Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 31
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 PRESSAN 31 Pasta Basta breiðir úr sér tirloið VIÐ PRSTR BRSTR. Þamaverð- ur hægt að dvelja í makindum úti við í vetur og snæða pastarétti á milli þess sem menn synáa jóla- Tó@n i snjó- komunni. Vegfarendur setn leið eiga um Klapparstíg hafa tekið eftir stakka- skiptum sem orðið hafa á veitinga- húsinu Pasta Basta. Þar hefur verið reist tjald eitt mikið og skrautlegt yf- ir pall sem nýlokið er að smíða svo nú geta gestir staðarins notið veður- blíðunnar úti um leið og þeir mat- ast. Ætlunin er að hafa pallinn opinn í vetur og veita þjónustu þangað út, en PRESSAN þorir að fullyrða að slíkt hafi ekki áður verið gert hér- lendis. Aðspurður er Ingvi Rafn þjónn og eigandi staðarins bjart- sýnn á að þetta gangi upp og hristir bara höfuðið er blaðamaður setur upp efasemdasvipinn og spyr hvort staðurinn bjóði gestum einnig upp á hlífðarfatnað við hæfi. „Við höfum keypt gashitara sem hægt er að kveikja á þegar fer að kólna, og svo erum við með færanlega gasofna sem við komum til með að nota í vetur. Á kvöldin verður tjaldið lýst upp með ljóstýrum sem hanga niður úr loftinu svo hér skapast hin róm- antískasta stemmning“. í tilefni opnunarinnar hefur verið útbúinn sérstakur matseðill fyrir garðinn þar sem gestir geta valið sér forrétt, aðalrétt og eftirrétt, allt fyrir 1850 krónur. Vert er að geta þess að á Pasta-Basta er boðið upp á ferskt pasta sem er lagað á staðnum og nýr og endurbættur matseðill hefur ver- ið tekinn í notkun. POPP Átján misjafnir grœðlingar YMSIR ÍSLENSK TÓNLIST ★★ GUNNAR HJÁLMARSSON í gegnum árin hafa sumar- safnplöturnar verið kjörinn vettvangur fýrir ung bönd til að koma sér á framfæri, en eft- ir að „risarnir“ settu stólinn fýrir dyrnar hafa græðlingar í íslenska tónlistarheiminum þurft að leita annað til að fá efni útgefið. Sjálfs er höndin hollust í þessu sem mörgu öðru og því tóku tveir græð- lingar, þeir Sveinn Kjartans- son og Kristján Már Hauksson í hljómsveitinni Lifun, það upp hjá sjálfum sér að gefa út safnplötu og buðu mörgum jafngrænum í plötuútgáfunni með. „íslensk tónlist“ heitir ffumkvæðið, og var plötunni jafnframt fylgt vel eftir með Þjórsártónleikunum fyrir nokkrum vikum. Líkt og flestar aðrar safn- plötur er „íslensk tónlist“ æði misjöfn bæði í stíl og gæðum. Ekkert hefúr verið passað upp á að halda í einhvern heildar- svip heldur ægir öllu saman; graðhestarokk og ffoðupopp eru hlið við hlið eins og ekkert sé sjálfssagðara. Lögin átján sveiflast úr því að vera fínasta tónlist yfir í metnaðarlaust glamur, en meginparturinn er þó þokkalegt miðjumoð. Byij- um á byrjuninni. Hljómsveit- in Orgill sýndi hvað hún gat með plötunni fyrir síðustu jól, en lagið hér er ekki sannfær- „Ekkert aflögum þessara sveita er ýkja merkilegt, en maður hefur svo sem heyrt það verra. Lipstick Lo- vers eru hér líka á ferðinni með þokkalegt blús- rokk. “ andi. Regn er ný sveit sem stofnuð var upp úr leifum „óheppnustu hljómsveitar