Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 22
E R L E N T 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 MAÐUR VIKUNNAR Ichiro Ozawa Baktjaldamakkarinn Ichiro Ozawa er ekki á því að láta bola sér út úr stjómmál- um eftir að hafa gert þau að ævistarfi. f vor klauf hann sig út úr Frjálslynda lýðræðis- flokknum (FL), sem setið hefur við völd í lapan í fjóra áratugi, til að stofna nýjan flokk, End- urreisnarflokkinn. Eftir kosn- ingarnar á sunnudaginn er hinn mánaðargamli Endur- reisnarflokkur orðinn þriðji stærsti stjómmálaflokkur Jap- ans og Frjálslyndir hafa misst stóran spón úr aski sínum. Mikil óvissa ríkir í japönskum stjómmálum eftir kosningam- ar, en ekki er ólíklegt að Ozawa reyni að koma sjálfúm sér og sínum flokki til valda á næstu vikum. Ichiro Ozawa er fæddur í Tokyo árið 1942 og er því 51 árs. Hann gekk í Frjálslynda lýðræðisflokkinn er hann neyddist til að hætta námi eftir lát föður síns árið 1969. Valda- mestu og spilitustu menn flokksins tóku hann fljótlega upp á sína arma og studdu hann upp metorðastigann: Kakuei Tanaka forsætisráð- herra, sem varð að segja af sér árið 1974, kynnti Ozawa fyrir tilvonandi eiginkonu sinni dóttur efnaðs iðnjöfurs; No- buru Takeshita, sem varð að víkja vegna hneyklismáls árið 1989, deildi með honum völd- um; Fyrirmynd Ozawa, Shin Kanemam, kallaður „Guðfað- irinn“, var handtekinn í upp- hafi þessa árs vegna Sagawa Kyubin hneykslismálsins. Ozawa náði skjótum met- orðum innan FL með hjálp þessara verndara sinna, en ólíkt fyrirmyndinni, Kanemaru, kaus hann að starfa á bakvið tjöldin. Hann lét sig þó hafa það að setjast í stól iðnaðarráð- herra á árunum 1986 til 1988, en hinu raunverulega takmarki var náð 1989 þegar hann var valinn aðalritari flokksins. Oza- wa hafði lengi vonast eftir þeirri stöðu, enda sú valda- mesta á eftir forsætisráðherra- embættinu. Þar sem Ichiro Ozawa var flæktur í Sagawa Kyubin hneykslið neyddist hann til að „láta fara lítið fyrir sér“ eftir að það komst upp. Hann hikaði þó ekki við að ráðleggja Kanu- mam að segja sig úr flokknum í ágúst 1992, til að forðast op- inbera ákæru. En „Guðfaðir- inn“ slapp ekki úr klóm réttvís- innar. Hann var handtekínn aðeins nokkrum mánuðum síðar. Uppffá því mættti Oza- wa mikilli andstöðu innan flokksins og var ásakaður um að taka ákvarðanir án samráðs. Hann brá á það ráð að kljúfa sig úr FL og stofhar sinn eigin flokk, Endurreisnarflokkinn, þann 23. júní ásamt Tsutomu Hata fýrmm fjármálaráðherra og 44 fyrrum þingmönnum Fijálslynda lýðræðisflokksins. Ozawa er sagður vera hroka- fullur, útsmoginn og harð- neskjulegur. Uppnefhið Járn- höndin er því varla tilkomið af engu. Það væri líka synd að segja að hann þjáðist af minni- máttarkennd. Áður en núver- andi forsætisráðherra, Kiichi Miyazawa, sem er 22 árum eldri en hann, var útnefndur í embættið árið 1991, kallaði Ozawa hann til sín til yfir- heyrslu. Með því að standa í skugga ráðmanna landsins gat Ozawa haldið í hin raunveruleg völd innan FL og hann virðist ekk- ert vera að breyta um stíl: Tsut- omu Hata formaður Endur- reisnarflokksins er hans sköp- unarverk, en sjálfur gegnir Ic- hiro starfi aðalritara. Ozawa hefur einnig rnikil fjárhagsleg völd á bakvið sig því Kanu- matu arfleiddi hann að sínum samböndum. Þá er Ozawa einn af fáum Japönum sem tal- inn er trúanlega á alþjóðlegum