Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 24
SÓLSKI N 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 Þá glittir fyrst í paradís þeg- ar sólin skín. Einkanlega á íslandi. Um mitt sumar. Þegar um- burðarlyndir íbúar landsins eru orðnir úrkula vonar um til- vist hlýindakaflans sem veðurfræðingarnir hafa lofað svo mánuðum skiptir. Eitt og annað ber þá fyrir augu borgarbarnsins sem falið er að vetri og loks rennur upp sú örskamma stund sem kjallararott- urnar hafa til að skríða úr holum sínum. Bros breið- ast yfir andlit og fúl- lyndi íslenska eyja- skeggjans hverfur með hraði. Vorboöar í mannslíki Sýnileiki umferðarspekúlantsins Óla H. Þórðarsonar eykst til að mynda í sama hlutfalli og hækkandi sól. Varla verður opnað fyrir útvarp að sumri til né heldur flett blöðum svo ekki sé þar Óli á ferð að predika um umferðarmál. Ekki verður hjá sumarmessum Óla komið því hann er sleipur í að sjá við þeim sem hyggjast sneiða hjá boðskap hans og er fljótur að bregða sér milli útvarpsstöðva og álíka ið- inn við blaðaskrifin. En jafnvel þó hann þreyti suma veitir ekki af að siða ófor- skammaða glanna sem þenja farartældn í sumarblíðunni og hafa því flestir sætt sig við hinn hempulausa umferðarprest og tala jafnvel um hann sem vorboða í mannslíki. En þeir sem hlusta ekki á útvarp, lesa ekki blöð og keyra ekki bíl vita sjálfsagt ekki einu sinni að Óli er til. Tii þeirra lán- sömu einstaklinga má sjálfsagt telja rónana í miðbænum sem leika við hvern sinn flngur þegar sólin skín. Einn af öðrum skríða þeir fram úr fylgsnum sínum en rónarnir eru órjúfanlegur hluti af sumar- stemmningunni. Og jafnvel þótt einhverj- um kunni að standa stuggur af þeim auka þeir fjölbreytni bæjarlífsins. Sem er auðvit- að nauðsynlegt. En ekki verður á allt kosið og nú hefúr yfirvaldið tekið upp á því að fara í reglulegar rónahreitisanir um miðbæ- inn þegar vel viðrar. Ekki einasta eru drykkuræflarnir samir við sig heldur er allt morandi í náms- mönnum sem komið hafa erlendis frá. Er þá gleði á vertshúsum. Sumarið lokkar einnig fram, að þvi er virðist, nýja tegund manna. Þar fara skuggalegir einstaklingar með sólgleraugu og hund í bandi. Maður spyr sig bara, hvaða lið er nú þetta? Sól- gleraugun eru eflaust til að auka sjálfs- traustið en svo gengur út í öfgar með notk- un þeirra að varla eru þau tekin niður í bíó. Þetta með hundinn er öllu óskiljan- legra. Þessir ágætu menn rölta gjarna um miðbæinn og missa því ekki af útimörkuð- utium í Lœkjargötunni frekar en aðrir. Markaðarnir eru einstaklega óáhugavert fýrirbæri þar sem hægt er að kaupa marg- litar lopapeysur, náttúrusteina, harðfisk og nælongoflur. Eiginlega ætti frekar að leyfa rónana. Og snjókoma ef Guð lofar I sumarsól er vinnusemin svo sem ekk- ert vaðandi. Það er þekkt stærð. Þá njóta malbikunargœjarnir sín. Berir að ofan. Vegavinnugœjarnir úti á landi eru þá víst líka í ofsaham og þjónustupíumar á Eddu- hótelunum. Sagt er að mjög erfitt sé að stunda hótelrekstur í slíku árferði. Ef til vfll er þetta óþarflega rómantískt en stöðugt fjölgar kvenkyns vegavinnugœjum og þær gera nú lítið annað en að æra strákana í sveitinni. Vegavinnustarfið er að sögn þeirra sem til þekkja með ólíkindum nota- legt en vinnuliðið keyrir um landið á jeppabílum, sleikir sólskinið, hangir í sundi og borðar ís á miUi þess sem það potar nið- ur einu og einu priki. Ástandið er víst með ögn skárra móti í byggingabransanum og