Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 14
F R E TT I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari í fjórhagsvandræðum Leiðir til vanhæfnl í elnstök- um málum eða almennt Lögmenn óttast stöðu þessa valdamikla embættis Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari hefur um nokkurt skeið átt í umtals- verðum fjárhagsvandræðum og hefur fengið á sig steínur af þeim sökum. Nýverið sáu tvö stórfyrirtæki sig tilneydd til þess að láta taka fjárnám í íbúð hans í Miðleiti 10 eftir að hafa árangurslaust stefht hon- um fyrir héraðsdóm. Búnað- arbankinn stefndi honum í mars árið 1990, rúmu ári eftir að lögfræðingurinn undirritar stefnuna, vegna 220 þúsund króna skuld sem hafði safhað á sig dráttarvöxtum frá 1986. Jóhann Einvarðsson, bróðir Hallvarðs, gaf víxilinn út en Hallvarður samþykkti hann til greiðslu stuttu síðar. Fjárnám bankans í íbúð Hallvarðar er upp á ríflega 1,1 milljón og er dagsett 28. apríl síðastliðinn. Hin stefnan sem leiddi til fjár- náms er frá Vátryggingafélagi íslands. Hallvarður skuldaði Samvinnutryggingum og gaf út skuldabréf í ársbyrjun 1988 iem skyldi greiða af mánaðar- lega. Ekkert var greitt af skuldabréfinu og því var Hall- varði stefht. Fjárnámið er dag- sett 27. maí síðastliðinn og hljóðar upp á 565 þúsund krónur. Fyrirtækin fá kröfuna við- urkennda á grundvelli fjár- náms og greiðist hún ekki kemur til uppboðs. Fjárnámin eru skráð sem 8. og 9. veðrétt- ur á íbúðinni. Fyrri veðhafar eru Landsbankinn og Bygg- ingarsjóður en einnig eru þar sérstök lífeyrissjóðslán sem Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra veitti honum árin 1984 og 1985. Hvort um sig var að þávirði upp á 300 þúsund krónur og vakti tals- vert umtal. Lág laun eru varla ástæðan fyrir bágum fjárhag Hallvarðar því samkvæmt út- svari hafði Hallvarður hálfa milljón króna í tekjur árið 1991 að þávirði. Hann hafði þá hækkað tekjur sínar um 200 þúsund krónur frá fyrra ári. „Ég kýs að ræða þetta ekki,“ sagði Hallvarður þegar blaða- maður PRESSUNNAR leitaði til hans. Hagsmunaárekstrar og óþægilegar freist- ingar Lögfræðingar voru yfir- Ieitt á einu máli um að þetta væri afar óæskileg staða, en fáir vildu tjá sig undir nafni stöðu sinnar vegna. „Þetta býður ákveðinni hættu heim. Nálægðin er óþægileg og viðbúið að þarna gæti komið til ein- hverra hagsmunaárekstra og freistingarnar við að horfa fram hjá hlutum án þess að nokkuð dæmi verði fundið fyrir þ\ í að til slíks hafi koinið. Þetta skapar óneit- anlega ákveðna tortryggni. Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmanninum? Það eru sérstaklega ríkar kröfur gerðar til þeirra sem gegna embætti á borð við ríkissak- HALLVARÐUR EINVARÐSSON Á í talsverðum fjárhagsvandræðum og nýlega sáu tvö stórfyrirtæki sig tilneydd til að taka fjárnám í íbúð hans. Ástæðurnar voru langvarandi ógoldnar skuldir og árangurslausar stefnur fyrir héraðsdómi. sóknara að vera algerlega flekklaus. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni dómsmálaráðu- neytisins og ég veit að þeim er kunnugt um að hann er í fjár- málavandræðum," sagði þekktur lögmaður sem starfar í stjórnsýslunni. Ríkissaksóknari er skipaður af forseta eftir tillögu dóms- málaráðuneytisins og eftirlit er því alfarið á hendi ráðu- neytisins. Ari Edvald, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra sagði að ráðuneytið hefði ekki haft Hallvarð til formlegrar skoðunar, væntanlega hefði ekki verið talið tilefhi til þess. Hann vildi ekkert segja um hvort það yrði gert í ljósi fyrr- greindra upplýsinga. Ekki náðist í Þorstein Pálsson, dómsmálaráðherra. Vanhæfur í einstökum málum en ekki al- mennt „Það er almennt óheppilegt að embættismaður sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir sé í slíkri persónulegri hagsmuna- stöðu að hann eigi undir aðra að sækja með einhverja slíka hluti. Það veikir hann sem embættismann þó að það geri hann ekki vanhæfan almennt. En þetta getur náttúrlega valdið vanhæfi í einstökum málum. Lögin segja til um hvaða hæfnikröfur menn þurfa að uppfylla og hann er þess vegna hæfur til þess að gegna sínu embætti þangað til hann verður gjaldþrota. Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það sé heppilegt að maður í viðkvæmu embætti sé í ein- hverju skuldabasli. Það er augljóslega best að hann sé það ekki,“ segir virtur hæsta- réttarlögmaður. Flestir þeir lögfræðingar sem PRESSAN ræddi við töldu hann lögformlega ekki verða vanhæfan nema hann yrði tekinn til gjaldþrota- skipta. Þá yrði hann skilyrðis- laust að víkja. Hins vegar veikti þetta óneitanlega emb- ættið og gæti leitt til þess að hann yrði dæmdur vanhæfúr í einstökum málum. „Fjár- hagsleg tengsl eru auðvitað næg til þess að gera mann vanhæfan ef menn eru í þeirri aðstöðu að vera skuldugir,“ sagði annar virtur hæstarétt- arlögmaður. Víkur við gjaldþrot „Þetta er hugsanlegur möguleiki í hvaða landi sem er, ég tala nú ekki um hina spilltu Ameríku. En hérna er ég nú frekar á því að það komi síður til þess að nokkur mað- ur myndi reyna pressu á sak- sóknara landsins,“ segir Örn Clausen, hæstaréttarlögmað- ur. „Hitt er annað mál að ef slík árás kæmi á hann og hann sæi enga leið um hjálp með aðstoð fjölskyldu eða vina að fá lán sem dygðu honum þá gæti sú staða komið upp að það væri beðið um gjaldþrot á hann. Þá væri trúlega alveg útilokað að hann gæti verið áfram,“ sagði öm. Háður sínum lána- drottnum „Auðvitað er það óæskilegt að dómarar séu í einhverjum skuldavandræðum. Þó að það þurfi ekki að bitna á starfinu er það nú svona heldur til að veikja traust. Það er nú ein- mitt réttlæting þess að dómar- ar eru hátt launaðir að þeir séu óháðir og menn geti ekki skýrskotað til þess vegna sér- stöðu þeirra,“ sagði lagapró- fessor sem ekki vildi láta nafii síns getið. „Fjámám þarf út af fyrir sig ekki að þýða að mað- ur sé orðinn fangi kröfuhafa en allt svona er auðvitað óæskilegt. Það er alltaf hætta á að menn líti svo á að þarna sé hann háður sínum lána- drottnum," sagði sami laga- prófessor. Fátæklingar ekki van- hæfir „í fljótu bragði mundi ég ekki halda að skuldir hefðu áhrif á almenna hæfhi manna til að gegna opinberum emb- ættum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, lektor í stjórn- málaffæði. „Það geta allir lent í fjárhagsörðugleikum án þess að það sé endilega ástæða til þess að gruna þá um eitthvað misjafnt, vanhæfi í starfi eða ÖRN CLAUSEN Gjaldþrot utilokar áframhaldandi veru hans í embætti. eitthvað ólöglegt athæfi. Það er heldur ekki þannig að fá- tæklingar séu almennt van- hæfir til að gegna embættum. Það gætu komið upp tilvik í einstaka málum þar sem hugsanlegir lánadrottnar kæmu við sögu, þar sem hæfni þeirra gæti orkað tví- mælis. Þá væri það þeirra skylda sjálfra að vekja athygli á GUNNAR HELGIKRISHNSSON Fjár- hagsvandræðin gera hann ekki al- mennt vanhæfan en hagsmunatengsl geta komið upp. því og sjá um að það væru kallaðir til varamenn. En ég held að það rnundi almennt ekki gera þá óhæfa til að gegna starfinu," sagði Gunnar Helgi jafnffamt. Pálmi Jónasson Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður Miklir fjárhagserfiðleikar mjög óheppilegir Viökvæmasta og vandmeðfarnasta embætti lagakerfisins „Það er mjög óheppilegt að maður sem gegnir jafn veiga- miklu embætti eins og þessu sé í miklum fjárhagslegum erfiðleikum,“ segir Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maður. „Að mínu viti er embætti hins opinbera ákæranda við- kvæmasta og vandmeðfarn- asta embætti innan lagakerf- isins. Hann er yfirmaður í þessari viðkvæmu stofnun þar sem til dæmis er ákveðið hvort ákæra skuli menn eða ekki, hvort bjóða skuli mönnum upp á sátt eða ákæra. Þar er málsmeðferð ffá rannsóknarlögreglu metin og ákveðið hvort hún skuli látin nægja eða hvort gera skuli eitthvað frekar. Það er alveg ljóst að þarna er um að ræða afar viðkvæmt embætti. Almenn skynsemi segir að þarna eigi að vanda valið sem mest. Það skiptir miklu máli að sá sem gegnir slíku embætti hafi til að bera mjög víðtæka þekkingu og reynslu og sé þannig settur persónulega að hann sé í raun nánast vanda- málalaus. í þessu litla landi pólitískra embættaveitinga og vina- greiða er það mjög mikill galli að við skulum ekki hafa neinn öryggisventil hvort heldur sem er embætti hæstaréttadómara eða hins opinbera ákæranda sérstak- lega. Alþingi verður að geta skoðað vilja framkvæmda- valdsins fyrir slíkri veitingu, geta gert sínar athugasemdir og jafnvel komið í veg fyrir skipun." JÚN MAGNÚSSON „Þaðermjög óheppilegt að maður sem gegnir jafn veigamiklu embætti eins og þessu sé í miklum fjárhagslegum erfiðleikum.“ Argentísk grillveisla. Gestakokkurinn Óskar Finnsson sér um matinn, Heiöar Jónsson skemmtir og Bogomil Font og Milljónamœringarnir leika fró kl:23.00 til 03.00. Matseðill: Grafinn nautavöðvi með rommrúsínusósu, kolagriliuð nautalund og kolagrillað lambafile og f eftirrétt verður Pinacolada ís, verð litlar kr. 3.300.- Fyrir þá sem vilja gista er boðiö upp á svefnpokapláss (kr. 1200 - fyrir 2) einnig uppábúin rúm (kr. 3600 - fyr$.2) Fnl I® IEID1RJ015S0N PlillllHi BOGOMIL steikhús OG MILJÓNAMÆRINGARNIR BORÐAPANTANIR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR l' Sl'MA (93) 5001 1 EFTIR EINN EI AKI NEINN HREÐAVATNSSKÁU ^ (\Ð U R SLskenD^

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.