vettvangi. Hann er félagi í þrýstihópi er fylgir Bandaríkj- unum að málum og sanrdi sem slíkur beint við Washington um níu milljarða dollara fram- lag Japana til Persaflóastríðsins. Ef Endurreisnarflokkurinn fær tækifæri til að mynda sam- steypustjóm með stjómarand- stöðuflokkunum gæti Tsut- omu Hata allt eins orðið for- sætisráðherra og Ichiro Ozawa þar með valdamesti maður Japans. THE ECONOMIST Afskiptin afSómálíu réttlœtt Sameinuðu þjóðirnar hafa verið gagnrýndar fýrir hernaðarlega afskipti sín í Sómalíu, sér í lagi, vegna dauðsfalla saklausra borgara sem óhjákvæmilega hafa fylgt innrásinni. Á hinn bóginn verða Sameinuðu þjóðirnar alltént ekki gagnrýnd- ar fýrir að sitja aðgerðarlausar hjá og horfa á byssubófa breyta ástandinu þar á bæ til hins verra. Markmið hernaðarafskiptanna em að koma aftur á reglu í Sóm- alíu og uppræta skaðvaldinn. Þegar slíkri hemaðaraðgerð er hrint í framkvæmd er alltaf hætta á dauðsföllum saklausra borgara sem hermanna. Þessa áhættu verður að taka því Sameinuðu þjóðimar geta einfaldlega ekki virt hið þjáða fólk að vettugi. Allar fjölþjóðlegar aðgerðir hafa pólitísk vandamál í för með sér; Bretar og Bandaríkja- menn höfðu nóg af slíkum í seinni heimstyijöldinni. Eina leiðin til að lágmarka vandamálin nú, eins og þá, er að hafa skýr og einhuga markmið og yfirstjóm. Sameinuðu þjóðimar ættu að einbeita sér að því að koma upp sameiginlegu starfsmannahaldi og yfirstjórn á sviði hemaðar í stað þess að sldptast á nótum á sjónvarpsskjánum. Týnda kynslóðin Hulunni hefur verið svipt af örlögum tíu þúsund breskra barna sem send voru til Ástralíu a ár- unum um og eftir síðari heimsstyrjöld. Börnin voru sögð munaðarlaus og þeim lofað nýju og áhyggjulausu lífi í faðmi fósturforeldra, en í Ástralíu beið þeirra hins vegar ekki annað en þrælavinna, misþyrmingar og dæmalaus eymd. í HÖFN í ÁSTRALÍU. Bresk börn hlaupa glaöbeitt og full vonar á vit „ævintýranna “. Um fátt er meira talað í Bretlandi þessa dagana en „týndu börnin í Ástralíu“, leyndarmálið sem bresk yfir- völd þögðu þunnu hljóði yfir í tæp 50 ár. I ljós hefur komið að á ámnum um og eftir síð- ari heimsstyrjöld voru mun- aðarleysingaheimili í landinu tæmd og um tíu þúsund börn send á skipum til Ástralíu. Börnin voru sögð munaðar- laus og opinbera skýringin var sú að þeirra biði nýtt og áhyggjulaust líf í Ástralíu, í faðmi fósturforeldra. Aðgerðir yfirvalda fóru fram í nafni manngæsku en staðreyndin var hins vegar allt önnur. Börnin voru alls eklci munaðarlaus og þeim hafði flestum verið komið tíma- bundið fýrir inni á stofnun- um, þar sem foreldrarnir höfðu ekki tök á að annast þau. Logið var til um fóstur- foreldrana í fyrirheitna land- inu Ástralíu.en í þeirra stað biðu þar barnanna með óþreyjum margskonar „þrælahaldarar.“ Um 35 góð- gerðarsamtök á Bretlandi tóku þátt í glæpnum, þar á meðal Hjálpræðisherinn og Rómversk- kaþólska kirkjan. Þótt það kunni að hljóma ótrúlega þurftu forráðamenn góðgerðarsamtakanna ekld að sækja um leyfi til að tæma húsakynni sín og því reyndist vandalaust að senda bömin til Ástralíu. Sannleikurinn kemur í Ijós Það var breski félagsráðgjaf- inn Margaret Humphrey í Nottingham sem uppgötvaði hneykslið árið 1986. 