Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 35

Pressan - 22.07.1993, Blaðsíða 35
PRESSAN S P R I K L Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 Fallhlífastökk: Oruggara en kynlff Fyrir flestum er fallhlífa- stökk fjarlægur draumur eða hreinasta martröð. Það er út- breiddur misskilningur að þetta sé hættuleg íþrótt enda vekur það alltaf mikla athygli fjölmiðla þegar slys verða. I raun er þetta mjög öruggt sport og ólíkt hættuminna að stökkva í fallhlíf úr 4.000 feta hæð heldur en að keyra bíl. Það er einnig auðveldara en margir halda að láta draum- inn rætast því Fallhlífaklúbb- ur Reykjavíkur býður uppá námskeið fyrir þá sem vilja prófa. Hægt er að velja um svokallað static-línu námskeið eða hraðþjálfun í fijálsu falli. Static-línu námskeiðið tekur tvö kvöld, kostar 15.000 krón- ur en innifalið í því verði eru tvö stökk. Stokkið er úr 4.000 feta hæð (ámóta og sautján Hallgrímskirkjuturnar) en fallhlífin opnast sjálfkrafa. Hraðþjálfun í frjálsu falli er hins vegar viðameira nám- skeið. Þá er stokkið úr 12.000 feta hæð með kennara og fall- hlífin opnuð í 4.000 fetum. Þátttökugjaldið er 75.000 krónur og sjö stökk innifalin. Þeir sem vilja einungis prófa að stökkva einu sinni geta far- ið í svokallað farþegastökk en þá er viðkomandi festur fram- an á kennara og stokkið út í 10.000 fetum en fallhlífin opnuð í 5.000 fetum. Slíkt æv- intýri kostar 9.800 krónur. Snorri Hrafnkelsson hjá Fallhlífaklúbbnum sagði í samtali við PRESSUNA að talsverð ásókn væri í þessi Víkingar skora grimmt með öðrum liöum Það vakti athygli manna að það voru tveir fyrrum leik- menn Víkings, þeir Helgi Sigurðsson og Atli Einarsson, sem skoruðu öll mörk Fram í 5-0 sigri yfir Fylkismönnum. Lánið virðist aftur á móti ekki leika við hina gpmlu félaga þeirra í Víkingi. Þeir töpuðu nú síðast 3-2 fyrir ÍBV úti í Eyj- um eftir hörkuleik og mikla baráttu. Það var greinilegt af leiknum að Víkingar eru síður en svo búnir að gefast upp þó svo að á móti hafi blásið í allt sumar. Tomasz Jaw- oreck, hinn pólski, og markahrellirinn Guðmundur Steinsson virðast ná ágætlega saman og eiga ugglaust eftir að vera hættulegir í næstu leikjum. Helgi Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og skoraði hat- trick gegn Fylki á dögun- um. Fyrrum féjögum hans í Vikingi hefði ekkert veitt af þessum mörkum í Að sögn kunnugra jafnast ekkert á við að þjóta um loftið í frjálsu falli en menn verða að muna að opna fallhlrfina áður en það er orðið um seinan námskeið. Aldurstakmark er 16 ár en annars getur hver sem er prófað. Fólk þarf ekki endilega að vera í góðu líkam- legu formi og Snorri tók sem dæmi að stokkið hefði verið með 120 kg mann og flugvélin hækkaði sig um 20 fet þegar hún losnaði við þungann. AÍft- ur á móti segjr hann eftirtekt- arvert hve íslenskar konur séu ragar við að stökkva. Konur eru almennt liðugri en karl- menn og því betri stökkvarar frá náttúrunnar hendi. Úti í hinum stóra heimi eru 20- 40% stökkvara konur en hér á landi er einungis ein kona virkur stökkvari.' Stöðugt er unnið að því að gera fallhlíf- arnar öruggari og í því sam- bandi má nefna að tölvur bandarísku geimferðastofn- unarinnar NASA eru notaðar við hönnun faUhlífa. Þeir sem ætla að hella sér út í fallhlífastökk af einhverri al- vöru þurfa að punga út rúm- lega 120.000 krónum fyrir al- mennilegum búnaði. Fall- hlífastökksklúbburinn hefur vél til afnota en hvert stökk kostar 1.100 krónur fyrir meðlimi. I Bandaríkjunum eru kjör- orð fallhlífastökkvara: „Rem- ember when sex was safe but sky diving was dangerous. Nowadays sky diving is safe but sex is dangerous." Leikmannamyndirnar renna út eins og heitar lummur íþróltir og sljórnmál Mitterand styður Tapie Francois Mitterand hefur lýst fullum stuðningi sín- um við Berndard Tapie eiganda Olympique Mar- seille en framkvæmda- stjóri þess hefur verið ákærður fyrir að múta leikmönnum Valencien- nes til að leggja ekki of hart að sér í leik gegn OM þann 20. maí, einungis sex dögum fyrir úrslitaleik- inn í Evrópubikamum. Þessi stuöningsyfirlýsing kom fram á blaðamanna- fundi