að tala um þriöja eöa fjóröa stærsta stjóm- málaflokk á íslandi, eða erum við að tala um annan minnsta. En ég tók við mér. Eirðarleysi mitt hvarf með öllu. Ein- hvem veginn fannst mér jafnaðarpólitíkin vera orðin eitt- hvaö gvakkamóle. Svona hliðarjurt af engu. Þetta sakleysi sem einkennir þessa pólitíkusa þar sem hin leynilegu skilaboö em: „Þetta er óþrifaverk en einhver verður að gera 'ða“. Ég tók eftir að ég var einn inní stofu. Ég var búinn að æla yfir mig öllum þessum dásamlega mat af ákefð viö aö ræða þessi málefni líðandi stundar. Gúrkutíðin var búin að fara með mig. Eða var það þetta gvakkamóle. Hinn amer- íski vinur kom til mín fljótlega og sagði: „Dónt jú læk ðí fúdd?“ Ég skildi um leiö að ég hafði hlaupið eitthvaö á mig og reyndi að segja aö það væri eitthvaö viö svona austur- lenskan mat sem færi illa í mig. Þó aðallega þegar ég væri búinn að vinna mikið og undir álagi. Ég reyndi að útskýra þetta eitthvað nánar en gerði mér grein fyrir aö þetta var bara aumt tafs svona líkt og Rannveig var með í sjónvarp- inu eða einhver annar stjómmálamaður að afsaka afhverju þeir þurfa að gera eitthvað fyrir þjóðarheildina og heillina. En aldrei fyrir sinn eigin metnað og buddu. „Gimmí a breik aynarr!" Sagði hinn ameríski fyrrverandi vinur minn. Og um leið gerði ég mér grein fyrir hvernig gvakkamóle er búið til. En salsa? Er það ekki tónlist? Einar Ben. Bílabíó kemst á koppinn Það er alltaf gleðiefhi þegar ungt athafnafólk nýtir bjart- sýni sína og viljaþrek til að hrinda af stað ffamkvæmdum sem við fýrstu sýn virðast erf- iðar eða jafhvel ómögulegar. í þessum bjartsýnisanda hafa fimm einstaklingar tekið höndum saman um stofnun bílabíós, en fýrirbærið er all- þekkt í henni Ameríku. Reyndar hefur hugmyndinni skotið upp hérlendis öðru hvoru en aldrei hefur verið ráðist í verkið þar sem íslensk veðrátta hefur þótt helst til of óútreiknanleg. Fimmmenn- ingarnir, sem allir eru á aldrinum 22 til 25 ára, þau Ásdis ÞórhaÚs- dóttir, Arn- jánsdóttir, Breki Karlsson, Ásgeir TTioroddsen og Gunn- laugur Guðmundsson, hafa komist að gagnstæðri niður- stöðu og áætla að sýningar hefjist í Bílabíóinu um miðjan ágúst. „Við höfum g e n g i ð m e ð þ e s s a h u g - mynd í Arndís Kristjánsdóttir, Þórhallsdóttir og Breki Karlsson eru meðal þeirra sem standa að því að starf rækja bílabíó. maganum alllengi og ákváð- um að hrinda henni í fram- kvæmd þegar við höfðum fúllvissað okkur um að ekkert stæði í veginum," segir Arn- dis, sem unnið hefúr hörðum höndum ásamt ásamt félög- um sínum að flytja inn sýn- ingartjald að utan og velja kvikmyndir við hæfi. „Veður kemur án efa í veg fýrir ein- hverja sýningardaga en við reiknum með um 15 góðviðr- isdögum á þeim eina mánuði sem áætlað er að bíóið sé starfandi. Það eina sem getur spillt verulega fyrir er rigning, en vindhviður koma hins veg- ar ekki að sök.“ Meðal þeirra mynda sem ráðgert er að sýna í Bílabíóinu má meðal annars nefna Gre- ase, Psycho, Jaws, Indiana Jo- nes og ffönsku útgáfuna af Nikita. Verður hver mynd sýnd tvisvar á kvöldi og sjoppustelpur koma til með að rúlla á línskautum um svæðið og þjóna til bíls. Hljóð- ið verður sent út á sér- stakri útvarpsrás en bíó- ið verður staðsett skammt ffá Vökuportinu við Holta- garða. „Það er mjög gaman að standa að þessu og það gefúr lífinu gildi að gera eitthvað sem er ferskt og nýtt. Fólk er gífúrlega jákvætt í okkar garð og við sjáum hvað setur,“ seg- ir athafnakonan Arndís, sem einnig starfar sem aðstoðar- framkvæmdastjóri við gerð stuttmyndarinnar Nifl. ! tvifarar ] Það tekur engjnn eftir því lengur þegar þeir skrifa um sjávarútveg, landbúnað og vexti í Mogg- ann, þeir Þor- valdur Gylfa- son og Einar K. Guðfinnsson. Það | hefði heldur enginn tekið | eftir því þótt myndimar af | þeim hefðu víxlast þegar | greinarnar þeirra birtust á | sömu síðu í Mogganum I um daginn. Þeir hafa J nefnilega báðir þennan ! eina sanna „nú-verður- [ mamma- stolt-af-mér“- • svip sem kannski sprettur I af því að skrifa svona off í I Moggann. Rússneskir flugmenn sem ætl- uöu aö fljúga þarlendri tvíþekju af Antonov gerö frá Finnlandi til Miami í Rórída hafa verið strandagló- par á íslandi síðastliðinn einn og hálfan mánuö. Þeir Boris Manyvkov, Mikhail Chaplygin og Mikhail Brudniy tóku viö vélinni I Tampere í Finnlandi og flugu henni sem leið lá til Nor- egs, Færeyja og enduðu svo hér. Vélin fer víst ekki öllu lengra í bráö því hún rak stél- hjólið niður I lendingu á flug- brautinni við Eyri á Kollafirði I Austur-Baröarstrandasýslu um síðustu helgi. Innanborös þeg- ar óhappið átti sér stað voru sjö farþega þar á meðal rúss- neski sendiherrann á íslandi Juri Reshitov kona hans Nína og sonur þeirra en þeim hafði verið boðið I útsýnisflug með vélinni þennan daginn. „Viö förum núna afturtil Rúss- lands, náum I flugvirkjann okk- ar og aöra flugvél af Antonov gerð og fljúgum svo þessari yfir hafiö. Viö höfum fengið verk- efni fyrir Antonov vélina I Flór- ida þar sem hún veröur notuö til ýmissa landbúnaðarverkefna svo sem til að úöa eitri, svo þangaö veröur stefnan sett eft- ir þetta ævintýri" sagöi Boris Manyvkov einn flugmannanna I viötali viö PRESSUNA." Viö reiknum meö aö vélin veröi komin I lag eftir um þaö bil mánuö" sagöi Boris aö lokum. Ástæöa þess aö þeir félagar lögöu ekki fyrr I hann vestur á bóginn er sú aö vélin hefur ekki tæki til blindflugs og sjón- flug yfir hafiö er áhættusamt. Þess má geta aö vélin sem brotlenti er sú hin sama og BORIS MANYVKOV, MIKHAIL CHAPLYGIN OG MIKHAIL BRUDNIY. Þeir brotlentu An- tonov vél sinni um síðustu helgi, en sluppu ómeiddir ásamt rússneska sendiherr- flaug meö Svein Andra Sveinsson stjórnarfor- mann SVR og félaga hans er þeir héldu hon- um steggjapartý fyrr I sumar og sagt var frá á síöum PRESSUNN- AR. Vélin eftir brotlendingu á flugbrautinni fyrir vestan

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.