Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Síða 4
BERGSTEINN KRISTJÁNSSON: HRAFNINN FL ÝG- URUMAFTANINN I æsku minni eða um síðustu alda- mót voru krummahjón á hverjum bæ eins sjálfsögð og húsdýrin. Það var því von, að við krakkarnir þyrftum að fræðast um þessa svörtu stóru fugla, en um sumt í háttum þeirra, sem við höfðum daglega fyiir augum, þurftum við engan að spyrja. Krummi flaug hátt og víða, þegar góð var tíð á veturna og á sumrin eft- ir að hann hafði ungað út, og varð hans þá lítið vart. En á veturna, þeg- ar veður hörðnuðu, gerðust þau hjón- in allnærgöngul og hirtu þá sér til næringar ýmislegt, sem ekki sýndist ætilegt. Ef kýr bar og hildunum var kastað út, var það veízlumatur fyrir krumma, en sjaldan fékk hann að njóta hans í friði, sepparnir voru heimaríkir og litu á krumma sem að- skotadýr, þeir virtust alls ekki viður- kenna heimilisfestu hans, það voru því oft harðar eijur þeirra á milli. Hundarnir höfðu hinn mesta hug á að hremma krumma, og frá þeirra sjón- Bergsteinn Kristjánsson armiði var það næsta auðvelt, þar sem krummi var í rólegheitum að kroppa við bæjarstéttina, en hann var þó alltaf nógu fljótur að lyfta sér frá jörð, áður en seppi náði að glefsa í hann. Og svo gersamlega var krummi óttalaus, að hann flaug svo hægt og lágt, að litlu munaði, að seppi gæti teygt sig til hans, en það munaði þó því sem dugði. Fólkið leit svo á, að krummi hefði gaman af að æsa og erta seppa, og þótti þar kenna mun- ar á vitsmunum þeirra. Margar góðar húsmæður gáfu krumma eins og hundum og köttum, þegar harðast var, því að víst var hann oft svangur eins og stendur í vísunni: „Hóla bítur hörku bál, hrafnar éta gorið. Tittlingarnir tína sál tarna er ljóta vorið“. Krummi verpti mjög snemma á vor- in. Sumir sögðu níu nóttum fyrir sum- ar, aðrir um sumarmál, og ber þar ekki mikið á milli. Ekki er ótrúlegt, að í hörðum vorum hafi næringar- skortur tafið fyrir varpinu og það þá dregizt eitthvað. Krummi byggði laup i ■ { Þjóðtrúin segir, að hrafninn verpi niu nóttum fyrir sumar. Það er nærri lagi, en þó fer það eftir tíðarfari. Enginn íslenzk. ur fugl verpir jafnsnemma og hrafninn. (Ljósmynd: Björn Björnsson), 148 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.