Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 23
E R L E N T
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993
PRESSAN 23
Ekkert stríð er
háð án eiturlyfja
Antoine Boustany hefur rannsakað fíkniefnaneyslu hermanna
Aukin eiturlyfjaneysla og
alkóhólismi eru algengir
fylgikvillar styrjalda
Saga gerviparadísatina er bók sem
fjallar um fíkniefnanotkun í styrjöld-
um, en hún kom nýverið út í Frakk-
landi. Höfundurinn Antoine Boustany
er læknir og yfirmaður afvötnunar-
stöðvar í Beirút. Hann fékk áhuga á
málinu meðan stríðið geysaði í Líban-
on. Þegar einn af herónínsjúklingum
hans, sem búinn var að fara í ótal með-
ferðir, var mættur á stofuna til hans
ennþá einu sinni, þótti Boustany nóg
komið. Hann var orðinn þreyttur á að
fá manninn alltaf til sín aftur og sagði
honum að hypja sig og láta ekki sjá sig
meir. Sjálfur væri hann kominn með
nóg af sprengjuárásum og nennti ekki
að hlusta á fleiri slíkar afsakanir fyrir
neyslunni. Maðurinn sem var í ífemstu
víglínu stríðsins bauð lækninum þá að
eyða með sér nótt á vígstöðvunum, það
myndi fá hann til að skipta um skoðun.
„Hann hafði rétt fyrir sér. Þetta var
óbærilegt fyrir okkur borgarana, en
þarna skildi ég hvernig það var fyrir
hermennina.“
Boustany hefúr rekið fíkniefnanotk-
un hermanna allt aftur til tíma Her-
ódótusar á 5. öld fyrir Krist. Hann
minnist líka á norrænar þjóðsögur, þar
sem sagt er ffá köppum er gengu ber-
serksgang eftir að hafa neytt eitraðra
hattsveppa og voru því kallaðir berserk-
ir!
Aukin fíkniefnaneysla í Bo-
sníu
Höfundur bókarinnar fullyrðir
reyndar að það hafi ekki verið háð það
stríð í allri mannkynssögunni sem ekki
leiddi til einhverskonar fíkniefhanotk-
unar. Þetta á þó ekki við um stuttar
styrjaldir eins og sex daga stríðið heldur
bardaga sem standa yfir vikum, mán-
uðum og jafhvel árum saman. Þannig
fullyrðir hann að helmingur Parísarbúa
hafi verið háður morfíni í umsátri um
borgina árið 1870, sem stóð í næstum
því heilt ár. Þýski herinn sem um-
kringdi hana var aftur á móti háður lyfi
sem kallast dolosal og er unnið úr mor-
fíni. I stríðinu á milli írana og fraka
neyttu hermennirnir amfetamíns í
miklu magni. Og hvað varðar ástandi í
Bosníu í dag, segir Boustany að þar fari
eiturlyfjaneysla og alkóhólismi stöðugt
vaxandi. Hann bætir því við að þvi gæti
varla verið örðuvísi farið í jafn grimm-
úðlegu stríði.
Þegar ástandið er eins og það var í
Líbanon umbera yfirmenn hersins
neysluna. Hermennirnir þarfnast ekki
hvatningar til að neyta fíkniefna, ef ein-
hverjum skyldi detta það í hug. Þeir
leita í þau sjálfir. „Það þarf ekki að ýta
þeim út í neyslu. Hermennimir sækjast
eftir því að komast í vímu. Við getum
kallað það ósjálffáð viðbrögð,“ er skoð-
un Boustanys. Neyslan er ekki aðeins
aðferð til að losna við þær andlegu og
líkamlegu kvalir sem stríðinu fylgja.
Fíkniefnin hjálpa hermönnunum að
flýja raunveruleikann. „Þegar á líður
kæra þeir sig ekki einu sinni um að vera
vitni af því sem er að gerast. Enda biðja
fæstir um að vera þátttakendur í stríði,
heldur eru neyddir til þess af valda-
miklum minnihluta. Þeir standast ekki
álagið og eiga erfitt með að horfast dag-
lega í augu við dauðann." Boustany tel-
ur slíkt aðeins á færi geðsjúklinga.
300.000 hermenn háðir
eiturlyfjum
Þótt yfirmenn fárist ekki
yfir fíkniefnaneyslu sinna
manna, þá getur hún engu
að síður komið andstæð-
ingnum til góða. Þannig ját-
aði víetnamskur sendi-
nefhdarmaður hjá Samein-
uðu þjóðunum fyrir Boust-
any, á árlegri ráðstefnu um
eiturlyfjaneyslu í Genf árið
1978, að eiturlyf hefðu verið
áhrifamesta vopn þeirra í
stríðinu gegn Bandaríkjun-
um. „Þau reyndust áhrifarík
á móti fullkomnum vopn-
um Bandaríkjahers.“ Boust-
any fékk ummælin staðfest
hjá bandarískum sendi-
nefndarmanni: „300.000
hermenn voru háðir eitur-
lyfjum og notkun þeirra var
ein af aðalástæðunum fýrir
ósigri okkar.“
Astæðan fyrir því að ekki
er reynt að koma í veg fyrir
eiturlyfjaneyslu hermanna
er sú, að það er næstum
ómögulegt þegar stríð hefur
staðið yfir lengi. Herinn
þarfnast herliða og þess
vegna er litið framhjá
neyslu. I Líbanon var horft
fram hjá eiturlyfjasölu,
svindli og skemmdarverka-
starfsemi. Það var jafnvel
gert hlé á bardögum á
kvöldin svo fylkingarnar
stríðandi gætu skipst á ráns-
feng og eiturlyfjum.
