Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 13
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 PRESSAN 13 DAS KAPITAL Kofi Tómasar frœnda STJORNMAL Markús Örn og litli maðurinn I kjölfar efriahagserfiðleika í lok viðreisnarára fundu fyndnir menn upp orðið byggðastefnu. Hið stjórn- málalega markmið byggða- stefnunar var það að halda öllu landinu í byggð. Nú er það í raun þversögn, að það þurfi stjórnmálastefnu til að halda landinu í byggð. Ef landsvæði er lífvænlegt, þá leita þegnar þangað. Ef land- svæði verður ekki lengur líf- vænlegt, þá dugar engin ósk- hyggja til að halda því land- svæði í byggð. I kjölfar stjórnarmyndunar 1971 var stofnuð Fram- kvæmdastofnun ríkisins og átti hún að verða þungamiðj- an í framkvæmd stjórnar- stefnunar. Framkvæmda- stofnun var mjög þunglama- leg í uppbyggingu, stofnunin var með 5 manna stjórn og þrjá forstjóra, sem í daglegu tali voru kallaðir komissarar. Þeir voru sérstakir fulltrúar stjórnarflokkanna. Undir þeim sátu 3 faglegir deildar- stjórar. Framkvæmdastofhun hafði aðsetur við Rauðarárstíg. Var það talin mikill kostur, því sú gata er opin í báða enda. Rík- isstjórnin setti sér það mark- mið, að Framkvæmdastofnun hefði til ráðstöfunar 2% af þjóðartekjum á hverju ári. Önnur markmið voru mjög á reiki og ríkti fullkomin henti- stefna við ráðstöfun þeirra fjármuna, sem stofnunin hafði til umráða. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu þegar Framkvæmdastofnun var stofnuð, barðist af alefli gegn þessari stofnun, en flokkurinn söðlaði snarlega um þegar hann komst í stjórn 1974 og gerði Sverri Hermannsson að kjötkatlaverði og kommissar. Þar með fór Sjálfstæðisflokk- urinn að nota Framkvæmda- stofnun eins og brókina sína eins og Framsóknarflokkur- inn hafði gert áður. Sjálfstæð- ismenn bættu þó um betur með ráðslag sitt á stofnuninni, sem þá hét reyndar Byggða- stofhun, þegar Eggert Hauk- dal gerðist stjórnarformaður í umboði Gunnars Thorodd- sen. Nú stendur til að slá þessa stofnun af og setja Utanríkis- ráðuneytið í hús Byggðastofn- unar, sem manna á meðal er kallað kofi Tómasar frænda. Sjálfstæðismaðurinn Matthías Ég hef aldrei skilið Moggann almennilega. Veit þó að hann uppfyllir ekki þær kröfur sem á að gera til stærsta dagblaðs landsins, er einfaldlega of slappur í fréttum til þess. Reglulega aðsendar greinar eru athygliverðasta efnið í blaðinu og fréttaflutningur lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en tíðkast hjá vest- rænum blöðum. En þetta hefur að minnsta kosti eina jákvæða hliðarverk- un. Af því að Mogginn er svona undarlegur er hann oft óborganlega fyndinn, að ekki sé sagt hlægilegur. Ágætis- Bjarnason stjórnarformaður berst þó á hæl og hnakka fyrir líf Byggðastofhunar. Á þessum tímamótum er rétt að hugleiða hvaða áhrif stofnunin hefur haft á upp- byggingu á landsbyggðinni. í upphafi voru starfsreglur lánadeildar Framkvæmda- stofnunar þannig að ekki mátti lána til Suðumesja. Var það arfur frá Atvinnujöfiiun- arsjóði viðreisnarstjórnarinn- ar. Erfitt atvinnuástand á Suð- urnesjum er því árangur af starfi Framkvæmdastofnunar ríkissins. En ekki verður sagt að stofnunin hafi valið sér ný- stárleg verkefni í upphafi starfsferils síns. Fyrsta stóra verkefnið var að togaravæða landið. Var þar um að ræða endurprentun á nýsköpunar- togurum í nýrri útgáfu. Einn sjávarútvegsráðherra þessa tíma, Steingrímur Hermanns- son, taldi reyndar að togara- floti landsmanna