byggingafram- kvæmdir kalla hreinlega á skoðunarferð um bæinn. Ungir handlangarar geta nefni- lega verið fjaUmyndarlegir piltar og nánast krefjast þess að á þá sé horft. Það er ef tíl vill ástæðan fyrir því að maður sér svo margar konur á vappi í nýbyggð á góðum sumardegi. Þeim fer þó einnig fjölgandi kvenmönnunum sem skrapa timbur og naglhreinsa í hlírabol og með derhúfu á hausnum. Sem vekur vitanlega litla fúrðu því hvað er svosem merkilegt við það að vera karlmaður? Þeir foreldrar sem eru hins vegar svo ólánsamir að hafa léleg sambönd við for- ystukólfa atvinnulífsins á frjálsum markaði neyðast tU að senda óþreyjufuU börn sfn í unglitigavinnuna. Kryppuna. Þvílíkt lán er að hafa svo heUbrigða og kraftmikla ung- þræla í vinnu þar sem tU þeirra sést. Þeir vekja nefnilega mikla aðdáun hinna fjöl- mörgu útlendinga sem hingað koma, og með sanni má segja að elja þeirra og kraft- ur auki hróður landsins út á við. Þar fyrir komast þessir sömu útlendingar þó ekki hjá því að velta því fýrir sér hvort hér á landi sé enn stunduð barnaþrcelkun eða hvort um eðlilega nýtingu á vinnuafli sé að ræða. Já, útlendingarnir. Þessir á hjólunum. Hlaðnir pinklum. Þegar orðnir sveittir á Arnarneshæðinni. Þeir hugsa sitt um landið okkar. En öllu gleyma þeir þó þegar þeir leggjast ofan í heitar laugar, þær sömu og brjóstaberar forsíðustúlkur DV stunda, og eru dásamlega glaðir með tUveruna án þess að vita hvað bíður þeirra; malarvegir, ryk, rok, rigning, endalausar brekkur og snjókoma ef Guð lofar. Útivist með veski Það eru þó ekki aðeins erlendir túrist- ar sem nota íslensk sumur til útivistar, heldur innlendir líka. Gjarnan sést affan á rasssverar kotiur í glansandi jogging- göllum, skældum hælaskóm og hvítum bómullarsokkum á göngu í veðurblíð- unni. Með veski Og á kvöldin eru sömu konurnar komnar með eiginmennina sér við hlið. Þeir í alveg eins fötum, utan þess að mokkasíur koma í stað hælanna. Þannig njóta hjónin saman göngunnar í kvöldsólinni. Double happiness. Grillilmurinn af fatnaði hjónanna og fituröndin undir nöglunum á höndum þeirra kemur síðan upp um matarvenjurn- ar. Augljóst er á öflu að þau ganga reglu- lega til flðs við þorra borgarbúa sem grill- æðið gagntekur í hvert sinn sem sést til sól- ar. Það eru endalausar, misgirnilegar lambakjötsauglýsingar sem vekja upp ómótstæðilega löngun til að halda veislu undir berum himni og valda jafnframt þessari sýki landsmanna. En það má líka grilla úti á landi Það vita þeir sem halda að útivistarskylda sé skráð í landsins lög og draga ffarn morkin tjöld sín, með nokkrum semingi þó, troða bömum og matarpokum í japanska skut- bílinn og renna út úr bænum. Á þjóðvegi 1. Eftir hálftíma keyrslu stoppar þessi knáa fjölskylda í sjoppu, aftur eftir annan hálf- tíma og svo kofl af kolli þar til komið er á áfangastað. Ef heppnin er með byrjar ekki að rigna fýrr en næsta dag. Halda foreldrar, böm og grill þá heim á leið eftir að hafa þraukað í tjaldinu í heilan dag. Hámark. Eftir hálftíma akstur er svo stoppað í sjop- pu, aftur eftir anna hálftíma og svo koll af kolli þar til komið er í bceinn á ný. Það vita íslendingar víst manna best að sumarið er stutt og því skammgóður verm- ir. Margir hafa því lært að nýta sér þá fáu sólardaga sem gefast eins og kostur er áður en skriðið er aftur ofan í holu þegar dagar taka að styttast á ný. Og svona er þetta nú. Telma L. Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.