ís- lands“, E-X. Það er gott að þeir séu farnir að syngja á ís- lensku, en þeir eru enn að fást við heldur sviplaust rokkpopp í ætt við R.E.M. Næstur er hræðilegur lönguvitleysublús frá Stripshow. Þeir kunna kannski að taka gítarsóló effir bókinni, en það er langt í að þeir geti samið heillegt lag. Eina kvennahljómsveitin á plötunni heitir Hljómsveit Jar- þrúðar og frá þeim kemur ágætt popp með háskólaleg- um vísnavinablæ. Þótt heildarsvipurinn sé ekki mikill á plötunni eins og áður segir eru þó flest böndin nýstigin út úr bílskúrunum þar sem þau voru að spila þungarokk þangað til Seattle komst í tísku og bætti nýjum vessum i þungarokkið. „Sjald- an situr stúlka ein með fætur upp á gátt“ syngja drengimir í Svívirðingu. Þó textinn sé aulalegur í meira lagi er lagið þó gott og með því besta hér. Hljómsveitin Lifun á líka sterkt lag. Þeir þræða nettri melódíu í rokkið og vinna á með hverri hlustun. Sveitimar Bláeygt sakleysi, Jötunuxar, Wonderplugs (með lag eftir Bubba og Rúnar), Brainchild og 13 (áður Bleeding Volc- ano) spila líka rokk með mis- þungum áherslum. Ekkert af lögum þessara sveita er ýkja merkilegt, en maður hefúr svo sem heyrt það verra. Lipstick Lovers eru hér líka á ferðinni með þokkalegt blúsrokk. Nokkrar sveitir falla í popp- deildina; Sirkus Babalú eru með fínt léttpopp en textinn, grín um ostaétandi mennta- mann, er þreytandi. Gleði- mennimir Jójó eru snúnir aft- ur með gleðiverk um sveppi. Þeir rokka stífar en áður en það er alveg jafngaman hjá þeim í skúrnum. Hljómsveitin Örkin hans Nóa er Upplyfting í öðru veldi, svo gjörsamlega gerilsneytt froðupopp að maður getur ekki annað en hrifist með. Vinir vors og blóma blanda fönki í poppið í ágætu stuðlagi. Það er hægt að veifa bokku við sveitina á úti- hátíð en lítið annað. Bogomil Font tekur „Papermoon“ og er sama stuðið á sjarmörnum hér og á nýju plötunni hans. Þá er aðeins eftir að nefna besta lag plötunnar, „Laut“ með hljómsveitinni Los. Þessir piltar voru einu sinni í bandi sem hét Guði gleymdir sem var ekki skemmtilegt band, svo hér er um glæsilega ffam- för að ræða. Lagið er frumlegt, kraftmikið og skrítið. Til að segja eitthvað mætti segja að lagið hljómi eins og Ný dönsk í tímavél djammandi með Trúbrot 1969, allir á róandi og einhver smiglaði saxafóni inn í æfingarhúsnæðið. Eða eitt- hvað! Meira Los sem fyrst, takk! „Islensk tónlist" er gott frumkvæði, það er engin spurning. Þeir sem nenna ekki að þræða bílskúra borgarinnar og liggja á hleri ættu að fá sér eintak! GREENJELLY CEREAL KILLER SOUNDTRACK ★★ Hljómsveitin Green Jelly ffá New York hefur verið til í ein tólf ár. Meðlimirnir hafa alltaf hreykt sér af því að vera léleg- asta hljómsveit í heimi. Göf- ugur tilgangur það, og því hlýtur að vera leiðinlegt fyrir meðlimina að vera ekkert mjög lélegir, því það eru þeir alls ekki. Það er til hellingur af miklu lélegri hljómsveitum bæði hér og erlendis! Kannski er einn allsheijar heilaskurður eina von sveitarinnar til að ná markmiði sínu. Þeir sem hafa séð Green Jelly á sviði hafa orðið