væri alls ekki nógu stór fyrir byggðir lands- ins. Afrakstursgeta miðanna skipti hann ekki máli. Þessir togarar em nú flestir að ganga úr sér og eigendur þeirra eru alls ekki í standi til að endur- nýja þá. Önnur gæluverkefhi í nafni byggðastefnu voru uppbygg- ing pijónastofa, sem í dag em allar gjaldþrota. Öll starfsemi Framkvæmdastofnunar og Byggðastofhunar miðaðist því við að hlúa að hefðbundnum láglaunaatvinnugreinum fyrir ófaglært verkafólk. En hin mynd byggðastefn- dæmi um það birtist fyrir nokkrum dögum. Þá var á fréttasíðu (fyrir ffaman miðju, sem mínir Moggasérffæðing- ar segja að sé bezti staður í blaðinu) þessi fýrirsögn: „Góð aðsókn að ferðum Heims- klúbbs lngólfs“. Á eftir fýlgdi orðrétt auglýsing í gervi ffétta- tilkynningar frá Ingólfi Guð- brandssyni um hversu margir kaupa af honum ferðir til fjar- lægra landa. Við höfum auðvitað séð þessa fréttatilkynningu áður. Hún birtist reglulega í Mogganum, yfirleitt með svipaðri eða sömu fyrirsögn. Einhver unnar var uppbygging skóla- kerfis á framhaldsskólastigi á landsbyggðinni. Það unga fólk, sem lagt hefur í fram- haldsnám, hefur að námi loknu ekki að nokkru að hverfa í sinni heimabyggð. Að vísu hefur verið settur á stofn vísir að háskóla á Akureyri, en sú háskólastarfsemi er nú reyndar á refabúskaparstigi. Þetta er eins og í nýlendun- um, efnilegt fólk er menntað burt en hinir sem ekki leggja fyrir sig langskólanám sitja eftir í eymdinni. Þeir sem eiga fiskveiði kvóta geta selt kvót- ann og flutt í burtu og gert gamla húsið sitt að sumar- dvalastað. Það hefur verið haft á orði að staðir eins og Seyðisfjörður verði heila öld að ná sér eftir að þingmenn kjördæmisins, Tómas Árnason og Sverrir Hermannsson, mokuðu láns- fé frá Framkvæmda- og Byggðastofhun í vonlausan at- vinnurekstur á staðnum. Vís maður hefur reyndar bent á, að rétt sé að kalla á Almanna- vamir ef Byggðastofnun ætlar að koma nálægt atvinnu- rekstri. Sannast það á Seyðis- firði. Framkvæmdastofnun ríkis- ins og Byggðastofnun hafa gert landsbyggðina á íslandi að sviðinni jörð. Stofnanimar hafa frestað framförum í tvo áratugi. Megi starfsemi þess- ara stofnana verða víti til varnaðar í þeirri atvinnuupp- byggingu, sem mun fara ffam á landsbyggðinni á komandi áratugum. „Við vitum líka af reynslu að Mogg- inn og Ingólfur hafa átt í einhverju dularfullu ástar- sambandi árum saman ogþað er allt bara frekar sœtt. “ myndi spyrja hvaða öðru dag- blaði með sjálfsvirðingu (eða á að segja „virðulegu blaði“?) dytti í hug að stilla svona aug- lýsingu upp sem ffétt og bjóða Ef við göngum útffá því að Markús Örn Antonsson borg- arstjóri lesi Alþýðublaðið, ein- sog upplýstum manni sæmir, þá getum við líka gert ráð fýrir því að honum hafi svelgst á morgunkaffinu í síðustu viku þegar hann sá skilaboð frá París í málgagni jafhaðarstefn- unnar: „Einhver verður að hugsa um litla manninn11. Já, Albert Guðmundsson er að koma heim. Hann hefur að eigin sögn verið í pólitískri út- legð í París í nokkur ár en nú er honum ekki til setunnar boðið. Albert ffétti alla leið til Parísar að allt væri í kaldakoli á Islandi og að litli maðurinn ætti um sárt að binda. Hafi hinir ungu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins haldið að þeir væru lausir við vinsælasta alþýðuforingja flokksins síð- ustu tuttugu og eitthvað ár — þá er það hrapallegur mis- skilningur. Albert Guðmundsson verð- ur að vísu sjötugur í haust en hann er nú samt að