Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Síða 6
ÐJÚPIVOGUR á okkar dögum. HAUSTKVÖLD VIÐ ÆDARSTEIN i. Eitt hinna allra sviplegustu slysa hér á landi varð á Djúpavogi haustið 1872. Bátur, hlaðinn glöðu fólki, lét úr vör í góðu veðri að kvöldlagi og átti aðeins að fara stuttan spöl með landi fram. Hann kom ekki fram, og í heila viku fannst ekki annað, hvern- ig sem leitað var, en nokkrar húfur, vasabók eins mannsins og hundur, sem verið hafði með fólkinu. Þama fórust fimm systkin, auk fleira fólks af sama heimili, og fjögur börn inn- an fermingar voru í hópnum. í bréfi, sem Jón Asmundsson John- sen, sýslumaður í Suður-Múlasýslu, skrifaði Magnúsi Eiríkssyni frá Eski- firði rúmum mánuði síðar, segir svo um þennan atburð: „Mikið sorgartilfelli kom fyrir gamla Weyvadt. Hann missti son sinn, . íels Emil, cand. jur., kunningja okk- ar, elztu dóttur sína, mikið efnilega stúlku, og þrjú yngri börn, þar á meðal yngsta son sinn, sem hann hélt ósköp upp á. Þau voru að sigla að gamni sínu, en allt í einu sökk bátur- inn, og allir drukknuðu. Auk þessara voru fimm manns á bátnum. Ekkert af líkunum hefur rekið upp, nema elztu dóttur Weyvadts". Hlutttekning fólks virðist hafa verið rík, þegar þessi tíðindi spurðust. Gömlu verzlunarstjórarnir voru vissu- lega harðir í horn að taka, svo að ekki var það dæmalaust, að kaldgeðja menn, sem orðið höfðu fyrir barðinu á þeim, hýrnuðu við, ef þeir urðu fyr- ir raunum og skakkaföllum. En Wey- vadt gamli á Djúpavogi var hinn merkasti maður og mannkostum gædd ur: „Það er makalaus karl í öllu til- liti. Ég hef varla kynnzt eins grunn- ærlegum og vönduðum karakter. Fjandi er hann líka gemytlegur. Yfir- höfuð: Familían er samvalin og sjálf- sagt sú bezta eða með þeim beztu fam- ilíum hér á landi, sem ég þekki“. Þetta er vitnisburður sýslumanns- ins, og þó að varla sé gerandi ráð fyr- ir því, að alltaf og alls staðar hafi verið fagurlega talað um kaupmann- inn, þá er glöggt, að Weyvadtsfólkið naut fyllstu vinsemdar og virðingar í héraði sínu. Weyvadt gamli mun oft hafa verið bjargvættur þeirra, sem stóðu höllum fæti í bágu árferði, og xausn þeirra hjóna á heimili virðist hafa verið alkunn. Víða sjást .þess ó- ræk merki, hve fólk fann til með þeim, þegar þau misstu börn sín með svo snöggum og óvæntum hætti. II. Þegar verzlunareinokunin var af- numin og eignir konungsverzlunarinn- ar seldar upp úr Móðuharðindunum, keypti danskt verzlunarfélag, Örum & Wulff, allar verzlanir á Austurlandi. Hélt það mjög lengi velli á Djúpa- vogi og Vopnafirði. Voru verzlunar- stjórar þess á nítjándu öld oftar danskir menn, en þó voru einnig þeirra á meðal íslendingar, og snemma á öldinni var jafnvel kyn- blendingur fiá Vesturheimseyjum Dana, Hans Jónatan að nafni, verzlun- arstjóri á Djúpavogi um nokkurra ára bil. Margt af niðjum þessara útlendu verzlunarstjóra ílentist hér, og á nú fjöldi íslendinga ætt sína að rekja til þeirra. Níels Pétur Emil Weyvadt fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn, en fað- ir hans hafði starfað í þjónustu ís- landsverzlunarinnar og dvaldist mörg ár á ísafirði. Síðar kom hann aftur hingað til lands, en hafði hér þá að- eins skamma dvöl. Níels Pétur var sendur til Skagastrandar fimmtán ára gamall vorið 1829, og þótt hann væri eftir það suma vetur í Kaupmanna- höfn, mun hann upp frá því hafa ver- ið í þjónustu íslandskaupmanna. Arið 1840 kom hann til Djúpavogs, rösk- lega hálfþrítugur að aldri, og gerðist þar verzlunarstjóri. Tók hann sér þeg- ar ráðskonu, og varð fyrir valinu ung stúlka, Halldóra Sigurðardóttir að nafni, er áður hafði þjónað sýslu- 150 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.