glaðir. Hljómsveitin gengur mikið út á sjónrænu hliðina og gegna skímslabúningar þar viða- miklu hlutverki. Það var því rökrétt ákvörðun hjá sveitinni að gefa út fyrsta „vidéó-al- búm“ í heimi. Nú er þessi myncíbandaplata komin á geislaplötu, en einnig er hægt að kaupa myndbandið og fá tónlistina ásamt leirbrúðum, skrímslabúningum og plast- kúm. Eins og oft er með grínplöt- ur er ekki beinlínis gaman að hlusta á þessa trekk í trekk. Green Jelly geta vel spilað pönkað þungarokk en þeir eru ekkert sérstaklega fyndnir. Stjörnurnar tvær eru fyrir fyrstu hlustun meðan maður gat glott út i annað, en það er stutt í hauskúpuna með ffek- ari spilun. Sveitin er groddaleg og hrá og ólíkt þvi þegar Laddi lék pönkara eru hér pönkarar að leika enn heimskari pönk- ara en þeir eru. Það er svo sem affek út af fyrir sig að blanda Fred Flintstone saman við Sex Pistols eins og þeir gera í pönklummunni „Anarchy in the U.K.“, og „Three little pigs“ er fínt, en eins og allt annað hér verður græna pönkgrínið þreytandi, og eig- inlega gjörsamlega óþolandi við mikla spilun. Þessi plata verður þó eflaust vinsæl í landapartíunum hjá ferming- arbömunum í framtíðinni. POPP FIMMTU DAG U R I N N I 22. JÚLÍ • Rokktríóið Sultarleikur fyrir gesti efri hæðar Veit- ingahússins 22. Meðlimir tríósins eru félagarnir Ágúst Karlsson gamall Kamarorg- hestur, Alfreð Alfreðsson og Harrý Óskarsson en tveir hin- ir síðarnefndu leika einnig með hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Strákarnir lofa skemmtilegri uppákomu. • Dansveisla á Berlín. Hljóðgerflahljómsveitirnar (leiðinlegt orð) Hydema sem inniheldur þá Hlyn frá Horni og Gumma, og Bubble Flies sem skipuð er Pétri og Páli og fleirum. • Gaukurinn býður upp á sýnishorn úr dagskrá Þjóð- hátíðar í Vestmannaeyjum sem verður um næstu helgi. í kvöld er það Hálft (hvoru og Dr. Sáli sem gestir fá aö berja augum, en þess má geta að báðar sveitirnar eiga ættir sínar að rekja að ein- hverju leyti til eyjanna vinda- sömu. Fjölbreytt blanda af þjóðlagaflaututónlist og rokki. • Hljómsveitin Thirteen ásamt Reptilicus og Majdan- ek spila á Hressó. Ef við byrj- um á byrjuninni þá er ýmis- legt hægt að segja um strák- ana í Prettán. Þeir eru þrír, Hallur Ingólfsson, Eirikur Sig- urðsson og Guðmundur Sig- urðsson. Hallur er alla jafna trommari en þar sem hann býr einnig yfir ágætis radd- böndum, þá þenur hann þau og lætur DAT tækið um trommuslátt. Ásamt því að syngja spilar hann einnig á gítar og sér um uppvaskið þetta kvöldið á veitingastaðn- um. Hvað hinir gera í hljóm- sveitinni er oss hulin ráðgáta. Reptilicus og Majdanek (hvurslags heiti eru þetta eig- inlega) ætla líka að láta í sér heyra eftir uppákomu þeirra í Þrettán. • Fimmtudagsfestival á L.A. Café. Sólarsamba og sumarkokteilar. Mallorka-tón- list, grillmatur og mexíkóskur bjór. • Guðmundur Rúnar Lúð- víksson heimsfrægur á Fóg- etanum. • Stjórnin tekur aö sér að trylla Hafnfirðingana og vini þeirra í Firðinum þetta kvöld- ið. FOSTUDAGURINN 23. JÚLÍ • Hilmar Sverrisson slær um sig og á hljómborðið á Mímisbar. • Landskeppni kaupstaða í karoke. Úrslitakvöld á Hótel íslandi. Hvaða kauptún skyldi TaimiBPaaian I lilm I mm m AAllulfel Þú hringir í síma B11720 kvöldib fyrir brottför og pantar bílinn. Símaþjónusta BSR sér um aö vekja þig é réttum tíma. Bíllinn kemur stundvíslega, hlýr og notalegur. Og þú ferð í loftiö afslappaöri en ella. Viö bjóðum nú þessa þjónustu á tilboösveröi, kr. 3SOO.