dusta ryk- ið af pólitísku takkaskónum sínum. Skyldan kallar. Og það er enganveginn gefið að hann gangi til liðs við Sjálfstæðis- flokicinn aftur. Albert lítur nefnilega svo á að alvarlegt unglingavandamál hrjái Sjálf- stæðisflokkinn. Og nú er hann að hugsa um að bjóða fram sérstakan lista við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Þá getur Markús Örn tekið til á skrif- borðinu sínu og kvatt end- urnar á Tjörninni. Þeim sem þykir gaman að sletta frönsku kalla Albert gjarnan „enfant terrible" ís- lenskra stjórnmála. En sá rétt tæplega sjötugi Albert sem tal- aði við Alþýðublaðið hljómaði frekar einsog grand-old-man sem telur rétt að skakka leik pörupilta. I föðurlegum tóni sagði Albert að Sjálfstæðis- flokkurinn nú um stundir ætti harla lítið sameiginlegt með þeim Sjálfstæðisflokki sem einu sinni var. Einu sinni var pláss í Sjálfstæðisflokknum fýrir htla manninn. Ekki leng- ur, því miður, segir Albert. Frjálshyggjuliðið í forystu flokksins hugsar ekki um litla manninn. Og vel að merkja: Litli mað- urinn, ef einhver skyldi nú vera búinn að gleyma því, er enginn annar en allur al- menningur á íslandi. lesendum sínum upp á það athugasemdalaust. En það er næstum ósann- gjarnt að spyrja svona, því við vitum líka af reynslu að Mogginn og Ingólfur hafa átt í einhverju dularfullu ástarsam- bandi árum saman og það er allt bara ffekar sætt. Mogginn birtir fréttatilkynningar eða tekur viðtöl við Ingólf — hann auglýsir og fær að velja hvort hann er í hvítri eða svartri skyrtu á viðtalsmynd- inni. Meinlaust grín. En tveimur dögum seinna birtist hins vegar önnur ffétt í Mogganum undir fýrirsögn- Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík á ekki sjö dagana sæla. Fyrir tveimur árum var Markús Örn sjanghæjaður í borgarstjórastólinn þegar Davíð Óddsson ákvað að verða forsætisráðherra. Af- hverju? Jú, í hinum stóra og samhenta hópi borgarfulltrúa fannst enginn — alls enginn — sem Davíð treysti. Ekki vantaði að ýmsir mæt- ir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gætu sem best hugsað sér að setjast í dúnmjúkan stól borg- arstjóra. Hér eru nokkur dæmi (þótt hæstvirtir kjós- endur kannist tæpast við öll nöfnin) um þá sem vildu ger- ast stjórnendur Reykjavíkur- borgar vorið 1991: Árni Sig- fússon, Katrín Fjeldsted, Magnús Leifur Sveinsson, Júh'us Hafstein og Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson. Sextíu prósent Reykvíkinga kusu þetta fólk i borgarstjórn Reykjavíkur árið 1990. En Reykvíkingar þekktu þetta fólk samt ekki, öðruvísi en sem strengjabrúðurnar hans Davíðs. Auðvitað þekkti Davíð þau Árna og Katrínu og Magnús Leif og Júlíus og Vilhjálm Þór- mund þótt Reykvíkingar gerðu það ekki. Og þegar Davíð hafði í huga sér mátað þau öll í borgarstjórastólinn hringdi hann í Markús örn og bað hann í guðanna bæn- um að verða borgarstjóri. Markús Örn sagði játakk. Og nú situr hann í súpunni. Markús Örn þarf að taka út inni „Veruleg aukning bókana í sérferðir Urvals-Utsýnar“. Og á eftir fýlgdi önnur orðrétt fféttatilkynning, ffá fýrirtæki í samkeppni við Ingólf. Ég veit ekki hvernig þessi seinni frétt Moggans varð til. Þó er ekki ótrúlegt að Úrval- Útsýn hafi ákveðið að nýta sér þessa sérstöku fréttastefnu Morgunblaðsins til að koma á framfæri sinni eigin ókeypis auglýsingu. Mogginn spilar aftur með, enda vafalaust til- neyddur effir það sem á und- an fór. Það er góður bissniss hjá Úrval-Útsýn, þótt ekki sýni það