Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 30
s 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 SJÓNVARPIÐ Sjáið: • Ó, Carmela Ay, Carmela á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Hröð, fyndin og spænsk. • Sophie á völina Sophie's Choice á RÚV á föstu- dagskvöld. Þægilega væmin og hugljúf á sumar- kvöldi. 9 Frankie og Johnny á Stöð 2 laugardagskvöld. AIls ekki slæm Hollywood glansmynd. • Áróður We Have Ways of Makirtg You Think á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þáttur um áhrifamátt sjónvarpsins. Verðugt umhugsunarefhi. • MTV kynningarútsending allar helgarnætur á Stöð 2. Yes! Varist: • Hjúkkur ★ Nurses á Stöð 2 á föstudagskvöld. Óbærilegt. • Endurkoma ófreskju ★ The Return of the Swamp Thing á föstudagskvöld á Stöð 2. Enn og aftur sannar Kanninn hversu makalaust hugmyndasnauður hann getur verið. • Lífið er enginn leikur ★ Sweet 15 á RÚV laugardagskvöld. Óspennandi bandarískt sosíal drama. • Slett úr klaufunum ★ á RÚV sunnudagseftirmiðdag. Endur- sýndur vitleysisgangur. KVIKMYNDIR Algjört möst: 9 Á ystu nöf ★★★ Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráð- skemmtileg mynd. Það er bara galli að efn- ið sjálft er botnlaus þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói. O Dagtuinn langi ★★★ Groundhog Day Brilljant handrit og Bill Murray háréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur sleppur undan að verða væminn. Stjömu- bíói. • Mýs og menn ★★★ O/ mice and men Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa útgáfu af sögu Steinbecks. Mestmegnis laus við væmni og John Malcovich fer á kost- um. Háskólabíói. 9 Damage ★★★ Damage Jeremy Irons leikur af feiknakrafti þingmann sem ríður sig út af þingi. Helst til langar kynlífssenur nema fyrir þá sem hafa byggt upp mikið þol. Regnboganum • Dagsverk ★★★ Nýstárleg heimildar- mynd. Áhorfandinn verður þó að hafa gaman af skáldinu til að njóta. í leiðindum: • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjarg- að verður. Bíóhöllinni og Háskólabíói. 9 Tveir ýktir ★ National Lampoon’s Loaded Weapon. Alveg á mörkunum að fá stjörnu. Sundbola- drottningunni Kathy Ireland er svo fýrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regnboganum. • Hvarfið ★★ The Vanishing Átakalítil fyrir hlé en mjög góður leikur Jeff Bridges bjargar tilþrifalitlum söguþræði. Sögubíó 9 Lifandi ★★ Alive Atakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: • Elskan ég stækkaði bamið ★ Honey I blew up the kid. Lærðu af mistökum þeirra sem sáu fýrri myndina og haltu þig heima. Sögubíói. 9 Villt ást ★ Wide Sargasso Sea Mynd sem lætur alla ósnortna. Erótíkin gefur eina stjörnu. Laugarásbíó. 9 3 Ninjar ★ Three Ninjas Blessuð látið ekki krakkana plata ykkur á þessa dellu því hún er ekki 350 kr. virði. Þið finnið ykk- ur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhöllintii. 9 Meistaramir ★ Hún hékk ekki lengi í stórum sal á besta sýn- ingartíma þessi. Og það þrátt fýrir að stúlknagullið Emilio Este- vez sé í aðalhlutverki. Sögubíói. Stöð 2 hefur sótt um leyfi fyrir gervihnattasendingar á ellefu rásum til útvarpsréttamefndar. Undir stjórnvöldum er komið hvort leyfið verður veitt en Stöðvarmönnum er ekkert að varibúnaði að hefja útsendingar þar sem þegar hafa verið gerðir samningar við erlenda aðila. „Þeir bíða jafn óþreyjufullir og trið að hefja útsendingar en við höfum þegar hafið kynningarút- sendingar á hluta þess efnis sem áætlað er að verði á dag- skrá. Með þessu viljum við auka fjölbreytni okkar og þjónustu auk þess að nýta okkur mögu- leika tækninnar,“ segir Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri á Stöð 2. Sótt hefur verið um leyfi fyrir eliefu ráair. Sex þeirra verða í nokkurs konar samfloti en hin- ar fimm verður að panta sér- staklega í gegnum áskriftakerfi Stöðvar 2. Til að ná rásunum ellefu í framtíðinni verður að sjálfsögðu að greiða ákveðið gjald en auk þess þarf að setja upp sérstakt loftnet. „Áskrifend- ur Stöðvar 2 njóta góðs af þjón- ustunni en til að ná gervihnatta- útsendingum þarf að nota af- ruglara. Við munum reyna að halda kostnaði í lágmarki en ekki hefur verið gengið end- anlega frá smáatriðum og því hyggilegt að segja fátt að sinni," segir Jónas. „Útlit er þó fyrir að þeir sem ekki eru áskrifendur nú þegar verði að greiða einhvern grunn- kostnað aukalega.“ Ef allt gengur að óskum ætti því, áður en langt um líður, að vera hægt að horfa á MTV, Eurosport, Cartoon Channel, Discovery Channel, Learning Channel og frétta- skýringar Sky News, BBC World Service og CNN án þess að eiga móttökudisk fyr- ir gervihnattasendingar. Höftum þýðingarskyldunnar mun einnig vera aflétt en með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES), en samningurinn (þegar og ef hann verður að veruleika) gerir ráð fyrir að útsending- um á sjónvarpsefni sé ætlað að komast yfir landamæri til neytenda án hindrana. Það má því með sanni segja að við fljúgum með nokkrum hraði inn í sjónvarpstækni 81. áldarinnar. Og það án að- stoðar Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsréttarnefnd samþykkir umsókn Stödvar 2 um gervihnattasendingar í sjónvarpi veröur hægt að horfa á ellefu résir én sérstaks móttökudisks. „ Viö viljum auka fjölbreytni okk- ar og þjónustu auk þess að nýta okkur mögu- leika tækninnar, “ segir Jónas R. Jónsson, dag- skrérstjóri é Stöö 2. TV Kristín Fortíðarljómi og foreldrastund Krístín Ólafsdóttir er fráfarandi pólitíkus og fjölmiðlakona. 16:00 Fortíðarijómi. Gamlar kvikmyndir eða annaö efni samkvæmt óskum eldri borgara. Aö þessu sinni Casablanca með Bergman og Bogart. 17:30 Yngstu áhorfendumir. Efni fyrir böm að 10 ára aldri. 18:00 Táningatíminn. Innlent og erlent efni. 19:00 Hlé. 20:00 Fréttir. 20:30 Foreldrastundin. Dagleg- ur þáttur með ráðlegging um og hvatningum til uppalenda. 20:40 Vaxtarbroddar. Frétta- menn forvitnast um nýj- ungar í íslensku atvinnu- og menningariífi. 21:10 Á kostum. Stöðvarmenn eöa þeirra jafnokar gant- ast með jjað sem er efet á baugi. 21:50 Andlega leitin. Þáttur um eilífðarmál og dulspeki. Á dagskrá aðra hverja viku. 22:30 Carmen eftir spænska leikstjórann Carios Saura. 24:00 Tryllirinn. Splunkuný spennukvikmynd í gæða- flokki The Crying Game og Fatal Attraction. 01:30 Dagskráriok. KVIKMYNDIR Róbert Redford missir marks Við árbakkann A river runs through it (Háskólabíó) ★★ ••••••••••••••••••••••••••• „All good things come by grace, and grace comes by art, and art does not come easy.“ Norman Maclean Tveir bræður læra flugu- veiði af föður sínum í Big Blackfoot River í Montana. Faðirinn, skoskur að upp- runa, er prestur í presbyterian söínuði og notar taktmæli til þess að kenna sonum sínum rétta hrynjandi í að kasta lín- unni. Fluguveiði er þeim list- grein: „Hinu góða fylgir tign, en tignin kemur með listinni og listin er aldrei auðveld11 (svo reynt sé að snara mottói sögunnar, þar sem hið marg- brotna orð grace veldur vanda, gæti eins verið hin tig- inborna náð, náð drottins). Eldri bróðirinn er iðjusamur og hlýðinn, hann verður pró- fessor í móðurmáli sínu við háskólann í Chicago. Sá yngri er óhlýðin og gerist sukksam- ur, hann hlýtur ömurleg ör- lög. Þessi einfalda saga