Hvað gerist svo þegar
stríðinu lýkur? Halda menn-
irnir ekki áfram eiturlyfja-
neyslunni? Boustany segir
meirihlutann ná sér upp aft-
ur. Tveimur árum eftir lok
víetnamstríðsins voru tveir
þriðju hlutar eiturlyfjaneyt-
endanna lausir við fíknina.
„Það þýðir að hluti þeirra
hefur verið veikur fýrir eit-
urlyfjum fyrir. I Líbanon
hafa margir alkóhólistar
hætt að drekka eða þá að
áfengisneysla þeirra hefur
snúist aftur í hófdrykkju.
Þetta er ekki eins augljóst
með hörðu eiturlyfin, en ég
er viss um að ef réttar stofh-
anir væru fýrir hendi, myndi
lítill minnihluti halda áfram
notkun efhanna á ffiðartím-
um.“
Deila Allens og Farrow
komin út á bók
Ný grínbók sem komin er á markað í Bandaríkj-
unum hefur vakið kátínu meðal margra, einkum
þeirra sem ánægju hafa af því að velta sér upp úr lífi^
fræga fólksins. Líkast til er þó aðalsöguhetjunum
sjálfum ekki skemmt, þeim Woody Allen og Miu
Farrow, enda fá þau vægast sagt slæma útreið í
teiknimyndabókinni. Efniviðurinn er hatrömm
deila hjónanna fýrrverandi, þar sem Farrow ásakaði
Allen um að hafa misnotað ungan ættleiddan son
þeirra og svipti hulunni af ástarsambandi eigin-
manns síns fýrrverandi og ættleiddrar dóttur henn-
ar, Soon-Yi. Bókin byggir á ffamburði þeirra beggja
fýrir dómi á meðan á réttarhöldum í máli þeirra
stóð. Sagan er hámákvæm og sögulegum réttarhöld-
unum fylgt frá upphafi til enda, með tilheyrandi
ásökunum og svívirðingum á báða bóga. Bókin er
tvískipt og óvenjulegt að því leyti að forsíðumar eru
tvær. Önnur ber titilinn „The Mia Farrow Story“ og
fýlgir ffamburður Farrow í kjölfarið, hennar útgáfa á
sögunni. Sé bókinni snúið á hvolf má lesa söguna"
eins og Allen sagði hana og ber hún titilinn „The
Woody Allen Story“. Grínbókin skartar „opnu-
stúlku“ sem eins og allt hitt er með óvenjulegra
móti. Veggspjaldið sem fýlgir með í kaupbæti er
nefnilega af Woody Allen og sýnir hann liggjandi fá-
klæddan uppi í rúmi, umkringdan klámblöðum.
BANDARÍKJAMENN GERA
KVIKMYND UM SKÁKUNDUR
Þau undur og stórmerki gerast nú í Hollywood að ráðist hefur verið í gerð kvikmyndar um skák-
mennsku. Margir íþróttadramar hafa þegar verið kvikmyndaðir eins og hnefaleikar, íshokld og hafh-
arbolti, en einhvern veginn hefur mann aldrei grunað að taflmennska kæmist á borð kvikmynda-
framleiðenda í landi sem átti mesta skáksnilling sögunnar án þess að þjóðin kannaðist við það. Mynd-
in á að bera titilinn „Leitað að Bobby Fischer“ (Searching for Bobby Fischer) og er byggð á sam-
nefhdri bók sem skrifuð er af Fred Waitzkin föður ungs skáksnillings í Bandaríkjunum, Josh Waitzk-
in. Drengurinn er í raun Bandaríkjameistari unglinga í skák.
Handrit myndarinnar er skrifað af Steven Zaillian sem einnig sér um leikstjórn. Fred Waitzkin
skrifaði bókina eftir að honum varð ljós snilld, þá sjö vetra sonar síns, í skáklistinni og fjallar sagan um
það hvernig faðirnn reynir að hvetja son sinn til að nýta hæfileika sína án þess að ræna drenginn æsk-
unni.
Skákundrið er leikið af Max Pomeranc en þjálfari drengsins er leikinn af Laurence Fishburne.
Spurningin er hvernig mynd um jafn hægfara íþrótt og skák muni ganga þegar myndir um fjölda-
morðingja, eltingaleiki og fýrsta flokks bílslys tröllríða öllu í Hollywood? Framleiðandinn, Scott Rud-
in, er fullviss um að myndinni verði vel tekið.
„Þetta er frábær saga“, segir hann, „um dreng sem yfirstígur allar hindranir og kemst á toppinn í
krafti eigin heiðarleika."