mikla virðingu fýrir timburmennina af sukki Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík síðasta áratug. Davíð Ódd- sonn stjómaði borginni í góð- æri og tókst að láta fólk trúa því að engu skipti hversu miklu væri sóða út og suður — fjárhirslurnar fýlltust bara jafnóðum aftur. Slík væri snilld Sjálfstæðisflokksins í fjármálum Markús Örn veit betur. Og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er klofinn langsum og þversum. Sárin úr borgar- stjóraslagnum eru ekki gróin, og í haust þarf aumingja Markús að keppa við aht liðið í prófkjöri. Hann þarf að sanna sig ótvírætt, festa sig í sessinum góða. En niður- lægðu borgarfulltrúarnir sem ekki fengu stólinn þurfa að gera upp sakirnar hver við Litli maðurinn, ef einhver skyldi nú vera búinn að gleyma því, er eng- inn annar en allur almenningur á ís- landi annan — og Markús. Nema neyðin gifti ekkjurnar. Albert er nefnilega að koma heim. Vera kann vitaskuld að Markús Örn og borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins geri með sér neyðarsamning sem felur í sér að hætta við allt prófkjörsvesen, bjóða Albert annað sætið á listanum og bjóða fram undir merkjum einingar, gegn vinstri- glundroða. Kannski. En Albert er ekki vanur að vera númer tvö. Til þess að geta hugsað almenni- lega um litla manninn þarf hann að vera númer eitt. Hann hefur líka sín prinsipp einsog Snæfríður íslandssól sem sagði: Frekar þann versta en þann næstbesta. Álbert á bara eftir að ákveða með hvaða liði hann ætlar að leika. Hann er búinn að taka fram skotskóna. Höfundur er rithöfundur ástarsambandi Moggans og Ingólfs. Blaðamenn á Mogganum, sem vilja láta taka sig og blað- ið sitt alvarlega, yppta öxlum vandræðalega þegar þessi skringilegheit í Mogganum eru nefnd og segja að svona sé þetta nú bara á blaðinu þeirra — allt fullt af óskrifuðum bullreglum um hvað má og hvað ekki. Þeir geta huggað sig við að þótt fféttir Moggans séu slappar eru þær altént þokkalegur mælikvarði á hvernig vond blöð eru skrifuð — og ekki má gleyma skemmtanagildinu. f Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins Það var glæsilegt hjá hon- um að vera farinn að telja væntanlega heimsmeistara í skák eftir þrjár umferðir á smábarnamóti skákundra. Hannes Hólmsteinn Gissur- arson hugmyndafræðingur Sú ætlun hans að búa til blað utan um skoðanir sín- ar þar sem þeim verður breytt í fréttir hlýtur að vera ein ffumlegasta hugmynd sem vaknað hefur í fjöl- miðlaheiminum í langan tíma. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunaráðs Það er sérlega kjarkað hjá honum að verja skattsvikara eins og þeir séu bara fórnar- lömb skattrannsóknar- stjóra. Villti tryllti Villi stendur enn undir nafni. Fréttaskýring hans um innanhúsátök Alþýðu- flokksins sem að mestu snerist um kal í túnum á Norð-Austurlandi segir allt sem segja þarf um Tímann í dag. umhverfisráðherra Hann stýrir minnsta og háværasta ráðuneytinu og er farinn að varða við lög um hávaðamengun. Annað hvort drífur hann sig í ferðalag til að prófa dagpen- ingahlunnindin eða þjóðin verður brjáluð. Það er ákaflega hallæris- legt að koma ffam núna og þykjast hafa unnið að mál- um Sophiu Hansen bak við tjöldin í langan tíma. FJÖLMIÐLAR „Verulegaukningfrétta úrferðabransanum(< Nú stendur til að slá þessa stofnun afog setja Utanríkisráðuneytið í hús Byggða- stofnunar, sem manna á meðal er kallað kofi Tómasar frœnda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.