- eöa aðeins 975.- á mann miöað viö fjóra. iJinit «117120 'ý/ó<f(t/ejHÍmeó BSR nú hreppa hinn eftirsótta titil konungur karokekaup- staðanna? • Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt blásaranum Rúnari Gorgs- syni skemmta í Firðinum og kynna fyrir gestum nýtt frum- samið efni. Þar er Ijúf stemmning og opið hús. • Grillveisla í tilefni fjögurra ára afmælis Nilla karlsins á „Niels Public House“ í Hafn- arfirði. Gunni og Konni þeyta skífur til klukkan þrjú. • Dr. Sáli á Gauki á Stöng. • Magnús Einarsson Fáni og stórtrúbadúr spilar og syngur og kætir menn og konur á Feita dvergnum. Hvað skyldu hinir Fánarnir vera að brasa? • Trúbadúrinn Bjössi greifi á Fógetanum. Heimsfrægur þar og á Húsavík. LAUGAR DAGU RIN N I 24. JÚLÍ • Todmoblle á Tveimur vin- um. Þetta er upphitun fyrir Þjóöhátfð í Vestmannaeyj- um, en einhvers konar upp- hitunaræði gengur nú yfir höfuðborgina. Todmobile hyggur á sumar- og vetrar- leyfi eftir verslunarmanna- helgina svo það er eins gott að drífa sig og hrista sig með toddunum. Með þríeykinu eru að vanda þeir Matthías, Eið- ur og Kjartan. • Svartur Pipar í Súlnasal Hótel Sögu frá klukkan 22.00 til 03.00. Þau voru með gott innlegg í landslagskeppnina á síöasta ári og skarta Margr- éti, hinni stórskemmtilegu söngkonu. • Hilmar Sverrisson heldur áfram þar sem frá var horfið í gærkveldi. • Kynningasúpa pizza, bjór og snafsar hjá Nilla blessuð- um sem er enn í afmælisfíl- ingi. • Dr. Sáli heldur áfram sál- greiningu sinni á Gauknum. • Maggi „mike“ Einarsson heldur uppi dampinum á Feita dvergnum með sínum þéttu gítargripum og söng. • Björn greifi heldur áfram að vera heimsfrægur á Fóg- etanum. SUNNUDAGURINN 25. JÚLÍ • Haraldur Reynisson ung- ur trúbador úr Breiðholti sýnir af hverju hann varð heims- frægur, á Fógetanum. SVEITABÖLL FOSTUDAGURINN 23. JÚLÍ • Félagsheimilið Hnífsdal. Þar slá saman í púkk stór- hljómsveitirnar SSSól og GCD og því má búast við mikilli gleði í dalnum. • Félagsheimilið Blöndu- ósi. Pláhnetan í öllu sínu veldi. • Sjallinn Akureyri.Frítt inn og heimahljómsveitin Kredit. Diskótek í Mánasal. • Sjallinn ísafirði SSSól sem smekkfyllti Miðgarð í Skagafirði um síðustu helgi. Hér eru þeir á heima- slóðum söngvarans og þá er víst að fleiri en pabbi og mamma mæta. Þotan Keflavík. Hin lands- kunna hljómsveit Stjórnin stígur á svið um miðnætur- bil. •Félagsheimlli Patreks- firðinga. Býður upp á Bubba, Rúnar Begga og Gulla í GCD. •Ýdalir í Aðaldal. Enn er Pláhnetan iðin við kol- FOSTU DAGURI N N 24. JÚLÍ ann. •Sjallinn Akureyri. Hljóm- sveitin Sú Ellen frá Nes-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.