á Bastilludeginum 14. júlí, þjóðhátíðardegi Frakka. TAPIE Andstæð- ingar hans vilja óðir og uppvægir tengja hann mú málinu. MiTTERAND Forsetinn styður fyrrum ráðherra sinn en ýmsum kom á óvart hvað hann fylgist vel með frönsku deildinni. Tapie er einn dyggasti stuðningsmaður Mitter- ands og gengdi embætti ráðherra í ríkisstjórn sósíalista árið 1992. Mitterand átaldi menn fyrir aö blanda Tapie í mál- ið þar sem enn hefði ekki verið minnst á nafn hans 1yrir dómstólum. Það kom ýmsum á óvart hve vel forsetinn er heima í frönskum fót- bolta. „Eins og flestir aðrir veit ég ekkert um þetta mál. Ég fylgist aftur á móti dálítið með fótbolta og hef mínar skoðanir á vissum leik- mönnum... ég er mjög hrifinn af OM. Þetta er frá- bært lið sem á Bernard Tapie mikið að þakka." Forsætisráðherran benti einnig á að þó svo að 1-0 sigur OM yfir Valencien- nes hafi tryggt þeim franska meistaratitilinn hafi ekki þurft neinar mút- ur til. OM var með fjög- urra stiga forskot og betri markatölur en Paris St. Germain sem var í öðru sæti, þegar einungis tveir leikir voru eftir. Rauða spjaldið komið á loft Sala á rauðu spjöldunum svo- kölluðu, gengur vonum fram- ar. Jón Bjömsson hjá Nóa- Síríusi, en það fyrirtæki sér um dreifinguna, sagði í sam- tali við PRESSUNA að nú þegar hafi hundmð þúsunda mynda selsL Þetta em lit- myndir af öllum leikmönnum fyrstu deildarinnar með upp- lýsingum um aldur og leikja- fjölda. Misjafnt er hve mörgum myndum af einstökum leik- mönnum er sleppt í um- . , „„ ferð í einu. Myndir af WÐMUNDUR STEINSCnu u vinsælum leilónönnum 1 sum:,r " •* em sjaldgæfari en hinar. Nú þegar er farinn að mynd- ast skiptimarkaður og Nói- Síríus hefur í hyggju að hlúa að slíkum markaði. Þar eiga saftiarar að geta skoðað allar myndirnar og séð hvað þá vantar í safnið. Meðal vinsæl ustu leikmannanna em þeir Izudin Daði Dervic, Rúnar Kristinsson, Birkir Kristins- IJ son, Tómas Ingi Tómasson, Ól- afur Þórðarsson, Sigurður Jónsson, Trausti Ómarsson og Andri Marteinsson. Einnig hefur verið gefin út bók þar sem safnarar geta límt inn myndimar sínar. Allar bækurnar em númeraðar og í haust verða dregin út 20 numer oghinir heppnu fá áritað plakataf landsliðinu og boðs- miða á leikinn gegn Lúxem- borg 8. september. Það verður forvitnilegt að sjá hvert skiptihlutfallið verð- ur milli hinna ýmsu leik- manna þegar líða tekur á sumarið. Er kominn tími tíl að breyta fyrirkomulagi Islandsmótsins? Engra breytinga að vænta Eins og staðan í Islands- mótinu er um þessar mundir virðist fátt geta komið í veg fyrir að ÍA verði íslandsmeist- arar þó svo að mótið sé ein- ungis hálfnað. Þar sem þetta dregur óneitanlega úr spennu og áhuga fyrir íslandsmótinu lék PRESSUNNI forvitni á að vita hvort hugmyndir væru uppi um að breyta fyrirkomu- lagi Islandsmótsins líkt og gert var í handboltanum með góð- um árangri. Eggert Magnús- son, forseti KSI segir þessi mál hafa verið í umræðu manna á milli í fyrra en þetta sé ekki sambærilegt við það sem hafi verið að gerast í hand- boltanum. Þetta hafi ver- ið reynt víða erlendis en flestar slíkar tilraunir hafa endað á þann veg að menn hafi snúið sér að upprunalega deildar- fyrirkomulaginu eins og það er hjá okkur. „Sví- amir eru til dæmis búnir að fara í heilan hring. Þeir byrjuðu á úrslita- keppni, breyttu henni svo en núna eru þeir aft- ur komnir í gamla syste- mið. Það sem gerir fót- boltann frábrugðinn handboltanum er að þú EGGERT MAGNÚSSON segir reynslu annarra þjóða af breytingum á keppnisfyrírkomulag- inu eiga að vera okkur víti til varnaðar. spilar ekki 90 mínútna leiki dag eftir dag“, segir Eggert. „Ef eitthvað yfirburðarlið er í deildinni, búast auðvitað allir við að það vinni, hvort sem um úrslitakeppni er að ræða eða ekki.“ Hann bendir einnig á að á haustin sé allra veðra von og því erfitt að koma þessu fyrir. „Auk þess skapast vandræði ef fótbolta- og handboltatíma- bilin skarast. Svíarnir lentu í því að fótboltatímabilið skar- aðist við íshokkítímabilið en íshokkí er gríðarlega vinsæl íþrótt þar í landi.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.