er í raun saknaðarljóð, sem eldri bróð- irinn Norman Maclean skrif- ar á áttræðisaldri um þann yngri en verður um leið eins- konar sjálfsævisaga. Jafnffamt er sagan saknaðarljóð um æskustöðvarnar og náttúru- Lífþeirra er slétt og fellt og höfun- durinn skrifar þessa sögu sjálfum sér ogfortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálf- sánœgju Roberts Redfords fagurt vitni. fegurðina við Big Blackfood River. Kvikmyndin er þó ekki tekin þar, leikstjórinn og nátt- úruverndarsinninn Robert Redford taldi hana of spjall- aða til að geta komið frarn í kvikmynd. Það er því Gallatin River sem leikur Big Blackfood River og ferst það einkar vel úr hendi. Við gerð þessarar myndar er framúr- skarandi vel að verki staðið og leikur með ágætum og hefur kvikmyndatakan verið sér- staklega rómuð. Samt er eitt- hvað að þessari mynd. Robert Redford reis hæst þegar hann túlkaði „The great Gatsby“ auk þess að hafa leik- ið ffábærlega í myndum eins og „The Sting“ og „Butch Cassidy and the Sundance IGd“. Sem leikstjóra eru hon- um afar mislagðar hendur. Fyrsta myndin sem hann leik- stýrði, „Ordinary People“, var ekki góð og sú næsta „The Milargo Beanfield War“ reyndist fullkomið rugl. Það er eins með Robert Redford, Birgitte Bardot og marga auð- uga listamenn, þá langar svo mikið til þess að hafa ein- hveija skoðun til þess að beita sér fýrir. Þeim nægir ekki að hafa náð árangri á sínu sviði eins og Redford hefur tví- mælalaust gert, þá langar líka til þess að vera hugsuði og prédikara, stundum með hörmulegum afleiðingum eins og í dæmi Bardott. Nú virðist saga Norman Maclean vera hugljúfar end- urminningar venjulegs ffam- sóknarmanns úr sveitinni og ekki nema gott um það að segja. Robert Redford reynir hins vegar að túlka söguna á þann veg, að hún fjalli um erfiðleika fólks við að tala saman og veita hvort öðru hjálp fýrr en það er um sein- an. Þarna misskilur leikstjór- inn örlög yngri bróðursins Paul Maclean gersamlega. Það er sama hve miklum guðsótta og góðum siðum hefði verið hellt yfir Paul í æsku, sama hve marga hjálp- arleiðangra þeir feðgar hefðu gert út tÖ þess að hjálpa Paul, það hefði lítil áhrif haft á leið hans og örlög. Þetta vita þeir sem gengið hafa götu Pauls, þeir sem kynnst hafa myrk- um djúpum mannlegs lífs en snúið affur. Þeir sem snúa til baka úr djúpunum og geta lagt sjálfan sig ffam sem vitn- isburð, þeir geta kannski hjálpað öðrum úr djúpunum. Sálfræðingar, prestar og hæg- látir háskólaprófessorar eru sjálfsagt gagnlegir á einhveij- um sviðum og geta vonandi gert einhverjum gott, en einn mun hver maður heygja sitt stríð þegar nóg er lifað. Undir lok myndarinnar fjallar klerkurinn, faðir þeirra bræðra, um mikilvægi ná- ungakærleikans og manni skilst að þar eigi hann sérstak- lega við Paul, hans örlög hefður orðið önnur ef þeim feðgum hefði þótt vænna um hann. Þessi boðskapur missir eiginlega marks því Paul er gerður glæsilegur, hugrakkur og fagur, það elska hann allir, meira að segja lögreglumenn- irnir sem eru alltaf að stinga honum í steininn. í raun eru menn sem komast á stig Pauls í drykkjusýki viðbjóðs- legir og það er einmitt þess vegna sem það er svo erfitt að þykja væntu um þá. (Sbr. t.d. miklu betri mynd, Járngresi) En þeir feðgar eiga ekki í neinum erfiðleikum. Líf þeirra er slétt og fellt og höf- undurinn skrifar þessa sögu sjálfum sér og fortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausari sjálfsánægju Ro- berts Redford fagurt vitni. Og satt er það, vel er hún gerð, en „art does not come easy“.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.