1 sjö ár hefúr hún unnið að því sleitu- laust að leita uppi „týndu bömin“ í Ástralíu og aðstoða þau við að hafa upp á ættingj- um sínum í Bretlandi. Fórnar- lömbin, sem nú eru miðaldra fólk búsett um alla Ástralíu, upplifðu skelfilegar raunir í æsku og mörg biðu varanlegt sálarlegt tjón. Mörg þeirra þekkja ekki einu sinni sín réttu nöfn og sum hafa ekki enn fengið fæðingarvottorð sitt í hendur, svo þau geta hvorld sótt um breskt né ástr- alskt vegabréf. Börnin lifðu flest af þræl- dóminn í æsku en þegar þau loks sluppu þaðan út var eng- inn í Ástralíu sem vildi taka við þeim. Fókið reyndi að skapa sér sitt eigið líf en með misjöfnum árangri. Nokkrum tókst að spjara sig en mörg enduðu sem flækingar og létu lífið úr hungri, eiturlyfaneyslu eða styttu sér aldur. Meðal þeirra fjölmörgu sem þó eru enn á lífi og notið hafa að- stoðar félagsráðgjafans Humphrey, er þingmaðurinn John Hennessey. Hann var ekki munaðarleysingi og móðir hans hafði aldrei gefið samþykki sitt fyrir því að son- ur hennar yrði sendur úr landi. Það var eldd fyrr en á síðasta ári sem Hennessey fékk loks í hendur fæðingar- vottorð sitt og komst þá að því að hann ætti móður á lífi á Englandi. Bömin sem vom send á vit ævintýranna vom glöð í hjarta og fúll vonar þegar þau sigldu úr höfn í Bretlandi, en um leið og til Ástralíu var komið var draumurinn búinn. Stúlkur og drengir vom strax aðskilin og sum systkini hittust aldrei aftur. Hennessey var í hópi fjölmargra drengja sem voru hnepptir í þrælavinnu við að reisa hinn illræmda Bindoon Boys Town í sandauðninni um 100 kílómetra fyrir utan Perth. Þrælahaldararnir voru trúarofstældsmenn sem köll- uðu sig kristnu bræðurna og hin risavaxna bygging Bindo- on var reist „til dýrðar drottni“. Bindoon var eign og stolt rómversk- kaþólsku kirkjunnar og þangað til upp komst um ódæðið, vissu menn ekki annað um staðinn en að þar færi ffam bænahald, ffæðiiðja ýmisskonar og trú- arlegar athafúir. Þrælabúöir kristnu bræðranna Mönnum brá eðlilega í brún þegar sannleikurinn um Bindoon kom í ljós. ímynd hins kxistilega musteris sem hafði verið umlukið dýrðar- ljóma í rúm 40 ár breyttist skyndilega þegar blóðug saga þess var dregin fram í dags- ljósið. Bindoon, sem reist var á áratug, reyndist hafa verið byggt af urmul ungra drengja sem sumir voru ekld eldri en fimm ára. Auk sjálffar bygg- ingarinnar reistu drengirnir kapellur, skólahúnæði, bóndabýli og vatnsstíflur. Drengirnir í Bindoon voru látnir þræla undir grimmilegri stjórn kristnu bræðranna og unnu með berum höndum frá morgni til kvölds, allan ársins hring. Þeir máttu þola hungursneyð og misþyrming- ar og að auki kynferðislega misnotkun að minnsta kosti 28 manna úr röðum kristnu bræðranna sem noldtrir eru enn á lífi. Reyndu drengirnir að flýja á brott voru þeir eltir uppi og misþyrmt hroðalega. Kristnu bræðurnir báru sín eigin heimatilbúnu vopn, raf- magnsvíra, kylfúr og leðuról- ar. Drengirnir voru oft illa leiknir eftir meðferð þeirra og lentu margir á sjúkrahúsi af þeim sökum en meiðslin sem þeir hlutu í í Bindoon voru þó aldrei tilkynnt yfirvöldum. Enginn kristnu bræðramna var eins hataður af drengjun- um og Bróður Keany öðru nafni Konunginn yfir Bindo- on. Hann var af írskum ætt- um og starfaði sem lögreglu- þjónn uns hann gerðist trúar- ofstækismaður. Hann lést 1954 en hryllingssýn hins við- urstyggilega lostalcvalara lifir enn í hugum fórnarlamba hans. Keany var óffeska í aug- um drengjanna. Ekki þurfti mikið til að reita hann til reiði eins