Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Page 5
Ungarnir skríða úr eggjunum á tilsettum tíma og vaxa ört, ef foreldrarnir eru fengsaaiir. (Ljósmynd: Kjartan Stefánsson). sinn í hömrum, ef þess var kostur. En stundum varg hann að láta sér nægja fjárhúsburst, og landfleygt varð á sínum tíma uppátæki krummahjón anna, senr byggðu laup sín í kirkju turninum í Gaulverjabæ. Þegar krummi var að afla fanga í laupinn sinn, var eignarrétturinn ekki hafður mjög í heiðri. Hreiðrið hans var kallað laupur, af því að það var svo stórt og viðamikið. Laupurinn var hlaðinn úr viðarlurkum, spýtum, stór- gripabeinum og yfirleitt öllu, sem nöfnum tjáði að nefna. Þag var trú manna, að krummi gæti elcki ungað út, nema hann hefði hrosshár í laupn- um sínum. Það er sennilegt, að þessi trú hafi skapazt af því, að' krummi þótti stundum nærgöngull við hesta, sem komið var hárlos á, og ekki er ósennilegt, að fólk hafi séð hann hirða hrosshár í haugum eða annars staðar, þar sem það lá fyrir honum. Sumir sögðu, að það væri hrossbein, sem krumma reið svo mjög á að fá, og sögðu, að hrossleggur væri í hverjum krummalaup. Þegar krummi hafði ungað út, marg faldaðist matarþörfin og örðugleik- arnir við ag afla nægrar fæðu. Fólkið hafði margt að segja u'm matarþörf hans og mataröflun, Það sagði, að hann hefði aðeins eina görn og væri því óseðjandi, því að fæðan færi um hana stutta og greiðfæra leið. Misk- unnsemi hans þótti í klénara lagi, þeg- ar hann kroppaði augun úr kindum, sem hindraðar voru í snjó eða keldu, eða hann gerði skyndilega keisara- skurð á ám, sem komnar voru að burði, en vantaði aðstöðu eða mátt til varnar, og gerði sér gott af fóstr- inu, þá varð hann fyrir þungum á- mælum, og miskunnarlausir menn fengu nafn af honum og voru kallaðir hafa hrafnabrjóst. En samt naut krummi virðingar hjá mönnum, og það var ekki laust við að sú virðing væri blönduð ótta, hjálrúin kom til sögunnar. „Guð borgar fyrir hrafninn“, var algengt máltæki, og ef svo var, var ekki ónýtt að hlynna að krumma, því að „gott var hjá guði að eiga“. Það var krumma ofurlítil málsbót, að sagt var, að þegar liarðindi og alls- leysi keyrði úr hófi, hefði hann það til ag éta sína eigin unga til að bjarga lífi sínu, og vakti það að vonum með- aumkun manna, að hann neyddist til slíks. Það, sem. sízt var hægt að fyrirgefa krumma, var, þegar hann lagðist á lömbin um sauðburðinn. Sumir bænd- ur trúðu því, að ef vel væri gert við krumma, þá dræpi hann ekki lömb heimabónda, heldur nágrannans, sem var skárra. Því var líka trúað, að ef hann legðist á lömbin, hætti hann því, ef steypt væri undan honum. Eg sá einu sinni steypt undan hrafni. Laupurinn stóð á hamrasyllu, og var seilzt til hans með löngu skafti og honum sundrað, svo að ófleygir ung- arnir rotuðust í fallinu. Þá fann ég mikið til með krumma, þótt ég vissi, að hann hefði mörg lömb á samvizk- unni. En það var höfð hin mesta ótrú á að steypa undan krumma, þegar hann gerði engan usla í lámbfénu, og sá bóndi, sem stóð ag því verki, átti víst, að hánn legðist á lömb hans. Ekki var alltaf búsvelta hjá krumma á vorin. Þar sem ekki vár mjög langt til sjávar, leitaði hann þar Framhald á 165. sí8u. Stundum eru hrafnsungar teknlr úr hreiðri og aldir upp hjá mönnum. Þeir verða þá spakir og fylgisamir þelm, sem eru þeim vel, eins og ráða má af myndinni af hrafninum og stúlkunni. En þelr eru líka glettnir og dálítið hrekkjóttir. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 149

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.