og Hennessey fékk sjálfúr að reyna. Hann stamaði lítil- lega sem barn sem fór gífúr- lega í taugarnar á Keany. Að lokum tapaði hann sér af bræði, leysti niður um dreng- inn og húðstrýkti hann á meðan nunnumar horfðu á. Stúlkurnar misnotaðar kynferðislega Enda þótt stúlkurnar slyppu við Bindoon lentu þær engu að síður í miklum raun- um. Stúlkurnar voru krúnu- rakaðar, öll leikföng og minn- ingagripir teknir af þeim og þær látnar draga ffam lífið á matarafgöngum úr eldhúsinu. Þær fengu enga uppfræðslu um kveneðli sitt og þegar þær byrjuðu að hafa á klæðum voru þær barðar og látnar þrífa upp „óþverrann" eftir sig. Jafnvel minnstu merki um kynhneigð þeirra kostaði bar- smíðar af hendi kristnu bræðranna. Niðurlægingin sem stúlkurnar máttu þola í æsku markaði djúp spor og margar kvennanna eiga nú mislukkuð hjónabönd að baki, sakir lcynkulda sem þær fá ekki ráðið við. Ofbeldi var daglegt brauð í klaustrunum og smávægileg- ustu mistök kostuðu barsmíð- ar. Væri einhver stúlknanna gómuð með gat á solcknum var henni refsað með því að reka nál á kaf í fótinn. Og þær sem varð á að pissa undir voru niðurlægðar á allan hátt og látnar standa fyrir framan hinar með blautt rúmlakið vafið um sig. Margar telpn- anna voru leigðar út til bænda sem ódýrt vinnuafl, þar sem þær voru einnig beittar lík- amdlegu ofbeldi og off mis- notaðar lcynferðislega. Bóndi einn, sem ekki tókst að fá vilja sínum framgengt við barn- unga vinnukonu sína sendi hana affur í klaustrið þar sem hún væri ónýt til verka. Stúlk- an var barin fýrir lygar þegar hún reyndi að segja sannleik- ann. Sama stúlka var síðar send í vinnu á prestsetur og var nauðgað af prestinum í slcrúðhúsinu. Fórnarlömbin leggja fram ákæru Engin opinber rannsókn hefúr farið ffarn á máli bam- anna í Ástralíu. Humphrey, sú sem dró hneykslið fram í dagsljósið, hefur því tekið málið í sínar hendur. Með hennar hjálp hefúr hundruð- um fórnarlamba tekist að grafast fýrir um uppruna sinn og hafa upp á ættingjum sínu í Bretlandi. Humphrey hefur ítrekað reynt að fá ýmsa aðila til að styrkja málstaðinn svo unnt verði að koma fólkinu til aðstoðar, ekki síst öllum þeim sem beðið hafa andlegt tjón og orðið hafa undir í lífsbar- áttunni. En af óskiljanlegum ástæðum hefúr hún alls staðar komið að lokuðum dyrum. Svo virðist sem menn vilji sem minnst af hneykslinu vita. Reyndar hafa nolckrar þeirra góðgerðarstofnana sem báru ábyrgð á flutningunum fallist á að veita Humphrey aðgang að skjölum sínum, en lengra nær „aðstoðin“ ekki. I augum breskra yfirvalda er ekkert að gera í málinu. Fórnarlömbin eru þó á allt annarri skoðun og nú hafa hundruð þeirra lagt fram ákæru á hendur hinu opin- bera, sem brátt verður telcin til meðferðar af áströlskum dómsyfirvöldum. Þar eru bresk yfirvöld sökuð um mannrán, andlegt og líkam- legt ofbeldi og margra ára þrælavinnu þúsunda breslcra bama. Krafa fórnarlambanna er sú að yfirvöld sýni iðrun og ekki aðeins í orði, heldur einnig með greiðslu skaðabóta og víðtækri aðstoð við að hafa upp á ættingjum í Bretlandi. Fórnarlömbin hafa nú loks rofið 50 ára þögn og krefjast skilyrðirðislaust réttar á að fá að snúa „heim“ og leita upp- runa síns. Byggt á The Sunday Tlmes. BINDOON BOYS TOWN. Stolt kristnu bræöranna í Ástralíu, sem börnin voru látin reisa með berum höndum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.